Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.11.1939, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 11.11.1939, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN SamÉptilrininr við Sjónarmið og tillögur sovétstjórnarinnar. (Kafli úr ræðu Molotoffs 1. þ. m.) Molotoff, forsætis- og utanríkis- málaþjóðfulltrúi Sovétríkjanna flutti ræðu á fundi Æðstaráðs Sovétríkjanna 1. þ. m., sem hefir vakið mikla athygli um víða ver- öld. Fjallar ræðan um alþjóðamál og afstöðu Sovétríkjanna. Fer hér á eftir sá kafli ræðunnar sem fjallar um samningatilraunir sov- étstjórnarinnar við finsku stjórn- ina. Áður en Molotoff víkur að Finnlandsmálunum hefir hann m. a. rætt um samningana við Eist- land, Lettland og Lithauen: „Um afstöðu vora til Finnlands gegnir talsvert öðru máli. Því veldur einkum að utanaðkomandi stórveldaáhrifa gætir meira í Finnlandi en hinum Eystrasalts- ríkjunum. Hlutlausir vdómarar hljóta þó að játa að gagnvart Finnlandi gilda sömu sjónarmiðin um öryggi Sovétríkjanna og þó einkum Leningrads, og viðurkend voru í samningunum við Eistland. Hægt er að segja, að einmitt í samningunum við Finnland séu öryggismál Sovétríkjanna meira atriði en í samningunum við hin ríkin, þar sem Leningrad, önnur þýðingarmesta borg Sovétríkjanna stendur aðeins 32 km. frá finsku landamærunum. Það þýðir, að frá landamærum erlends ríkis til Len- ingrad er ekki rheiri fjarlægð en svo, að skjóta má af langdrægum fallbyssum á borgina. Ennfremur er öll umferð sjó- leiðis til og frá Leningrad mjög háð því, hvort afstaða Finnlands til Sovétríkjanna er vinsamleg eða óvinveitt, þar sem öll norður- strönd Finska flóans og eyjarnar í miðhluta hans er finskt land. Með hliðsjón af þessari aðstöðu og núverandi Evrópuástandi ætti að mega treysta því, að Finnland sýni nauðsynlegan skilning á þess- um málum. Hvernig hefir þá sambúð Sovét- ríkjanna og Finnlands verið und- anfarið? Undirstaðan var lögð með frið- arsamningunum frá 1920, sem er samskonar og samningarnir við hin önnur nágrannaríki vor við Eystrasalt. Sovétstjórnin trygði þá af frjálsum vilja sjálfstæði og full- veldi Finnlands. Á því leikur eng- inn vafi, að einungis sovétstjórn, er viðurkennir grundvallarregluna um frjálsa þróun þjóðerna, hefði farið þannig að. Óhætt er að full- yrða, að engin rússnesk stjórn, nema sovétstjórn, hefði sætt sig við sjálfstætt Finnland svo ör- skamt frá Leningrad. Það sannar reynslan af „lýðræðisstjórn“ Ke- renskis og Tseretellis, stjórn Lvoff fursta og Miljúkoffs, að maður tali ekki um keisarastjórnina. Enginn efi er á því, að þessi þýðingar- mikla staðreynd gat orðið undir- staða að ágætri sambúð Sovétríkj- anna og Finnlands, og er slík sam- búð síst minna hagsmunaatriði fyrir Finnland en Sovétríkin. Samningar þeir, er nú standa yfir, hófust fyrir nokkru sam- kvæmt tilmælum sovétstjórnar- innar. Um hvað fjalla þessir samn- ingar? Það ætti ekki að vera örðugt að skilja, að í núverandi alþjóðaá- standi, þegar miðbik álfunnar log- ar í stórveldastyrjöld, er getur fal- ið í sér óvæntar hættur fyrir hvaða Evrópuríki sem er, — hljóta Sovétríkin áð gera alvarlegar ráð- stafanir til tryggingar öryggi sínu. Og ekki er það undarlegt, að sov- étstjórnin láti sig þá nokkru skifta Finska flóann, sjóleiðina til Len- ingrad og þau landamæri, er að- eins liggja í 30 km. fjarlægð frá Leningrad. Eg minni á í þessu sambandi að Leningrad telur 3 Vi miljón íbúa —- álíka mannfjölda og allt Finn- land, en þar eru taldir 3 milj. og 650 þús. íbúa. • Það er varla ástæða til að rekja þær þjóðsögur, er blöð erlendis hafa flutt, að Sovétríkin „krefð- ust“ borgarinnar Vipuri (Viborg- ar) og norðurhluta Ladogavatns- ins. Þetta er uppspuni frá rótum. Önnur sögðu þá sögu, að sovét- stjórnin „krefðist“ afhendingu Á- landseyja. Einnig það er uppspuni frá rótum. Sannleikurinn er sá, að tillögur vorar í samningunum við Finn- land eru mjög vægar, og miða við þær minstu ráðstafanir, sem nauð- synlegar eru til þess að öryggi Sovétríkjanna sé borgið og vin- áttusamband við Finnland geti haldist. Finska stjórnin sendi herrana Paasikivi og Tanner til samninga- umleitana í Moskva. Vér lögðurn til við þá, að Finnland og Sovét- ríkin gerðu með sér gagnkvæman hjálparsáttmála, í líkingu við sátt- málana, er vér höfum gert við stjórnir annara Eystrasaltsríkja. En þegar finska stjórnin lýsti yfir því, að hún teldi slíkan sátt- mála brjóta í bág við hlutleysis- afstöðu landsins, létum vér þá til- lögu niður falla, en lögðum til að tekin væru fyrir mál þau, er varða öryggi Sovétríkjanna og einkum öryggi Leningrads gegn árásum af sjó, — frá Finska fló-. anum, — og af landi, frá hinum nálægu landamærum. Við lögðum til að landamæri Sovétríkjanna og Finnlands á kar- elsku landræmunni yrðu færð nokkra tugi kílómetra í norður frá Leningrad. í staðinn buðum vér Finnum að láta af hendi land- svæði í Sovét-Karelíu, er væri tvöfalt að stærð við það, sem Finnland missti. Einnig fórum vér fram á að Finnland leigði Sovétríkjunum til ákveðins tíma lítinn skika af finsku landi við mynni Finska fló- ans, undir flotastöð. Þar sem vér höfum nú flotastöð yst á suður- strönd Finska flóans, í Baltisch- port, samkvæmt samningnum við Eistland, gæti sovétflotinn alger- lega varið erlendum herskipum innsiglinguna í flóann. Vér efumst ekki um, að flotastöð þessi mundi engu síður vera í samræmi við hagsmuni Finnlands en Sovétríkj- anna. Við aðrar tillögur vorar en þessar, svo sem skifti á nokkrum eyjum í Finska flóanum ásamt landskikum á Ribatsji og Sredni- töngunum og tvöfalt stærra land- svæði í Sovét-Karelíu, virtist finska stjórnin ekkert hafa að at- huga. Ágreiningur um nokkrar af til- lögum vorum er enn ójafnaður. Og það er augljóst að gagntillög- ur Finna, t. d. viðvíkjandi nokkr- um ívilnunum um karelsku land- ræmuna eru ekki fullnægjandi. Vér komum lengra til móts við Finna. Vér buðumst til þess, að svo framarlega sem aðaltillögur vorar yrðu samþyktar, skyldi sov- étstjórnin láta andstöðu gegn end- urvígbúnaði Álandseyja niður falla, með því skilyrði að Finn- land eitt sæi um vígbúnað eyj- anna. Vér buðumst einnig til að láta afvopna varnarvirkin með- fram allri landamæralínunni á Karelsku landræmunni, og hlýtur það að vera í samræmi við hags- muni Finnlands. Ennfremur lögðum vér til að griðarsáttmáli Sovétríkjanna og Finnlands yrði styrktur með við- bótarákvæðum og skuldbinding- um. Og loks mætti ganga að því vísu að bætt sambúð ríkjanna á stjórnmálasviðinu leiddi af sér öra þróun í verslunarviðskiftum ríkjanna. Vér mundum koma til móts við finsku stjórnina í þeim málum, sem hún leggur sérstaka áherslu á. Að þessu undangengnu trúum vér því ekki, að finska stjórnin leiti að yfirskinsástæðu til að hætta samningunum. Það mundi ekki vera í þágu vingjarnlegrar sambúðar Sovétríkjanna og Finn- lands og baka Finnlandi tjón. Vér erum þess fullvissir, að stjórnar- völd Finnlands skilja, hve mikils virði það er að tryggja góða sam- búð Finnlands og Sovétríkjanna og láti ekki utanaðkomandi æsing- ar og sovétníð hafa áhrif á sig, — hvaðan sem slíkt kann að koma. Eg tel mig verða að skýra frá því, að meira að segja forseti Bandaríkjanna í Norður-Ameríku hefir talið það tilhlýðilegt að hlut- ast til um þessi mál, og er erfitt að samræma það hlutleysisstefnu Bandaríkjastjórnar. í orðsendingu til félaga Kalinins, forseta forsæt- is Æðstaráðsins, 12. okt. lét herra Roosevelt þá von í ljós, að vin- gjarnleg og friðsamleg sambúð Sovétríkjanna og Finnlands mætti NÝJA-BÍÓ Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Com on and hear, Com on and hear, l'S Sunnudaginn kl. 5: Söngur móðurinnar haldast. Maður skyldi ætla að af- staða Bandaríkjanna til t. d. Fil- ippseyja eða Kúbu væri ólíkt göf- ugri en afstaða Sovétríkjanna til •Finnlands. En því er nú svo varið að bæði Filippseyjar og Kúba hafa lengi barist fyrir frelsi og sjálfstæði, og ekki fengið, en aftur á móti hafa Sovétríkin fyrir löngu veitt Finnlandi frelsi og sjálf- stæði. Félagi Kalinin svaraði herra Roosevelt á þessa leið: „Mér finst tilhlýðilegt, herra forseti, að minna yður á að sjálf- stæði lýðveldisins Finnland, var viðurkent af sovétstjóminni þvingunarlaust, 31. des. 1917, og trygt með friðarsamningi milli Sovét-Rússlands (R. S. F. S. R.) og Finnlands 14. okt. 1920. Með báðum þessum samningum var lagður grunvöllur að sambúð So- vétríkjanna og Finnlands. Á þessum grundvelli byggjast einnig samningar þeir, sem nú fara fram milli sovétstjórnarinn- ar. Þvert ofan í áróðurskendar frásagnir, er komið hefir verið á loft, af öflum, sem ekki er ant um frið í Evrópu, er tilgangur samn- inganna einungis sá, að tryggja vingjarnlega sambúð Sovétríkj- anna og Finnlands og efling á samvinnu þeirra til að vernda ör- yggi beggja ríkjanna“. Að fengnu þessu ótvíræða svari forsetans ætti öllum að vera ljóst, að sé gengið til samninganna af heilum hug mun finska stjórnin samþykkja lágmarkstillögur vor- ar, sem tvímælalaust láta ekki einungis þjóðar- og ríkishagsmuni Finnlands óskerta, heldur auka öryggi þess út á við og leggja traustan grundvöll að heilbrigðri sambúð ríkjanna og stöðugt vax- andi verslunarviðskiftum“. verður leikinn í kvöld — laugar- dag — með LÆKKUÐU VERÐI þá og framvegis. Einnig verður leikið á Sunnudaginn, og verða þá tvær sýningar, sú fyrri kl. 4 e. h. og hin síðari kl. 8%, og þá er það, sem hinn vinsæli gestur Leik- félagsins, Haraldur Á. Sigurðsson leikur Þorlák í 50. sinn. Er svo gert ráð fyrir að þetta verði í síð- asta sinn, sem leikurinn verður sýndur hér. Leikflokkurinn fór, eins og áður er á minnst, til Húsa- víkur á þriðjudaginn og hafði þar tvær sýningar við hina ágætustu aðsókn.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.