Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.05.1940, Side 2

Verkamaðurinn - 11.05.1940, Side 2
2 7BRKAMAÐURINN Hvernig horfir um vioskifti vor út á við, og atvinnumöguleika almennings við sjóinn? Við hvern nýjan stórviðburð, leggja menn fyrir sig þá spurn- ingu, hverra breytinga sé nú að vænta um atvinnumöguleika al- mennings. Sérstaklega gerði þessi spurning mikið vart við sig hjá mörgum, í gær, þegar það fréttist, að eitt af stríðsóðu stórveldunum hefði tekið íslensku þjóðina undir vængi sína, „til verndar“, um ófyr- irsjáanlegan tíma. Síðan stríðið hófst hefir atvinn- unni við sjóinn — sjávarútvegin- um — verið einbeitt að því, að framleiða og flytja vörur á breska markaðinn. Um það bil helmingur fiskiflotans (miðað við smálesta- stærð) eða um 60 skip hafa stund- að Englandsferðir og þar með ver- ið tekin út úr fiskveiðunum, að miklu eða öllu leyti, og þannig notuð til að flytja svo að segja allan vertíðarfiskinn óunninn út úr landinu. Við þetta hafa a. m. k. 600 sjómönnum færra komist í skiprúm á vertíðinni en ella og öll vinna í landi við verkun afl- ans fallið úr höndum lands- manna. Með því að leggja þannig niður framleiðslu saltfiskjarins á markaði hlutlausu landanna í Suð- ur-Evrópu og Ameríku, en ein- beita framleiðslunni á England hefir skapast hallærisástand um atvinnu í flestum bæjum og sjó- þorpum. Aftur á móti hefir með þessu rekið miljónagróði á fjörur nokkurra einstaklinga — stærstu útgerðarmanna. — Þá er með þessu 7. hver íslenskur sjómaður settur í siglingar, á einum áhættu- sömustu vígstöðvum. Þessi tala manna af okkar litlu þjóð, svarar til hundruð þúsunda hers stór- veldanna. Nú er sú hætta fyrir dyrum, og því meiri eftir atburðina í gær, að þessi skip verði öll látin sigla til Englands í sumar. Þar sem þetta er 3. hluti síldveiðaskipanna og jafnframt þau, sem best hafa veiðiskilyrðin, mundu síldveið- arnar með því dragast saman um helming. Þá mundu um 6—700 síldveiðamenn fá að sitja í landi af þessum ástæðum, og vinna við síldariðnaðinn og aðra síldarvinnu dragast saman til helminga. Þessi fiskflutningaskip mundu kaupa upp allan fisk dragnóta- og línu- báta yfir sumarið og hraðfrysti- húsin sem komin eru upp í flest- um bæjum og þorpum, fá lítinn eða engan fisk til að vinna úr og þessi nýja, álitlega atvinnugrein þar með að mestu leggjast niður, a. m. k. í bili. Áframhaldandi einbeiting fisk- veiðanna fyrir enskan markað og flutningur fiskiskipa hlyti þannig að auka stórkostlega á atvinnu- leysið, frá því sem verið hefir. En á hinn bóginn fara þar saman þarfir Breta fyrir fiskinn og stríðsgróðavonir stórútgerðar- mannanna. Frá stríðsbyrjun hafa siglingar okkar og aðdrættir notið fylsta hlutleysis, og hvert skip undir ís- lenskum fána farið ferða sinna ó- hindrað. Nú, undir vernd annars stríðsaðilans, getum við varla vænst þess að njóta hlutleysisins svo sem að undanförnu, heldur hlýtur áhætta farmanna vorra að aukast stórum. Af þessum tveim aðalástæðum, stórauknu atvinnu- leysi í sambandi við Englandsferð- ir svo margra fiskiskipa, og aukin áhætta sjómanna, verðum við að krefjast þess af, stjórnarvöldum landsins, sem nú telja sig eiga i samningum við verslunarfulltrúa frá Bretlandi, að lögð verði á- hersla á að Bretar annist sjálfir flutning á fiskinum og öðrum vör- um sem þeim er svo áríðandi að fá héðan, og aðflutning nauðsyn- legustu útgerðarvöru sem frá Eng- landi flytst, svo sem kola og veið- arfæra. Með því væri íslenska sjó- mannastéttin leyst úr þeirri auknu hættu að sigla a. m. k. sumum hverjum alófæru skipum — á stríðsáhættusvæðum. Með því gæti öll fiskimannastéttin snúið sér með þeim tækjum sem hún hefir í höndum, að fiskveiðum hér heima. Þá mundi varla minna en 6—800 sjómenn verða leystir úr álögum atvinnuleysisins, og all mikill fjöldi annars verkaflóks. Þá er annað atriði í sambandi við atburði síðustu tíma: að nú er um ófyrirsjáanlegan tíma girt fyrir öll viðskifti íslands við Norðurlönd, Holland og Belgíu, og þar með lokast möguleikar fyrir sölu margra framleiðsluvöruteg- unda, sem hafa mikla þýðingu fyrir atvinnumöguleika þeirra, sem við sjóinn búa. Skal þar sér- staklega nefna meginhluta salt- síldarinnar og síldarmjöls. Enn- fremur mjög þýðingarmikinn inn- flutning, svo sem byggingarefni, vélar og vélahluta o. fl., sem við megum ekki án vera (nær 2 þús. aflvélar frá Norðurlöndum eru starfandi í landinu og við). Hvers vegna hefir íslenska ríkisstjórnin ekkert gert til að leita hófanna um, hvort ekki séu möguleikar á, að bæta þetta tilfinnanlega við- skiftatap að einhverju leyti, t. d. með viðskiftum við Sovét-Rúss- land, í gegnum Hvítahaf, Finn- land um Petsamo? Væri ekki reynandi að leita eftir vöruskift- um við þessi lönd á síld og síldar- mjöli, í stað byggingarefnis og jafnvel kornvöru? Og eru ekki möguleikar á, að ná eftir þessum leiðum, einhverju sambandi við Svíþjóð og jafnvel Danmörku, svo sem um nauðsynlegustu varahluta í þær mörgu sænsku og dönsku vélar, sem hér ganga og eru í stór- hættu vegna varahlutaskorts? Vegalengdirnar til þessara hafna eru a. m. k. helmingi skemri en Karlakór Akureyrar hélt samsöng í Nýja-Bíó 27. og 30. f. m., við góða aðsókn og ágætar undirtektir áheyrenda. Ritstj. Verkamannsins hefir beð- ið mig að skrifa nokkur orð um þessa samsöngva í blað sitt, og er það sjálfsagt. Eg hefi altaf haft sterka samúð með þessum kór, — eins og reyndar allri hljómlistar- starfsemi — allt frá því hann hóf starf sitt í umkomuleysi og ótrú flestra, og þar til nú, er hann hef- ir unnið sig upp í heiðurssess meðal karlakóra landsins. Eg hefi dáðst að stefnufestu og óbilandi heiðarleik söngstjóra hans, Áskels Snorrasonar, enda þótt eg hafi stundum ekki verið á sama máli og hann um söngmál. Hann hefir aidrei látið glepjast af billegum sýndarsigrum, heldur stefnt óbil- eygur að föstu marki: Að gera kórinn að góðu, slípuðu verkfæri. Og þetta hefir honum þegar tekist að mestu leyti. Karlakór Akur- eyrar er orðinn alveg óvanalega samfeldur kór, og hefir, að mín- um dómi, náð fágaðasta og eðli- legasta „millisöng“ (mezzopiano- mezzoforte) af öllum karlakórum landsins. En til þess að ná þessum árangri hefir söngstjórinn orðið að fórna nokkru til. Hann hefir orðið að leggja sinn eigin per- sónuleik að mestu til hliðar. Fram að þessu höfum við kynst ÞJÁLF- ARANUM Áskeli Snorrasyni, en við eigum eftir að kynnast SÖNG- STJÓRANUM Áskeli Snorrasyni. Það hlýtur að verða næsti áfang- inn í starfsemi kórsins. Ennþá er hann bara fallegur skólakór með mjög litlum persónueinkennum. Hvenær, sem kippa á honum upp í „forte“, hvenær sem heimtað er af honum afrek, þá annaðhvort svarar hann ekki, — klikkar eins og byssa, — eða hann verður hrjóstugur og gargborinn. Eigin- lega minnir hann mig helst á fall- egt hús, sem vantar á efstu hæð- ina. En bíðum bara, efsta hæðin kemur. Áskell er þrautseigur maður. Á þessum samsöngvum fanst mér kórinn tæplega eins vel æfð- ur og samsunginn og endranær. Sérstaklega bar á því í „Sólarlag“, sem eg held að sé ekki við kórsins hæfi, þó það sé mjög ginnandi lag. Einn eða tveir bassar virtust skera sig nokkuð úr, sérstaklega í strófubyrjunum, og 2. tenór var nokkuð þungur á, og klemmdur, einkum seinna kvöldið. Meðal bezt sungnu verkefnanna mætti nefna: Litla Móra, Fjólan, Mansöngur og Svörtu skipin. — Algerða sérstöðu Ameríkúleiðirnar og liggja um al- gjörlega friðsöm höf. Allur almenningur í landinu hlýtur að krefjast þess, að gerðar verði alvarlegar tilraunir til að bæta upp hin töpuðu viðskifta- lönd eftir þessum leiðum, ef þess er kostur og að í því verði alt of- stæki að víkja fyrir því hag- kvæma og nauðsynlega fyrir lenúswenn. skipaði lagið „Sittu heil“ eftir söngstjórann, með undirspili eftir Robert Abraham. Þetta svala, stíl- hreina kvæðalag veitti mér alveg sérstaka ánægju, sem eg bý lengi að. Það er ótrúleg naut í því að geta losnað við, einstöku sinnum, að hugsa um, hvort lög séu falleg eða ljót, en segja bara í þess stað við sjálfan sig: „Mér líkar þetta, þetta er rétt“. Eg vona, að eg eigi eftir að heyra það oft á sam- söngvum í framtíðinni! Þá þarf eg, í allri vinsemd, að snúa nokkrum orðum að söng- stjóranum. Eg veit að hann mis- skilur það ekki. Eg hefi vanið mig á þann leiða sið, að segja altaf það sem eg meina, ef eg sting niður penna. Það er aðallega þrent, sem mig langar til að fetta fingur út í, er honum kemur við. Fyrst langar mig til að biðja hann að íhuga, hvort ekki mundi vera til bóta, að hann hætti sjálfur að syngja með kórnum, jafnhliða söngstjórninni. Eins og er, er hann hvorutveggja í senn, forsöngvari og söngstjóri. Hvort í sínu lagi er ærið verkefni fyrir einn mann og eins og vant er, þegar menn hafa of mörg járn í eldinum, vilja járnin mishitna. Mér finst forsöngvarinn skemma fyrir söngstjóranúm. Hendi söng- stjórans verður þá ósjálfrátt að bíða með taktslagið þangað til forsöngvarinn fer af stað, og af- leiðingin verður sú, að taktslagið kemur eilítið of seint, sérstaklega í laga- og hendingabyrj unum, og viðbragð kórsins verður ekki eins gott. Eg held þess vegna að kór- inn mundi vinna meira, söng- stjórnarlega, heldur en það sem hann tapar sönglega, er söngstjór- inn hætti að syngja með. — Þá finst mér það nokkrum sinnum koma fyrir, að rytman skemmist við það, að taktslagið heyrist í gegnum sönginn. Þetta kemur helst fyrir á dvalartónum, tveggja eða fleiri slaga, og orsakar svolít- ið „break“ á tóninum, við hvert taktslag. Mest bar á þessu í „Hrafninn flýgur um aftaninn“, sem annars var vel sungið. — Eg kem þá að þriðja og síðasta atrið- inu, en það er tekstaframburður- inn, og þá aðallega hljóðstafameð- ferðin. Kórinn syngur vókala, eins og t. d. í, e, ei, au, alveg „bókstaflega“, án þess nokkurn- tíma að sveigja til með millihljóði. Eg hefi átt tal um þetta við söng- stjórann, og veit að hann gerir þetta með ráðnum hug, og er ekki að þoka þar frá. Eg skil líka ástæðuna og virði hana. Þar kem- ur enn til greina hinn mikli heið- arleiki hans. Hann vill hvergi slaka til um réttan, íslenzkan vókalaframburð, hann vill ekki brengla málið, hann er „puristi". Mér finst þessi vókalanotkun lýta sönginn mjög mikið, gera hann stirðbusalegan og geri tóninn flat- ari, klemdari og flárri. Og ekki skyldi mig undra þó söngstjóran- um reyndist auðveldara að byggja upp eðlilegt og örugt „forte“, ef hann sveigði ofurlítið til um vókalmeðferð. Undirspilari í þremur síðustu

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.