Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.03.1943, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 30.03.1943, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN Eiga þeir ekki sökina, sem eru á sama máli og dr. Göbbels? „Þeir segja að við séum nazistar. Flestir halda að við íslendingar höfum samúð með glæpaklíku Hitl- ers!“ Þannig fara íslenzkri konu, sem dvelur nú í Bandaríkjunum, orð í grein í Lesbók Morgunblaðsins 14. þ. m., þar sem hún er að fræða samlanda sína um álit- Bandaríkj- anna á okkur íslendingum. í greininni er ennfremur sagt svo frá: „Ég var í teboði á jólunum, á- samt fleira fólki. Þar var stödd kona af norskum ættum, búsett hér. Þeg- ar hún heyrði að ég væri íslensk, starði hún á mig undrandi augum — rétt eins og hún héldi, að íslend- ingar væru eitthvað viðundur, sem venjulegir menn gætu ekki botnað neitt í. Seinna kom það upp úr kaf- inu, þegar við áttum tal saman, að hún hafði nýskeð hlustað á fyrir- lestur verkfræðings nokkurs um ís- land. Hafði hann dvalið þar um níu mánaða skeið í þjónustu hers- ins, en ferðaðist nú um Massachu- sett og flutti fræðsluerindi um ís- lartd. Fyrirlesturinn hafði verið á- gætur — lýsing á landi og lifnaðar- háttum, lifandi og raunveruleg — en íslendingar voru nazistar, sam- kvæmt frásögn hans.“ Frásögn greinarhöf. er hin at- hyglisverðasta, þó hún komi hins- vegar engum þeim á óvart, sem eru vel kunnugir stjórnmálaskoðunum íslensku yfirstéttarinnar. En þrátt fyrir það, er eins og það komi mjög flatt upp á Morgunblaðið, Vísi, ís- lending og önnur málgögn „mann- anna með hreinu hugsanirnar", að sú skoðun sé ríkjandi í Ameríku að íslendingar hafi yfirleitt samúð með nazistunum. Þó það sé vitanlega mesta fjar- stæða að halda því fram að íslend- ingar séu yfirleitt hlyntir nazism- anum, þá er það vitanlega engin furða þó útlendingur, sem dvelur hér skamma hríð, og kynnist, per- sónulega, vafalaust aðeins sárfáum einstaklingum, fái þá hugmynd að samúð hér með nazistunum sé mjög almenn. Hann hlýtur að verða þess var, án þess að þurfa nokkuð að hafa 'fyrir því, að blöð Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknar og Alþýðuflokks- ins hampa sínkt og heilagt áróðri dr. Göbbels í Berlín gegn bolsévis- manum, gegn Sovétríkjunum, bandamanni Breta, Norðmanna og Bandaríkjamanna. Er nokkur furða þó útlendingur, sem dvelur hér skamma hríð, og hefir engin tök ájið kynnast alþýðu þessa lands til sjávar og sveita, dragi þá ályktun, þegar hann sér hinar heiftarlegu áróðursgreinar í blöð- um fyrnefndra flokka gegn fjár- söfnuninni handa Rauða Krossi Ráðstjórnarríkjanna, að yfirleitt hafi íslendingar samúð með nazist- unum. Þegar hann ber áróðurinn í blöðum fyrriefndra flokka gegn sovétsöfnuninni, saman við þær staðreyndir að í Bandaríkjunum og Bretlandi fer fram fjársöfnun í sama skyni, og að það eru undan- tekningar ef áróðursgreinar gegn söfnuninni sjást í blöðum þar, þá hlýtur hann að álykta, að yfirleitt séu íslendingar hlyntir nazisman- um. Ekki er heldur óhugsandi að Bandaríkjamenn hafi fengið vitn- eskju um að Helgi Hermann Eiríks- son, einn af leiðandi mönnum Sjálf- stæðisflokksins, og frambjóðandi við þingkosningarnar s.l. sumar, fór til höfuðstöðva nazista í Þýska- landi 1938 ásamt fleiri gæðingum þessa sama flokks. Og að hann sat fund nazistafélaga í Lúbeck, þar sem ræddar voru fyrirætlanir naz- ista í ýmsum löndum. Sagðist þess- um frambjóðanda Sjálfstæðisfl. m. a. svo frá þessum fundi og þeim áhrifum, er hann varð fyrir meðal hirðsveina Hitlers: „Tilgangur slíkra funda er tvennskonar. í fyrsta lagi að líta yfir farna leið og athuga aðstöðuna á augnabliki fundarins. í öðru lagi að athuga og bera sig saman um, hvað framuridan sé og hvaða leiðir beri að fara í starfinu áfram“. Og þegar þessi frambjóðandi Sjálfstæðisfl. sá íslenska fánann blakta við hlið hakakrossfánans, þá lýsti hann hrifningu sinni með svo- feldum orðum: „Ég mun seint gleýma þeim geð- hrifum, er ég varð fyrir við þessa sjón. . . . “ „Ég var kominn til vina“. Það gæti einnig hugsast, að það hefði ekki farið fram hjá Banda- ríkjamönnum og Bretum, að blaði Sjálfstæðisfk, „íslendingi" varð það á í kosningahitanum í janúar 1942, að birta lög félagsskaparins „Skjald- borgar", og að dr. jur. BjörmÞórð- arson lögmaður, lét svo ummælt í forsendum dóms, er kveðinn var upp í bæjarþingi Reykjavíkur, að lög „Skjaldborgarinnar“ væru „mjög í anda einræðisstefnu naz- ista“. Það er heldur ekkert leyndarmál, að „íslendingur" lét m. a. svo orð falla: . . . nokkrir Sjálfstæðis- menn eru þau börn, að halda að þetta félag eigi samleið með Sjálf- stæðisflokknum!" En nú er þó svo komið, að allir leiðandi menn Sjálfstæðisfl., hér á Akureyri að minsta kosti, eru orðn- ir þau börn, að halda að þetta félag eigi samleið með Sjálfstæðisfl. Þeir hafa nefnilega gert bandalag við „Skjaldborgina“ innan bæjarstjórn- ar Ak. og nær sú samvinna einnig til Framsóknar og Alþýðufl. Er því nokkur furða, þó útlend- ingar dragi þá ályktun, að lítil al- vara fylgi hinum sjaldgæfu skrifum í blöðum stærsta flokks landsins gegn nazismanum, þegar staðreynd- irnar eru þær, að Sjálfstæðisflokk- urinn (og Framsókn og Alþýðufl.) hefir tekið upp fullkomið samstarf við þá „sjónlausu einræðissinna", (ummæli ,,ísl.“) er undirrituðu lög þess félagsskapar, sem er mjög í anda einræðisstefnu nazista. Ekki stuðlar það heldur að því, að menn fái það álit, að stærsti flokkur þjóðarinnar sé andvígur (Framhald á 4. síðu). ALICE JAHIER: LJUDMILA PAVLITSJENKO Að undanförnu hafa blöðin skrif- að mikið um rússneska stúlku, sem hefir mætt, ásamt tveimur karl- mönnum, félögum sínum, sem full- trúi Sovétríkjanna á æskulýðsfund- um, sem hafa verið haldnir í Ame- ríku og Stóra-Bretlandi. Ég hitti hana í opinberu sam- kvæmi og var svo heppinn að fá tækifæri til að ræða við hana á eft- ir í heila klukkustund. Þetta viðtal mun ætíð verða mér ógleymanlegt, og ég vildi gjarnan að norsku kon- urnar, sem fylgjast með svo mikilli eftirvæntingu með hinni hetjulegu baráttu sem rússneska þjóðin heyir, gætu kynst henni líka. Hvað vitum við um rússnesku konurnar? Ekki mikið, að undan- teknu því að þær inna af hönduirt hverskonar störf ásamt karlmönn- unum í þeim eina tilgartgi að vinna stríðið. Ljudmila Pavlitsjenko hefir tek- ið þátt í styrjöldinni, hún hefir drepið Þjóðverja og hún hefir tek- ið Þjóðverja höndum. Blöðin hafa auðvitað skýrt frá öllu þessu, en hver er hún í raun og veru? Maður verður þess strax áskynja að hún er blátt áfram ung stúlka, ósvikin kona, þrátt fyrir einkennis- búning hermannsins. Hún er í með- allagi hávaxin, hefir hraustlegt út- lit og maður verður strax var við þann kraft og heilbrigði, sem stafar frá persónu hennar. Stóra, fjörlega andlitið hennar þarfnast ekki púð- urs, drættirnir eru framúrskarandi fíngerðir og augun sérstaklega falleg. Auðvitað á hún von á þvi að maður leggi fyrir hana sömu heimskulegu spurningarnar, sem hún hefir hvað eftir annað orðið að svara í öllum þeim löndum, sem hún hefir heimsótt. Hún er varfær- in, en það er nú ekki fallegt. Áður en Rússland lenti í styrj- öldinni, stundaði hún nám við há- skólann í Kiev, Hún ætlaði að verða kennari í sagnfræði: Það er starf mitt, segir hún. Það er blátt áfram furðulegt að hugsa til þess að kona tekur þátt í styrjöldinni undir sömu skilyrðum og karlmaðurinn og er auk þess í leyniskyttusveit. Eg inti hana þess vegna eftir hernaðarnámi hennar. Það tekur ekki langan tíma, svar- ar hún. Eg hefi ætíð haft yndi af íþróttum. í Rússlandi iðkum við alskonar íþrótir. Okkur er eins tamt að stökkva í fallhlífum eða skjóta með byssu eins og að taka þátt í hlaupi, synda eða varpa kringlum. Þegar ég var tólf ára gömul, þá hafði ég engan sérstakan áhuga fyr- ir skotfimi, en þegar drengsnáði gortaði einu sinni í návist minni af skotfimi sinni og lét í ljós að ég gæti ekki leikið það eftir honum, þá var þetta nægileg hvatnýig fyrir mig. F.g æfði mig, og það leið ekki á löngu uns ég vann fyrstu verð- laun. Þegar styrjöldin hófst gaf ég mig auðvitað strax fram. Þér megið ekki álífa að það hafi verið auðvelt fyrir mig að fá að slást í hóp leyni- skyttanna. Eg varð að beita allri minni kvenlegu slægð, og ég stóðst raunina. Styrjöldin. Svipur hennar varð alvarlegur, og fögru augun hennar. sem eru svo glettin og hlýleg, fengu á vg blæ, sem ég hafði tekið eítir nokkrum sinnum og sem ég skildi þegar hún sagði: Eg hefi séð marga dauða. En svo heldur hún skyndilega á- fram: — Eg liefi líka tekið fanga, og hún hlær hjartanlega. Það var þýsk kona, gild og þrekvaxin, sem kom niður í fallhlíf. Eg hélt fyrst að það væri karlmaður í dularbúningi. Við fórum að slást. Það var hræðilegt návígi, og föt okkar rifnuðu í tætl- ur. Þeir, sem horfðu á, skemtu sér ljómandi vel; nú er hún stríðsfangi. Yfirleitt liefi ég ekki mætur á því að berjast við konur — ekki frekar en»við börn. Ekki af mannúðar á- stæðum, heldur sökum þess að það er ekki réttlátt að berjast gegn þeim sem er þróttminni en maður sjálfur. Eg berst gegn þeim, sem er fulltrúi fyrir skoðanir fasismans og berst fyrir þeirn. Það er styrjöld, og þá gildir að berjast eins og orkan leyf- ir, og þá gildir líka að drepa eins marga Þjóðverja og mögulegt er. En ég er kona. Hún endurtekur þetta orð oft þegar hún talar um stríðið. Eg freista þess að fá skýringu. Já, ég veit að staða konunnar í Vestur-Evrópu er öðru vísi en hjá okkur. Kona, sem tekur þátt í stríð- inu, eins og ég geri og sem drepur hermenn, er skoðuð næstum því sem ófreskja, eða að minsta kosti eru menn undrandi. Þegar ég drep nazista, þá hefi ég það ætíð hugfast að með því bjarga ég lífi margra rinnara manna. Annars hefir konan í Rússlandi ætíð verið jafnoki karl- mannsins. Það er ekki vandamál okkar. Stýrjöldin er hræðileg, þess vegna ríður á að binda enda á hana eins fljótt og frekast er unt, að það er aðeins hægt ef allir einbeita orku sinni, bæði karlar og konur. Þegar ég kvaddi hana, hló hún h jartanlega: — Eftir stríðið? Ef ég lifi þá, þá mun ég gifta mig strax og eignast börn. Það er besta leiðin til að gleyma skelfingum styrjaldarinnar. (Norsk Tidend). íslenzkir sjálfboðaliðar á leið til Berlínar Ritstjóri „Alþýðum." tilkynnir að listi til fjársöfnunar handa Rauða Krossi Sovétríkjanna liggi frammi á Vinnu- miðlunarskrifstofunni. Jafnframt hvetur ritstj. menn til að gefa ekki fé í þessa fjársöfnun. Ritstjóri „ísl.“ telur, að það sé ólíklegt að fjársöfnunin til Rússa styðji að hinni „furðulegu kenningu“, að íslendingar séu yfirleitt hlyntir nazistum. Laukrétt. Söfn- imin sjálf styður vissulega ekki þær skoðanir. En skyldi ekki geta verið að „meðmælagreinar“ ritstj. „ísl.“ með söfnuninni stuðli að því, að Bandaríkja- menn og aðrir aðhyllist þessar „furðu- legu kenningar11.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.