Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.01.1940, Síða 4

Verkamaðurinn - 13.01.1940, Síða 4
4 VERKAMAÐURINN Verklýðsfélögin . . . (Framhald af 1. síðu). ir áður bent á — þýðingarmikið atriði, að kauphækkunin kemur altaf löngu á eftir verðhækkun lífsnauðsynjanna. — Þannig hefir verkafólkið engar bætur fengið, og fær ekki, fyrir þá dýrtíð, sem það hefir búið við megin hluta s.l. árs. — Og sú kauphækkun, sem því er skömmtuð fyrir janúar —marz þetta ár, er miðuð við verðlagið í nóvember—desember s.l. þó augljóst sé, að verðlag á þessu tímabili verði miklu hærra, en var í nóv.-des. — meðal ann- ars vegna þess, að verðlag inn- lendu frarqjeiðslunnar mun nú hækka mikið, þegar verðhækkun- arbanninu, sem áður var á þeim, er létt af — og framleiðendunum þannig enn gert hærra undir höfði en verkafólkinu. Sú raunverulega kauphækkun verkafólksins er því alls ekki % verðhækkunarinnar á hverjum tíma, heldur miklu minni. Það er líka gefið mál, að af afturhaldsklíku burgeisanna á Alþingi var ekki að vænta að- gerða, sem trygðu hagsmuni verkalýðsins, í þessu efni, frem- ur en öðrum. Það er aðeins verkalýðurinn sjálfur, sem með samtökum sín- um getur verndað hagsmuni sína, og sótt sinn þjóðfélagslega rétt. Þessvegna má verkalýðurinn ekki una við, að af samtökum hans sé tekinn undirstöðuréttur þeirra — eins og nú er gert með svokölluðum landslögum. Fyrir hverju berf- asl norrænu sfáilf- boðaliðar í Finn- landi ? Mörg þúsund sænskir sjálfboða- liðar eru komnir til Finnlands til að berjast þar með Mannerheim- hernum. Maðurinn, sem sMpu- leggur þessar sveitir, er sænskur majór Winge að nafni. Winge þessi lét nýlega eftirfarandi orð falla í viðtali við blaðamann frá norska blaðinu „Tidens Tegn“: „Það, sem fyrst og fremst vant- ar, sko, eru peningar. Sjálfboða- liðssveitirnar verða að hafa fyrsta flokks útbúnað og vopn. Þetta eiga að verða úrvalssveitir. En það kostar skilding, það kemur til með að kosta miljónir. En eg ef- ast ekki um að peningar koma. þeir streyma inn, jafnt og þétt. Eg er sannfærður um að miljóner- unum á Norðurlöndum verður það ljóst fyr eða síðar, að auðnist oss ekki að afstýra þessari ógnun gegn frelsi Norðurlanda, þá er sá tími nálægur að engir miljónerar verða til“. Barðargfðld prstsendinga hækk- u^u mikið nú um áramótin. Burdarcjald einfaldra bréfa (aJlt að 200 gn) innan- lands og til Norðurlanda eru nú 25 aurar í sfað 20 aura áður. Burðargiöld almennra bréfa til annara landa en Norðurlanda er 45 aurar f stað 35 aur. áður, að 20 gr. Burðargjald böggla hefir hækkað hlutfalls- lega meira vegna hækkunar á farmgjöldum. í södiu sporuiD a vesturvígstöðvuium. Fregnir f rái Fiunlands- styrjöldinni fullar af mótsögnum. Styrjöld Breta og Frakka gegn nazismanum gengur hægt síðustu daga eins og áður, hvað sem því veldur. Berast helst fregnir þaðan um ljósmyndatökur úr lofti. Samkvæmt fregnum íslenska útvarpsins hafa Finnar sótt stöð- ugt fram undanfarið og eru sagðir komnir yfir rússnesku landamær- in á mörgum stöðum. í rússnesk- um fregnum er hinsvegar ekki minst á þessa sigursælu sókn Finna, telja • Rússar að lítið hafi verið um hernaðaraðgerðir um hálfsmánaðar skeið, vegna fann- komu og frosta, var líka frá því skýrt í íslenska útvarpinu í gær- kvöldi, samkvæmt finskum heim- ildum, að aðalhindrunin á vegi Rússa væri óhagstætt landslag, snjór og frost en ekki vörn finsku hermannanna. í fyrradag skýrði íslenska útvarpið frá því, sam- kvæmt heimildum frá finskum liðsforingja í her Ryti-stjórnar- innar, að mannfall Rússa væri alls 40 þús. Áður var útvarpið búið að drepa yfir 100 þús. Rússa, í stað- festum fregnum! Flutningagjöldin hækka enn stórkostlega. Skipafélögin hafa tilkynt að flutningagjöldin innanlands hækki um 20% í viðbót við það sem þau höfðu hækkað áður vegna stríðs- ins. Afleiðingin af þessu verður vitanlega sú, að vörurnar hækka í verði sem þessu nemur. Neyt- endurnir borga. Það er svo sem velgjörningur við almenning að „mentamenn“ bæjarins safna pen- ingum, ásamt ítölsku fasistunum frá Abessiníu og Chamberlain, til að lengja styrjaldarbrask ensku og frönsku auðfélaganna. Aðalfundur íþróttafélagsins »Þór* verður haldinn sunnud. 14. jan. n. k. kl. 8 e. h. að Hótel Gullfoss. Hliómleikar verða haldnir í Nýja Bió á sunnudaginn kemur kl. 3. Vafalaust mun mörgum bæjarbú- um forvitni á að hlýða á þá, því þá syngur ungfrú Sigríður Guðmunds- dóttir Irá Lómatjörn einsöng með undirleik Róberts Abrahams. Ung- frúin hefir aðeins einu sinni áðui sungið einsöng á hljómleikum Sam- kórs Róberts Abrahams á síðastliðnu vori við ágætan oröstír. í vetur hefir Abraham æft með ungfrú Sig- ríði íslenzk og klassísk en alþýðleg lög, sem eflaust munu vekja hrifn- tngu. Á hljómleikunum mun Abra- ham einnig leika einleik á píanó. Málfandahópar Æ.F.A. fundur á mánudagskvöld kl. 8.3o. Skjaldliorgin íær ca. 30 pús. kr. írá Svíum og Dönum. Fréttastofan NORDISK PRESS- BUREAU flytur þá fregn að ís- lenski Alþýðuflokkurinn hafi fengið 10 þús. kr. styrk frá sænska Verklýðssambandinu, 5 þús. kr. frá sænska Sósíaldemokrata- flokknum og 5 þús. kr. frá danska Verklýðssambandinu og Sósíal- demokrataflokknum til samans, eða alls 20 þús. kr. í sænskum og dönskum peningum, en þetta er um 30 þús. í íslenskum peningum. Hermir fregnin að Alþýðuflokkur- inn hafi farið fram á þennan styrk til þess að taka upp baráttuna gegn „kommúnistum“. Eins og kunnugt er var Skjaldborgin búin að fá, fyrir nokkrum mánuðum, 250 þús. kr. að láni í Svíþjóð til þess að halda flokksbrotinu lif- andi. Altalað er að framkoma Ste- fáns Jóhanns í sambandsmálinu eigi rót sína að rekja til þessara erlendu peninga. Erlendar fregnir. Hinn kunni jafnaðarmaður og meðlimur enska þingsins, Stafford Cripps, hefir í blaðinu „Tribune“ birt grein í tilefni af æsingum finsku Rity-stjórnarinnar gegn Sovétlýðveldunum. Cripps skrifar: „Framkoma Rússlands er fullkom- lega rökræn og skiljanleg. Megin- þátturinn í pólitík þeirra hefir ætíð verið hin skilyrðislausa nauðsyn á því að vernda Sovét- lýðveldin sem hið eina land, þar sem verkalýðurinn hefir virkilega tekið völdin.... Eg er sannfærð- ur um, að þegar alt er grandskoð- að, hefir tilvera voldugs Rússlands hina langmestu þýðingu fyrir verklýðsstéttina um allan heim. Eg sé alls enga ástæðu til að for- dæma Rússland fyrir ráðstafanir sem það gerir til að tryggja sig sjálft — auðvaldsstjórnir í öllum heimi neyði það til að gera það“. í héraðinu Tarnopol í Vestur- Ukraina hafa fátækustu bændurn- ir fengið 8627 kýr, 3672 svín og yf- ir 10.000 hesta, sem auðmennirnir áttu áður, ennfremur hafa þeir fengið 213.000 hektara af landi. í öllum borgum hafa verið settar á laggirnar lækningastofur, sem veita fólki ókeypis læknishjálp. Ný sjúkrahús hafa verið opnuð og hressingarhæli. Atvinnuleysingj- um fækkar daglega og fyrir sex vikum var þegar orðinn skort- ur á byggingaverkamönnum, kennurum og vélritunarstúlkum. Námskeið eru byrjuð fyrir ólæst og óskrifandi fólk. í hinni miklu iðnaðarborg Bialystok í Vestur-Hvíta-Rúss- landi hefir verið ákveðið að starfrækja 44 vefstofur í hinum þjóðnýttu verksmiðjum. Verk- smiðjan sem tilheyrði áður Herz & Katz hefir aukið dagsfram- leiðslu sína úr 22.000 metrum af dúk upp í 33.000 metra. Áætlun hefir þegar verið gerð um stækk- un og endurbætur á verksmiðjun- um. Nýjar vélar frá Sovétríkjun- um eru settar niður f stað gömlu vélanna. í Bialystok hafa 73 vefn- aðarverksmiðjur, 10 leðurverk- smiðjur, 4 málmiðnaðarverksmiðj- ur, 3 leirkeraverksmiðjur, 3 trjá- iðnaðarverksmiðjur, 1 efnaverk- smiðja, 1 olíumylla, 1 bruggunar- verksmiðja og 1 stór gufumylla verið þjóðnýttar. Reimleikar í Mentaskólanum. Um þess- ar mundir er mikið talað um það í bsen- um að mikilla reimleika verði vart i Mentaskólanum. Ekki er blaðinu kunn- ugt um hvernig afturgöngurnar haga sér, en líklegt má telja að þœr standi I einhverju sambandi við taugaóstyrk skólameistara og örlygs sonar hans út af Finnlandsstríðinu. Innbrot. Aðfaranótt miðviku- dagsins var brotist inn í matvöru- verzlun Kaupfélags Verkamanna hér bæ. Voru sprengdar upp tvær hurðir á bakhlið hússins og farið þar inn. Stolið var einhverju smá- vegis, svo sem skiptimynt úr skúffu. Málið er í rannsókn. Landsk|á|ftakippir fundust hér i bænum i gærmorgun. Voru hræringar bessar svo litlar að tiltölulega fáir urðu varir við þær. Á Húsavík voru hinsvegar mun meiri brögð að þeim. Voru þeir svo narpir, sérstaklega einn, að leirtau hrundi úr skápura og myndir féllu um koll i hillum. Nokkrum dögum áður hafði orðið vart við lítilfjörlegar jarðhræringar { Kúsavík, húseignir i innbænum til sölu. Bjðro MÉm málaflutningsmaður. Hafnarstræti 86 A. Akureyri. Hillupappir fæst í íbúðarhúsið Breiðablik Hrísey er ti! sölu, og laust til íbúðar 14. rnaí n. k., semja ber við /ónatan Quðmundsson Strandgötu 49 Akureyri,

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.