Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 21.12.1938, Side 5

Verkamaðurinn - 21.12.1938, Side 5
ATJKABLAÐ 21. desember 1938 VERKAMAÐURINN 5 Svo sem kunnugt er hefir Eim- skipalélag íslands undanfarið veriö aö vinna aö því að smiðaö yröi handa félaginu farþega- og flutn- ingaskip, miklu stærra og hrað- skreiðara en þau skip, sem nú eru { förum milli íslands og útlanda. Undirbúningi þessa máls er nú það langt komiö aö stjórn Eiraskipafé- lagsins hefir leitaö tilboöa hjá 18 skipasmíöastöðvum á Noröurlöndum, f Rýzkalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Stóra-Bretlandi og eiga tilboö að vera komin fyrir 15, janú- ar næstkomandi. Stœrö skipsins á að vera sem hér segir: lengd 320 fet, breidd 4572 fet, dýpt 267a fet og djúprista 16 fet. Til saman- buröar má geta þess að »Gullfoss« og »Goöafoss* eru 230 fet aö lengd en »Brúarfossc og »Dettifoss« 237 fet. Skipið veröur motorskip meö einni vél, 11 cylindra, mtö 5000 hestöflum. HraÖi skipsins í reynsluför, meö fullfermi af stykkjavöru (s/t dw.) á aö veröa 17L/S mlla á vöku. Meö þessari stærö skipsins og hraða í reynsluför er gengiö út frá aö meö- al siglingahraði þess á hafi, geti orðtö rúmlega 16 mílur á vöku. Veröur skipið þá rúma 2 sólar- hringa milli Reykjavíkur og Leith, rúman U/s sólarhring milli Leith og Kaupmannahafnar, en beina leiö milli Reykjavfkur og Kaupmanna- hafnar rúmlega 3 sólarhringa. Á fyrsta farrými veröur rúm fyrir 112 farþega, á ööru farrými 60 og þriöja farrými 48. — Skipið veröur 3700 brúttó smál. Frystirúm veröur í skipinu 30 þús. temngsfet, sem nægir til aö flytja 500 smálest- ir af flökuðum fiski eða 17 þúspnd skrokka af diikakjöti. Aö þvf er snertir útvegun gjald- eyris til skipakaupanna, þá verður ekkert um það sagt, hver aöstaöa félags vors veröur í því efni fyrr en séð veröur samkvæmt væntan- legum tilboðum hinna erlendu skipa- smföastöðva, f hvaöa landi skipiö veröur smföaö. En ríkisstjórnin hefir gjört það að skilyrði fyrir tillögum til Alþingis um styrk til skipsins, aö slík lausn fáist á gjald- eyrishlið málsins, sem rfkisstjórn og gjaldeyrisnefnd telja framkvæman- lega. Féiao icfÉsiólÉoa stofnað í Kristneshæli. 7. þ. m. var stofnað f Kristneshæli, félag sjúklinga, sem hlaut nafnið Sjálfsvörn, stofnendur voru 63. Félagið er deild úr sambandi íslenzkra be'kla- sjúklinga og er tilgangur þess að vinna að bættum kjörum berklasjúklinga bæði á hælunum og eins utan þeirra, og var á sto'nþingi S. í. B. S. s.l. haust samþykt starfsskrá þar að lútandi. í stjórn félagsins voru kosnir: Jóhann J. E. Kuld, formaður. Finnur S. Agnars, ritari. Óskar Bender, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Sturla Þórðarson og Oestur Loftsson. En f varastjórn eru: Lára Ounnars- dóttir, Pétur Finnbogason, Hjalti Har- aldsson, Ragna Benediktsdóttir og Rósa Porvaldsdóttir. Bækur. Sigurður Róbertsson: Lagt upp í tanga ferð. Útgef- andi: Helgi Tryggvason, Reykjavík. Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri. 1938. Þessi nýja bók er smásagnasafn og fyrsta bók höf. Sumar sögurn- ar hafa birst áður, t. d. í Nýjum Kvöldvökum. Skrifaði höf. fyrst undir dulnafninu Þórir þögli og vöktu sögur hans strax athygli. í bókinni eru 8 sögur: Ármann, Blýantsmynd, Út úr leiðindum, Morgungangan, Telpan á torginu, Skuldaskil, Eitur, Atli. Allar eru sögurnar lipurlega skrifaðar, sam- töl eðlileg og alþýðleg frásögn. En 3 síðustu sögurnar bera þó mjög af, sérstaklega er Eitur vel samin saga. En efni hennar er á þá leið að bóndinn á Geirastöðum kemur bálvondur inn í eldhús til konu sinnar, þar sem hún er að sjóða slátur. Skaparinn hafði sem sé sálgað einni eftirlætisrollu bónda, og hrafnarnir síðan tætt hana sundur, svo þegar bóndi finnur skrokkinn, getur hann bók- staflega ekkert hirt. Dynja nú ó- kvæðisorðin á skaparanum sam- tímis því sem bóndi gleypir í sig sjóðheitt slátrið. Sofnar bóndi síð- an í rökkrinu, en vaknar brátt við kveisuverki. Kona hans gefur hon- um þá inn joð, í ógáti, við kvölun- um. Þegar hún tekur eftir því, verður hún frávita af hræðslu og einnig bóndi hennar. Sent er til læknis í skyndi. En á meðan beðið er eftir komu sendimanns, ræð- ast þau hjón við, að því er þau á- líta í síðasta sinn, því bónda finnst dauðinn stöðugt nálgast. Er lýs- ingin á þessu samtali þeirra og sálarástandi hin snjallasta. — Eft- ir langa stund er svo komið með þau skilaboð frá lækninum að joð- ið geti alls ekki drepið. Rís bóndi þá upp albata og heimtár taíar- laust kvöldmat sinn. Las síðan húslesturinn, sem hann gerði ann- ars aldrei nema á stórhátíðum. Guðm. G. Hagalín: Sturla i Vogum I—II. Útgefandi Þorst. M. Jónsson. Prent- verk Odds Björnssonar. Akureyri. 1938. Saga þessi er rúmlega 600 bls. að stærð og á að vera lýsing á hetjuskap bóndans í Vogum, sem öllu býður birginn, mönnunum, sem ofsækja hann og náttúruöfl- unum, og sem altaf sigrast á örð- ugleikunum. En Sturla í Vogum er svo sem ekki í neinum vand- ræðum, því hann hefir altaf nóg af peningum, hversu mikið sem hann þarf að kaupa, hann er stál- hraustur og sterkur, kona hans og börn sömuleiðis. Persónur sögunnar eru fáar og annaðhvort sérvitringar eða fram- úrskarandi illgjarnar og mein- fýsnar. Auk þessa er svo þessi

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.