Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.11.1939, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 11.11.1939, Qupperneq 1
Burt með þrælaákvæði geng Ogurleg sprenging í Burgerbráukeller. 7 eða 8 háttsettir nazistar biðu bana en uni 70 særðust islaganna! Pingmenn Sósíalista- flokksins hafa borið fram frumvarp um af- nám kauphœkkunar- bannsins úr gengis- lögunum. Hvert verklýðsfélagið á fætur öðru hefir krafist þess að ákvæð- ið í gengislögunum um bann við kauphækkun verði afnumið. Þing- menn Sósíalistaflokksins hafa nú borið fram frumvarp á Alþingi þar sem m. a. er lagt til að verk- lýðsfélögin fái sjálf að ráða kaup- gjaldinu og berjast fyrir því ef nauðsyn krefur. Samkvæmt frum- varpinu er ætlast til að kosin verði 5 manna nefnd til að reikna út verðvísitölu 1. hvers mánaðar og hækki síðan kaupgjaldið í fullu samræmi við hana. Kaupgjald það sem gilti hér síðasta mars þ. á. skal lagt til grundvallar, en breyt- ist síðan í hlutfalli við dýrtíðina. Verði verkamenn eða atvinnu- rekendur ekki ánægðir með þann grundvöll, þá sé þeim heimilt að segja upp samningum með mán- aðarfyrirvara miðað við næstu áramót og semja um kaup og kjör Pýskír nazistar vilja ráða pvi hvaða bækur eru seidar á íslandi. Þýski ræðismaðurinn í Reykja- vík hefir krafist þess af ríkis- stjórninni, að hún stöðvi sölu á bókinni „í fangabúðum“, eftir þýska leikarann Wolfgang Lang- hoff. Er bókin lýsing á dvöl höf- undarins í fangabúðum nazista. Bókin hefir verið til sölu hér á landi síðan 1935 undir nafninu „Ár í helvíti“. Ríkisstjórnin hefir þegar stöðvað sölu bókarinnar, í bili að minsta kosti, og er nú að íhuga kröfu Hitlers. Verður fróðlegt að vita hver niðurstaða stjórnarinnar verður, hvort hún lítur svo á, að þýskir nazistar eða íslendingar eigi að ráða því hvaða bækur eru gefnar út og seldar hér á landi. eins og var áður en þrælaákvæði gengislaganna voru lögfest. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi á banni á verð- hækkun landbúnaðarvara. Enn- fremur að slysa- og dánarbætur, ellilaun og örorkubætur sam- kvæmt lögum um alþýðutrygg- ingar skuli hækka í hlutfalli við dýrtíðina og að stjórninni sé heimilt að hækka, í hlutfalli við dýrtíðina, meðalmeðlög af hálfu barnsfeðra með óskilgetnum börn- um. Öll alþýða manna mun fylgjast af athygli með gangi þessa máls í þingsölunum. aukna atvinnu og hœkkaðan styrk handa styrkþegunum. Sósíalistafélag Akureyrar boð- aði til almenns umræðufundar, í Samkomuhúsi bæjarins s.l. mið- vikudagskvöld, um rafmagnsverð- ið og atvinnu- og kaupgjaldsmál. Frá afgreiðslu rafmagnsmálsins er skýrt annarstaðar í blaðinu, en í atvinnu- og kaupgjaldsmálunum voru gerðar eftirfarandi sam- þyktir: ' „Almennur umræðufundur, haldinn í Samkomuhúsi Akureyr- ar 8. nóv. 1939, að tilhlutun Sósí- alistafélags Akureyrar, lítur svo á, að ákvæði þau í gengislögunum, frá 4. apríl þ. á., sem hefta samn- ingafrelsi og réttindi verklýðsfé- laganna og banna kauphækkun, séu beinlínis skaðleg fyrir af- komu allrar alþýðu í landinu, þar sem þau leiða óhjákvæmilega til megnustu örbyrgðar, sökum geig- vænlega aukinnar dýrtíðar. Fundurinn skorar því fastlega á Alþingi það, er nú situr, að nema þegar úr gildi nefnd ákvæði, svo verklýðsfélögin fái frjálsar hend- ur um kaupgjaldssamninga“. „Almennur umræðufundur, haldinn að tilhlutun Sósíalistafé- lags Akureyrar, 8. nóv. 1939, í Samkomuhúsi bæjarins, ályktar, að brýnni þörf sé nú, en verið hef- ir um margra ára skeið, á stórauk- inni atvinnu fyrir verkalýð bæjar- ins nú á komandi vetri, þar sem verðlag á fjölda nauðsynjavara hefir heekkað gífurlega, og fram- Morðtilraun við Hitl» er eða annar ríki§> þingbúsbrunl? Síðastliðið miðvikudagskvöld, 8. þ. m., varð gífurleg sprenging í Búrgerbráukeller í Múnchen, 10— llmín. eftir að Hitler hafði haldið þar ræðu. Hefir hann undanfarið undan er sýnilega ennþá meiri dýrtíð, sökum yfirstandandi styrjaldar. Fundurinn treystir á skilning allrar alþýðu, um þá brýnu þörf, að þoka sér þéttar saman til sam- eiginlegra átaka í sókn fyrir vinnu og brauði, á slíkum örlaga- tímum, og skorar því á öll verk- lýðsfélög baéjarins, að skipuleggja og hefja sameiginlega baráttu fyr- ir aukinni atvinnu". „Almennur umræðufundur, haldinn í Samkomuhúsinu 8. nóv. 1939, að tilhlutun Sósíalistafélags Akureyrar, lítur svo á, að þar sem dýrtíð hefir nú aukist stórlega, þá sé það skylda bæjarstjórnarinnar, að hækka nú þegar peningafram- lag til þess fólks, er verður að fá (Framhald á 4. síðu) Kolin hækka gífnrlega „Snæfell“ kom nú í vikunni með kolafarm til K. E. A. Verðlags- nefnd hefir ákveðið að kolaverðið hjá K. E. A. skuli fyrst um sinn vera kr. 81.00 tonnið. Er það bæri- leg hækkun ofan á stórhækkað verð á ýmsum öðrum nauðsynja- vörum. Nemur hækkunin 50% þar sem kolaverðið var áður 54 kr. tonnið. Það eina, sem ekki má hækka, segir „þjóðstjórnin“, er kaup verkamanna, haldið þar ræður árlega þennan dag, sem er sögulegur dagur naz- istahreyfingarinnar, en í þetta skifti byrjaði hann ræðu sína hálftíma fyr en vanalega. 7 eða 8 manns, stofnendur nazistaflokks- ins, biðu þegar bana af völdum sprengingarinnar en um 70 særð- ust og margir af þeim mjög hættulega. Bjórstofan, þar sem Hitler hafði haldið ræðuna var öll í rústum eftir sprengingu vít- isvélarinnar, sem hafði verið kom- ið fyrir í ofni í herbergi beint yf- ir bjórstofunni. Ástæðan fyrir því, að æðstu menn nazistaflokksins safnast saman í þessari bjórstofu 8. nóv., er eins og hér segir: 8.—9. nóv. 1923 gerði nazista- flokkurinn í Múnchen tilraun til að brjótast til valda. Hitler réðist ásamt fylgismönnum sínum inn á fund í Búrgerbráukeller, stærstu ölstofunni í Múnchen, þar sem hinn afturhaldssami stjórnmála- maður Gustav von Kahr, forsætis- ráðherra í Bayern, var að halda ræðu. Lýsti Hitler því yfir, að stjórn Bayerns og Þýskalands væru settar af og neyddi, með skammbyssu á lofti, von Kahr til að ganga í lið með uppreistar- mönnum, en stjórnin í Bayern, sem var á fundinum, var hand- tekin. Uppreistartilraunin var bæld niður af lögreglu og ríkis- varnarliðinu, en um 16 nazistar biðu bana. Hitler var fangelsaður og dæmdur í 5 ára fangelsi, en íhaldið lét hann lausan eftir nokkra mánuði. Sprengingin í Búrgerbráukeller hefir vakið geysiathygli. Sumir telja, að þetta hafi verið tilraun til að myrða Hitler og aðra æðstu (Framhald á 4. síðu) Almennur fundur boðaður af Sósíalista- félagi A'kureyrar heimtar frelsi handa verklýðsfélögunum —

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.