Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 05.11.1938, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 05.11.1938, Qupperneq 3
VERKAMAÐURÍNN sósialistaflokkur, teljum að brýn- ustu nauðsynjamálin, sera þetta bandaiag yrði að beita sér fyrir, séu þessi: I. Viðreisn og efling atvinnu- lifsins og umbætur á kjörum al- þýðu. II. Verndun og efling lýðrétt- inda og menningar. III. Varðveisla sjálfstæðis þjóð- arinnar. Til þess að betur verði ljós af- staða flokks okkar, vill bann gera nokkru fyllri grein fyrir þessum málum : I. Um viðreisn og eflingu at- vinnuiífsins ieggur flokkurinn fram þær kröfur: a. að vinnufæru fólki verfli trygð at- Vinna bæði með stórvirkum opin- berum tramkvæmdum og með því að einbeita fjárhagslegu valdi rikis og banka að þvi að fjölgað verði atvinnutækjum og hin eðli- lega framleiðsla þjóðarinnar þannig aukin. Og til þess að það megi takast b. að þær byrðar, sem á atvinnu- vegunum hvíla, verði léttar, svo sem frekast má verða, tollar lækkaðir á framleiðslu- vörum, skrifstofukostnaður hins opinbera minkaður, létt á skulda- byrðum, útgerðarvörur lækkaðar í verði, svo og vörur til land- búnaðar og iðnaðar. c. að rikjandi fjármálaspillingu verði lokið, gjaldþrotafyrirtæki gerð upp, reikningshag bank- anna komið á fastari grundvöll og skipun bankamála gerð með þeim hætti, að fjarmálaspillingin í lánsstotnunum geti ekki endur- tekist. d. að þau gæði landsins, sem enn eru ónotuð eða litt notuð, séu hagnýtt skipulega með hags- muni þjóðarheildarinnar lyrir augum, og áhersla lögð á skyn- samlega hagnýtingu tjármagnsins, sem lagt er i innlendan iðnað, sjavarútveg og verslun. Gjaldeyr- isleyfi til kaupa á erlendum varningi séu aðeins veitt til fram- leiðslufyrirtækja, samvinnuversl- ana og smásala. e. að staðið sé á verði um, að þjóðin sé á hverjum tíma, sem best búin undir kreppu á er- lendum markaði og heimsstyrj- öld. II. Til vemdar og eflingar lýð- réttindum telur flokkurinn nauð- synlegt: a. að trygging sé veitt fyrir þvi, að hvorki ríkisvaldinu né nokk- urri stofnun, sem nýtur stuðn- ings ríkisvaldsins, eða er því tengd beinlínis eða óbeinlinis, verði beitt gegn verkalýðsfélög- unum og sjálfsákvörðunarrétti þeirra, heldur séu afnumin þau ákvæði, sem skerða lýðræði verkalýðsfélaga. b. að alþýðunni sé tryggð vernd gegn fasisma í hvaða mynd sem er, svo sem stendur i valdi hins opinbera að veita. c. að alþýðan sé engum íengn- um mannréttindum svipt, heldur séu þau réttindi aukin og tryggð. d. að öll efling löreglunnar sé gerð i samráði við samtakaheildir alþýðunnar, og tryggt sé að lög- reglunni sé ekki beitt gegn lög- legum samtökum hennar. e. að útrýmt verði þeirri stjórnmálaspillingu, að störf i þágu þjóðiélagsins eða atvinna við atvinnurekstur rfkisins sé veitt eftir stjórnmálaskoðunum. III. Til varðveislu sjálfstæðis þjóðarinnar telur flokkurinn nauðsynlegt: a. að gerðar verði varúðarráð- staftnir gegn fasistiskum yflrgangi og ásælni erlendra ríkja. b. að reynt sé að fá vinsamleg erlend riki. sem styrkur sé í og líkur séu til að standi við skuld- bindingar sinar til að tryggja sjálfstæði landsins gegn erlendri ásælni. c. að menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar sé tryggt með alefl- ingu þegnréttinda og lýðfrelsis. d. að fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé sem best trygt. Til fyllri skýringar á þessum atriðum öllum leggur flokkur- inn fram starfskrá sina, samþykta á stofnfundi flokksins. Allar þær kröfur, sem hér hafa verið gerð- ar, álitur flokkurinn að þurfi bráðar uppfyllingar. En jafnframt skal á það bent, að engar þessar kröfur ganga á nokkurn hátt gegn yfirlýstum stefnumálum stuðningsflokka rikisstjórnarinnar og að flokkur okkar er reiðu- búinn að ræða við yður hverjar þær tillögur, sem þér hafið fram að flytja. Flokkurinn lýsir því að lokum yfir, að hann er reiðu búinn að veita þeirri rikisstjórn öflugan stuðning, sem styðst við banda- lag þeirra samtaka fólksins, sem hér hafa verið nefnd, og íekur sér fyrir hendur með tilstyrk þeirra að hrinda fram þeim stefnumálum, sem hér hefir verið lýst. En verði hinsvegar haldið áfram þeirri vandræða pólitik, sem rekin hefir verið frá síðustu kosningum, er það fyrir- sjáanlegt, að fjöldi kjósenda mundi í vonleysi og örvæntingu verða lýðskrumi afturhaldsins að bráð. Fiokkurinn hlýtur þá — ef ekki verður boifið af þess- ari braut — að taka upp ein- dregna baráttu gegn þessari pólitík og ríkisstjórn þeirri, er fram- kvæmir hana, en fyrir þeirri stefnu, sem hér hefur verið lýst. Yirðingarfyllst Reykjavik 28. okt. 1938. Héðinn Valdimarsson, Brynjólfur Bjarnason. Starfsskráin verður send ein- hvern næstu daga. Til miðstjórnar Framsóknar- flokksins. (Til stjórnar Alþýðuflokksins). Leikfélag Akureyrar, sýnir s>Fróðá« í kvöld og annað kvöld, kl. 8,30. Lækkað verð bæði kvöldin. Ný reglugerð um áfengissölu er nií4, gengin í gildi. Mun hún verða til veru- legra bóta. Blaðið mun skýra nánar frá henni síðar. Eltilaun og örorkubxtur, Á siðasta bæjarstjórnarfundi var tekín ákvörðun um úthlutun ellilauna og örorkubóta. Út- borganir eru byjaðar, Umbætur á tunnusmíðinu eru nauðsynlegar. Reynsla siðustu ára hefir kent fjölda bæjarbúa að meta nauð- syn tunnusmíðisins, og að hið langvarandi atvinnuleysi, sem grúfir yfir þessurn bæ vetrarlangt, mundi herja mörg verkamanna- heimili — og þá um leið bæjar- sjóð — mun ver, ef þessum atvinnurekstri bæjarins væri ekki haldið gangandi, að bæjarfélagið hefir þannig ómetanlegan hag af rekstri þessa fyrirtækis og að Ak- ureyri má, eins og nú er komið, alls ekki án hans vera. Einnig hefir reynslan sýnt, að tunnuiðn- aðurinn hér getur átt mikla framtíð og vaxtarmöguleika, ef honum er sómi sýndur. Telja margir beykar, bæði á Siglu- firði og víðar, að Akureyrertunn- urnar standi nokkurnveginn jafnfætis norskum tunnum að gæðum. Aftur er mikið umtalað- ur galli, sem að vísu er mest útlitsgalli, að gjarðirnar eru ó- málaðar og ryðgaðar, en svo að segja allar norskar og skotskar tunnur eru með málaðar gjarðir. Þessi galli á okkar tunnum er mjög áberandi og er mjög þýðing- armikið að úr því sé bætt, enda mögulegt með tiltölulega litlum tilkostnaði, að öðru leyti en því, að bæta einum verkamanni í verk- smiðjuna til að framkvæma þetta verk. Þá er annar galli, sem úr verður að bæta nú á næsta árs framleiðslu, það, að í tunnunum hafa flotið — og þó sérstaklega s.l. sumar — mjög ljótar og jafnvel stórgallaðar tunnur, vegna lang- varandi legu í for og klaka. Eru ýmsir kaupendur mjög óánægðir yfir þessum galla. Ríður mikið á, að yfirstíga þetta við næsta árs framleiðslu og svo vel vill til, að úr því er mikið hægt að bæta með því að „púkka“ tunnustæðið með grjótlagi og mulningi, og því úr- bætt svo að segja eingöngu með auknu grjótnámi — vinnu, sem verkamenn bæjarins hafa mikla þörf fyrir nú í haust. Þessar um- bætur — að mála gjarðirnar og að „púkka“ tunnustæðið, jafnhliða því að vanda smíðið svo sem tök eru á í þessari gömlu verksmiðju, verða að koma til framkvæmda við hina nýju framleiðslu og myndi það stórkostlega auðvelda sölu hennar, en að fresta því, er að setja þennan þýðingarmikla at- vinnuveg okkar í mikla hættu. Er því þess að vænta, að bæjarstjórn taki þetta til athugunar og fram- kvæmda nú í vetur. En hitt er víst, að okkar tunnu- iðnaður verður aldrei samkepnis- fær, bæði um verð og gæði, við norskar og skotskar tunnur, fyr en hér verður komið upp nýjum vélum til smíðisins og nægilegum geymsluskýlum fyrir framleiðsl- una, a. m. k. megin hluta hennar. Mundu vextir og afborganir af þeim tilkostnaði vafalaust verða smámunir hjá þeim árlega kostn- aði, sem óhjákvæmilegur er til að halda þessum gömlu vélum skrölt- andi, ásamt því tjóni, sem fylgir hinum mörgu smærri og stærri töfum, sem stafa af sliti vélanna, t. d. mun eitt brot á „pressunni" s.l. vetur varla hafa valdið minna en 800—900 kr. tjóni fyrir rekstur verksmiðjunnar. Verður að því að stefna, að i kjölfar hinnar nýju rafstöðvar verði komið hér upp fullkominni tunnuverksmiðju, þar sem smíðaðar verði bæði heil- og hálftunnur. Þá fyrst er þessum iðnaði okkar borgið. „Réttur“ 5—6 hefti er nýkomið út. lnni- hald þessa heftis er m. a.: Hvað er frumundan ? (grein eftir Brynjólf Bjarnason). íslenskur aðall (ritdómur eftir Kristinn E. Andrésson). Ferð til Odessa (saga) »Passionaria« (saga), Stjórnar- skipulag Frakka og stjórnmála- baráttan (grein eftir Skúla Þórð- arson).Sameiningarflokkur alþýðu tekur nú við útgáfu »Réttar« og mun gefa hann út mánaðarlega. Esperanto. Esperantistar kalla útvarpsstöðina t borginni Bmo í Tékkoslóvakíu, >Grænu stöðina«. Stafar það af því að hún hefir útvarpað meira á esperanto en nokkur önnur stöð í heiminum. Var fyrst út- varpað á esperanto frá Brno 1927, nám- skeiði fyrir byrjendur. 1932 hófst reglu- legt útvarp frá stöðinni á esperanto, og var fyrirlestrum útvarpað vikulega. Síð- an í ársbyrjun 1935 hefir stöðin mánað- arlega útvarpað á esperanto, leikritum, sorgarleikjum, óperettum og óperum. Um síðustu áramót byrjaði stöðin Lyon PTT í Frakklandi og stöðvarnar i Kaunas og Klaipeda í Lithauen, auk stöðvanna Praha I og Ostrava í Tékko- slóvakíu að endurvarpa esperantoútvarp- inu frá Brno. Karlakór Akureyrar heldur aðalfund sinn í Verklýðshúsinu, sunnud. 6. þ. m. kl. 10 f. h. Happdrætti Kristneshxlis. Dregið var 1. þ. m. og komu upp þessi númer: 1. vinningur 6453, 2. 839, 3. 842, 4. 1345, 5. 5366, 6. 7020, 7. 6885, 8. 5224, 9. 2068, 10. 4946, 11. 3825, 12. 4930. Slys. Nýlega slasaðist Árni Magnússon verkamaður á Hjalteyri við vinnu. Hrundu ofan á hann síldarmjölssekkir. Var hann fluttur hingað á sjúkrahúsið, en ekki eru meið'sli hans talin hættuleg. Bruni. Lárus Hinriksson, verkamaður hér í bæ, varð fyrir því óhappi s.l. mánudagskvöld, að um 50 hestar af heyforða hans brunnu. Er þetta mjög tilfinnanlegur skaði fyrir hann, þar sem mest alt vetrarfóður búfjár hans eyði- lagðist. Upptök eldsins eru ókunn.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.