Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 19.11.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 19.11.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN______________ stýja-bíóhm Þegar kolasalar tala um bókmenfir fi Laugardagskvöld kl. 9: Sunnudagskvöld kl. 9: PREMIEHE Sunnudaginn kl 9: Kamelíulrúio Slitnar stjórnmála- sambandið............ (Framhald af 1. síðu). og hafa raddir m.a. komið fram um það að Bandaríkin slíti stjórnmáiasamhandinu og setji viðskiftabann á þýskar vörur. Sem dæmi um andúð Banda- rikjamanna á villimennskunni i Þýskalandi má geta þess að La Guardia borgarstjóri i New-York hefir skipað svo fyrir að ettir- leiðis skuii aðeins lögregluþjónar af Gyðingaæltum gæta þýska ræðismannabústaðarins. Aiikakosnionar I Enolandi. Fylgið hrynur af Chamberlain. Tveonar aukakosningar eru ný- afstaðnar i Englandi. Samfylking andstöðuflokka Chamberlains vann þær báðar, og hefir at- kvæðamagn Ibaldsflokksins rýrn- að mjög mikið síðan kosningar fóru fram síðast í þessum kjör- dæmum. Allar aukakosningar sem enn hafa farið fram siðan Cbamberlain undirritaði binn pólitíska dauðadóm sinn í Miin- chen hafa ótvirætt leitt i ljós stórum þverrandi fylgi Chamber- lains. í grein í síðasta tbl. „íslerid- ings“, þar sem er m. a. verið að lýsa því hvaða „hörmungar“ bíða íhaldsmannanna ef hið gamla auð- valdsþjóðskipulag verði afnumið, kemst blaðið svo að orði: „Og eins og þeim var leyft að blóta á laun (heiðnum íslendingum fyrst eftir siðaskiftin. Aths. ,,Verkam.“) verður hinum „íhaldssömu“ e. t. v. leyft að halda einhverjum gömlum siðum, sem ekki samrým- ast kommúnismanum t. d. að sœkja guðsþjónustur eða lesa „borgaralegar“ bókmentir eins og fornsögurnar, ef dult er með það farið“. (Leturbr. ,,Verkam,“). -- Mörgum orðum skal ekki eytt til að benda á hvílík endileysa þessar staðhæfingar eru. Staðreyndirnar munu nú sem oftar afhjúpa þá staðreynd, að „íslendingur“ eða útgefendur hans, hirða minna um að þjóna sannleikanum en t. d. um ágóða af kolasölu eða lyfja- sölu til sjúkra manna og bág- staddra. Hvað segja þá staðreyndirnar um afstöðu kommúnista til borgara- legra bókmenta? í stuttu máli þetta: í So- vétríkjunum þar sem kommúnist- ar hafa nú ráðið ríkjum í 21 ár hafa skáldverk úrvals borgara- legra höfunda, núlifandi og lið- inna verið þýdd á rússnesku og önnur tungumál þeirra fjölmörgu þjóða er byggja Sovétríkin. og gefin út í stærri upplögum en nokkru sinni áður í föðurlöndum viðkomandi höfunda eða í öðrum auðvaldslöndum. Má meðal ann- ars nefna sem dæmi skáldverk höfunda eins og Hamsun, Hans Fallada, Mark Twain, Dickens (skáldsögur hans eru gefnar út sem barnabækur í Sovétríkjun- um í gríðarstórum upplögum), H. C. Andersen, Schiller, Heine, Goethe, Shakespeare. Bækur þessara höfunda og ótal margra annra heimskunnra borgaralegra höfunda eru einnig gefnar út í Sovétríkfuiiiiiii. Sovétríkjunum á ensku bg þýsku. Og þær liggja ekki óseldar og ólesnar hjá bókaútgefendunum, þó upplögin séu stór, heldur selj- ast þær, eins og aðrar bækur í Sovétríkjunum, venjulegast uppá örfáum dögum. Að síðustu skal „sannleiks“- þjóninum í „íslendingi“ bent á þá staðreynd, að nú eru íslendinga- sögurnar að koma út á rússnesku í vandaðri útgáfu, og upplagið stœrra en nokkur bókaútgefandi í hinu borgaralega þjóðskipulagi sögueyjunnar sjalfrar hefir vogað að láta sér detta í hug. ' Aðrar fullyrðingar „ísl.“ um hvað samrýmist og ekki samrým- ist kommúnismanum eru á jafn- sterkum rökum reist og staðhæf- ingin um afstöðu kommúnista til borgaralegra bókmenta. Sambandið fer nú óðum batn- andi milli Páfastólsins og spönsku stjórnarinnar, en að sama skapi vex andúð Páfastólsins á fram- ferði Francos og nazistanna. Munu Gyðingaofsóknirnar og of- beldi nazista í Þýskalandi gegn katólskum valda þessum straum- hvörfum Páfastólsins. Samtímis þessu eykst andúð katólskya manna, i þeim hlutum Spánar er Franco hefir á valdi sinu, á stjórn bans og stefnu. Toscanini andvígur » ... fasismanu m. Hinn heimsfrægi tónsnilfingur Toscanini hefir sótt um rikis- borgararétt í Bandarikjunum þar sem hann vill ekki lengur teljast ítalskur rikisborgari og dvelja í Ítalíu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.