Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.01.1940, Page 2

Verkamaðurinn - 13.01.1940, Page 2
2 VERKAMAÐURINN Hvert stefna Chamber lítin og Daladier ? Leon Nicole, formaður Sósíal- istasambands Sviss, skrifaði ný- lega ritstjórnargrein í jafnaðar- mannablaðið „Travail“ um rúss- nesk-finsku deiluna. Þegar hann er búinn að lýsa því hvernig finska ríkið var myndað eftir heimsstyrjöldina 1914—1918, og hvernig það eftir ósigur Þýska- lands komst undir ensk-amerísk áhrif, minnir hann á, að Lenin, „sem þekti Finnland svo vel, sök- um þess að hann hafði iðulega dvalið þar — síðast sumarið 1917 — lýsti því yfir 1920, að „amerísku miljónamæringarnir hafi keypt þrjá fjórðu hluta Finnlands“. Nicole vitnar síðan í fjármála- yfirlit í „Tribune de Geneve“, þar sem bankamaðurinn Bates skrif- aði 30. nóv. í haust m. a.: „Frá fjárhagslegu sjónarmiði hefir Finnland mikilvægt hlutverk að leysa af hendi. Það myndar við landamæri moskovitaríkisins, framvarðarvígi fyrir hina frjálsu búhyggju“, og að það var hið eina land, sem „hefir greitt stríðs- skuldir sínar til Bandaríkjanna“. Nicole bætir því við, að Bates hafi gleymt, að Finnland greiddi skuldir sínar með því að fórna % hlutum af auðæfum sínum. Nicole sýnir því næst fram á, hvernig „framvarðavígi“ hins al- þjóðlega auðvalds við landamæri Sovétríkjanna hrynji eins og spilaborgir. „Þeir hlutar Ukraina og Hvíta- rússlands, sem höfðu verið arð- rændir af hinum pólsku stórgóss- eigendum, eru aftur orðnir sovét- rískir. Lithauen, sem vegna skörungs- skapar Moskvastjórnarinnar, hefir fengið Vilno aftur, hefir tekið upp eðlileg viðskifta- og menningar- sambönd við Sovétlýðveldin, sem mun í framtíðinni verða eðlilegur verndari þessa lands. Sama er að segja um Lettland og Eistland. Draumurinn um að kæfa Sovétrík- ið bak við belti fjandsamlegra landa, hefir í eitt skifti fyrir öll fallið í rústir. Tími skuldaskilanna er kominn. Og hinir stóru herrar í City (auðmannahverfið í Lon- don, aths. ,,Vm.“) hafa forðast að vera sjálfir viðstaddir til að verja hagsmuni sína, sem þeir vissu, að ekki var hægt að vernda. í Lithauen, Lettlandi og Eist- landi eru reistar herbyggingar, þar sem sovétrísku hersveitirn- ar, sem eiga að verja landið, eiga að hafa aðsetur.... Það er verið að byggja í hinum afvopnuðu köstulum í baltisku ríkjunum fyrir Sovétlýðveldin, og bygginga- og timburverkamennirnir í þess- um löndum eru mjög ánægðir yfir því. Atvinnuskilyrði þeirra voru ömurleg, og þeir höfðu eng- an verkfallsrétt. Sovétin eru komin. Verkamennirnir eru ráðnir á staðnum og fyrir laun, sem eru þrisvar sinnum hærri en þau laun, sem atvinnurekendurnir í við- komandi löndum greiða. Bygg- inga- og timburverkamennirnir hafa aftur hert upp hugann. Þeir hafa krafist þess, að þau laun, sem eru greidd af Moskva, skuli framvegis gilda í kaupgjaldssamn- ingum fyrir allan bygginga- og timburiðnaðinn í löndum þeirra. Kastalar auðvaldsins við strend- ur baltisku landanna og í suður hluta finska flóans standa ekki lengur, en verkalýðurinn grætur það ekki. Hann andar léttara“. Um Finnland skrifar Leon Nicole, að verkamennirnir og fá- tæku bændurnir í Finnlandi muni mjög vel atburðina 1918 og að stjórn þeirra var kollvarpað með stuðningi Þýskalands. „Og þeir fagna því, að vígi alþjóða auð- magnsins, Finnland, er nú að falla.... Það er auðvitað töluvert annað, en það sem menn vonuðu í London og New York“. „Otto Strasser, sem var nazisti og er nú eftirlætisgoð City-mann- anna, hefir lýst því yfir, að sam- bönd hans við þýska ríkisherinn leyfi honum að segja að næsta vor muni Þýskaland, undir hfern- aðareinræði ríkishersins, vera í bandalagi við auðvald Englands og Frakklands í styrjöld gegn So- vétlýðveldunum11. Þessvegna átti Leningrad stöð- ugt að hafa finsku fallbyssurnar yfir höfðu sér. „Þessvegna var stjórnin í Hel- sinki hvött til að láta ekki undan, þessvegna varð hún skilyrðislaust að halda fast við fjandsamlega af- stöðu sína.... Finnland, finska þjóðin, vill ekki vera verkfæri í höndunum á stórauðmagninu í London og New York“. Leon Nicole lýkur máli sínu með þessum orðum: „Öskur hinn- ar móðguðu dygðar, sem berst okkur gegnum blöðin, sem eru í þjónustu alþjóða auðvaldsins, get- ur sem bergmál aðeins hljómað eins og ofsafenginn hlátur frá þjóðflokkum, sem eru hlekkjaðir af auðvaldinu í London, París og New York, hinu vinnandi fólki, arðrænda múg og þeim félögum, sem hvarvetna eru fangelsaðir vegna sannfæringar sinnar, og sem allir saman sjá loksins frels- isdag sinn nálgast“. Rússneska blaðið „Isvestija“ skrifar um baráttu hlutlausu landanna fyrir varðyeitslu sjálf- stæðis síns. Segir blaðið m. a.: „Því meir sem styrjaldarríkin sökkva í styrjaldafen heims- valdastefnunnar, því harðvítugri verður baráttan um að draga hlut- lausu löndin inn í styrjöldina. í því sambandi er lærdómsríkt að minnast reynslunnar frá fyrstu heimsvaldastyrjöldinni, frá 1914— 1918. Nokkur smáríkin drógust inn í styrjöldina 1914—1918 strax í upphafi hennar. Önnur smáríki voru dregin inn í hana, hvort- tveggja í senn með ósvífnum og lævísum aðferðum. Sum smáríkin voru beinlínis keypt af hinum voldugu heimsvaldasinnuðu ríkj- um. Eitt ríkjasambandið bauð lán og ný landsvæði ef sigur ynnist. Annað hernaðarbandalagið bauð ennþá betur. Til þess að fá Rú- meníu og Búlgaríu í lið með sér buðu bandalagsríkin þeim ekki aðeins landssvæði á kostnað óvin- anna, heldur einnig á kostnað sambandsfélaga þeirra. Til dæmis var Búlgaríu boðin Makedonía, sem tilheyrði Serbíu. Rúmeníu var lofað Banat-héraðið sem áður var búið að lofa Serbíu o. s. frv. Og Serbía var ekki einu sinni látin vita um gang samninganna; hún var blátt áfram bara neydd til að fallast á að láta landsvæði sitt af hendi. Mörg smáríki voru dregin inn í stríðið af því að raunverulega voru þau alls ekki sjálfstæð í ut- anríkismálum, af því að þau voru „fjármálalegar nýlendur“ heims- valdasinnuðu ríkjanna. Þannig barðist Portugal með Englandi. Strax og Bandaríkin höfðu tekið þátt í styrjöldinni — í apríl 1917 — flýttu nokkur amerísk ríki sér, vegna þrýstings frá Bandaríkjun- um, að segja Þýskalandi stríð á hendur eða að slíta stjórnmála- sambandinu við það.... Ástandið nú, á tímum annarar stórvelda- styrjaldarinnar, er enn flóknara og samtvinnaðra en ástandið stríðsárin 1914—1918. Ofbeldisað- ferðirnar eru ósvífnari, aðferð- irnar við að múta, kúga, svíkja og gabba, fínni og slóttugri. Það er barist enn harðar um hlutlausu löndin en í síðustu styjöld.... Ráðandi stéttir í vissum hlut- lausum löndum hugsa eins og 1914—1918 ekki um hagsmuni lands síns, ekki um hagsmuni þjóðanna, heldur aðeins um það, hvernig þær geta með hjálp styrjaldarinnar fylt vasa sína“. Síðustu dagana og vikurnar hafa raddirnar í Englandi og Frakklandi um sameiginlega her- ferð þessara ríkja ásamt Þýska- landi orðið æ háværari. Alvarleg átök eru nú um Norðurlöndin. Víðtækar tilraunir eru gerðar til að sameina Frakkland, Þýskaland og Bretland gegn Sovétríkjunum, því ótti auðkónganna og hinna voldugu auðfélaga við útbreiðslu sósíalismans vex með hverjum degi. Skrif ensku og frönsku auð- valdsblaðanna benda ótvírætt á hið raunverulega markmið núver- andi styrjaldar. „Sunday Times“ skrifar 1. okt.: „Horfurnar á hnignun þýsku þjóðarinnar og vaxandi áhrifum Rússlands eru síður en svo glæsilegar fyrir meirihluta Englendinga. Ef nokk- ur möguleiki væri á að við gætum samið frið við það sem gott er í þýsku eðli og framtaki.... þá myndum við í þessu landi fagna því“. „Daily Mail“ skrifar 2. okt. út af því að bændurnir í hinu fyrra Austur-Prússlandi hafi nú slegið eign sinni á jarðirnar: „Þetta er hættan, sem Öll Evrópa verður að horfast { augu við. Hitler 'verður að gera það eins og aðrir“. „Times“, blaðið sem er tal- ið flytja stöðugt hugsanir Cham- berlains, segir 30. sept. s.l.: „Þýska- land nazismans er í mörgu tilliti undirbúið fyrir Bolsévismann, og stríðsástandið, ásamt hinum nánu tengslum við Sovétríkin, sem nú eru yfirvofandi flýta þeim undir- búningi. Síðustu skýrslur frá þeim sem eru vel inni í málunum í Berlín sýna, að möguleikinn á slíkri breytingu er alvarlega íhugaður“. 24. okt. skýra fréttarit- arar „Times“ frá því hvernig áhrif Sovétríkjanna vaxi í Sló- vakíu og að Þýskaland missi áhrif sín á Dónárríkin og Balkan, en áhrif Sovétríkjanna vaxi þar að sama skapi. Sama dag skrifar fréttaritari „Times“ í Sofía, höfuð- borg Búlgaríu: „í Búlgaríu er næstum alt landið með Rússum (pro-Russian). Síðan þýsk-rúss- neski samningurinn var gerður, hefir kommúnisminn vaxið mjög mikið og yfirvöldin hika nú við að bæla hann niður“. Tína mætti til urmul af álíka ummælum. En þetta nægir til að sýna það svart á hvítu hvað vakir fyrir Chamberlain—Daladier. Það má aðeins til viðbótar minha á ofsóknirnar í Frakklandi gegn kommúnistum. Það eru sömu að- ferðirnar og í Þýskalandi nazist- anna. Og þannig er það í hverju auðvaldsríki, alstaðar er baráttan hert gegn róttækum sósíalistum og kommúnistum. Ráðandi stéttir þessara landa minnast ekki á bar- áttu gegn fasistum og nazistum. Af þessum staðreyndum er ofur- skiljanlegt að sameinaðir herir Bretlands og Frakklands hafa í rúma 4 mánuði hjakkað í sömu sporum framan við Sigfried-lín- una þýsku. Digurmæli Chamber- lains og Daladier um kollvörpun og útþurkun Hitlerismans eru nú orðin að athlægi um víða veröld. Stór orð, litlir menn. Þessar athyglisverðu staðreynd- ir er holt að hafa hugfast og nota sem áttavita í því blekkingaveðri sem útvarpsnornir „þjóðstjórnar" okkar galdra daglega 1 því skyni að svifta alþýðu allri dómgreind og skilningi á því hvað er að ger- ast í okkar eigin landi, syo engum vörnum verði við komið gegn þeirri herferð, sem „þjóðstjórnar“- klíkan hefir hafið á hendur al- menningi. Blaðið „Giornale d’Italia“ legg- ur áherslu á að hernaðaraðgerðir Sovétlýðveldanna gegn Finnlandi séu fordæmdar af öllum heimin- um. Segir blaðið: Slík almenn for- dæming réttlætir þá von, að nú- verandi deila í Evrópu breytist í almenna krossferð gegn kommún- ismanum. En til þess væri það nauðsynlegt að England falli frá því að eyðileggja nazistastjórnina í Þýskalandi.... “ „Travail“ í Sviss bendir á að þessi skrif og fjöldamörg önnur á- líka bendi ótvírætt á hver sé til- gangurinn með þeim brögðum, sem ensk-frönsku auðmennirnir pg finsku hernaðarsinnarnir hafi beitt til að neyða Sovétríkin til að grípa til vopna til að tryggja varnaraðstöðu sína út á við.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.