Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.03.1943, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 30.03.1943, Blaðsíða 3
Þeir bræður vissu einnig, að við fulltrúar Alþýðusambandsins vor- um til viðræðu um þetta mál á Hó- tel Akureyri (sími 71) þangað til kl. 24 á miðnætti., eða þar til samn- ingsfrestur Alþýðusambandsins var útrunninn. Hvað vilja þeir? Við undirritaðir fulltrúar Al- þýðusambands íslands höfum þrá- sinnis óskað þess skriflega, að fundur í Verkalýðsfélagi Akureyrar yrði látinn skera hér úr málum og 33 löglegir meðlimir félagsins farið þess sama á leit með eiginhandar undirskrift. En svo miklum per- sónulegum ofsa og einræðisanda eru þeir haldnir, sem fara með meirihlutavald í stjórn Verkalýðs- félags Akureyrar, að þeir sinntu ekki þessum óskum og fótum troða þar með skýlausan lýðræðisrétt félagsmanna og lög Alþýðusam- bands íslands. Þær breytingar, sem við undirrit aðir lögðum til að gerðar yrðu á lögum Verkalýðsfélags Akureyrar í lýðræðisáttina og til samræmingar lögum Alþýðusambandsins, máttu þeir einræðissinnarnir í félagsfor- ystunni ekki heyra nefndar, og eft ir þessu hefir öll framkoma þeirra verið í þessu mikla alvörumáli, sem alt of lengi hefir beðið úrlausnar í verkalýðssamtökum Akureyrar. Sem betur fer, höfum við sann- færst um, þann tíma er við höfum dvalið hér í bænum, að alþýða Ak ureyrar stendur óskift á bak við málstað Alþýðusambands ísl. og þeirra, sem af heilum hug beita sér nú fyrir sameiningu verkalýðsins. Þar á meðal eru allir bestu menn Verkalýðsfélags Akureyrar og meg- inþorri félagsmanna þess. Það er því engum efa bundið, að félagsleg sameining og sátt væri nú komin á, ef Verkalýðsfélag Ak ureyrar hefði borið gæfu til að eiga félags- og stétthollari menn í meiri hluta forystu sinnar, og er þetta hin raunalega skýring á því, að félagið fékk ekki sjálft að ákveða örlög sín í þessu máli. Nú er eðlilegt að menn spyrji: Hvað er það þá, sem þessir und- arlegu menn vilja? Því er auðsvarað. 1. Þeir heimta að höfuð Verka- mannafélags Akureyrar sé lagt á kné þeim ásamt löglegum eignum þess, ef einhver slægur er í þeim — að þeirra dómi og það skilyrðis laust. Og þeir vita, að á þeim grundvelli er samkomulag útilok- að. 2. Þeir vilja hafa áfram í lögum Verkalýðsfélags Akureyrar ákvæði, sem veita þeim vald til að halda verkamannafélagi lokuðu fyrir verkamönnum (4. grein). 3. Þeir vilja halda við líði laga ákvæði, sem gerir þeim mögulegt að reka verkamenn úr verkamanna- félagi eftir eigin geðþótta (13. gr.). 4. Þeir vilja deila og drottna, etja verkamanni gegn verkamanni og nota til þess persónuleg og pólitísk sprengiefni. Þá dreymir tvö eða fleiri fjandsamleg verkamannafé lög: ráðviltan og vanmáttkan verka lýð. Verkafólk á Akureyri! Hér skilja leiðir yðar og þessara manna. Alþýða Akureyrar veit, að alstaðar á landinu, þar sem áður voru sundruð verkalýðsfélög, hefir j verkafólk lært af reynslunni og sýnt það í verkinu með því að sam- eina hagsmunafélög sín undir merki Alþýðusambands íslands. — Og við, sem í eigin persónum höf- um starfað saman víðar en hér að sameiningu alþýðunnar, getum einnig vottað, að víðar en hér hafa fundist persónur sem alþýðan hefir eigi vílað fyrir sér að víkja úr göt- unni að settu marki félagslegrar einingar. Nýtt verkalýðsfé- lag er eina lausnin. Síðastliðnar tvær vikur hefir fengist óyggjandi sönnun fyrir því, að hvorki góð orð né ítrekaðar á- skoranir manna fá komið vitinu fyrir þá Erling &: Halldór, og að þeir hafi að engu óskir sinna eigin félagsmanna, sem vilja fá félagsúr- skurð í þessum málum, því að þeir vita sig þar í margföldum minni- hluta. Þegar svona er komið, er ekki til nema eitt ráð, og það er: að verka- lýður bæjarins taki fram fyrir hend ur hinum einráðu og ofstopafullu mönnum. Alþýðusamband íslands hefir, eins og búast má við, gert skyldu sína í þessu efni og rekið félag of- beldismannanna úr hinum skipu lögðu allsherjarsamtökum íslenskr- ar alþýðu og mun sjá um það, að sínum hluta, að það vinni eigi al þýðu þessa bæjar skaða og skömm meira en orðið er. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hefir falið okkur, fulltrúum sínum, að ganga þegar í stað til stofnunar nýs verkalýðsfélags sem byggt yrði á grundvelli lýðræðis, skoðanafrelsis og jafnréttis fyrir akureyrska alþýðu, í stað þess einka- fyrirtækis þeirra Erlings og Hall- dórs, sem gekk undir nafninu Verkalýðsfélag Akureyrar. Verkamenn Akureyrar hafa þeg- ar hrugðið við eins og félagsþrosk- uðum mönnum sæmir, þegar heið- ur og tilvera stéttarsamtaka þeirra er annars vegar. Tugir verkamanna, eða öllu held ur stór hluti raunverulegra verka- manna úr Verklýðsfélagi Akureyrar hefir þegar skrifað úrsögn úr ,,fé laginu“. Og þegar í gærkvöldi voru komnir miklu fleiri landverkamenn á stofnskrá hins nýja verkamanna félags, heldur en nokkuru sinni hafa talist vera í Verkalýðsfélagi Akureyrar. Verkalýður Akureyrar er staðráð inn í að gera nú þessa dagana hreint fyrir dyrum stéttarsamtaka sinna og verða framvegis húsbóndi á sínu eigin félagsheimili. Alþýðusamband íslands mun ekki víkja frá hlið hans í þessari baráttu og tryggja honum fullkom- inn sigur. Verkamenn á Akureyri! Hin sam- einaða alþýða um alt land fylgist nú af áhuga með því, sem þið hafist að hér í höfuðstað Norðurlands. — Við fulltrúar Alþýðusambands ís lands erum sendimenn þessarar al- þýðu, og stofnun nýs verkamanna félags hér á Akureyri er, eins og nú er komið málum, krafa hennar. Undir ofríkisstjórn Erlings og Halldórs hefir Verklýðsfélag Akur- eyrar verið svikinn hlekkur í sam- takakeðju íslenskrar alþýðu. í dag og næstu daga bræðír akur- eyrsk alþýða þennan svikna hlekk upp og smíðar sér annan nýjan og haldbetri. Þetta er ekki aðeins nauðsyn fyr- ir heildarsamtökin, þetta er framar öllu nauðsyn fyrir akureyrska al- þýðu, því heiður hennar, hagsmun- ir og velferð eru í veði. Verkamenn! Yfirgefið tafarlaust hinn rotna félagsskap þeirra Hall- dórs og Erlings. Gerist þegar í stað stofnendur hins nýja verklýðsfélags hér á Akur- eyri. Mætið allir á stofnfundinum í Verkalýðshúsinu í kvöld kl. 8.30. Jón Sigurðsson. Jón Rafnsson. Völdin í hendur verkalýðs- ins Þess hefir orðið vart, að hinir fáu talsmenn Erlings Friðjónssonar halda því á lofti að barátta sú, sem að undanförnu hefir verið háð um skipulag og starfsháttu verklýðs samtakanna á Akureyri sé í raun og veru aðeins valdabarátta einstakra manna. Þessi staðhæfing er ekki á rökum reist. Baráttan hefir ekki staðið á milli einstakra valdasjúkra manna heldur milli verkalýðsins annars vegar og fámennrar klíku í Verk- lýðsfélagi Akureyrar hins vegar, Þetta sést best af því að menn með mismunandi pólitískar skoðanir hafa hópum saman sótt um inn- göngu í Verklýðsfélag Akureyrar en verið synjað um inngöngu ein ungis af þeim ástæðum að formað ur félagsins hefir óttast að verka- fólkið mundi, ef það fengi að ráða í félaginu, breyta starfsháttum þess og skipulagi á þá lund, að það yrði opið öllum, sem þar áttu heima samkvæmt lögum Alþýðusambands ins, og að lögum félagsins yrði breytt í lýðræðisátt og fundarstjórn yrði framkvæmd á lýðræðislegri hátt en tíðkast hafði. Það var því einungis óttinn við fólkið, við verkamennfna og verkakonurnar sem kom Erlingi og hinni fámennu klíku hans til að halda dauðahaldi í þær ákvarðanir að opna félagið ekki samkvæmt lögum A. S. í. og taka að engu leyti tillit til vilja þeirra félagsmanna, er voru andvíg- ir hinni fámennu klíku, er virtist telja sig réttkjörna til að drotna til dauðadags í félaginu á þeim grund velli, er var í algjörðri mótsögn við lög og samþyktir Alþýðusambands Islands. Alstaðar annarsstaðar á landinu hafði verkalýðurinn sameinast á grundvelli skoðanafrelsis, jafnréttis og lýðræðis. Alþýðan á Akureyri gat eðlilega ekki unað til lengdar við það á- stand, sem ríkti í verkalýðshreyfing unni í bænum. Alþýðan, sem á alla hagsmuni sína undir því að lýð ræði og lýðfrelsi ríki í landinu, gat ekki þolað möglunarlaust að lýð- ræðið og skoðanafrelsið væri fótum troðið í faglegum samtökum henn ar sjálfrar, Um þetta hefir verið barist hér ondanfarið. Og það er alþýðan sem hefir sigrað í þessu stríði við Erling Friðjónsson og klíku hans. Fjöldinn tekur nú völdin úr höndum ein- ráðagjarns manns, sem glataði þeim af því að honum gleymdist að sam- tökin eru til fyrir fjöldann en ekki aðeins einstaka menn. Þannig lýkur ætíð fyr eða síðar baráttunni milli einræðis og lýð- ræðis, milli einráðagjarnra manna og fólksins. Úp lögum Vepklýðsfé- lags Akur- eypap Til þess að almenningur hér í bænum geti sem best glöggvað sig á því hvað þeir Erlingur og Hall- dór hafa m. a. verið að verja með því að þverskallast gegn almennum kröfum verkamanna og Alþýðusam- bandsins um breytingar á lögum Verklýðsfélags Akureyrar, skal hér birt orðrétt grein úr lögum þessa félags. 4. grein hljóðar þannig: „Umsókn um inngöngu l félagið sendist skrifleg til stjórnarinnar, og getur stjórnin frestað að leggja inn- tökubeiðnina fyrir félagsfund, ef henni þykir nauðsyn á að kynnast högum innsækjanda og stefnu í verklýðsmálum. Inntökubeiðni þarf að ná sam- þykki % hluta atkvæða á lögmæt- um fundi, og meirihluta stjórnar- innar, til þess að innsækjandi geti orðið félagsmaður. Nú hefir inn tökubeiðni ekki náð samþykki fé- lagsfundar eða stjórnar félagsins, og verður hún þá ekki borin undir at- kvæði, þó hlutaðeigandi óski þess, fyrr en ár er liðið frá því að hún var feld.“ Hvað segir nú þessi lagagrein Erlings og Co. á máli staðreynd- anna? Það er auðskilið: Stjórn fé- >ins getur eftir vild frestað að bera upp intökubeiðnir verka- manna, ,,að kynnast högum inn- sækjenda og stefnu“, er að komast eftir stjórnmálaskoðunum hans. Eins og sjá má þarf meira en venjulegan lýðræðisúrskurð á fund- um, þ. e. einfaldan meirihluta, það þarf % greiddra atkvæða til að komast í félagið, og sé viðkomandi verkamaður það vinsæll í hópi fé- lagsmanna að rúmlega Vá fundar- manna sé eigi treystandi til að halda honum utan félagsins, þá getur ein- faldur meirihluti félagsstjórnarinn- ar, segjum og skrifum 3 menn, hindrað að þessi verkamaður kom- ist inn í stéttarfélag sitt. í bréfi sinu 3. apríl s. 1. slökuðu lýðræðispostular „Alþýðumannsins" það mikið til, að þeir buðust til að yfirfæTa útilokunarvaldið af meiri- hluta stjórnarinnar m. ö. o. frá 3 mönnum til meirihluta trúnaðar- ráðs, 8 manna. Fulltrúar Alþýðusambandsins og hinna verkalýðsfélaganna kröfð- ust þess að félagið sjálft hefði æðsta úrskurðarvaldið í þessu efni eins og í öðrum málum. Auðvitað mátty þeir bræður ekki heyra minst á svona ósvífni! því þá áttu þeir á hættu að verkalýðurinn kæmist inn í félagið!

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.