Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.05.1940, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 11.05.1940, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Staðreyndir, sem geta bfargað lifi ýmsra Framsóknar og Alþýðuflokksmanna. S.l. laugardag bar það til ný- lundu hér i bænura, að úrvals- sveit leikfimismanna frá Lauga- skóla undir stjórn Þorgeirs Svein- bjarnarsonar leikfimikennara sýndi listir sínar i Samkomubúsi bæjarins við góða aðsókn. Sýning þessi, sem að ýmsu leyti var sérstæð og fór hið bezta fram, vakti mikla atbygli og ánægju á- horfenda. Fyrst voru staðæfing- ar, er stóðu yfir i 25 minútur, var mikið af þeim framkvæmt eftir undirleik á piano og ann- aðist Páil H. Jónsson hann. Voru þessar æfingar þróttmiklar, en þó mjúkar og stílfagrar og þann- ig komið í kerfi, að þær voru karlmannlegar, taktfastar og list- rænar. Þá voru einnig sýndar æfingar á besti og dýnu og voru þær einnig góðar. Laugamenn eiga miklar þakkir skilið fyrir komuna og einkum leikfimiskennarinn, Þorgeir Svein- bjarnarson, sem hefir lagt al- úðarstarf i undirbúning fiokks- ins. Væri óskandi að Aknreyr- ingar ættu oftar kost á að sjá slíka fimleikaflokka, sem þennan flokk Laugamanna J. Síðustu fréttir. London: Landher Þjóðverja hef- ir ekki orðið frekar ágengt í Hol- landi og Belgíu. 200 þýskar flug- vélar eyðilagðar s.l. sólarhring. Bretskar og franskar hersveitir berjast nú við þýska herinn í Hol- landi og Belgíu. Strax í gærmorg- un fóru franskar hersveitir inn í Belgíu og allan daginn í gær var stöðugur straumur franskra og enskra hermanna yfir belgisku landamærin. Árásir hafa verið gerðar á þýskar flugstöðvar. Al- menningi í Hollandi hefir verið bannað að hlusta á þýskt útvarp. Berlín: Þýski herinn hefir sótt fram með góðum árangri á allri víglínunni í Hollandi og Belgíu og brotið alla mótspyrnu tafarlaust á bak aftur. Þýska stjórnin hefir lát- ið leggja tundurduflum meðfram ströndum Hollands og Belgíu. Svíar ætla að margfalda vlðskifti sín við Rússa. Fregnir herma að í aðsigi séu viðskiftasamningar milli Svíþjóðar og Sovétlýðveldanna og sé gert ráð fyrir að viðskifti þessara ríkja muni aukast stórkostlega. Víðavangshlaup, fjölment, leikfimisýn- ing o. fl. verður háð á og frá Ráðhús- torgi á morgun, hvítasunnudag, kl. 3.30. íþróttahússnefnd I. R. A. gengst fyrir mótinu til ágóða fyrir íþróttahúsið. Aðalfundur K. E. A. var haldinn s. 1. miðvikudag og fimtudag. Frásögn af fundinum kemur i næsta blaði. Aðaláhugamál Hrifiu-Jónasar og þjóna hans i Framsókn og Alþýðuflokknum er ofsóknir gegn »kommúnistum«. Þessi ofsókn- arklika skai mint á eftirfarandi staðreyndir: 1919 fyrirskipaði austurriski forsætisráðherrann og sóiialdemo- kratinn Karl Renner lögreglunni að skjóta á kröfugöngu byltingar- sinnaðra verkamanna i Wien og Friedrich Adler lét þá svo um- mælt: »Enga miskun við komm- únistav. Árið 1927 (15. júlí) skaut lögreglan i Wien á sósíal- demokratiska verkamenn og for- sætisráðherrann ávarpaði þá alla verkalýðsstéttina með þessum orðum: »Engin miskun 1« Og 7 árum siðar var ÖLL austur- riska verklýðshreyfingin, sósial- demokratafiokkurinn, verklýðs- féiögin, menningarfélög alþýðu og blöðin lagt í rústir. En tæplega voru 4 ár liðin þegar stjórn Schuschniggs og Fey, Funder og Schmitz var kollvarpað og kast- að i fangelsi af fasistunum. Pann- ig urðu endalok þeirra, er börð- ust gegn frjálsum verklýðssam- tökum, róttækum verkamönnum og kommúnistum. Árum saman ofsóttu þýsku sósíaldemokratisku valdhafarnir kommúnista. Noske, Ebert, Zör- giebel og Severing létu hvað eftir annað skjóta róttæka verkamenn. Braun-Severing bannaði Rauða varnarsambandið. í félagi við Biúning lét Braun-Severing lög- regluna ráðast inn i Karl Lieb knecht-Haus aðseturstað mið- stjórnar þýska kommúnistafiokks- ins, framkvæma húsrannsóknir, handtaka kommúnistiska starfs- menn og fangelsa ritstjóra bylt- ingasinnuðu blaðanna. Sósial- demokratisku leiðtogarnir létu reka róttæka verkamann tugum þúsunda saman úr verklýðs- félögunum. Braun-Severing bann- aði blöð kommúnista, lét tvistra Öretskur her.................. (Framhald af 1. síðu). þvi, að með bretska hernum hefði einnig komið bretskur maður, formaður bretsk-islensku við- skiftanefndarinnar. Væri bann kominn í því skyni að taka upp nýja samninga um verslunarvið- skifti. Að lokum bar Hermann fram þá ósk, að þjóðin skoðaði bretsku hermennina sem gesti og sýndi þeirn fulla kurteisi í ræðu sinni tók hann það einnig fram ottar en einu sinni, að Bretar væru mjög vinsamleg þjóð i okkar garð. Ekki varð þess vart á mæli forsætisráðherra að hann barm- aði þessa atburði og enga tilraun gerði hann til að skýra þjóðinni frá því hvaða hættulegar afleið- ingar hernámið getur haft fyrir hagsmuni og lif almennings. verklýðsfundum og kröfugöngum með vopnavaldi. Svo kom sá dagur að afturhald ið lagði alla verklýðshreyfinguna i Pýskalandi í rústir, bannaði sósialdemokrataflokkinn alveg eins og flokk kommúnista og kristnu verklýðsfélögin jafnt og frjálsu verklýðsfélögin. Hin upp- runalega sókn sósialdemokratisku foringjanna og framsóknarmanna gegn róttækum verkamönnum og kommúnistum var nú orðin að alisherjarsókn afturhaldsins gegn allra alþýðu, hvort heldur sem hún var róttæk eða hægfara. Andstæðingum nazista var unn- vörpum kastað i fangabúðirnar. Margir sósíaldemokratiskir og katólskir lögregluþjónar hitiu nú í fangabúðunum fyrverandi fórn- arlömb sin, róttæka verkamenn. Sósialdemokratiski lögreglu- stjórinn í Hamburg, Schönstaedt, sem hafði látið skjóta á kröfu- göngur kommúnistiskra verka- manna og handtaka ýmsa kröfu- göngumenn, bað i fangabúðun- um þá verkamenn, er voru þar innilokaðir með honum, fyrir- gefningar á afbrotum sinum. Hann andaðist i fangabúðunum. En iðrun hans gat á engan hátt bætt fyrir afbrot hans og jafningja hans í garð alþýðunnar. Með framkomu sinni ruddu þeir veg- inn fyrir nazismann og urðu svo sjálfir fórnarlömb bans. Spanski jafnaðarmaðurinn Besteiro afhenti Madrid í hendur Franco. Hann taldi sig hata kommúnismann meira en fasism- ann. En afturhaldið er miskunn- arlaust. Besteiro var dæmdur til dauða ásamt kommúnistum. Þessar staðreyndir æltu leið- togar Framsóknar- og Alþýðu- flokksins að festa sér vel i minni Það yrði of seint fyrir þá að átta sig i fangabúðum nazistanna eða fyrir frsman byssukjafta þeiria. lir—nenia dr. Kristinn Eins og venjulega fór fram merkjasala hér i bænum 1. mai s. 1., i sambandi við hátiðahöld verkalýðsins þann dag. »Verkam.« er ekki kunnugt um annað, en að allir, sem boð- in voru merki, hafi tekið því kurteislega — nema dr. Kristinn. 1 stað þess að segja, »nei takk« — ef hann ekki taldi samboðið sinni stóru persónu að kaupa merki verkalýðsins — svaraði hann staðlausum og ósvifnum hrópyrðum i garð verkalýðsins. Ekki veit blaðið, hvort á að skoða þessa framkomu sem eins- konar aðalsmark »menntafrömuð- arins« — eða hún stendur i sambandi við, að doktorinn er dominn á annan tug þúsunda i árstekjur. Ársmenn Ársstúlkur Kaupamenn Kaupakonur UnglingspHta 15 —17 ára Unglingssiúlkur 15—I8dra vantar til starfa í sveitum á Norðurlandi. — Fjöldi tilboða fyrirliggjandi. Sumarstúikur í bæinn og til Reykjavíkur. Ung/ingsstúlku til Dalvíkur, vantar nú þegar Vinnumlðlunar skrlfstofan Opin kl. 3—6 alla virka daga. — Ágœtar Kartöflur f á s t í Akureyringar! Nærsveitamenn! PönlunaílélðQ Verkalyðsiis, er flutt í Hafnarstræti 87 — áð- ur verzlun (óns Ouðmanns. Pöntunarfél. Verkalýðsins Kaupið, lesið og útbreiðið »Verkamanninn«,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.