Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 17.12.1938, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 17.12.1938, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ Laugar- og Sunnudagskv. kl. 9 »Cirkus Saran«. Aflalhlutveikin leika: LITU og STÓRI Sunnudag kl. 5 Reimleikarnir á herragarðinum Polyfoto myndastofan er opin á sunnudögum frá kl. 2—4. um brýnustu og viðkvæmustu hagsmunamála fjölda kvenna, bama og gamalmenna, geti ekki hafa sært allverulega og æði oft þetta bágstadda fólk? Er greinarhöf. t. d. alveg ókunn- ugt um, að konur, sem neyðst hafa til að leita á náðir fram- færslufulltrúans Sv. B. og biðja um brýnustu nauðsynjar handa sér og börnum sínum, hafa jafnvel fengið þær viðtökur, að þær hafa gengið grátandi frá honum? Álítur greinarhöf. það eitthvert guðsþakkarverk við Svein og að- standendur hans ef hann væri áfram látinn hafa aðstöðu til að særa með framkomu sinni fjölda kvenna, barna og gamalmenna? Meðan greinarhöf. hefir ekki svarað þessum spurningum er honum a. m. k. hollast að vera ekki að brigsla þeim, er rita „Verkám.“, um skort á umhyggju. Ný bók. Nýkorainu er á markaðinn bók eftir Sigurð Róbertsson. Heitir hún »Lagt upp i langa ferð«, og hefir að geyma 8 sögur. Verður þessarar bókar getið nánar á næstunni. .Verkam.“ kemur út aftur næst- komandi priðjudag eða miðvikudag. flllu oiú ia að bændim er kjörorð „DAGS“ Gkki er hægt að sjá annað en að þeir, sem rita í »Dag«, líti svo á, að lesendur blaðsins séu bæði þekkingarlausir og auðtrúa með afbrigðum. Skrif »Dagsc nú síðast er sérstaklega glöggt dæmi um þetta. Sem dæmi um þann jólasannleik guðspekingsins er borinn er nú á borð bænda, sem eru æ fleiri og fleiri að flosna upp af jörðunum, fullyrðir blað- ið m. a.: »Þær (þ. e. frændþjóð- ir vorar á Norðurlöndum. Skýr- ing »Verkam-«) hafa allar þurkað kommúnismann út bjá sér og um leið útrýmt fasista- og naz- istahættunni.« Kvöldið áður en »Dagur« birt- ir þessa klausu hermdi útvarps- fregn að sterkur lögregluvörður hefði verið settur um bústað Staunings torsætisráðherra, í því sæla Krataríki Danmörku, vegna þess að nokkrir kunnir nazistar hefðu sést á vakki hjá forsætis- ráðherrabústaðnum. Nokkrum dögum þar áður hermdu fregnir að nazistar hefðu brotist inn í skrifstofu danska jafnaðarmanna- flokksins i K.höfn og m. a. stolið skjölum, sem Stauning geymdi þar. Og 21. f. m. voru 9 Þjóðverjar og 3 Danir teknir fastir af dönsku lögreglunni fyrir víð- tækar njósnir í þágu Þjóðverja. Um s. I. mánaðamót var 2 liðs- foringjum dönskum vikið frá embætti vegna landráðastarfsemi i þágu þýskra nazista. Hvað segja menn nú um ofan- greinda fullyrðingu »Dags«. »Dagur fullyrðir að ráðið til að útrýma fasistum sé að útrýma kommúnistum. Þessari Æru-Tobba fullyrðingu er nægilegt að svara með eftir- farandi spurningu: Verður kaupmannaversluninni útrýmt með því að útrýma kaupfélögum og pöntunarfélög- um eða með þvi að efla þau? Það tilkynnist, að maðurinn mfnn, Rögnvaldur Jónsson, and- aðist 13. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin þriðjud. 20. þ. m. og hefstfrá Verklýðshúsinu kl. 1 e. h. Jóhanna Aðalsteinsdóttir. Sósíalistaléíag Akureyrar heldur fund í Verklýðshúsinu sunnud. 18. þ. m. kl. 2 e. h. D A G S K R Á : 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Starfsskrá flokksins. 3. Fræðslu- og útbreiðslustarf- semi.- 4. Erindi frá útlöndum. Jón Jóhannsson frá Siglu- firði mætir á fundinum. Félagar! Mætið stundvíslega! 8 1 I 6 f B I B. Athu^asemd við sk<ifi framfærslu- fulltrúans og vottorðunum hennar Jóhönnu í siðasta tbl. ísl. kemur i nxsta tbl. >Verkamannsins<. ,M|ölnlr“, heitir nýtt vikublað, sem hóf göngu sína á Siglufirði í gaer. Er það gefið út af Sósíalistafélagi Siglufjarðar. Hraðskákkeppni veröur þreytt á Hótel Akureyri á tnorgun og hefst kl. 1 e.h. Meðal keppenda verða Baldur Möller og Guðm. Arnlaugsson. Siðasta tækifæri að sjá íslandsmeistarann tefla að þessu sinni. Andlát. 13. þ. m. andaðist Rögn- valdur Jónsson verkamaður, hér i bæ, eftir stutta legu. Verður hans nánar minst slðar. 14. p.m. lést Jónas Jensson, simritari, að heimili siuu hér I bæ, eftir örstutta legu. E8PERANTO. Aðalforstjóri frönsku tollgæslunnar hefir ákveðið að þeim tollþjónum, sem kunna esperanto, sé heimilt að bera esperantostjörnuna við störf sín. Enn- fremur að alt það, sem er prentað og gefið út fyrir útlendinga, og hingað til hefir verið þýtt á önnur mál skuli einnig vérða þýtt á esperanto og prentað.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.