Verkamaðurinn - 28.12.1940, Síða 1
Allsherjaralkvæða*
greiðslan * „Dagsbrún"
Heimild til vinnustödvunar samþykt nœr einróma.
Þfóðstjórnarliðið hamrar á gegn brottrekstur
Jóns Rafnssonar, með 4 atkvæða melrihluta.
Um síðustu helgi fór fram alls-
herjaratkvæðagreiðsla í verka-
mannafélaginu „Dagsbrún“, í
Reykjavík, um eftirtalin þrjú at-
riði:
1. Heimild handa stjórn félags-
ins til að framkvæma vinnu-
stöðvun um næstu áramót, ef at-
vinnurekendur hefðu ekki gengið
að samningum fyrir þann tíma,
2. Tillögu i'élagsstjórnarinnar
um að „Dagsbrún“ gengi ekki í
Alþýðusambandið fyr en kosið
hefði verið til Alþýðusambands-
þings samkvæmt hinum nýju lög-
um Alþýðusambandsins.
3. Ákvörðun trúnaðarmanna-
ráðs „Dagsbrúnar“ um að víkja
Jóni Rafnssyni og Sveini Sveins-
syni úr félaginu.
Úrslit allsherjaratkvæðagreiðsl-
unnar urðu þau, að heimildin til
vinnustöðvunar var samþ. með
1099 atkvæðum gegn 66. Er því
sjáanlegt, að verkamennirnir í
„Dagsbrún“ eru svo að segja ein-
huga um að halda fast fram
kaupkröfum sínum, og kröfunni
um 8 kl.st. vinnudag — og er
þess að vænta, að stjórn félagsins
hviki ekki frá þessum vilja verka-
mannanna, í samningum við at-
vinnurekendur.
Tillaga stjórnarinnar um að
halda „Dagsbrún“ utan Alþýðu-
sambandsins var samþykt með
rúml. 600 atkv. gegn rúml. 400;
en 120 seðlar voru auðir. Liggur
þarna að baki samspil Alþýðu-
flokksbroddanna og íhaldsins um
að halda samtökum verkalýðsins
sem lengst sundruðum. Alþýðu-
flokksbroddarnir byrjuðu á því að
brjóta hin nýju lög Alþýðusam-
bandsins með því að skipa sjálfa
sig í stjórn þess, til tveggja ára.
Þetta freklega lýðræðisbrot notar
svo íhaldið í stjórn „Dagsbrúnar"
sér til að halda stærsta Verklýðs-
félagi landsins sem lengst utan
Alþýðusambandsins.
Ákvörðun trúnaðarmannaráðs-
ins um brottrekstur Jóns Rafns-
sonar og Sveins Sveinssonar
marðist í gegn með 565 atkvæðum
gegn 561, eða með aðeins 4 atkv.
meirihluta, en 12 seðlar voru
taldir ógildir og 60 voru auðir.
Þar fengum blöðum um það að
fletta, hvernig farið hefði um
þetta mál á félagsfundi í „Dags-
brún“, þar sem ráðið hefðu úr-
slitunum þeir verkamenn, sem
virkir eru í félaginu og vita því
af eigin raun hvað gerist á fund-
unum og í félagslífinu. Þá hefði
Haraldur heiðurs-„stúdent“ og lið
hans, fengið enn harðari dóm —
þó telja megi þessa ráðningu
sæmilega eftir atvikum.
Tooarinn JlríBbiöni hersif
verður fyrir loitárás.
4 skipverjar særðust.
22. þ. m. kl. 6 að morgni varð
togarinn „Arinbjörn hersir“ fyrir
loftárás. Særðust 4 skipverjar, en
þó ekki hættulega, að því er út-
varpsfregnir herma, þó er tal-
ið að 2 þeirra muni þurfa að
dvelja um þriggja vikna tíma á
sjúkrahúsi.
Togarinn var skamt undan Bret-
landsströndum þegar árásin var
gerð. Fóru allir skipverjar 1 bát-
ana og héldu áleiðis til lands, en
togarinn var síðar dreginn að
landi. Ekkert hefir verið látið
uppi enn hverrar þjóðar flugvélin
var, er gerði árásina og yfirleitt
eru fregnir af þessum atburði
óljósar ennþá.
Sem betur fór varð ekki líftjón
af þessarí árás, en þessi atburður
sýnir það svart á hvítu, að ís-
lenska þjóðin hefir verið dregin
út í styrjaldarsvæðið. Hættan sem
nú vofir yfir okkur verður líka
stöðugt meiri, sökum þess, að
flestir trúnaðarmenn þjóðarinnar
taka æ ákveðnari afstöðu með
innrásarhernum, öðrum stríðsað-
iljanum, en hinn stríðsaðilinn,
hefir vitanlega njósnara sína hér
eins og í Bretlandi, jafnvel í trún-
aðarstöðum bretska hersins,
Frcgnmiðt „Verhamannslns” 27. des. 1040.
Foreldrar á Akureyri!
Láiil ekki börn ykkar piggja >skemtiboð«
innrasarhersins.
Metnaður ykkar sem
íslendingar liggur við,
Fyrirliðar bretska innrásarhersins hér á Akur-
eyri hafa látið bera út boðsbréf, þar sem þeir
bjóða öllum börnum, á aldrinum 7—12 ára, til
samkomu í Nýja-Bíó.
Pað virðist svo, sem foringjar innrásarhers-
r
ins séu komnir á þá skoðun, að Islendingum
megi alt bjóða — þeir taki hverri niðurlægingu
með fögnuði. — Og vist munu þeir þegar hafa
fengið of mikla átillu til slíkrar skoðunar.
En nú fœrist skörin upp i bekkinn,
ef innrásarherinn á að laka við UPP-
ELDI skólabarna vorraj J t
Pað er móðgun við Islendinga, og særandi
fyrir heilbrigða þjóðerniskend þeirra, að inn-
rásarher skuli yfirleitt bjóða þeim til samneytis
við sig.
Pað er tvöföld móðgun, og takmarkalaus Iít-
ilsvirðing, þegar slíkur innrásarher býður til
samíagnaðar við sig nemendum menntastofnun-
ar, sem opinberlega hefir staðið að því að
setja reglur, sem eiga að hindra samneyti æsku-
lýðs landsins við setuliðið.
Pað ber lærdómsríkan vott »riddaramennsku«
að beina slíkum skeytum að börnum, sem ætla
má, að ginkeyptust séu til »gleðskaparins« —
en smekkvísin er fólgin í að sýna börnunum
»sjónhverfingar« og »galdra«!!! ásjálfum jólunum!
Petta boð innrásarhersins, til barnanna hér
og foreldra þeirra, er því eitt reginhneyksli,
hvernig sem á það er litið — og er ekki sæm-
andi að svara því á nokkurn hátt annan en
með því að
banna hverju barni að
sækja samkomuna.
(Framh. á 3. síðu),