Verkamaðurinn - 01.12.1938, Blaðsíða 4
4
VERKAMAÐURINN
Hveiti LÆKKAR enn.
Hið viðurkenda
Alexandra hveiti
kostar nú 17.50 kr. sekkurlnn (5° kg.).
r nota nví AI e x a n il r a á iólabori.
Pöntunarfélagið.
ir
ir
verður stofnuð á sunnudaginn (4. des.)
kl. 8,30 e. h. í Verklýðshúsinu.
FUNDAREFNI:
Slofnfundarstörf, sljúrnarkosnln|f, fé-
lagslög. Ræðuhöld. upplestur.
Æskufólk! F f ö 1 m e n n I ð !
Undirbúningsnefndin.
Til jólanna.
Bökunarvörur.
Möndlur
Sukkat
Kardemoramur
Flórsykur
Hjartarsatt
Eggjaduft
Ger
Kúmen
Sitrondropar
Vanilledropar
Möndludropar
Rommdropar
Kardemommudropar
Siróp
Pipar
Kokosmjöl
Pöntunarfélagið.
saman, lét hann taka af lífi, án
þess að bíða eftir svari frá kon-
ungi upp á náðun þeirra, lét hann
drekkja stulkunni en hálshöggva
bróður hennar. En rétt þegar lok-
ið var við að höggva manninn, „og
blóðið rann enn úr búknum, kom
sendimaður með náðunarbréf frá
konungi".
Jarðarför Bjama sýslumanns var
með endemum. Skall á stórhríðar-
bylur með heljarfrosti, er líkið
var borið til grafar og fór allt i
handaskolum.
Orkti Grímur Thomsen kvæði
um þennan atburð og segir þar
meðal annars:
Slys við útför steðja hans,
slitna hankasilar
og í kistu keisberans
klampi og planki bilar.
Á enda ofan kistan hrökk,
og úr henni höfðagaflinn,
en nárinn þrútni nakinn sökk
niður í moldarskaflinn.
Heljar frost og hulin sól
hríms var grárri móðu,
alla næddi og alla kól,
er yfir hans moldu stóðu._____
Aflaga söngur illa gekk,
enginn hafði lagið;
klerkur sökum kulda ei fékk
kastað mold á hræið.
Frágangur Grímu er hinn vand-
aðasti, en ritstjórar eru Jónas
Rafnar og Þorst. M. Jónsson, en
prentun hefir leyst af hendi
Prentverk Odds Bjömssonar.
(Framhald af 1. síðu).
brjálaðra manna — þá væri meira
en fáviska að halda, að þeir aðilar
mettu yfirlýsingu okkar að
nokkru.
Við erum því varnarlaus með
öllu. Og þar sem vitað er, að eitt
þessara fasistaríkja, Þýskaland,
lítur mjög girndaraugum til Is-
lands, og hefir þegar gert ýmsar
ráðstafanir til að tryggja sér að-
stöðu hér, öðrum fremur, og hefir
til þess verkfæri sín hér á landi —
þá er óverjandi, að íslenska ríkið
geri ekki þær gagnráðstafanir,
sem að gagni mega verða til
þess að tryggja sjálfstæði landsins
út á við.
Hvaða ráðstafanir er hægt að
gera, í því efni?
Gegn ofbeldi erlends ríkis getur
ekkert annað dugað en samningur
við þau stórveldi, sem best má
treysta, um að þau taki að sér að
vernda sjálfstæði landsins gegn
erlendum yfirgangi.
Eins og nú horfir málum, er það
skylda ríkisstjórnarinnar að gera
alvarlega tilraun til að tryggja
sjálfstæði landsins, með slíkum
samningum.
Á ÞESSUM MINNINGARDEGI
FULLVELDISINS VERÐUR ÍS-
LENSK ALÞÝÐA AÐ GERA SÉR
LJÓSA NAUÐSYN ÞESS, AÐ
HÚN MINNI RÍKISSTJÓRNINA
SVO RÆKILEGA Á ÞESSA
SKYLDU, AÐ HÚN EKKI
GLEYMIST LENGUR.
|?lensk alþýða, og allir lýðrœði*-
vinir! Við höfum verið fullvalda
þjóð um 20 ára bil. — Fullveldið
hefir borið marga glæsilega
ávexti, og hefir þó miklu meiri
möguleika í sér fólgna.
Alt þetta er í hættu, ef iýðræð-
isöílin í landinu eru ekki nægi-
lega á verði — OG EKKI NÆGI-
LEGA SAMTAKA.
MINNIST ÞESS í DAG — k
HÁTÍÐISDEGI HINS FULL-
VALDA, SJÁLFSTÆÐA, ÍS-
LENSKA RÍKIS — OG BREYTIÐ
SAMKVÆMT ÞVÍ Á MORGUN.
Ffárhagsnefnd................
(Framhald af 1. síðu).
fram. Tveggja mánaða vinnu, fyr-
ir hvern verkamann, gæti hún
ekki lofað, vegna þess að vinnu-
skiftingin væri á valdi vinnumiðl-
unarskrifstofunnar. En til að sýna
vilja sinn, í því efni, leggur hún
til að bæjarstjórn samþykki áskor-
un til vinnumiðlunarskrifstofunn-
ar um að haga vinnuskiftingunni
þannig, að hver maður, sem að
tunnusmíðinu vinnur, fái ekki
minna en tveggja mánaða vinnu.
Er auðvitað sjálfsögð skylda
skrifstofunnar að verða við slík-
um óskum bæjarstjórnar.
Ekki heldur vildi fjárhagsnefnd-
in skuldbinda sig til, að mennirn-
ir fengju ávalt greiðslu fyrir 8
l.st. á dag, ef óhöpp hömluðu því
að hægt væri að vinna fullan dag.
En til að tryggja það, að verka-
mennirnir yrðu ekki sendir heim
af óloknum vöktum, að ástæðu-
lausu, eins og talið er, að stundum
áður hafi átt sér stað, bókaði fjár-
hagsnefndin fyrirmœli til verk-
stjórans um að haga verkstjóm-
inni þannig, að verkamennirnir
fengju ávalt fullan vinnudag, ef
unt væri að koma því við. — Má
því ætla, ef verkamennirnir sjálf-
ir eru á verði um þetta atriði, að
framkvæmd þess verði að mestu
á þá leið, sem þeir vildu tryggja
með skilyrðinu, er þeir settu.
Þannig hefir Verkamannafélag
Akureyrar, enn sem fyr, reynst sá
aðili, sem gætir hagsmuna verka-
mannanna og treystir sér til að
halda uppi rétti þeirra, þegar
Erlingur Friðjónsson leggur sig
og verklýðsfélag það, er hann rík-
ir yfir með harðstjórn einvaldans,
í duftið fyrir fætur atvinnurek-
andans.
En úrslit þessa máls sýna ekki
aðeins auðmýkt Erlings, heldur
einnig hitt, að traust akureyrska
atvinnurekendavaldsins á honum
þessu þektasta verkfæri þess frá
hörðustu vinnudeilunum hér á
Akureyri — er gersamlega þrotið.
Vinna er nú að hefjast í tunnu-
verksmiðjunni.
Skákfélag Akureyrar 20 ára.
í tilefni af 20 ára afmæli Skák-
félags Akureyrar, efnir félagið til
skákmóts, sem hefst í Verklýðs-
húsinu, n. k. föstudag, kl. 8 e. h.
Félagið hefir fengið skákmeistara
íslands, Baldur Möller, til þess að
tefla með á mótinu. Keppni fer
fram í I. og II. flokki.
Samtímaskák þreytir Baldur við
35—40 menn í Samkomuhúsinu, n.
k. sunnudag og hefst hún kl. l o.h.
Síðasta gangan.
Maður hitti Svein á leið inn á
bæjarskrifstofu og yrti á hann af
gömlum vana:
„Hvert ertu nú að fara, Sveinn“?
„Þetta er mín síðasta ganga“,
svaraði Sveinn.
Sósialistalélao Akureyrar heldur tkemti-
fund 1. det. kl. Q e. h. í Verkíýðthúsinu.
Raeðuhöld, töngur, upplettur, dant. Félag-
ar! Fylllð hútið i lullveldisdaglnn.
Abyrgðarmaður: Þóroddur Guðmundsson
Prentverk Odds Björnssonaf.
SULTA
Pöntunarfélagið.
Undirskriffasöfaunifl
undir áskorunina til bæjarstjórn-
arinnar um að víkja Sveini
Bjarnasyui frá starfi sínu gengur
ágætlega og er enn í fullum gangi.
Bæjarstjórnarfundi hefir verið
frestað, sennilega til n.k. þriðju-
dags. Er talið að fjölment verði á
fyntíinum jþeim.