Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.07.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 16.07.1938, Blaðsíða 1
XXI. árg Akureyri, laugardaginn 16. júlí 1938. 35. tbl. E,",,MÍ„Æ“,ýas,"s Góður gestur 1 lok febrúar-mánaðar siðastl. kaus »JafnaðarmannaféI. Reykja- víkur* 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um »endanlegan grundvöll fyrir sameiningu verk- lýðsflokkanna«. Sem árangur af starli þessarar nefndar sendi svo félagið, í s.l. máuuði, til stjórnar kommúnistaflokksins og stjórnar Alþýðuflokksins (Alþýðusam- bandsins) tillögur nm StefnilSkrð. skipulao og starlsskrá bins væntan- lega sameinaða flokks íslenzka verkalýðsins. Tillögur þessar munu einnig sendar verklýðsfé- lögunum um land allt til athug- unar tyrir Alþýðusambandsþing- ið í haust. Hvað fela þessar tillögur i sér? Nefndin leggur til að stetnu- skrá hins sameinaða flokks verði núgildandi stefnuskrá Alþýðuflohksins, með nokkrum orðabreytingum, sem flestar eru mjög smávægilegar. Eins og menn muna, var á Alþýðusambandsþinginu s.l. haust samþykkt ný stefnuskrá fyrir Alþýðuflokkinn. Stefnuskrá þessi var — af VilflDundi Jónssyni — soðin upp úr tillögum vinstri manna Alþýðuflokksins um stefnuskrá fyrir sameinaða verklýðsflokk- ana — og sérstaklega gerð til þess að fá sameiningarmennina, sem voru i miklum meirihluta á Alþýðusambandsþinginu, til þess að falla frá sinum eiginlegu tillögum. Af þessum ástæðum varð stefnu- skráin — þrátt fyrir þá ann- marka, sem Vilmundi tókst að setja á hana — miklu róttækari en stjórn Alþýðuflokksins getur þolað — enda hefir hún verið svo vandlega vafln þögn Alþýðu- flokksstjórnarinnar og umboðs- manna hennar, að þegar bún nú kemur á gang, pekkir ekli rit- stjóri »A)þm « hana, og segir að þetta sé plagg, sem kommúnist- ar hafí samið! Um stefnuskrána er annars það að segja, að þrátt fyrir áður- nefnda annmarka, er bún þó byggð á kenningum Marxismans og getur þessvegna verið stefnu- skrá sosialistisks flokks. Viðkomandi skipulagningu llokksins er aðalatriðið það, að nefndin leggur til að greint sé algerlega á milli verklýðsfélagastarfsem- innar og hinnar pólitfsku starf- semi — þannig að flokkurinn sé byggður upp af einstaklingum, sem ganga i hann persónulega, vegna sinna pólitisku skoðana — en að Alþýðusambandið verði hinsvegar eingðugn samband verk- lýðsfélaganna, skipulagslega óháð flokknum og í því hafi allir með- limir verklýðsfélaganna jöfn rétt- indi, án tillits til pólitískra skoð- ana. Pó er gert ráð fyrir að verklýðsfélög geti gengið í flokk- inn, ef þau óska þess, en þá gildir það aðeins fyrir þá með- limi þeirra, sem samþykkja það. Hinir geta verið utan flokksins án þess að tapa við það nokkr- (Framh. á 2. síðu). Píanósnillingurinn Haraldnr sig- urðsson bélt hljómleika hér i Nýja-Bíó síðasth mánudagskvöld og aftur í gærkvöld. Ég var eigi í bænum fyrri hluta vikunnar og heyrði því ekki nema síðari hljómleikana. Viðfangsefni á siðari hljóm- leikunum voru tvær sónötur eftir Beethoven (d-moll og cis-moll) og nokkur lög eftir Chopin. Eins og kunnugt er, er Har- aldur frægasti hljóðfæraleikari islenzkur, og mátti með sanni segja, að hann sýndi það hér, að hann stendur ekki að baki fræg- um erlendum snillingum. Það er eigi ýkja langt siðan hinn heims- frægi pólski sni lingur Ignaz Friedman hélt hljómleika hér á Akureyri, og mun ýmsum bæjar- búum leikur hans i fersku minni. Ég gat ekki varist að bera þessa tvo ágætu Iistamenn saman, og Haraldur tapaði ekki við þann samanburð. Að minnsta kosti gerði hann Beethoven betri skil en Friedman. Pað er þó ekki ætlun mfn að fara að gera upp á milli viðtangsefna Haraldar. Hann skilaði þeim öllum með þeirri snild, að vart var þar blett né hrukku að finna. Hver einasti tónn var sem fágaður gimsteinn, hver lína sem perludjásn. Það mun leitun á píanóleikara, sem flytur verkefnin jafn skýrt og Haraldur. Hann hefír til að bera þann eiginleika hins sanna, göfuga túlkandi tónlistarmanns, að hann fær áheyrandann til að

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.