Verkamaðurinn - 01.12.1938, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
ný ja-bíó mm
\
Fimtudagskvöld kl. 9:
[loyi's í Loiéii.
Fimtud. kl. 5. Alþýðusýning.
Á HALUM ís.
Föstudagskvöld kl. 9.
Marie-Luise.
Erlendar fresnir.
Púsund hollenskir vísindamenn,
listaraenn og rithöfundar hafa sent
Þjóðabandalaginu mótmæli gegn svik-
unum við Tékkoslovakfu og hið sam-
eiginlega öryggi. Krefjast þeir þess
að horfið verði aftur að grundvallar-
atriðum þjóðabandalagssáttmálans.
Einn af gæðingum franska aftur-
haldsins, Flandin, tók upp á því að
senda Hitler heillaóskaskeyti í tilefni
af Munchensáttmálanuro. Afleiðingarn-
ar hafa orðið þær að hver mektar-
maðurinn af öðrum í flokki Flandins
sem heitir »Alliance Democratique*
hafa dregið sig til baka úr flokks-
stjórninni og sagt sig úr flokknum.
Meðal þeirra eru t. d. dómsmálaráð-
herran Reynand, senator Reibel, sem
var varaforseti flokksins. Borgarstjórinn
f Compiegne De Rothschild. Flokks-
deildin i Efri-Elsass hefir neitað að
skipuleggja landsþing flokksins. For-
maður flokksins f Elsass lýsti því yfir
að ekki væri hægt að tryggja lif og
öryggi Flandins, ef hann kæmi til
Elsass.
Einræðislög Skjald-
borgarinnar.
Verklýðsfélögin eiga að vera viljalaus verkfæri í
hendi Stefáns Jóhanns & Co samkvæmt hinum
nýju lögum Alþýðusambandsins.
A gerfiþingi Skjaldborgarinnar
í haust, setti Skjaldborgin ný lög
fyrir Alþýðusambandið. Breyting-
ar þær, sem gerðar voru á gömlu
lögunum stefndu allar að því að
svifta verklýðsfélögin sjálfsá-
kvörðunarrétti og auka að sama
skapi vald Stefáns Jóh. & Co. í
stað þess að verða við ótvíræðum
vilja yfirgnæfandi meiri hluta
meðlima sambandsins og auka lýð-
ræðið innan sambandsins, eru
gerðar samþyktir er takmarka enn
meir lýðræðið innan sambandsins.
Samkvæmt 7. grein laganna er
verklýðsfélögunum óheimilt að
breyta lögum sínum nema stjórn
Alþýðusambandsins hafi tilkynt
að breytingarnar séú í samræmi
við hennar eigin vilja. Með þessu
lagaákvæði getur stjórn Alþýðu-
sambandsins, fáeinir hálaunaðir
menn, algjörlega ráðið því hvern-
ig lög verklýðsfélaganna eru.
Jafnvel þó allir meðlimir einhvers
verklýðsfélagsins séu sammála
um einhverja breytingu á lögum
félags síns, hefir það ékkert að
segja ef Skjaldborgarforingjarnir
eru andvígir breytingunni.
/ 11. grein er ákvœði um, að
stjórn Alþýðusambandsins sé fyr-
irvaralaust heimilt að taka öll
vinnudeilumál í sínar hendur ef
henni þóknast og er heimilt að
fara með þau og ráða til lykta
eftir eigin geðþótta, jafnvel þvert
ofan í vilja hvers einasta meðlims
viðkomandi verklýðsfélags. Þetta
ákvæði Alþýðusambandslaganna
er ennfremur skýlaust brot á
þeirri vinnulöggjöf sem Skjald-
borgin sjálf hefir barist fyrir og
lagt blessun sína yfir.
Samkvæmt 25. grein geta verk-
lýðsfélög ekki gengið úr Alþýðu-
sambandinu nema það sé samþykt
með allsherjaratkvæðagreiðslu. A
þann hátt hygst Skjaldborgin að
njóta sem best stuðnings íhalds og
Framsóknar til að hindra að verk-
lýðsfélög, sem eru óánægð með
einræðisstjórn Skjaldborgarinnar,
yfirgefi Alþýðusambandið. Stjórn
Alþýðusambandsins hefir tveggja
mánaða svigrúm til að láta at-
kvæðagreiðsluna fara fram, á
þeim tíma, er henni er hagkvæm-
ast.
í 49. grein er eftirfarandi
ákvæði:
Kjörgengir á sambandsþing og í
aárar trúnaðarstöður innan Al-
þýðusambands Islands og Alþýðu-
flokksins, eru þeir menn einir,
sem eru Alþýðuflokksmenn og
ekki tilheyra neinum öðruui
stjórnmálaflokki.
Hver fulltrúi ér skyldur til, áð-
ur en kosning hans er samþykt á
sambandsþing, að undirrita hjá
stjórn sambandsins yfirlýsingu
um, að hann skuldbindi sig til að
hlýða í öllu lögum sambandsins,
stefnuskrá Alþýðuflokksins, sam-
þyktum sambandsþinga og sam-
þyktum sambandsstjórnar milH
þinga.
Samkvæmt þessum lagaákvæð-
um eru allir þeir meðlimir verk-
lýðsfélaganna, sem tilheyra Sósíal-
istaflokknum, Framsóknarflokkn-
um og Sjálfstæðisflokknum, sem
sagt allir þeir, sem ekki eru í Al-
þýðuflokknum og ekki fylgjandi
stefnuskrá Skjaldborgarinnar,
sviptir þeim rétti að vera kjör-
gengir á þing Alþýðusambandsins.
Með þannig löguðum gerræðis-
fullum lagaákvæðum hygst
Skjaldborgin að kúga verklýðsfé-
lögin til skilyrðislausrar hlýðni
við sig og alt sitt athæfi.
Ekkert er Skjaldborginni nú
meiri þyrnir í augum en lýðræði
og fult jafnrétti innan Alþýðu-
sambandsins.
Þessvegna grípur hún til ein-
ræðis og ofbeldis eins og yfir-
stéttin í Þýskalandi gerði 1932
þegar hún sá að lýðræðið var orð-
ið henni hættulegt.
Á hálmstrái ofbeldis og einræð-
is hygst Skjaldborgin að fleyta
sér enn um stund eins og Hitler
með Gyðingaofsóknunum.
Polyfoto
myndastofan er opin á
sunnudögum frákl.2—4.
Áitandið i Ítalíu cttir
16 ára fasistastjórn.
Italska þjóðin hefir nú haft
fasistastjórn í 16 ár. Mussolini
og fasistum hans verður mjög
tíðrætt um, hversu fróbrugðið
ástandið á ítaliu er ástandinu í
öðrum auðvaldsrikjum. En þó
að maður sé allur af vilja gerð-
ur er algjörlega ókleyft að finna
þessi »séreinkenni« þvi sannleik-
urinn er sem sé sá, að enginn
eðlismunur er á búskaparpólitík
ítaliu og annara auðvaldsrikja —
að undanskildu þvi að hið vinn-
andi fólk er ennþá meira kúgað
og arðrænt til ágóða fyrir auð-
hringana og auðmennina. Tolla-,
verslunar-, gjaldeyris- og skatta-
pólitik Italíu er samskonar og i
öðrum auðvaldsríkjum.
Ársneysla Iffsnauðsynja á Italíu á mann.
(Mjólk og vín í lítrum hitt í kílogrömmum).
Til jalnaðar Til jafnaðar.
1926/30 1931/36 1935 1936
Hveitimjöl 142,5 124,6 119,4 118,6
Allar kornvörur 176,3 140,5 152,0 149,9
Kartöflur 35,4 34,8 25,8 29,6
Ávextir og kálmeti 107,5 96,8 92,2 91,1
Sykur 9,1 7,1 7,0 6,7
Kaffi 0,9 0,7 0,8 0,6
Kjöt 18,8 16,4 16,5 16,1
Fiakur 5,1 5,4 5,8 5,6
Siðan ránsstyrjöldin í Abessiniu
var hafin, hafa lifsnauðsynjar
stigið yfir 30% eins og eftirfar-
andi tafla sýnir:
(1929 = 100)
1935 1936 1936 1938 maí
76,6 82,6 90,7 99,7
Slæm uppskera i ár mun hafa
þær afleiðingar, að verð á lifs-
nauðsynjum hækkar enn rneir.
Verðhækkun lifsnauðsynjanna
hefir aftur á móti haft það i för
með sér að alþýðan hefir neyðst
til að kaupa minna. Eftirfarandi
tafla, sem hið kunna enska tima-
rit »Economist« birti 9. júlí 1938,
gefur glögga hugmynd um þetta:
Smjör 1,1 U 1,2 1,1
Ostur 4,6 4.8 5,1 4,3
Egg 6,3 67 6,8 6,6
Mjólk 33,1 33,7 34,0 32,8
Vín 110,0 93,9 82,8 100,4
Vitanlega eru kjör bændanna
og verkamannanna enn lakari en
þessi skýrsla sýnir, því auðmenn-
irnir i bæjunum og stórjarðeig-
endurnir hafa ekki minkað neyslu
sina undanfarin ár. En jafnframt
því sem alþýðan hefir neyðst til
að draga meir og meir við sig
hafa vörurnar versnað. í nóv.
1937 var fyrirskipað að blanda
mjölið í brauðið með 5% mais-
mjöli, í des. sama ár með 10%
og í vor 1938 með 20%. í stað-
inn fyrir ull er framleidd gerfiull
»Lanital«, i staðinn fyrir bómull
»stapelfas« o. s. frv.
Notkun gerfiefna hefir stöðugt
færst í vöxt síðustu árin. Formað-
urinn í fasista iðnrekendasam-
bandinu, Volpi greifi, skýrir frá
þvi f aukahefti italska-þýska
tímaritsins »Deutscher Volkswirt«,
að 1937 ha(i verið notuð 50% gerlielni í
bómullariðnaðinum og i ullariðnaðinum
69%. í*ar sem gerfiefnavörurnar
eru aðallega notaðar innanlands,
en tiltölulega litið af þeim flutt
út, þá er augljóst að alþýðan
neyðist til að kaupa þessar lé-
legu vörur.
Samkvæmt skýrslum Pjóða-
bandalagsins um neyslu matvæla
í ýmsum löndum er áberandi
hve t. d. kjör alþýðunnar i ftalíu
eru lakari en í nágrannalöndun-
um. Fer hér á eftir þessi saman-
burður (»Le probleme de l’ali-
mentationc, 4. bindi i Genf 1936).
Neysla á mann 1930 -1934.
Hveiti Sykur Kjöt Egg Mjólkurvörur
kR. kg. kg. (stk.) litrar
159 8 16 119 105
183 26 34 — 315
133 45 36 156 509
62 24 50 129 362
ítalia
Frakkland
Sviss
Þýskaland
Árið 1928, áður er kreppan
hófst, voru tekjur á mann i
eftirfarandi löndum eins og hér
segir, miðað við verðgildi marks-
ins fyrir atrið.
ítalia Ansluriiki Dýskaland Fralkland
425 475 771 716
Kjör bændanna fara hraðversn-
andi eins og sést m. a. af eftir-
farandi töflu.