Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 23.07.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 23.07.1938, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ Knattspyrnukappleikir jsfirðinsa og flkurevringa. Knattspyrnumenn, II. flokkur frá Knattspyrnufélaginu ,Hörður‘ á ísafírði, hafa verið hér undan- farna viku og keppt við »Þór«, K. A. og úrval úr báðum félög- unum. Fyrsti leikurinn var sl. sunnu- dag við »Pór«. Veður mátti heita gott, þó sólarlaust og aðeins norðan gola. »Hörður« átti völ á marki og kaus að leika undan vindi. Frá upphafí reyndist leik- urinn nokkuð jafn. Hvorugt lið- ið náði verulega góðum samleik og öll upphlaup voru stöðvuð af vörninni, sem er mjög sterk i báðum liðunum. Þegar 20 mín. voru liðnar af leik, skaut Hall- dór Sveinbjörnsson, miðframherji »Harðar«, á mark úr aukaspyrnu, ágætt skot, sem virtist ætía að verða óverjandi mark, en knött- urinn lenti otarlega á marksúl- una. Nokkru síðar skoraði ‘Hörð- ur‘ mark. Lauk bálfleiknum með 1 :0. Síðari hálfíeikurinn bar allan sama blæ og sá fyrri, og tókst hvorugum að skora mark, þar til tæpar 2 min. voru eftir af leik, að Júlíus B. Magnússon, miðframherji »Þórs«, fékk knött- inn fyrir marki »Harðar« og skoraði mark með ágætu skoti. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1 Á þriðjudaginn lék »Hörður« víð K. A. Veður var gott. Auð- sjáanlega var lið K. A. meira í molum en aFórst, þó ýmsir leik- menn væru góðir. ísfirðingarnir náðu nú ágætum samleik og hófu þegar allmikla sókn. Þegar 10 mín. voru af leik, gerðu þeir mark og annað 2 mín. síðar. K. A. náði nú nokkrum upphlaup- um, en þau voru öll stöðvuð. í síðari hálfleik gerði »Hörður« enn 3 mörk, en K. A. fékk 1 mark, sem Páll E. Jónsson, mið- framherji K. A. skoraði úr víta- spyrnu. Leiknum lauk með sigri #Harðar«, 5 :1. Á fimtudagskvöldið lék »Hörð- ur« og úrvalið »Þórs« og K. A. Síðari hluta fimtudagsins rigndi ákaft og voru pollar á vellinum og hann allur mjög sleipur, svo tæpast var leikandi á honum. Af þessum ástæðum varð lft- illi leikni komið við og leikur- inn allur verri en annars hefði orðið. í fyrri hálfleik urðu engin mörk, en í síðari hálfleik skor- aði úrdalið 3 mörk og fsfirðing- ar 1 mark. Akureyringar sigruðu þvi með 3:1. Það, sem einkendi leik Isfirð- inganna, var mikil leikni og góð- ur samleikur, einkum i leiknum við K. A. ísfirðingar æfa á mal- arvelli, og munu þessir kostir liðsins njóta sin enn betur þar. Vörn fsfirðinganna er góð, sér- staklega vinstri bakvörðurinn Sveinn Kristjánsson. 1 framlin- unni eru menn nokkuð svipaðir, þó mun vinstri inntramherjinn Jens Guðjónsson vera hættuleg- asti skotmaðurinn. Veila liðsins liggur í of hægum og hikandi leik. Kostir og gallar Akureyrar- liðanna lágu í hröðum leik. Þeir standa fsfirðingunum yfirleitt að baki, hvað leikni snertir, og ein- staka maður sýndi ruddalegan leik. Hraðinn er kostur þeirra, en líka galli, því að sá, er litla leikni hefir, getur tæpast leyft sér hraðan leik. Vörn úrvalsliðsins var góð, og leikur Snorra Sig- fússsonar, Júliusar Magnússonar °g Tryggva ólafssonar er alltaf lipur og léttur, sama má segja um Kristján Eiriksson, en Árni Ingimundarson og Páll E. Jóns- son leika stundum of harkalega. Innvörpin voru oft gölluð hjá báðum liðunum. Friðþjófur Pétursson lögreglu- þjónn dæmdi alla leikina og gerði það mjög vel. Isfirðingar hata kept við bestu flokka Reykvikinga, bæði á Isa- firði og í Reykjavik, og nú einn- ig á Akureyri, en aldrei tapað leik fyrir neinu einu félagi. I dag keppa þeir siðasta leik- inn við »Þór«. Hvernig fer hann? Laugardags- og sunnudagskvflld kl. 9: Pýzk tal- og bljómmynd í 10 þáttum, tekin eftir hinni heimsfrægu ástarsögu Knut Hamsuns. Aðaihlutverkin leika: Luise Ullrich Og Mathias Wiemann. Slysfarir I síldarverksmiðjunni á Hjalt- eyri hafa tveir menn farist á þann hroðalegasta hátt með stuttu millibili, voru það feðgar tveir Sigurður Jónsson og Frið- rik Sigurðsson. Þegar slikt kem- ur fyrir verður að krefjast þess að orsakir þess séu rannsakaðar, og þær umbætur gerðar þegar i stað, að slysin endurtaki sig ekki. Þann 2O. þ. m. andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar verkakonan Kristjana Hall- geímsdóttir Aðalstræti hér í bæ. Hingað er von á krónprinsinum og prinsessu naesta miðvikudag, hefir bæjar- stjórn gert ráðstafanir til að taka á móti þeim, hlýtur það að hafa töluverðan kostnað í för með sér, en ekki hefir heyrst að til staðar væru néin vandkvæði hvað fjármálin snertir, gefur það góðar vonir um, að ekki muni bænum fjárvant þegar meira liggur við t. d. að setja upp áhöld til Ijósbaða f barnaskólanum. Samkvæmt auglýsingu á öðrum stað í blaðinu, skal athygli trésmiða vakin á að kunngjöra Lárusi Björnssyni ef þeir eru atvinnulausir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.