Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.04.1943, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 10.04.1943, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN AF JÖRÐU ERTU KOMINN Nú eru bragfræðingar farnir áð nudda stírurnar úr augunum, og um leið búnir að skifta þeim, sem við ljóðagerð fást, í flokk^i. Og er þá vitanlega fyrst og fremst eitt höf- uðskáld, þá eru þjóðskáld, síðan al- þýðuskáld og síðast leirskáld. Þar næst er að skipa í flokka og segir Jónas frá Hriflu, að það sé auðveh, enda hafa sumir af þeim skriftlærðu valið sér það hlutverk. Þeir hreinsa sorann frá gullinu. Höfuðskáld hef- ir verið og er enn sjálfkjörið, að því sleptu er sorinn langtum meiri en gullið. Svo það er víst réttara að .segja, að þeir hreinsi gullið frá sor- anum, enda hrifsa þeir stærstu mol- ana, sumpart af handahófi, og hefja þá til skýjanna (þeir eru skáld). Hinu sópa þeir í eina ruslaskrínu og hella þar yfir söfnuðinn. Þar eru rímarar og leirskáld (einu nafni hagyrðingar). Þar er eg og þar hefir Jóh .Frímann valið sér hið góða hlutskifti, því hann yrkir en telur sig ekki skáld. Einnig kalla þeir okkur flatrímara, það orð telja þeir Ijótt, þó það hafi enga ákveðna þýð- ingu. J. Fr. skrifar ritdóm um kvæðakver Kristján Einarssonar og viðurkennir að K. E. sé skáld, en gefur honum þó nokkra ráðningu með vel völdum orðum og telur sig gera það í góðri meiningu. Hann telur ofmargar prentvillur í kver- inu. Eg trúi því vel, að þær séu of- margar, en það kemur ekki skáld- skap við. Og hvað máttu þær vera margar? Málvillur, smekkleysur og bragvillur telur hann það margar, að oflangt yrði upp að telja, en hann virðist telja það skáldleg spell- virki, því það er hagyrðingsbragur á kvæðunum, sem J. Fr. telur ann- að og verra, og virðist vera alveg bit á það, svo ekki er hann hrifinn af ruslinu. Eg fyrir mitt leyti tel J. Fr. skáld, enda skortir hann ekki smekkleysur og bragvillur, dæmin eru í „Degi“, og deginum ljósari. Þegar J. Fr. er í kvæði sínu kominn með fermingarstúlkuna að grátun- um, verður henni starsýnt á klæði prestsins, en þeim er fáránlega lýst. Svo fipast henni í faðirvori á þann veg, að það líkist meir vísindalegri bragarbót en barnslegu mismæli. Eins er það bragvilla, sem óment- aðir hagyrðingar leyfa sér ekki, að hafa sex atkvæði milli lágstuðla, þar að auki fyrri stuðulinn áherslu- lausann í miðju orði. Þá er það eitt enn, sem siðameistarinn finnur sér til og telur, að út yfir taki, hann segir að textarnir séu ortir eftir pöntunum. Þá athugasemd skil ég ógjörla, eg sé engin textamerki á kvæðunum, og þó svo væri, að skáldið hefði ort texta við áður- samið lag, þá skil eg ekki, hvernig það rýrir gildi listarinnar, mér ligg- ur við að halda, að þessi afgæðing- ur J. Fr. stafi af einskærri minni- máttarkend, því hann yrkir sjaldan sönghæft kvæði, hans kvæði eru flest skipulagslaus með löngum og misjöfnum runahendingum, en K. E. tel eg vandvirkan, bæði á hætti og stuðla og góðan rímara í þeirri merkingu, sem það orð hafði fyrir fjörutíu árum (ekki sem skammar- yrði). Að lokum lætur J. Fr. sína ásjónu lýsa yfir höfund kversins og breiðir blessun sína yfir alt saman, en virðist aðeins vera að búa hann undir lífið í þeirri von, að skáldið megi síðar lyfta augum til himins í faríseabæn og þakka J. Fr. næst guði, að hann er ekki eins og aðrir menn. Síðan áminnir J. Fr. skáldið með föðurlegri umhyggju, að gæta þess að yrkja sem skáld og varast sambúð við hagyrðinga og bögu- bósa. Ef J. Fr. meinar þar téngda- föður og mótbýlismann skáldsins, Friðbjörn í Staðartungu, þá get eg fullvissað hann um það, að vísur Friðbjarnar verða lengi við lýði, og berast manna á milli um lándið þvert og endilangt, á meðan bækur hinna skriftlærðu snúa fram giltum kili í skápum og bókhlöðum og bíða tortímingar. Það þykir’ orðið þroskavænlegt fyrir mentamenn, að þreyta afl við ómentaða menn, sem bera það við að yrkja. Þessir labba- kútar virðast vera að stæla Fjölnis- menn. Máske geta þeir með tíð og tíma kyrkt alla hagmælsku, en ætli það geti þá ekki íarið fyrir þeim eins og stúlkunum sem hjuggu han- ann, ætli það geti ekki skeð, að það komi þá tómahljóð í þeirra eigin barka og að þeim verði óhætt að minka forlögin. Sjaldan þrífst risa- vaxinn gróður léngi þar sem eng- inn er smágróður. enda ætti kenn- ari J. Fr. að vita það, að allur gróð- ur kemur upp úr jörðunni, en ekki alskapaður ofan frá, og verður skáldlistin að lúta sömu lögum, þó háfleyg sé. Eins hitt, að þar sem um fullkomnun er að ræða, þá hljóta altaf að verða nokkur spor á milli kyrstöðu og fullrar ferðar. Að telja hagmælskulegar setningar stærsta afbrot við skáldlistina er sama og aðlelja það vansa að vera þjófur og illræðismaður og glæp að vera barnalegur. Allir hafa börn verið og öll skáld hafa einhverntíma ver- ið hagyrðingar. Þ. M. Kreppir að fasistum i lums Áttundi bretski herinn og her- sveitir Bandaríkjamanna hafa náð saman og halda áfram að reka flótta hersveita Rommels, sem hörfa und- an til Sfax. Síðan 8. herinn hóf árásina á Marethvirkin hefir hann tekið ná- lægt því 20 þús. fanga, en auk þess hafa aðrir herir bandamanna tekið fanga. Kreppir nú mjög að hersveitum Þjóðverja og ítala í Túnis. Hlé á undan storminum Á Austurvígstöðvunum hafa eng- ar stórorustur verið háðar nú um hríð. Rauði herinn nálgast Novo- rossisk jafnt og þétt, en annars stað- ar á Austurvígstöðvunum hafa engar verulegar breytingar orðið síðustu vi|ku, ATVINNA Stúlkur vantar sem fyrst í eldhúsið í Sjúkrahúsi Akureyrar. — Talið sem fyrst við ráðskonu Sjúkrahússins. HROSSAKJÖT örfáar hálftunnur óseldar ennþá. SLÁTURHÚS K.E.A. HEILBRIGÐISFULLTRUASTARFIÐ er laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir tveggja stunda vinnu á dag að meðaltali. Mánaðarlaun kr. 100,00 og dýrtíðaruppbót. Heil- brigðisfulltrúinn skal leggja sér til síma. IJmsóknir sendist tíl skrifstofu bæjarstjóra. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n. k. Akureyri, 7. apríl 1943. Bæjarstjóri. ÞVOTTARÁDSKONUSTAÐAN við Kristneshæli er laus til umsóknar frá 14. maí n. k. Umsóknir sendist skrifstofu hælisins fyrir 30. þ. m. Ennfremur vantar 2 starfsstúlkur að hælinu 14. maí. — Stuttur vinnutími! Hátt kaup! Allar upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. / Máli Jóns Ivarssonar vísað heim í hérað Hæstiréttur kvað nýlega upp dóm í máli réttvísinnar gegn Jóni ívarssyni kaupfélagsstjóra. Var dómur undirréttar ómerkt- ur og málinu vísað.heim í hérað. Þótti Hæstarétti ýmislegt áfátt í rannsókn málsins. Ákærði hafði m. a. borið það fyrir rétti að starfsmað- ur á skrifstofu verðlagsnefndar hefði tjácS sér að skilningur sinn á ákvæðum verðlagsreglugerðar væri réttur, en í rannsókn málsins hefði gleymst að krefja dómnefndina sagna um þetta. Tilkynning Þar sem eg flyt úr bænum, hætti eg öllum skóviðgerð- um 8. þ. m. Jafnframt þakka eg öllum mínum viðskifta- vinum fyrir viðskippn á liðnum árum. Virðingarfylst. Akureyri 7. apríl 1943. Oddur Jónsson, skósmiður. HUSMÆÐUR! FISKHNlFAR (flatningshnífar) Pöntunarfélagið SKJALATÖSKUR Matreiðslubók Jóninnu Sig- urðardóttur er komin út í mikið aukinni og endur- bættri útgáfu. Er þetta tví- mælalaust fullkomnasta matreiðslubók sem komið hefir út á íslensku. Fæst bæði bundin og óbundin. Bokaverzlunin E D D A Pöntunarfélagið. )

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.