Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 31.12.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 31.12.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: VerklýÖssamband Norðurlands. XXÍ. árg. Akureyri, laugardaginn 31. desember 1938. I 60. tbl. Samstarf allra vinsfri sinnaðra íslendinga verðnr að skapasl á komandi ári. Þetta ár er nú á enda. Á þessu ári eins og undanfarin ár, hefir verið háð barátta, bæði opir.ber- lega og bak við tjöldin, um þaö, hvort alþýðan, yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar, í þessu gjöfula landi, á að njóta ávaxtanna -af starfi sínu og striti, eða hvort til- tölulega fáar fjölskyldur stórkaup- manna og stórútgerðarmanna eiga að njóta þeirra sérréttinda áfram að hafa leyfi til að sölsa undir sig framvegis, eins og hingað til, margar miljónir króna árlega af því verðmæti, sem hið vinnandi fólk í sveitum og sjávarþorpum framleiðir. Andstaðan gegn því að fáar fjöl- skyldur í landinu njóti áfram þess- ara sérréttinda, hefir stöðugt far- ið vaxandi. Valdhafarnir, sem á þessu ári eins og áður, hafa tekið freklega tillit til þessara sérrétt- indamanna og hagað athöfnum sínum að mestu leyti með hags- muni hátekju- og hálaunamann- anna fyrir augum, virðast nú ekki lengur treysta sér til að verjast, á sama hátt og undanfarið, hinni vaxandi andstöðu gegn ríkjandi á- standi og skiftingu verðmætanna. Nokkrir afturhaldssömustu menn íhaldsflokksins, Framsóknar og Skjaldborgarinnar hafa alllengi undanfarið staðið í samningatil- raunum. Það sem þessir háu herr- ar, Jónas frá Hriflu, Hermann, Ól- afur Thors, Pétur Ottesen, Stefán Jóhann og Jónas Guðmundsson vilja semja um er „þjóðstjórn“ þessara þriggja flokka gegn alþýð- unni í landinu. Höfuðverkefni þessarar bræðingsstjórnar eiga að verða: Lækkun krónunnar, við- hald Kveldúlfssukksins, aukin dýrtíð, réttindasvifting fátækra styrkþega og kúgun verklýðsfé- laganna. Mun verða síðar hér í blaðinu vikið nánar að þessum „velmeintu“ fyrirætlunum bræð- ingsmannanna. Fram að þessu hefir ekki náðst samkomulag um „þjóðstjórnina", vegna þess að innan fyrnefndra þriggja flokka er megn andstaða gegn slíkum bræðingi, og auk þess er mikil togstreita meðal bræð- ingsbroddanna um hverjir skuli skipa æðstu sætin. Sérstaklega er harðvítug andstaða innan Fram- sóknar gegn þessu makki við í- haldið, vinstri mönnum Framsókn- ar er það vel Ijóst að hin ráðgerða stefna bræðingsins er þveröfug við margyfirlýsta stefnu Fram- sóknarflckksins. En hinsvegar er það jafnvíst að íhaldssömustu menn Framsóknar svo sem Jónas frá Hriflu og Jón Árnason neyta allra bragða til þess að eyðileggja andspyrnu vinstri mannanna. Á komandi ári verður háð enn harðari barátta um það hvort þing og stjórn eiga að starfa með hagsmuni þjóðarinnar fyrir aug- um eða öríarra einstaklinga. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, mun fyrst og fremst skoða það hlutverk sitt að tengja öll þau öfl í landinu, sem vilja að alþýðan í dreifbýlinu og við sjóinn njóti fyllilega ávaxt- anna af starfi sínu, og haldi ekki aðeins núverandi Ættindum, held- ur að þau verði aukin. Takist að sameina alla vinstri sinnaða menn í landinu, gegn fyrirætlunum (Framli. á 2. síðu). Meðlimir Sósíalista- flokksins eru orönir um 2300. Auk þeirra sósialistafélaga, sem blaðið hefir skýrt frá áður að stofnuð hafi verið undanfarnar vikur, hafa eftirtöld félög verið stofnuð: Sósialistafélag Reykdæla með 21 meðlim, Sósialistafétag Fá- skrúðsfjarðar með 32 meðtimum, og á Mýrum i Austurskaftafells- sýslu hefir verið stofnað sósfal- istafélag með 19 meðlimum. Meðlimir sósialistafélaganna eru nú orðnir um 2300 og er það nokkru meira en gert var ráð fyrir á stofnþingi Sameiningar- flokksins, að verða mundi á þess- um vetri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.