Verkamaðurinn - 25.04.1942, Side 1
Fylkjum
liði 1. maí.
1. maí — hinn alþjóðlega bar-
áttudag verkalýðsins — ber í ár
upp á föstudaginn í næstu viku.
Eins og venjulega gangast róttæku
verklýðsfélögin og Sósíalistafélag
Akureyrar fyrir hátíðahöldum 1.
maí. Munu þau hefjast með úti-
samkomu á Ráðhústorgi kl. 1,30
e. h. Síðan verður kröfuganga, en
að henni lokinni samkoma í Nýja
Bíó. 1. maí-merki verða seld á göt-
unum.
En það er ekki nóg, þó 1. maí
nefndir viðkomandi félaga undir-
búi hátíðahöldin svo sem kostur er
á. Því aðeins setja þau svip sinn á
bæinn og ná tilgangi sínum, ef al-
þýða bæjarins f jölmennir til þátt-
töku í þeim. Ekki hvað sízt gildir
þetta um kröfugönguna.
En hvenær hefir líka verið
meiri ástæða til þess, fyrir verka
lýðinn, að fylkja liði 1. maí held-
ur en einmitt nú?
Allur heimurinn íogar í hat
rammari styrjöld en nokkru sinni
fyrr hefir háð verið. Austur á-víð-
lendum sléttum Rússlands og
snævi þöktum skógarflæmum háir
hinn sósíalistiski verkalýður -
framherji verklýðshreyfingar ver-
aldarinnar — hina fórnfrekustu
baráttu við vélknúnar villihjarðir
fasismans. Um þá baráttu hefir t,
d. hinn brezki lávarður, Beaver-
brook, sagt:
„Frelsi allra þjóða er undir því
komið, að rauði herinn sigri.“
Alþýða Akureyrar verður að
sýna það, með þátttöku í hátíða-
Framh. á 4. síðu.
Lo§ov§ky:
Þýska varaliðið stendur langt að baki
þýska hernum í fyrra og þolir ekki saman-
burð við rússneska varaliðið.
Losovsky, talsmaður sovét-
stjórnarinnar, skýrði í fyrradag
frá því að hinir miklu, rússnesku
herir, sem æfðir voru á Ural-svæð-
inu í vetur, væru nú fullæfðir og
reiðubúnir til að taka þátt í orustu.
Losovsky sagði ennfremur að
Þjóðverjar • hefðu 1.900.000
manna varalið til að taka þátt í
bardögunum í vor. Af þessu liði
væru 900,000 unglingar, 17—19
ára, 500.000 væru frá leppríkjum
Þjóðverja á Balkanskaga og
500,000 væru verkamenn úr
þýskum verksmiðjum. Lið þetta
stæði langt að baki þeim her, sem
Þjóðverjar höfðu er þeir hófu inn-
rásina í Sovétríkin og þyldi engan
samanburð við rússneska varalið-
ið, sem væri skipað fullhraustum
mönnum, er væru þjálfaðir af
þrautreyndum hermönnum, er
tekið höfðu þátt í bardögunum í
sumar, og hefði lið þetta full-
komnasta útbúnað er völ væri á.
Blaðið „Pravda“ sagði í gær að
Rússar kvíði engu þegar bardagar
hefjist í stórum stíl. Þeir geti
treyst her sínum, sem sé við öllu
búinn. Rússar segjast nú hafa
fleiri skriðdreka en áður og standi
þeir þýsku skriðdrekunum fram-
ar, og Rauði flugflotinn hafi nú
yfirráðin í lofti og muni halda
þeim.
Amerískir fréttaritarar í Kuiby-
sjev skýra frá því að þýskir fang-
ar segi að þýska herstjómin sé
þeirrar skoðunar að vorsóknará-
form Hitlers séu óframkvæman-
leg. A miðvígstöðvunum náðu
Rússar í þýska dagsskipun, þar
sem þýsku hermennirnir eru var-
aðir við vorsókn Rússa.
Rauði herinn er hvarvetna í
sókn þar sem barist er á austur-
vígstöðvunum, einkum hefir hon-
um orðið ágengt á Svir-vígstöðv-
unum milli vatnanna Onega og
Ladoga. Hafa Rússar sótt þar fram
um 15 km. og Finnar og Þjóðverj-
ar beðið þar mjög mikið mann-
tjón og hergagna. Syðst á víg-
stöðvunum er nú farið að þorna
um aftur og færi að verða gott, en
samt bólar ekki á vorsókn Þjóð-
verja þar frekar en annarsstaðar.
Ogrynni rússnesks varaliðs er á
leið til vígstöðvanna til að taka
við af hersveitunum, sem barist
hafa í vetur.
Aðalfundur K.E.A.
Vörusalan s. 1. ár nam rúmum. 9 milljónum króna.
Samþykkt að úthluta 10% arði.
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð-
inga var haldinn s.l. mánudag og
þriðjudag.
Jakob Frímannsson, fram-
kvæmdastj. félagsins, flutti
skýrslu um starfsemi félagsins og
hag þess og varaformaður félags-
ins, Ingimar Eydal, skýrði frá
helstu framkvæmdum félagsins á
árinu.
Vörusalan í búðum félagsins hér
í bænum og í útbúum þess við
fjörðinn nam rúmlega 7 milj. kr.,
en árið 1940 var hún 4Vá millj.
kr. Er hér um mikla aukningu að
ræða, þó þessar tölur, út af fyrir
sig, gefi ekki rétta hugmynd um
vörumagnsaukninguna, þar sem
mikil verðhækkun átti sér stað á
árinu.
LeiKfélag
Akureyrar
minnist 25 ára afmælis
síns
Leikfélag Akureyrar hafði sér-
staka hátíðasýningu á „Nýársnótt-
inni“, síðastliðinn sunnudag, í til-
efni af 25 ára afmæli félagsins.
Leikhúsið var fagurlega skreytt,
og karlakórinn „Geysir“ söng
nokkur lög, en Jóhann Frímann,
ritstj., flutti stutt erindi á undan
leiksýningunni. Þá las Gunnar
Magnússon upp fjölda heillaóska-
skeyta, sem félaginu höfðu borist
víðsvegar að. Þórir Guðjónsson
lék hlutverk Jóns Norðfjörðs að
þessu sinni.
Að lokinni leiksýningunni var
leikendum fagnað forkunnarvel og
leikstjórinn, Jón Norðfjörð, kall-
aður fram og hyltur. Ávarpaði
hann leikhúsgesti með stuttri
ræðu og þakkaði vinsamlegar
undirtektir og margvíslegan stuðn-
ing við Leikfélagið.
99
Ættjarðarást Rússa
er öllum þjóðum til fyrirmyndar,c< segir Beaverbrook.
„Engin þjóð á betri herforingja.c<
„Stalin afburða leíðtogi.cc
Beaverbrook lávarður hélt
ræðu í Bandaríkjunum í fyrradag,
þar sem hann lét í ljós aðdáun
sína á þjóðum Sovétríkjanna og
forystumönnum þeirra.
En auk þessa seldi félagið mið-
stöðvar- og hreinlætistæki fyrir
um 180 þús. kr. og í kjötbúðinni
voru seldár vörur fyrir um 930
þús. kr., í lyfjabúðinni fyrir 220
þús. kr., fóðurbætir seldur fyrir
um 175 þús. kr., kol fyrir 650 þús.
kr. og salt fyrir um 360 þús. kr.
Félagið annaðist um sölu á
rúml. 1.700.000 kg. af saltfiski og
var greitt um 1 Vá millj. kr. í reikn-
inga fiskeigenda! Þá flutti félagið
út um 300 þús. kg. af hraðfryst-
um fiski og sá um sölu á ísfiski er
seldur var fyrir um 670 þús. kr.
Þá keyptu lifrarbræðslur félags-
ins lifur fyrir um 448 þús. kr.
Beinaverksmiðja félagsins keypti
bein fyrir um 17 þús. kr.
Nýtt gróðurhús var bygt við
Brúnhúsalaug og er flatarmál
*gróðurhúsanna þar nú um 500
fermetrar. Kornræktin í Klauf
gekk prýðilega s.l. sumar.
Innstæður félagsmanna í reikn-
ingum, innlánsdeild og stofnsjóð-
um jukust á árinu úrkr. 3.730.-
768.00 upp í kr. 5.661.713.00, en
skuldir félagsmanna minkuðu á
sama tíma úr kr. 378.179.00 nið-
ur í kr. 142.691.00. Ástæður fé-
lagsmanna á árinu bötnuðu því
samtals um kr. 2.166.433.00.
Þessi mikla aukning á innstæðum
félagsmanna mun m. a. stafa af
því, að mjög lítið var unnið að
framkvæmdum.
Útistandandi skuldir félags-
manna og utanfélagsmanna mink-
uðu á árinu um kr. 217 þús.
Félagið skuldaði bönkum og
öðrum lánsstofnunum rúml. 600
þús. kr. um s.l. áramót, en átti á
sama tíma tæplega 4 milj kr. hjá
bönkum og S. í. S.
Hagnaður af vörusölu félagsins
varð kr. 323.386.00 og samþykti
fundurinn, að 10% arður skyldi
verða greiddur félagsmönnum af
ágóðaskyldum viðskiftum þeirra,
Framh. á 4. síðu.
Taldi Beaverbrook að Stalin
væri afburða leiðtogi og að engin
þjóð ætti nú betri herforingja en
Sovétríkin, og að Rússar hefðu
sýpt svo mikla ættjarðarást í
hinni hörðu baráttu sinni nú, að
það væri öllum þjóðum til fyrir-
myndar.
Menn ættu að bera þessi um-
mæli saman við ummæli Hriflu-
mannsins um forystumenn Sovét-
þjóðanna og um ættjarðarást
kommúnista, hér á landi og ann-
arsstaðar.
Bretskar flngvélar
gera ægilega árás
á Kostoek.
S.l. föstudagsnótt gerðu bretsk-
ar sprengjuflugvélar árás á hafn-
arborgina Rostock í Þýskalandi.
Árásin var í mjög stórum stíl og
komu miklir eldar upp í borginni.
Rostock er ekki stór borg, telur
um 70 þús. íbúa, en hún er mikil-
væg hafnarborg, því að þaðan
ganga flutningaskip til Eystra-
saltslandanna og Finnlands og í
borginni eru Heinkel-flugvéla-
verksmiðjurnar frægu.
Bretar herða nú mjög sóknina í
lofti og hafa undanfarið gert
hverja árásina af fætur anijiarri á
hernaðarlega mikilvæga staði í
Þýskalandi og Frakklandi.