Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.11.1940, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 30.11.1940, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN 3 Samþyktir Alþýðusam bandsþings um kaup VERKAMAÐURINN Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson, Jakob Árnason. Abyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftargjald kr. 6.00 árgangur- inn. 1 lausasölu 15 aura eintakið Afgreiðsla í skrifstofu Sósialistafélags- ins, Qránufélagsgötu 23. Prentverk Odds Björnssonar. Framkvœmd sósíalismans er ekki lengur fjarlœgt markmiö — heldur hin eina urlausn d vandamúlum nútímans. II. þing Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins var háð í Reykjavík í s. 1. viku. í>rátt fyrir þá hörðu hríð, sem gerð hefir verið að flokknum, stendur hann nú sterkari en nokkru sinni fyr. Vinsældir flokksins eru hraðvaxandi — eins og áskrifendafjölgun „Þjóðviljans“ og fjársafnanir á vinnustöðvun- um, til útgáfu hans, bera glöggan vott um. Traust alþýðunnar á flokknum, sem hinum eina raunverulega framfaraflokki í landinu, verður almennara. Menn sjá, betur og betur, hversu alvarlega flokkurinn tekur verkefni sín — og lætur hvergi undan síga, hverjum ham- förum, sem farið er gegn honum. — Sjá, að hér er flokkur, sem ekki svíkur stefnuskrá sína og sjónar- mið fylgjenda sinna, fyrir per- sónulega hagsmuni og völd nokk- urra fyrirliða — eins og allir „þjóðstjórnar“-flokkarnir hafa gert. Sem hinn eini forystuflokkur ís- lenska verkalýðsins, reisir Sósíal- istaflokkurinn kröfur um hags- bætur til handa alþýðunni — kröfur um, að tekið sé fram fyrir hendur stríðsgróða-burgeisanna, og fjárstrauminum, sem veltur inn í landið, sé beint að lífrænum um- bótum í atvinnulífi þjóðarinnar — í stað þess, sem nú er, að næra f j ármálaspillinguna, sem gripið hefir um sig í fjármála- og at- vinnulífi þjóðarinnar og þróast hefir svo ört undanfarið. Sem hinn eini raunverulega þjóðlegi flokkur, býður Sósíalista- flokkurinn öllu erlendu ofbeldi byrginn, og málgögn hans — ein allra flokkamálgagna — sækja og verja, af fullri einurð, málstað ís- gjaldsmál. Kauphaekkun í fullu sam- ræmi við dýrtíðina. — Tilboði Vinnuveitenda- félagsins hafnað. 1. Þingið lítur svo á, að þar sem dýrtíð hefir aukist svo mjög sem raun ber vitni, og kaupgjald allt raunverulega mikið lækkað frá því sem gilti og lagt var til grund- vallar við útreikning samkvæmt ákvæðum gengislaganna, beri brýn nauðsyn til að gera allar þær ráðstafanir, sem að gagni mættu verða til þess, að verkalýðurinn fái kauphækkun, er nemi fyllilega því, sem dýrtíðaraukningin hefir orðið eða kann að verða og þá einnig, að allt verði gert, sem hægt er til þess að koma í veg fyrir frekari aukningu dýrtíðar. 2. Þingið telur, að þar sem flest öll verklýðsfélög hafa nú sagt upp samningum um kaup og kjör, sé tilvalið tækifæri til þess að samræma kaupgjaldið um land allt meira en unnt hefir verið til þessa og samþykkir því, að öllum lendinga gegn erlendu ofbeldi og yfirdrottnun. Sem hinn eini sósíalistiski flokk- ur á íslandi, bendir Sósíalista- flokkurinn út fyrir hinn þrönga ramma hins hrynjandi auðvalds- þjóðskipulags, og leggur áherslu á, að barátta undirstéttanna fyrir umbótum á lífskjörum sínum beri því aðeins varanlegan árangur, ef hún um leið er liður í baráttunni fyrir valdatöku alþýðunnar og umsköpun hennar á þjóðfélags- háttunum á grundvelli jafnréttis og sameignar náttúrugæðanna, í stað forréttinda og miskunnar- lausrar samkepni. Og með hliðsjón af núverandi þróunarstigi auðvaldsins og hinu spenta heimsástandi, sló þetta þing Sósíalistaflokksins því föstu, að framkvæmd sósíalismans væri ekki lengur, fyrst og fremst fjar- lægt framtíðarmarkmið — heldur hin eina úrlausn á vandamálum nútímans. Meðvitandi um ábyrgðina, sem á honum hvílir, gengur Sósíalista- flokkurinn fram, í fylkingarbrjósti íslensku alþýðunnar, í daglegri baráttu hennar fyrir bættum kjörum — í sókn hennar eftir bjartara og fegurra lífi. félögum innan sambandsins beri skylda til að senda sambands- stjórn til álits og athugunar upp- kast að samningum, kaupkröfum og kauptöxtum, áður en lagt er fyrir atvinnurekendur og auglýst. Þá sé og félögunum óheimilt að ganga endanlega frá samningum við atvinnurekendur fyr en sam- bandið hefir fyrir sitt leyti gefið samþykki sitt þar til. 3. Þingið ályktar, að útilokað sé að taka upp samninga við Vinnu- veitendafélag íslands á þeim grundvelli, sem boðið er í bréfum þess til Alþýðusambandsins. Enda telur þingið að ástæðulaust sé að óttast að vinnufriður verði ekki fullkomlega trygður, ef atvinnu- rekendur verða við þeim sjálf- sögðu en mjög svo sanngjörnu kröfum um kjarabætur, er verka- lýðsfélögin koma til með að gera. 4. Þingið felur sambandsstjórn: að gera nú þegar ráðstafanir til þess að hefja samninga við ríkis- stjórnina um kjör og kaup við op- inbera vinnu og gera sitt ýtrasta til að koma því inn í samningana að það kaup skuli greiðast, sem á- kveðið er í taxta eða samningum þess verklýðsfélags, sem næst er þeim stað, sem vinnan er fram- kvæmd á. Vinni verkamenn frá tveimur eða fleiri verklýðsfélög- um við framkvæmd verks, skal þeim greitt samkvæmt taxta eða samningi þess félags, sem hæst hefir kaupgjald. 5. Þingið felur sambandsstjórn að vinna að framgangi þeirra til- lagna um verklýðsmál, er sam- þyktar hafa verið á undanförnum þingum sambandsins, en ekki hafa ennþá náð fram að ganga“. Til a I h u 8 u n a r. Lögreglustjórinn hér á Akureyri hefir bannað sleðaumferð á ýms- um götum bæjarins, svo sem Brekkugötu, Lækjargötu o. s. frv. En hvers vegna var hann að und- anskilja Oddeyrargötu? Ég er einn af þeim, sem á oft leið eftir þess- ari götu og ég er þess fullviss, að margir íbúar á nyrðri Brekkunni muni vera mér sammála um að fylsta þörf sé á að banna börnum sleðaumferð á Oddeyrargötu ekki síður en ýmsum þeim götum, sem sleðaumferðin hefir verið bönnuð um. Má m. a. benda á það, að um- ferðin í Lækjargötu er margfalt minni en á Oddeyrargötu. Er þess að vænta, að lögreglustjórinn láti bannið því einnig ná til Oddeyrar- götu. íbúi í Oddeyrargötu. Frá þingi Sósíalistafl. (Framh. af 1. síðu). flokksins og 22 mönnum í flokks- stjórn. í flokksstjórn voru kosnir: Formaður flokksins: Einar 01- geirsson, til vara: Sigfús Sigur- hjartarson. Formaður flokksstjórn- ar og miðstjórnar: Brynjólfur Bjarnason, til vara: Steinþór Guð- mundsson. Aðrir 7 í miðstjórn flokksins voru kosnir: Ársæll Sig- urðsson, Arnfinnur Jónsson, Guð- brandur Guðmundsson, Jón Rafns- son, Katrín Pálsdóttir, Ólafur H. Guðmundsson og Stefán Ög- mundsson. Eftirfarandi þrír menn voru auk þess kosnir í flokksstjórn í Reykjavík og nágrenni: Halldór Kiljan Laxness, Sigurður Guðna- son og' Jón Bjarnason (Hafnar- firði). Auk þessara 14 manna voru kosnir í flokksstjórnina eftirtaldir menn úti á landi: Af Suðurlandi: Gunnar Bene- diktsson, Grímur Norðdal, ísleifur Högnason. Af Vesturlandi: Albert Guðmundsson, Tálknafirði, Þórður Halldórsson, Borgarnesi, Sigurjón Jónsson, Patreksfirði og Indriði Bjarnason, ísafirði. Af Norðurlandi: Skúli Magnús- son, Hvammstanga, Pétur Laxdal, Sauðárkróki, Gunnar Jóhannsson og Þóroddur Guðmundsson, Siglu- firði, Elísabet Eiríksdóttir og Steingrímur Aðalsteinsson, Akur- eyri, Geir Ásmundsson, Reykjadal, Björn Kristjánsson, Húsavík. Af Austurlandi: Ásmundur Sig- urðsson, Reyðará, A.-Skaptafells- sýslu, Eiríkur Helgason, Bjarnar- nesi, Lúðvík Jösepsson, Norðfirði, Þórður Þórðarson, Gauksstöðum, Jökuldal. Að loknum þessum kosningum fóru fram umræður um blöð flokksins og aðra útgáfustarfsemi hans. Var þinginu slitið að kvöldi 21. þ. m. með kaffisamsæti. Fulltrúar héðan frá Akureyri komu heim í fyrradag. Takið effir Höfum mikið úrval af ská'd- sögum, fræðibókum og Ijóða- bókum, með niðurseltu verði.— BóVasalan Biekkugötu 7 Gráskinna 1.—4. h. 5.75 Ferðaminningar Sv. Eg. 1.2.6. b. 12.00 Snæbjarnarsaga 2.75 Bókasalan Brekkugötu 7 Nýkomin úrvalstegund af • A*H* -kol 11111* | Axel KrUt|án«ion h.f.|

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.