Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.03.1943, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 30.03.1943, Blaðsíða 4
Lokasvar þeirra Erlings og Halldórs. Verklýðsfélag Akureyrar. Akureyri 3. apríl 1943. Herra fulltrúar Alþýðusambands íslands, Jón Sigurðsson og Jón Rafnsson, p. t. Akureyri. Formanni Verklýðsfélags Akur- eyrar barst bréf yðar d. s. í gær kl. 9 síðdegis sama dag, og var eðlilega ekki hægt svo seint á degi að kalla saman Trúnaðarráðsfund, en nú í dag kl. 8.30 síðdegis hefir Trúnað- arráðið tekið bréf yðar til íhugunar og svarar því á eftirfarandi hátt: Samningurinn 2. gr. Upphaf þriðju málsgreinar orðist-svo: í stað orðanna „Nú hef- ir orðið samkomulag“, komi: Nú hefir orðið einróma samkomulag. og svo frv. í sömu málsgrein 3. og 4. línu, á eftir orðunum „og skulu þeir þá öðlast óskoruð félagsréttindi í Verklýðsfélagi Akureyrar" komi: Þegar Verklýðsfélagið hefir fengið afsal fyrir eignum Verkamannafé- lags Akureyrar, enda hafi þeir og svo frv. 3. gr. Upphaf greinarinnar orðist svo: Um leið og inn eru teknir í Verklýðsfélag Akureyrar og svo frv. 4. gr. Á eftir orðunum: „í hús- nefnd Verklýðshússins", komi: en Eining tilnefni,tvo. Sama málsgrein 4. og 5. lína, á eftir orðunum, „ráðstafanir í því efni“, komi: þó ekki lengur en til næsta aðalfundar í þeim félögum. Aftan við málsgreinina bætist. í búi Verkamannafélags Akureyrar. Lagabreytingar. Upphaf þriðju málsgreinar orð- ist svo: Þeir menn sem vafi er á, að áliti meirihuta Trúnaðarráðs og sv. framv. Athugasemd. Trúnaðarráðið er skipað fulltrú- um meirihluta félagsins á hverjum tíma, og vandað til vals á því. Fyrir innsækjendur í félagið, og félagið í heild, er það miklu meiri trygg- ing að rétt verði afgreiddar inn- tökubeiðnir þeirra manna, sem vafi er á um að tilheyri verkamanna- stéttinni, ef það hefur þar íhlutun- arrétt um, en að það sé háð tilvilj- un á félagsfundi, hvernig fer um inntökubeiðnir manna. Væntum að þér fallist á þessar breytingartillögur til samkomulags. Virðingarfylst. Fyrir hönd Trúnaðarráðs Verklýðsfélags Akureyrar. Halldór Friðjónsson. formaður. Málshöfðunar- hjal. í fávisku sinni og einstæðings- skap eru nú þeir Halldór og Erl- ingur að reyna að kveða í sig kjark með skrafi um málshöfðun gegn Alþýðusambandi íslands út af því að það losaði sig við Verklýðsfélag Akureyrar. Þetta málshöfðunar- skraf þykir að vonum hin mesta fíflska, en í alla staði lík þeim bræðrum. — Flestir vita, að stjórn Alþýðusambands íslands er æðsta vald innan sambandsins, næst sam- bandsþingum. En nú vill svo til, að þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið af hálfu sambandsstjórnar gagnvart félagi þeirra bræðra, eru bygðar á skýlausri heimild frá síð- asta sambandsþingi, og er vitnað í þá heimild í ályktun sambands- stjórnar, sem birt er hér á fremstu síðu. í þessu sambandi hefir það rifj- ast upp fyrir mönnum, að sam- kvæmt 13. grein laga Verkalýðsfé- lags Akureyrar, er í þessu félagi stofnun, sem kallast dómnefnd. — Eins og frægt er orðið, getur þessi stofnun rekið alt og alla — jafnvel menn, sem ekki eru í félaginu, ef meirihluta nefndarinnar þóknast. Félagsfundir ráða þar engu um. Nú hafa menn verið í skopi að kasta þeirri spurningu milli sín fyr- ir hvaða dómstóli þeir bræður ætli að kæra Alþýðusambandsstjórn! og hefir þótt sennilegust sú tilgáta, að Erlingur ætli að kæra Alþýðusam- bandið fyrir formanni dómnefndar Verklýðsfélags Akureyrar, Halldóri bróður sínum og fá það rekið. . . . úr hverju eða hvert, — það veit enginn, fyrr en dómnefnd lætur til sín heyra. A sömu bókina lært. Þeir útilokunarpostularnir í Verklýðsfélagi Akureyrar, kváðu rammt á um það, að þeir vildu halda félagi sínu sem hreinræktuðu verkamannafélagi og vildu réttlæta útilokunarstefnu sína á þeirri for- sendu. Nú hefir það komið í ljós við at- hugun, að í það minnsta 1/3 fé- lagsmanna í Verklýðsfélagi Akur- eyrar voru menn, sem ýmist til- heyra ekki verklýðsstétt eða voru fullgildir meðlimir í stéttarfélögum fjarskyldra starfsgreina. Já, flest er á sömu bókina lært í þeim herbúð- um. »1 Danmörku og líka hér.« 1 síðasta tölublaði „Alþýðu- mannsins" birtist grein á forsíðu um glæsilegan sigur lýðræðisins í Danmörku. Svona fréttir gleðja hvern ein- asta hugsandi íslending og alla sanna lýðfrelsisunnendur, enda má gera ráð fyrir að þetta hafi verið greinarhöfundi ljóst. Fróðlegt væri að vita, af hvaða ástæðum Halldór hefir ekki eins gaman af að segja sigurfréttir af lýðræðisöflunum í verkalýðshreyf- ingu Akureyrar, því það yrði ekki síður en fréttirnar frá Danmörku gleðiefni fyrir Akureyrarbúa, sem svo lengi hafa orðið að hafa fyrir augum sér smánarblett einræðisins og ofbeldisstefnunnar í félagssam- tökum alþýðunnar hér í bænum. En svo aftur sé minnst á Dan- mörku. Hvernig mundu hin bönn- uðu blöð lýðræðisaflanna þar í landi skýra frá því þegar akureyrsk alþýða sigraðist á einræðisstefn- unni í stéttarsamtökum sínum? Og fróðlegt væri að bera það saman við skrif „Alþýðumannsins" um þessa atburði. »VINNAN« er tímarit Alþýðusambands íslands, vandað að frágangi, ómissandi rit fyrir hvern al- þýðumann. „V I N N A N“ fæst hjá öllum bóksölum í bænum. Aðalútsölumaður hennar á Akur- eyri er Pálmi H. Jónsson. — Gerist áskrifendur. Ábyrgðarmaður: Jón Rafnsson. Prentverk Odds Björnssonar. Nýtt verkalýðsfélag í stofnun. Stofnfundurinn hefst kl. 8,30 í kvöld í Verkalýðshúsinu, með stofnun félagsdeildar fyrir landverkamenn. Dagskrá: 1* Fulltrúap Alþýöusambaudsins o. II. flytja ræðup. 2. Lög félagsins og nafn. 3. Kosning félagsstjórnar. 4. Ýms mál. Verkamenn fjölmennið á fundinn og gerist stofnendur. Undirbnningsnefndin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.