Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.04.1940, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 27.04.1940, Blaðsíða 4
6 VERKAMAÐURINN Söngur æskulýðsfylkinearinRar. Æskulýður áfram gakktu, ótrauður þín frelsisspor. Stæltu viljann, völdin taktu, verma láttu sól og vor. Yfir heiðri íslands vaktu, efldu dáð og treystu þor. Æskulýðsins upp með merki, öll í fylking göngum við. Sýnum hug og hjarta í verki heilagri skoðun bjóðum lið. Málstaðurinn stóri sterki stendur brátt við sigurhlið. Sósíalismans sigurganga senn mun íslands taka völd, inn til heiða, út við dranga auðvalds nálgast hinsta kvöld. Skipulag þess rífum ranga, rennur þá upp frelsisöld. Ríki fólksins rís af grunni röðull sveipar loftið blátt. Inn til dala, út við Unni er nú horft í sólarátt. Öll við hrópum einum munni, upp með sigurmerkið hátt. J. E. K. íslenskir ræðismenn viðurkendir í Bretlandi og Bandaríkjunum Bretska utanríkismálaráðuneyt- ið hefir viðurkent Pétur Bene- diktsson sem ræðismann íslands í Englandi. Hefir hann undanfarið starfað við dönsku sendisveitina í London. Stjórn Bandaríkjanna hefir viðurkent Vilhjálm Þór sem aðalkonsúl íslands i Bandaríkjun- um. Bandarískur ræðismaður mun verða sendur til Reykjavíkur á næstunni. í Bandaríkjunum og Englandi er blöðum mjög tíðrætt um hern- aðarlegt gildi íslands. Vonandi verðum við svo hamingjusöm að sú ógæfa heimsæki okkur ekki að ísland verði orustuvöllur stór- veldanna. Fréttastofan Central News Agentur skýrir frá því, að mann- tjón Japana eftir 30 mánaða styrj- öld í Kína nemi 1.400.000 manns. Hlutfallið milli dauðra og særðra er 1 á móti 4. í þessum tölum er ekki innifalið manntjón Japana í bardögunum við smáskæruhópana. Skráning atvinnuleysingja fer fram i Vinnumiðlunarskrifstofunni n. k. föstu- dag, laugardag og mánudag kl. 3—6 e. h. Atvinnulaust fólk setti að leggja á- herslu á að mæta til skráningar til þess að hægt sé að fá sem glegst yfirlit yfir atvinnuleysið, þó hinsvegar að núverandi bæjarstjórn hér og »þjóðstjórnin« muni þrátt fyrir það engar ráðstafanir gera tii þess að ráða bót á atvinnuleysinu, nema því aðeins að samtök atvinnuleys- ingjanna verði svo öflug að valdhafarnir neyðist til að láta undan. Svo aumur t í fyrra sóttu örfáar hræður 1. maí samkomu „Alþýðuflokksins“ i Samkomuhúsi bæjarins. Nú hafa flokksleyfarnar tekið það til bragðs að auglýsa ókeypis(M) samkomu af ótta við að enginn vilji gefa svo mikið sem 5 aura fyrir að hlýða á Halldór Friðjóns- son og aðra þá verklýðssvikara er hafa kjark til að koma opinber- lega fram eftir að hafa margsvik- ið alþýðusamtökin. Hvílíkur „flokkur“! Hvílíkur málstaður sem ekki er 5 aura virði! Almenn atvinnuleysisskráning fyrir Akureyrarkaupstað, hin önnur á þessu ári, fer fram á Vinnumiðlunarskrif- stofunni í Lundargötu 5, dagana 3., 4. og 6. Maí næstkomandi, kl, 3—6 síðdegis. Allir atvinnulausir verkamenn, verkakonur, sjómenn, iðnaðarmenn og aðrir daglaunamenn eiga að mæta til skráningar og gefa upplýsingar um atvinnu sína 3 s, I. mánuði, ómagafjölda og annað það, sem krafist er við skráningu. Sniðuot svar. Akureyri 25. Apríl 1940. Bæjarstjórinn. Blaðið „New York Post“ skýrir frá því, að „Finnlands“-nefnd Hoovers hafi snúið sér til rithöf- undarins Steinbeck (höfundur sögunnar „Kátir voru karlar“) og farið fram a það að hann styddi starfsemi nefndarinnar. Steinbeck neitaði og sendi eftir- farandi svar til Hoover-nefndar- innar: „Eg hefi ekki fengið neitt sím- skeyti frá yður með beiðni um hjálp handa Spáni og Abessiníu“. fyrir karla og konur, börn og unglinga er dreiðanlega hagkvœmast að kaupa i Prjónasfofunnt Framar öllu skuluð þér muna eftir að enduruýja. Hap pdrætli H á skól ans getur orðið yður sú hjálp- arhella, á þessum siðustu og verstu timum, að þér getið ktofið hverja þraut. Og þér: sem enga miða eigið enn, athugið nú, hvort ekki sé þess vert að gera tilraun Rúid >'r ad draga: 450 vinninga á kr. 83.200.00 Eftir er að draga: 4550 vinninffa a kr.066.800.00 Kaupið nýja miða nú fyrir 3 drátt. Freistið gœfunnar. Skiftið við þá, sem auglýsa í „ VERKAMANNINUM“. \ rússneska keisaradæminu voru alls 19.800 læknar. í Sovétríkjunum eru 117.000 læknar. Tala fæðinga er hvergi jafnhá og í Sovétríkjunum. Síðastliðin 13 ár hefir raunveruleg fólksfjölgun í Sovétríkjunum verið 16°/o en 8°/o í auðvaldsríkjunum. 1. maí merbl sem seld eru að til- hlutun 1. maínefnda Verkamannafélags Akureyrar, Verkakvennafelagsini >Elning<, Sjómannafélags Akureyrar, Sósfalistafélags Akureyrar og Æskulýðsfylkingarinnar eru rauð og græn slaufa og græn silkiborða- merkl með ranðri áletrun: 1. mai 1040 Qlpyða Akuieyrar krefst pess að rafmagnsstöðin við Laxá verði stækkuð strax í sumar! „D r íIu“ Æskulýður Sovétríkjanna. I auðvaldsheiminum ríkir vaxandi eymd og 1200—1300 miljónum manna hefir verið steypt út í styrjöfd. Hér á Islandi vex atvinnuleysið hröðum skrefum og vöruveróið hækkar næs<um því daglega. Framundan er ægilegra ástand í atvinnu- og fjármálum en nokkur getur gert sér grein fyrir. Iðnaðar- og verslunarfyrirtæki neyðast til að segja upp fjölda manns. Hand- verksmenn missa atvinnu sína vegna efnisskorts. Aðeins ein lausn er varanle^. Sósíalisminn er iausnin •

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.