Verkamaðurinn - 30.11.1940, Síða 1
Hvar er komið sjálfstæði
íslensku pjoðarinuar?
Slðan íslensku broddborgararnir
hœttu við að minnast fullveldis-
dags íslensku þjóðarinnar, 1. des.
s. 1., hefir margt á dagana drifið í
sjálfstœðismálunum.
Með hernámi Danmerkur 9.
apríl s. 1. voru, í einni svipan,
höggvin sundur þau stjórnarfars-
legu tengsl, sem verið höfðu með
henni og íslandi. Konungsvaldið
og œðsta stjórn utanríkismála var
flutt inn í landið. Fyrir óvænta
og utanaðkomandi atburði fékk
íslenska ríkið — að formi til —
fullt og óskorað sjálfstæði.
En sú „dýrð“ stóð ekki lengi.
Mánuði síðar óð bretskur her
inn í land vort — virti að vettugi
hlutleysi okkar og það sjálfstæði,
Hin nýja stjórn Alþýðusambands
íslands er skipuð þessum mönn-
um:
Forseti: Sigurjón A. Ólafsson,
varaforseti: Jón Axel Pétursson,
ritari: Guðgeir Jónsson. Með-
stjórnendur: Jóhanna Egilsdóttir,
Magnús H. Jónsson, Sigurður Ól-
afsson, Runólfur Pétursson, Sig-
urrós Sveinsdóttir, Jón Sigurðs-
son, Guðmundur Kr. Sigurðsson,
Hálfdan Sveinsson, Hannibal
Valdimarsson, Finnur Jónsson,
Erlingur Friðjónsson, Ingólfur
Hrólfsson, Sveinn Kr. Guðmunds-
son. Varamenn: Bjarni Stefánsson,
Þorgils Guðmundsson, Jóna Guð-
jónsdóttir, Þórarinn Kr. Guð-
mundsson, Ragnar Guðleifsson,
Kristján Guðmundsson, Guðjón
Bjarnason, Friðrik Hafberg, Jón
Einarsson, Guðmundur Þ. Sigur-
geirsson, Ólafur Magnússon, Ólaf-
ur Jóhannsson.
Allt þetta fólk er flokksbundið
í Alþýðuflokknum eða fylgir
brodduklíku hans. Má því vænta
þess, að hin nýja stjórn verði treg
þess að þræða götur lýðræðis-
ins og jafnréttisins, enda þótt hún
sé skyldug til þess samkvæmt hin-
um nýju ákvæðum þar að lútandi
sem Bretland hafði, í orði kveðnu,
viðurkent.
Og þá kom ennfremur í ljós, að
okkar eigin valdhafar — menn-
irnir, sem um mánaðar skeið
löfðu farið með óskorað fullveldi
hins íslenska ríkis — höfðu allan
þann tíma verið í vitorði með
stjórn innrásarþjóðarinnar, um á-
form hennar, en leynt því fyrir
sinni eigin þjóð!
Síðan hefir bretska hervaldið
sagt hér fyrir verkum, svo sem
því hefir þótt þurfa. íslenska
þegna hefir það flutt, nauðuga, af
landi burt. Líftjón hefir það lagt
við, ef menn svipast að búfé sínu,
á eigin landareignum, á svæðum
er það sjálft afmarkar, og tíma er
það tilgreinir. Sömu viðurlög veit-
ir það sjómönnum, ef þeir fara til
fiskjar, á svæðum, er það tilgrein-
ir. Hina dýru — og sjófarendum
dýrmætu — vita við strendur
landsins leyfir það ekki að notað-
ir séu, nema að litlu leyti. Og loft-
skeytatæki íslenska skipaflotans
lætur það innsigla.
í staðinn gefur það „frændum"
sínum — stórútgerðarmönnunum
— hátt verð fyrir ísfiskinn, svo
þeir græða tugi miljóna — og
fleygja í íslensku ríkisstjórnina,
sem var í vitorði með þeim um
hernám landsins, „verðjöfnunar-
sjóði“, sem verða mætti henni að
einhverju liði við að jafna ágrein-
inginn við háttvirta kjósendur, í
næstu þingkosninguni.
Þannig er komið sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar: það er fótum
troðið af erlendu hervaldi. Það er
— af þeim, sem gæta skyldu —
selt fyrir vænan baunaskerf.
En hver ráð eru til úrbóta?
Um stjórnarfarslegt samband við
Danmörk þarf ekki lengur að
(Framhald á 4. síðu).
Bátur ferst
með 7 mönnum.
Það er nú talið fullvíst að vél-
báturinn „Eggert“ frá Keflavík,
sem hefir verið saknað síðan fyrra
föstudag, hafi farist ásamt allri á-
höfn, en á bátnum voru 7 menn.
Er nú skamt á milli slysanna á
sjórjum.
S ó $ í a 1 i § t a-
flokkurinn
leggur áherslu á að öll verklýðsfélög
sameinisl ínnan Alþýðusambandsins.
2. þing Sameiningarflokks al-
jýðu — Sósíalistaflokksins, var
sett í Reykjavík 17. þ. m.
Forseti þingsins var kosinn
Steinþór Guðmundsson, kennari,
en varaforsetar Einar Olgeirsson
og Áki Jakobsson, bæjarstjóri.
Ritarar þingsins vrou kosnir:
Gunnar Benediktsson, Arnfinnur
Jónsson, Steingrímur Aðalsteins-
son og Dýrleif Árnadóttir. Eftir
að kosningum var lokið í nefndir
þingsins var samþykt að fresta
þingfundum þar til þriðjud. 19. þ.
m. sökum þess að komu fulltrúa
af Norðurlandi hafði seinkað.
Þingfundir á þriðjudaginn
hófust með því að Brynjólfur
Bjarnason, formaður miðstjórnar
og flokksstjórnar flutti skýrslu
um störf flokksins síðan hann var
stofnaður og um verkefni flokks-
ins á næstunni. Ennfremur flutti
Einar Olgeirsson framsöguræðu
um hernám landsins og ástandið í
alþjóðamálunum. Þá hafði Jón
Rafnsson framsögu um starfið í
verklýðsfélögunum. Að lokum
flutti Sigfús Sigurhjartarson ræðu
um undirbúning flokksins fyrir
væntanlegar alþingiskosningar og
afstöðu flokksins til þeirra.
Miðvikud. 20. þ. m. hófust þing-
fundir með umræðum um póli-
tísku ályktunina (sem birt er hér
í blaðinu í dag). Ennfremur voru
lagðar fyrir þingið ályktanir um
verklýðsmálin, bændamálin og tll-
lögur um alþjóðleg mál. Voru all-
ar þessar ályktanir ræddar ítar-
lega á þinginu, en áður höfðu
nefndir þingsins fjallað um þær.
Þingfundir fimtud. 21. þ. m.
hófust með umræðum um verk-
lýðsmálin. Er lögð áhersla á það
í ályktun þeirri, er þingið sam-
þykti um verklýðsmálin, að öll
verklýðsfélög sameinist innan hins
endurskipulagða Alþýðusambands.
Að loknum umræðum fór fram
kosning á 11 mönnum í miðstjóm
(Framh. á 3. síðu).
OgDaröId í Rúmenin.
Andstæðingar nasista myrtir h^pum saman.
S.l. miðvikudagsmorgun myrtu
nazistar í Rúmeníu 64 anddstæð-
inga sína sem sátu í fangelsum.
Síðan hafa stöðugt borist fregnir
um áframhaldandi morð og af-
tökur. Stjórnin neitar því að hún
eigi sök á þessum aftökum en seg-
ir að æstir Járnvarðliðsmenn, en
svo eru rúmensku nazistarnir
kallaðir, séu valdir að þeim. Her-
lög eru gengin í gildi í Rúmeníu.
Benda fregnir til þess að ástandið
fari versnandi með degi hverjum
og fullkomið stjórnleysisástand
ríki í landinu. M. a. herma fregnir
að nazistarnir séu farnir að berj-
ast innbyrðis. Goga fyrverandi
forsætisráðherra, er einn af þeim,
sem hefir verið myrtur. Einn af
leiðtogum bændaflokksins fanst
myrtur í fyrradag.
Sterkur lífvörður er haldinn um
heimili Maniu aðalforingja bænda-
flokksins og fleiri manna.
Fregnir herma að þýskir nazist-
ar standi að baki þessum hryðju-
verkum og að þeir muni ætla að
gera Rúmeníu að leppríki Þýska-
lands,
Fregnir frá London í dag herma
að Antonescu forsætisráðherra
geri árangurslausar tilraunir til
að friða almenning og fari ó-
ánægjan sívaxandi gegn nazistun-
um.
Hörmulegt
slys.
í morgun vildi það hörmulega
slys til hér í bænum að Svein-
björn Sigurðsson, ráðsm. hjá Guð-
mundi Péturssyni útgerðarmanni,
varð fyrir rafmagnsstraum úr
ljósaleiðslu þar sem hann var að
vinnu í „Kristjáni“, sem liggur í
Slyppnum.
Læknar gerðu lífgunartilraunir
en þær báru engan árangur.
Sveinbjörn var kvæntur og átti
tvö ung börn. Var hann prýðilega
látinn maður.