Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 23.07.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 23.07.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 23. júlí 1938. 36. tbl. Hvað er að frétta af rafveitumálinu ? Hvenær heffa akkorðshafarnir vinnu á virkjunarstaðnum? Þessa dagana hitti eg sjaldan svo verkamann hér á Akureyri, að eg fái ekki spurningu um, hvað sé að frétta af rafveitumál- inu, og hvenær vinna verði hafln á virkjunarstaðnmn. En þótt eg sé i rafveitunefnd og bæjarstjórn, þá hef eg — því miður — ekki getað gefíð miklar upplýsingar, fram yfir það, sem dagblöðin hafa gert, sem svar við slikum spurningum, en talið liklegt, að eg gæti sagt eitthvað nánar fljótt eftir heimkomu bæjarstjóra, því eg taldi sjáltsagt, að hann skýrði bæjarstjórn strax frá samningum þeim, sem hann hefir gert, fyrir bæjarins hönd, um bygging raf- veitunnar. Hinn 21. þ. m. var svo bæjar- stjórn kölluð saman. Eftir að eg fékk boð um fundinn, benti eg þeim — sem töluðu við mig um málið — að koma á fundinn, og fá þar margþráðar upplýsingari Á tilsettum tima iór eg á hinn venjulega fundarstað, en þar voru þá bara auðir stólar. Fund- urinn var haldinn á skrifslotu bæjarstjóra og ekki ætlaður áheyr- endum. Fyrir fundinum lá engin dag- skrá, enda hafði fundurinn ekki verið auglýstur. En um leið og forseti setti fundinn, skýrði hann frá, að aðal fundarefnið væri nauðsyn þess, að taka á móti Danaprins á viðeigandi hátt. En hans væri von hingað 27. þ. m., ásamt fylgiliði. Svo veitti hann bæjarstjóra orðið, sem flutti fram- söguræðu um málið. Benti hann einkum á, að helst væri að bjóða prinsinum til veislu hér á Akur- eyri, eða við Laxárfossa, og biðja prinsinn að moka nokkrum skóflum, eða skjóta einu skoti á virkjunarstaðnum og »opna« með því virkjunarstarfið. Eg benti á, að óverjandi væri, að eyða mörgum þúsundum króna í át- og drykkjuveislur af fé bæjarsjóðs, jafnvel þótt rik- iserfingi Danikonungs væri í hóp þeirra sem fagnað væri. En þó slikar fagnaðarveislur væru haldnar, ætti ekki að gera þær mikið dýrari en ella, með því að halda þær langt í burtu, eins og gert var siðast er kon- ungur Danmerkur kom hér. Eftir nokkrar umræður var sam- þykt tillaga frá Axel Kristjáns- syni, um að bæjarstjórn stofnaði til móttökuveislu 27. þ. m. hér á Akureyri, og daginn eftir yrði gestunum fylgt að Laxárfossum. Tillagan var samþykt með 6 gegn 1 atkvæði. Þá var talað um að hafa vín í veislunni hér og veita vín og kökur við Laxái Út aí því flutti eg tillögu um að ekki skyldi veita áfeng vin í umræddum veislum, en tillagan var feld með 3:3 atkvæðum. (Með voru B. T., Á. I og P. Þ. Móti A. K., J. H. Þ. S , E. F. greiddi ekki atkvæði). Steingrímur og Elísabet gátu ekki mætt á fundinum. Til að standa fyrir móttökun- um voru kosnir: Árni Jóhanns- son, Brynleifur og Axel. Þótt tillagan um að veita ekki vín væri feld, var heldur ekki samþykt að hafa vín, og þar sem nefndin (meirihluti) er skip- uð þektum baráttumönnum gegn áfengi og heitbundnum templur- um — þeim Árna og Brynleifi — má telja fullvist að eftir mein- ingu tillögunnar verði farið. Að þessu búnu bauð bæjar- stjóri að gefa skýrslu um ferð sína og samninga um fyrirhug- aða virkjun. Atkvæði féllu þannig, að eg einn vildi hlusta á hann, en sex greiddu atkvæði á móti. Peim þótti nægilegt að fá skýrsl- una á næsta bæjarstjórnarfund, sem liklega verður haldinn 2. ágúst næstk. Vonandi verður það ekki lokaður fundur. P. P. Enn um rafyeitomál. 1 gær var sameiginlegur fund- ur rafveitustjórnar og fjárhags- nefndar. Gaf bæjarstjóri skýrslu um ferð sina og samninga um Ián til fyrirhugaðrar virkjunar við Laxá. Lánsupphæðin er 1700000.00 krónur. Lánstími 25 ár. Afborg- unarlaust í 3V2 ár. Vextir 2*/2*/o hálfsárslega. Samið hefir verið um efniskaup og framkvæmd virkjunarinnar að mestu leyti. Vinna mun verða hafin við virkjunina undir lok þessa mán.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.