Verkamaðurinn - 25.04.1942, Side 3
VERKAMAÐURINN
3
Vaxandi áhugi fyrir
húsmæðraskéla á
Akureyri.
VERKAMAÐURINN
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson,
Jakob Árnason.
Jóhannes Jósefsson.
Áskriftargjald kr. 8.00 árgangurinn,
i lausasölu 20 aura eintakið.
Abyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Afgreiðsla í skrifstofu Sósialistafélags-
ins, Gránufélagsgötu 23.
Prentverk Odds Bjömssonar.
»EI peir bæro
ást til lýðræðisins fyrir
brjósti. . . “
Formaður stjórnarskrárnefndar
innar, Gísli Sveinsson, hefir borið
fram tillögu um að fresta Alþingis-
kosningum þeim, er fram eiga að
fara 'í sumar. Það lítur því út fyrir
að Ólafur Thors hafi nú eins og
áður getað mútað þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins til þess að
fallast á að svæfa „réttlætismálið“
enn einu sinni, svo klíka Hriflu-
Jónasar og Ólafs Thors geti enn
um stund haldið um stjórnartaum-
ana.
Það er orðið annað hljóð í
strokknum í stjórnarliðinu en var
fyrir bæjarstjómarkosningarnar.
Þá lýstu báðir stjórnarflokkarnir
því skýrt og skorinort yfir, að þeir
teldu sjálfsagt að alþingiskosning-
ar færu fram í vor. Meira að segja
flokksþing Framsóknar var látið
lýsa því hátíðlega yfir, að Fram-
sókn heimtaði kosningar í vor.
„Vísir“, annað dagblað Sjálf-
st.fl. í Rvík sagði meira að segja
síðast fyrir nokkrum dögum í leið-
ara sínum: „Ur því sem komið er,
er ekki nema um eina leið að ræða.
Hún er sú að efna til kosninga —
láta slag standa — og skapa þann-
ig öruggan grundvöll fyrir þjóð-
nýtu starfi ríkisstjómar og Alþing-
is.“
„íslendingur“ réðist ofsalega á
Framsókn í næstsíðasta blaði (í
gær var hann múlbundinn, eins og
rakki) og sagði: „Ef þeir bæru ást
til lýðræðisins í brjósti, mundi við-
horf þeirra til kjördæmamálsins
vera annað en það er.“
Og „Morgunblaðið“ skrifaði:
„Framsóknarflokkurinn berst á
móti allri lagfæringu á kosninga
fyrirkomulaginu, því að hvað sem
gert er, og í réttlætisátt stefnir,
gengur út yfir Framsóknarflokk-
inn. Hans tilvera byggist beinlín-
is á ranglætinu. En vitanlega er
flokknum ekki stætt á þessu leng-
ur.“
Það hefir svo sem ekki vantað
fögur fyrirheit og stór orð.
En nú er svo komið að „Dagur“
telur það glæpsamlegt, að ætla sér
að framkvæma kröfu flokksþings
Framsóknar um kosningar í vor!
Og úr því að Framsókn er ekki
lengur stætt á grundvelli ranglæt-
isins, þá virðist Sjálfstæðisfl.
ætla, vegna þess að hann ber ást
til lýðræðisins fyrir brjósti, að
styðja Framsókn, svo þeir Ólafur
og Jónas geti haldið áfram göngu
sinni á guðsríkisbrautinni.
En máske sjá Sjálfstæðismenn
sig um hönd og fella tillögu Gísla,
og hrista Jónas og Ólaf af sér.
Húsmæðraskólafélag Akureyr-
ar var stofnað 13. þ. m. Samþykt
voru lög fyrir félagið. Árgjald
meðlima var ákveðið kr. 2.00. —
í stjórn voru kosnar þær: frk. Jón-
inna Sigurðardóttir, frk. Halldóra
Bjarnadóttir, frú Laufey Pálsdótt-
ir, frú Ingibjörg Eiríksdóttir og
frú Sigríður Baldvinsdóttir.
Fundurinn var all-f jölsóttur, en
þó ekki svo, sem æskilegt hefði
verið, en vitað er, að f jöldi kvenna
mun ganga í félagið á næstu
fundum. Áhugi kvennanna var
mjög einlægur fyrir, að komið
yrði þegar upp húsmæðraskóla,
og samþykt var í einu hljóði, að
reisa nýja byggingu, í því augna-
miði. Stjórninni var falið að leita
fyrir sér um styrk frá ríki og bæ
til byggingarinnar, og annast aðr-
ar aðkallandi framkvæmdir.
Bæjarstjórn Akureyrar hefir
þegar samþykt að veita fé að sín-
um hluta til byggingarinnar, ef
ríkisstyrkur fæst. En eitt höfuð
skilyrði fyrir, að ríkisstyrkur fá-
ist er að hægt sé að benda stjórn-
arvöldunum á, að konurnar standi
óskiftar á bak við málið, og það
geta þær fyrst og fremst sýnt með
því, að gerast meðlimir í Hús-
mæðraskólafélaginu.
Það er vitað mál, að það er
engum eins ljós hin brýna þörf
fyrir slíkan skóla, eins og einmitt
kvenfólkinu, og þá ekki síst ungu
stúlkunum, því fyrst og fremst
verður skólinn þeirra. Stúlkur
héðan, sem hafa viljað komast til
dæmis á matreiðslunámsk., hafa
orðið að sækja slíkt burt úr bæn-
um, til ísafjarðar, austur að Hall-
ormsstað, suður í Reykjavík o. s.
frv. Það liggur í augum uppi, hve
kostnaðarsamt þetta er fátækum
stúlkum, og fjöldinn fer þessa al-
veg á mis, vegna kostnaðar. Það
þarf enginn að láta sér detta í hug,
að hér sé lakari efniviður í fyrir-
myndar húsfreyjur og mæður, en
í öðrum kaupstöðum landsins,
síður en svo. En Akureyri hefir
vanrækt sín húsmæðraefni allra
kaupstaða mest. Reykjavík hefir
haft kvennaskóla fjölda ára og í
sambandi við hann hússtjómar-
deild. Og á síðasta ári var komið
þar upp sjálfstæðri stofnun:
„Húsmæðraskója Reykjavíkur“.
Isafjörður hefir þegar haft prýði-
legan húsmæðraskóla til margra
ára, en hefir nú þegar sótt um
styrk til að byggja nýtt, stærra
hús, og verður það væntanlega
gert í sumar.
Siglufjarðarbær lagði fé í hús-
mæðraskóla á Laugalandi. Hús-
mæðraskólinn á Hallormsstað er
fyrir Múlasýslur báðar, og þá auð-
vitað fyrir Seyðisfjörð og Nes-
kaupstað.
Hafnarfjörður hefir, að eg best
veit, engan húsmæðraskóla haft.
En nú fyrir skömmu stofnuðu
konur húsmæðraskólafélag þar,
og hafa nú þegar gengið á sjötta
hundrað konur í félagið.
/
En svo er Akureyri, hvað höf-
um við gert í þessa átt? Það hefir
verið lítið, en nú er áhuginn
vaknaður, og nauðsynlegur undir-
búningur hafinn, hamingjan gefi,
að rætast megi málshátturinn:
„Hálfnað verk þá hafið er“. í því
trausti leggjum við út í þessa bar-
áttu. Konur, tökum höndum sam-
an og reisum veglegan húsmæðra-
skóla fyrir Akureyri.
Húsmóðir.
,8ósíalistinn‘
Halldór Friðjónsson lætur
ljós sitt skína.
„Alþýðuflokkur íslands“ er, sam-
kvæmt stefnuskrá sinni, sósíalis-
tiskur flokkur, sem hefir sett sér
það mark að afmá auðvaldið á ís-
landi, en koma á, í þess stað, sósí-
alistisku þjóðskipulagi.
„Alþýðuflokksfélag Akureyrar"
er angi þessarar baráttusveitar só-
síalismans á landi hér. Halldór
Friðjónsson er formaður þess.
„Alþýðuflokksfélagið“ gefur út
blaðið „Alþýðumanninn“ til sókn-
ar og vamar í baráttunni fyrir só-
síalismanum, Halldór Friðjónsson
er ritstjóri þess.
Samkvæmt þessu ætti Halldór
Friðjónsson að vera sósíalisti, og
„Alþýðum.“ sósíalistiskt málgagn.
Nú víkur sögunni að því, að eg
reit, í síðasta „Verkam.“, grein til
andsvara íhaldsblaðinu „íslend-
ingi“, sem ráðist hafði með rang-
færslum að lýðræðishugmyndum
sósíalista og framkvæmd þeirra í
hinu eina sósíalistiska ríkjasam-
bandi veraldarinnar. Rakti eg þar,
í fáum orðum, grundvallarkenn-
ingu hins vísindalega sósíalisma
þeirra Marx, Engels og Lenins
(sem alt eru mjög sæmilegir
menn — jafnvel í augum Halldórs
Friðjónssonar, af því þeir eru dán-
ir!) um það, hvemig hið sósíalis-
tiska þjóðskipulag, með afnámi
stéttaskiftingarinnar, sökum sam-
virkra framleiðslumátta, gerir
hina pólitísku STÉTTAFLOKKA
ekki aðeins ónauðsynlega, heldur
nemur í burtu allan raunhæfan
grundvöll fyrir þá. Hvernig áfram-
haldandi þróun þessa þjóðskipu-
lags gerir einnig óþarfan þann
eina pólitíska flokk, sem leiðsögn-
ina hefir haft, frá einu þjóðskipu-
lagi til annars. Og hvernig, að lok-
um, sjálft ríkisvaldið, sem ávalt er
í eðli sínu kúgunartæki gegn ein-
hverjum, verður óþarft og deyr út.
Taldi eg, að þá væri til fulls náð
hinu „sanna lýðræði“.
Það lítur út fyrir, að „sósíalist-
inn“ Halldór Friðjónsson, haldi, að
eg hafi, af mínum áskapaða ótukt-
arskap við verkalýðinn, búið ti
þessa kenningu. Getur hann því
ómögulega beðið eftir því, að1
„ísl.“ svari fyrir sig sjálfur, heldur
ræðst, með sinni alkunnu „prúð-
mensku“, fram á ritvöllinn, í sínu
„sósíalistiska“ málgagni, til þess að
vara alþýðuna við þessum „hugs-
anaferli Hitlers“ og biðja menn að
áta ekki „senditíkur þessarar göf-
ugu framtíðarhugsjónar“ (þ. e.
sósíalismans) véla sig — þessi
„varmenni“, sem jafnvel setji sig
á háan hest gagnvart hinu „vest-
ræna lýðræði“ (þ. e. skipulagi
auðvaldsins).
Svo ringlaður verður Halldór, í
aessum reiðilestri sínum, að hann
færir fram það, sem hann kallar
„stefnu“ mína, sem ástæðu fyrir
„faðmlögum“ Hitlers og Stalins á
sínum tíma, þ. e. þýsk-rússneski
samningurinn frægi árið 1939.
Öðru vísi mér áður brá. Til
Dessa höfum við, íslensku sósíalist-
arnir, verið ákærðir fyrir að fara
eftir hinum hættulegu fyrirskipun-
um Stalins.
Nú kemur það upp úr kafinu,
að aumingja Stalin verður að sitja
og standa eins og eg segi honum!!!
— fara algerlega eftir minni
stefnu.
En svo aftur sé snúið að hinni
alvarlegu hlið þessa máls, þá er
það, vægast sagt, ískyggilegt, að
maður, sem telur sig vera forvígis-
mann sósíalismans og er ritstjóri
„sósíalistisks“ málgagns, skuli op-
inbera svo takmarkalausa fáfræði
um kenningar sósíalismans, sem
grein Halldórs ber vitni um.
Mun ekki seint verða náð mark-
inu, um sósíalistiskt þjóðskipulag
á íslandi, ef hlýtt er leiðsögn
þeirra manna, sem ekki þekkja
greinarmun fasisma og sósíalisma?
En íslensk alþýða vill sósíal-
ismann. Þessvegna mun hún, í
stöðugt ríkari mæli, taka leiðsögn
Sósíalistaflokksins fram yfir gelt
þeirra „leiðtoga“, sem fylla út
þekkingarleysi sitt á sósíalisman-
um með háværum en staðlausum
illyrðum um sósíalista og sósíal-
ismann. *
Steingr .Aðalsteinsson.
Borðdúkur tapaðist á leið-
inni frá sundlauginni út í Brekkugötu.
Upplýsingar hjá ritstj.
Kodda- og
púðafiður
fæst í
Vöruhúsi flkureyrar.
Get enn
tekið nokkrar stúlkur til
að sauma. — Iðju-taxti.
Bernharð Laxdal.