Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 10.12.1938, Side 1

Verkamaðurinn - 10.12.1938, Side 1
X ■ Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, þriðjudaginn 10. desember 1938. j 57. tbi. Sögulegnr bæjarstjórnai’fiindur MáEi Sveins frestað Kröfur Verkamannafél. Ak. um kaupið í tunnuverksmiðjunni samþyktar. Bæjarstjórnarfundur s. 1. þriðju- dag var að ýmsu leyti all-söguleg- ur. Enda lágu fyrir honum mál, sem almenningur í bænum lætur sig miklu skifta hvernig með er farið. Þegar í fundarbyrjun var svo mikil aðsókn að fundinum, að flytja varð hann niður í stóra sal Samkomuhússins, og þó fundurinn stæði í nær 8 klst., var salurinn þéttskipaður fólki, bæði uppi og niðri, til fundarloka. Fyrir fundinum lá — til fyrri umræðu — frumvarp til fjárhags- áætlunar bæjarins fyrir næsta ár. Urðu litlar umræður um frum- varpið, að svo komnu. Hinsvegar spunnust langar umræður um tunnusmíði bæjarins — út frá til- lögu fjárhagsnefndar um vinnu- laun við tunnusmíðið í vetur. Bæjarstjóri reið á vaðið og brá Verkamannafélagi Akureyrar um „skort á skilningi" í kröfum sínum um kaup við tunnusmíðið. Greip þá Erlingur tækifærið, en hann bjóst við góðum stuðningi frá í- haldinu, og helti sér yfir Verka- mannafélag Akureyrar fyrir „heimtufrekju“ þess í kaupgjalds- málum. Taldi hann, að „kommarn- ir“ í Verkamannafél. Ak. ynnu með ráðnum hug að því að koma tunnugerð bæjarins í þá fjárhags- örðugleika, að tunnusmíðinni yrði hætt með öllu. Gerði hann ítrek- aðar en árangurslausar tilraunir til að fá bæjarstjóra til að játa því, að tunnusmíðinu yrði hætt, ef aft- ur yrði halli á því í vetur. Kvaðst hann sjálfur vera samþykkur því, að svo yrði gert — enda hefði hann hlerað það, að til slíks væri ætlast af „íhaldsömum öflum“ í bænum. Steingr. Aðalsteinsson talaði máli Verkamannafélagsins. Sýndi hann fram á það, að tap tunnu- gerðarinnar s.l. vetur stafaði af alveg sérstökum ástæðum (verð- falli á erlendum tunnum, eftir að efni tunnugerðarinnar hér var keypt inn) og væri því alls ekki nokkur almennur mælikvarði á rekstursmöguleika tunnugerðar- innar — enda hefði næsta ár áður orðið verulegur hagnaður á tunnugerðinni. Ennfremur, að jafnvel þó reikningslegur halli yrði á tunnusmíðinu, þá væri samt hagur að því fyrir bæjarsjóð, vegna þess, að eins og það er rek- ið, sparar það aðra útgjaldaliði bæjarsjóðsins (frmfærslukostnað- inn). Þá vísaði hann á bug ummælum bæjarstjóra um skilningsskort V. A. í kaupkröfum sínum, og afsann- aði þau með — auk áðurnefndra raka um rekstur tunnusmíðisins — ummælum, sem bæjarstjórinn sjálfur hafði látið falla í ræðu sinni. — Lét bæjarstjóri sér það að kenningu verða, og ræddi eigi frekar um kaupkröfuna. Þá þjarmaði Steingrímur all- fast að Erlingi fyrir afstöðu hana til kaupgjaldsmálanna — sýndi fram á það, hvernig ræða hans hefði verið INNILEG ÓSK um, að árangri Verkam.fél. Ak. í þessu kaupgjaldsmáli yrði svarað með því að leggja tunnusmíðið niður, og hvernig hann hefði lýst yfir samþykki sínu til þess. Lauk Steingr. máli sínu með því að láta í ljós von um, að rekstur tunnu- smíðisins gengi svo vel, að Erling- ur — ásamt öðrum„íháldssömum öflum“ bæjarins — fengi enga átyllu fyrir kröfu um að hætta því. Fékk nú Erlingur eitt af sínum þektu geðveikisköstum, og srarð mjög til athlægis fundarmönnum Sósíalistaflokkurinn eflist stöð- ugt. Auk þeirra flokksdeilda, sem blaðið hefir áður getið um, hafa sósíalistafélög verið stofnuð á eft- irfarandi stöðum: Á Seyðisfirði með 85 meðlimum, á Eyrarbakka með 29 meðlimum, á ísafirði með 30 meðlimum, í Húsavík með 46, í Djúpavogi með 9, á Sauðárkróki með 40, í Vestmannaeyjum með 181. Meðlimir Sósíalistafélags Siglu- fjarðar eru nú orðnir 193.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.