Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 20.08.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.08.1938, Blaðsíða 1
V / Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg Akureyri, laugardaginn 20. ágúst 1938. 40. tbl. Fa$i§minn i Sjálfita'ði^flukknum. Lýðræði§«innarnir í flokknum verða að losa §ig við yfirráð heildsalaklíkunnar. Um miðjan júlí 1936 boðaði Quiroga forsætisráðherra Spánar Yague ofursta á fund sinn. Áttu þeir með sér eftirfarandi samtal: — Yague ofursti! Eg hefi kallað yður hingað til þess að tilkynna yður að það gengur orðrómur um það að þér séuð að undirbúa uppreisn í Marokkó. Eg trúi því ekki. Hvað segið þér um það? — Það er tómt slúður, var hið rökvísa svar ofurstans. Hann neitaði að nokkuð væri hæft í þessum sögusögnum um hann og fullyrti að hann ynni af heilum hug í þágu lýðræðisins og ráðandi stjórnar. Quiroga hristi þá hönd Yague og mælti: — Verið nú hygginn karl og segið vihum yðar, þegar þér komið attur heim, að lýðveldið sé mjög sterkt og að það væri fásinna að rísa upp gegn því. Aðfaranótt 18. júlí hófst svo uppreistin í Marokkó undir forustu sama Yague. Hér á landi vinna erlendir fasistar með aðstoð innlendra . samherja, leynt og ljóst að því að kollvarpa lýðræðinu og svifta íslensku þjóðina sjálfstæði sínu. Bandamenn erlendu fasistanna eru m. a. ýmsir af leiðandi mönn- um Sjálfstæðisflokksins. Ræða Knúts Arngrímssonar, 2. ágúst, á skemtisamkomu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn efndi til á Eiði (skemti- staður Sjáifstæðismanna við Rvík), hefir betur en nokkuð annað af- hjúpað hversu mikil itök fasism- inn á í Sjálfstæðisflokknum. Til þess að reyna að blekkja hina fjölmörgu unnendur lýðræðisins innan og utan Sjálfstæðisflokks- ins hefir þvi aöalmálgagn flokksins, Morgunblaðið, streitst við að nota sömu aðferð og spænski land- ráðamaðurinn Yague. Blaðið hefir neitað því að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi haldið fyr- nefnda samkomu að Eiði, jafnvel þó það væri auglýst með íeitu letri á fremstu síðu í blaðinu að Sjálfstæðisflokksfélögin í Rvík efndu til samkomunnar. Blaðið hefir svarið og sárt við lagt, að Knútur væri nokkuð áhangandj Sjálfstæðisflokknum eða hefði talað fyrir munn hans, þó að dagblaðið »Vísir«, annað aðalmál- gagn flokksins, birti ræðu fasist- ans orðrétta 4. ágúst — athuga- semdalaust — og þó að Knútur hafi lýst þvi yfir í sama blaði að hann hafi talað fyrir munn Sjálfstæðisflokksins. En íslenskir lýðræðissinnar, allir sannir sjálf- stæðismenn, munu ekki eins auðtrúa á sakleysisyfirlýsingar hinna íslensku fasista eins og Quiroga var á sinum tíma and- varalaus gagnvart moldvörpustarfi spænsku fasistanna. (Framh. á 2. síðu). Lindberg í heim- sókn hjá Stalin. Lindberg hinn heimskunni flugmaður, og ameríski sendi- herrann í Moskva, voru í gær viðstaddir hina árlegu flugsýn- ingu í Moskva. Var Lindberg og frú einnig í heimsókn hjá Stalin. Lindberg hefir dvalið í Sovét- ríkjunum undanfarið í þeim er- indagerðum að vinna að sam- starfi rússneskra og ameriskra flugmanna í Norðurhöfum. 3 m ciiii drepnir i Berlín i gærmorgnn. í gærmorgun voru 3 menn teknir af lifi í Berlin, voru þeir sakaðir um njósnir. Engin opin- ber réttarhöld höfðu farið íram enda er slíkt ekkert nýtt fyrir- bæri í »þriðja ríkinu*, því naz- istar þora aldrei að leggja gögn stn á borðið. Blað enskra samvinnumanna tekur afstödu með Sovétlýdveldunum. Aðalmálgagn ensku samvinnu- félaganna, »ReynoIds News« kemst m. a. svo að orði i sam- bandi við árekstrana við landa- mæri Mandsjuriu og Sovétríkj- anna: »Kína hagnýtir sér þennan árekstur og gerir stöðu japönsku hersveitanna ennþá erfiðari. Samt sem áður er ein staðreynd sem er augljós: Pólitík Japana hefir árum saman verið hernað- arpólitik, pólitik Sovétríkjanna stöðugt friðarpólitík. Pólitik siðustu ára hefir sýnt, að Sovétríkin hafa horfið inn á þá einu leið, sem getur bjargað heiminum frá striði: einbeitt framkoma gagnvart alkunnum árásarsegg.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.