Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 30.07.1938, Síða 4

Verkamaðurinn - 30.07.1938, Síða 4
4 VBRKAMAÐURINN Aim yfir hana, en sá næsti sat fastur í sandbleytu og varð bíll- inn sem á undan var að draga hann suður úr ánni. Varð þá að ráði að hafa þriðja bílinn kyrran norðan við, til öryggis ef draga þyrfti bílana norður yfir. Vár nú öllu fólkinu komið fyrir í tveim bifreiðum og ekið um 8 km. eftir stórum hólma sem myndast við það að kvísl úr Jök- ulsá fellur vestur í Lindá. Upptök Lindár eru nokkrar vatnsæðar, sem koma framundan hraunkrika nokkuð austur af Herðubreið og nefnast Herðubreiðarlindar. Krittgum lindarnar er allmikill gróður, meðal annars hvönn. í htaunjaðrinum rétt við lindarnar er kofi Fjalla-Eyvindar hlaðinn upp að nýju af Fjalla-Bensa. Yfir kofamunnanum eru hellur og kasSabrot. í kvíslinni úr Jökulsá var sandbleyta, svo ekki var fært með bílana suður yfir. Fyrir sunttan kvíslina tekur við hellu- hraun, sem gengur alveg austur að Jökulsá. Norðan við þetta hraunnef fellur áðurnefnd kvísl úr ánni. Var hún um 90 cm. djúp, en sVo mjó, að hægt var að brúa hana með 14 fóta tré, sem annar bílstjórinn hafði með sér. Á þess- ari brú gengu allir þurrum fótum yfir nema þeir Benedikt Sigur- jónsson og Sigurður á Fosshóli, sem stóðu í ánni og studdu brúna. Bílamir óku svo norðvestur með kvíslinni, móts við Lindarnar. Var farangurínn borinn þar yfir og tjöld reyst. Þar fékk fólkið sér hressingu og skoðaði umhverfið. Kl. 20 var farangurinn tekinn saman og haldið norður yfir Lind- á. Við Lindanef var gist. Áður en lagtet var til svefns, sagði Bene- dikt sögu af einni ferð sinni þar um slóðir, en þær eru nú orðnar yfir 30. Að sögunni lokinni var sungið. Fleiri tóku til máls, svo var aftur sungið, farið í leiki, dansað og rabbað saman. Gleðin ljómaði svo greinilega á hverju andliti, að slíks minnist eg ekki jafn alment á nokkurri skemtun áður. Kl. 23 bauð eg heitt kaffi eða vatn, þeim er það vildu. Fyrir kl. 24 voru allir lagstir til svefns. Að morgni þann 18. júlí kl. 5 fórum við Pétur að hita á kötlun- um, var þá glaðasólskin en þoka á efstu fjallatindum. Var þá mjög freistandi að halda lengra inn til fjalla og jökla, en fararstjórinn sagði heim, og af stað var haldið kl. 7. Var þá gerður krókur á leið- ina upp í Grafarlönd. Er þar sér- lega fallegt, sérstaklega við Graf- ardalsá, eru gróðurlönd þar miklu víðáttumeiri en við Herðubreiðar- lindar. Þar við ána var tekinn fjöldi mynda. Þar var kyntur langeldur og óð Benedikt eldinn. Höfðum við þá séð hann vaða bæði eld og vatn og hvergi bregða. Benedikt var aldursfor- seti í þessari ferð, en þó mestur hrókur alls fagnaðar. Við, sem nutum þeirrar ánægju, að hafa hann fyrir bekkjarbróður í bíln- um, hÖfum beðið hann um að verða aftur með okkur 13. ágúst n.k., þá austur á Kröflu. Þaðan er sérstaklega gott útsýni, og gefst þá kostur á að sjá yfir svæðið beggja vegna Jökulsár, alt frá Axarfirði til Vatnajökuls. Úr Grafarlöndum var haldið norður að Miðfelli og gengið upp á fellið. Lýsti Pétur Jónsson þar umhverfinu og sagði nöfn á helstu fjöllum, síðan var haldið norður að gamla sæluhúsinu við Jökulsá. Er lítið hirt um það, síðan póst- ferðir yfir fjöllin voru lagðar nið- ur. Þaðan var haldið að Péturs- kirkju og snætt þar. Klukkan þá 13,15 og hafði keyrslan frá Lindá þá tekið um 4 tíma. Áður en farið var af stað, voru fluttar ræður, lesin kvæði og sungið. Var enn sem fyr gleði og hrifning yfir öllum, enda var nú öll þoka horfin og skyggni hið fegursta. í suðri blasti við Herðu- breið í allri sinni tigft, en Dimmi- fjallgarður og Hólsfjöll austan Jökulsár, í norðvestri Eilífur, Krafla, Jörundur og fleiri kunn- ingjar. Til Reykjahlíðar komum við kl. 18. Ferðafélag Akureyrar er enn ungt og fáment og hefir ekki ver- ið stórhuga í áætlunum sínum. Gleymið ekki að endurnýja — Aðgætið vel, hvað það get- ur kostað yður. Endurnýjun á að vera lokið 4. ágúst. — Nýir miðar verða seldir til kl. 10 kvöldið fyrir drátt. Það er eftir að draga út: 1 vinning á 50.000.00 2 vinninga á 25.000.00 3 vinninga á 20.000.00 1 vinning á 15.000.00 1 vinning á 10.000.00 6 vinninga á 5.000.00 19 vinninga á 2.000.00 66 vinninga á 1.000.00 152 vinninga á 500.00 600 vinninga á 200.00 2870 vinninga á 100.00 Svart karlmannatataefni Og Svart cheviot afar ódýrt nýkomið i Pöntunarffélagið. Þessi ferð er þess lengsta ferð og eg held líka skemtilegasta. En eg vona að það verði fljótt marg- ment og öflugt og farnar verði margar ferðir jafn ánægjulegar þessari en miklu fjölmennari. Þorst. Þorsteinsson. Ábyrgðarmaður: Þcroddur Guðmundsson Prentverk Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.