Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 30.07.1938, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 30.07.1938, Qupperneq 3
VBRKAMAÐURINN 3 að hann skuli tryggja mönnum vinnu í 48 daga. Þó þannig, að á tryggingartímabilinu megi falla niður samtals 16 vinnudagar, og sé tryggingartímabilið þá frá 24. júní til 10. sept. næstk. — Þó verða mennirnir altaf að vera til, ef hann þarf að kalla þá til verks. Engin samþykt var gerð í mál- inu nema Þorsteini var falið að rölta enn til Holdö og halda fram- haldsfund næsta kvöld kl. 8. Þegar á þann fund kom, sagði hann sína rauna-sögu, um að Holdö viðurkendi aldrei, að neinn samningur væri til fyrir þetta ár, og Þorsteinn marg endurtók, að nú gæti hann ekki meira. Hölluðust menn því að því ráði, þar sem þeir sáu, að stjórn Verkmannafélags Glæsibæjarhr. hafði ekkert gert, né getað, á rétt- um tíma, að þeir samþyktu tilboð Holdö. Af þessu sést, að þegar Holdö er búinn að teyma Þorstein Hörg- dal á eyrunum á annað ár, með því að taka af honum samninginn og láta svo Þorstein standa í þeirri bjálfalegu trú, að hann sé í gildi, óundirskrifaður, þá snýr Holdö bara við blaðinu og sendir Þorstein með tilboð, sem hér hefir verið lýst, og lætur Þorstein sjá um, að það sé samþykt af verka- mönnunmn, þó það sé þeim óhag- stæðara, en sá samningur, sem verkamannafél. vildi láta Holdö skrifa undir í fyrra. Þar að auki er Krossanesverk- smiðjunni, með þessari 10 daga viðbótartilslökun, veitt hlunnindi fram yfir Dagverðareyrarverk- smiðjuna, sem er þó innlendra eign. Það virðist því, að það sé nú Andreas Holdö, sem ræður orðið fyrir Verkmannafélag Glæsibæj- arhrepps, með Þorstein Hörgdal fyrir vikastrák. Kunnugur. Næturvörður er í Stjömu Apóteki þessa viku. (Frá n.k. mánudegi er n»t- rurvörður í Akureyrar Apóteki). Frá Ferðalélagi Akoreyrar. Ferðafélag Akureyrar hóf ferðir sínar á þessu ári, 14. apríl. Sam- kvæmt áætlun er gert ráð fyrir 19 ferðum á þessu ári. 12. ferðin var farin dagana 16. —18. júlí. Farið var frá Akureyri 16. júlí kl. 15,30, á tveim bifreið- um frá Bifreiðastöðinni „Bifröst“, og voru þátttakendur 8 stúlkur og 16 karlmenn. Var haldið sem leið liggur um Vaðlaheiði, Ljósavatns- skarð, Fljótsheiði, Reykjadal til Mývatnssveitar og að Reykjahlíð. Þar slóst í förina Pétur Jónsson bóndi og með honum 2 stúlkur og 14 karlmenn, sem flestir voru vegagerðamenn úr Ljósavatns- skarði, en þar stjórnar Pétur vega- gerð í sumar. Bifreiðastjóri þeirra var Sigurður Vigfússon frá Foss- hóli við Goðafoss, og með í hópn- um var hinn kunni fjallagarpur Benedikt Sigurjónsson Mývetn- ingur. Frá Reykjahlíð var haldið kl. 21,15 og ékið austur Námaskarð að brennisteinshverunum austan við skarðið. Hinir sjóðandi hverir og raunar alt hið gula, rjúkandi hverasvæði, dró að sér athygli ferðafólksins, svo að allir stukku úr bifreiðunum og gægðust með óttablandinni forvitni niður í op- in, þar sem altaf síður þó enginn sjáist hitagjafinn. Nú sást ekki lengur til bygða, en framundan — til austurs — lá víðáttumikil há- slétta, en fjærst í sjónhringnum. einstök fjöll, sem Pétur og Bene- dikt fóru að fræða okkur um, hvað hétu. Síðan var ferðinni haldið áfram hina fomu póstleið austur-undir Austaribrekkur. Þar eiga Mývetningar sitt „klaustur". Það er alldjúpur hellir og hlaðið umhverfis munnann, svo frá veg- inum séð virðist þar aðeins vera stór þúfa. En niður í hellinum er gott skýli fyrir illveðrum, enda notað af fjárleitarmönnum úr Mývatnssveit. Frá Klaustri til Reykjahlíðar em 17 km. Um 10 km. austar er annað skýli miklu vandaðra, sem kallað er Péturs- kirkja. Það er í norðausturhomi Nýjahrauns, þess er raxm vetur- inn 1874—1875. Þar er skáli með bálk fyrir 6 menn, hitunartæki og ýms eldhúsáhöld. Einnig hesthús fyrir 12 hesta. Að Péturskirkju komum við laust eftir miðnætti og reistum þar 5 tjöld og gistum um nóttina. Sunnudagsmorguninn 17. júli kl. 5 var farið að sjóða á kötlun- um. Reis þá fólkið á fætur og tók til nestis síns. Síðan voru teknar nokkrar myndir og að því búnu tekinn saman farangurinn og haldið af stað kl. 6,30. Var þá farið austur að Jökulsá á Fjöllum á móts við Grímsstaði, þangað eru 6 km. frá Péturskirkju, síðan var haldið suður með ánni. Leiðin lá nú að mestu um gróðurlausa mela og sanda, en lítið vestar sást í úfið hraunið, og teygði það nokkrar álmur í veg fyrir okkur, svo í stöku stað varð all óslétt undir bílunum. Lengra í vestur sást í fjallaklasa sem að þessu sinni var hulinn þoku ofan til. Veður var hlýtt og aðeins hægur andvari á norðan. Bílarnir óðu dálítið í sandinn og gekk þá ferð- in seint, einkum vegna þess að vélarnar vildu ofihitna svo oft varð að nema staðar og kæla þær. Eftir 35 km. akstur í suður var komið að Grafarlandaá. Þar var tjaldað og borðað (kl. 13,20). Síð- an var haldið að Lindá (11 km.) og tók það aðeins tæpa hálía klukkustund. Komum þar kl. 15,10. Rétt norðan við Lindá geng- ur fram hrikalegt hraunnef. Norðan þess eru Grafarlönd, en sunnan Herðubreiðarlindar. Af hraunhryggnum er allgott útsýni og slétt og gróið land fyrir fram- an. Mælir margt með því, að þar verði reistur ferðamannaskáli svo fljótt sem kostur er á. Þangað mun lengi sumars vera örugg leið fyrir bíla og þaðan er um margar girnilegar gönguferðir að ræða. Hinsvegar getur Lindá oft hindr- að að farið verði lengra á bifreið- um. Að þessu sinni var hún lítil, aðeins 80 cm. djúp og 60 m. breið og tókst vel að koma fyrsta bíln-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.