Verkamaðurinn - 01.05.1943, Side 2
2
VERKAM AÐURINN
Það var Framsóknarflokkurinn — en ekki
verldýðsflokkarnir — sem bjargaði skatta-
hlunnindum stórgróðafyrirtækjanna
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að elsku drengimir
okkar, PÁLMI HELGI og JÓNAS EINAR SVANBERG, sem önduð-
ust í Kristneshæli á páskadagskvöld, verða jarðsungnir þriðjudaginn 4.
maí kl. 1 e. h. frá Akureyrarkirkju.
Elín Einarsdóttir, Tryggvi Jónasson og systkini.
,,Dagur“, sem kom út s. 1. fimtu-
dag, birtir tvær greinar með gleið-
letruðum fyrirsögnum og gleið-
gosalegum upphrópunum um það,
að Sósíalistar á Alþingi hafi gengið
í þjónustu stórgróðamanna og
hjálpað þeim til að viðhalda skatta-
hlunnindum sínum. Er blaðið, eins
og vonlegt er, ákaflega hneykslað
yfir slíku framferði — og gætu þeir,
sem ekki þekkja málavöxtu, hæg-
lega ímyndað sér, að „Dagur" væri
gefinn út af flokki, sem aldrei hefði
komið nálægt því að veita þessi
/hneykslanlegu skattahlunnindi,
sem honum fellur nú svo þungt, að
ekki skyldu vera numin úr gildi.
Þeir, sem hins vegar hafa svolítið
fylgst með gangi þjóðmálanna, vita
að skattalögin, sem nú gilda, þar á
meðal umra?dd skattahlunnindi,
eru eitt af ástfóstrum „Framsókn-
arfl.“, frá þjóðstjórnartímanum
sæla — svo sorgin er nú kannske
ekki eins sár og látið er í veðri vaka.
En hver er þá sannleikurinn í
þessu efni?
í stuttu máli sá, að það var Fram-
sóknarflokkurinn — en ekki sósíal-
istar — sem bjargaði skattahlunn-
indum stórgróðafyrirtækjanna.
,,Dagur“ — með Bernharð Stef-
ánsson alþingismann sem leiðar-
ljós — ásakar sósíalista fyrir það að
fella niður úr dýrtíðarfrumvarpi
ríkisstjórnarinnar ákvæðið um af-
nám skattahlunnindanna.
Én hversvegna varð Sósíalista-
fjokkurinn að gera þetta?
í fyrsta lagi vegna þess, að hann
gat ekki náð neinu samkomulagi
við Framsóknarflokkinn um lausn
dýrtíðarmálsins, nema gengið væri
á rétt og hagsmuni launþeganna í
landinu. En af því að Sósíalista-
flokkurinn vildi ekki gera það, átti
hann þess ekki heldur kost að njóta
aðstoðar Framsóknarfl. til afnáms
skattahlunnindanna, í sambandi
við það mál.
Hinsvegar bauðst Sósíalista-
flokknum tækifæri til að leysa dýr-
tíðarmálið, með samkomulagi við
Sjálfstæðisflokkinn, á mjög hag-
kvæman hátt fyrir alþýðu manna,
gegn því, að skattamálin væru, að
mestu, frá því skilin.
Og Sósíalistaflokkurinn féllst á
það — í trausti þess, að strax á eftir
gæti hann leyst skattamálin, út af
fyrir sig, með samkomulagi við
„Framsóknar“- og Alþýðuflokkinn.
En þá er það „Framsóknarfl.“
sem svíkur — eða öllu heldur:
rennur blóðið til skyldunnar.
Dýrtíðarfrúmvarpið var afgreitt
á síðasta degi aukaþingsins. Næsta
dag hófst nýtt þing, og strax var
flutt, af fulltrúum allra „vinstri"
flokkanna, nýtt frumvarp um
eignaaukningaskatt. Jafnframt fóru
orð á milli flokkanna um frekari
skattafrumvörp, sem skyldu af-
greidd áður en þingi yrði frestað,
og hinn 20. apríl lagði Sósíalista-
flokkurinn fram skattafrumvarp,
þar sem m. a. voru ákvæði um af-
nám skattahlunnindanna.
En þá féll „Framsóknarfl.“ allur
ketill í eld.
Hann kærði sig sem sé ekkert um
afnám skattahlunnindanna, sem
hann sjálfur hafði með svo mikilli
ánægju leitt í lög. — Hann háfði að-
eins viljað nota málið sem svipu á
Sósíalistaflokkinn.
í sambandi við afgreiðslu dýr-
tíðarfrumvarpsins hugðist hann að
nota það til að sveigja Sósíalista-
flokkinn gegn hagsmunum laun-
þeganna.
Það mistókst, og Sósíalistaflokk-
urinn leysti dýrtíðarmálið með
Sjálfstæðisfl. — komst sem sé af án
náðar „Framsóknar".
Þá kom berserksgangur á bless-
aða framsóknarmennina.: Nú hafa
sósialistarnir orðið að lofa Sjálf-
stæðisfl. þvi, að láta skattamálin
kyr liggja! hugsuðu þeir. — Nú
skulum við, svei mér, píska þá með
kröfunni um afnám skattahlunn-
indanna, og öllu því!!!
Og „Framsókn“ reirði upp
skattasvipuna, og reyndi að sví-
virða Sósíalistaflokkinn fyrir að
hann vildi halda hlífiskildi yfir
stríðsgróðamönnunum.
Sósíalistaflokkurinn, sem auðvit-
að hafði engum slíkum heitum
bundist við Sjálfstæðisflokkinn,
svaraði með því að leggja fram
skattafrumvarp sitt — og skoraði á
„Framsókn" að fylgja því gegnum
þingið.
Þá feldi „Framsóknarfl.“ ekki að-
eins svipuna úr höndum sér —
heldur lagði einnig niður rófuna,
og labbaði heim!!!
Með ástúðlegu samkomulagi við
stríðsgróðamennina samþykti
„Framsóknarflokkurinn“ að fresta
þinginu tafarlaust, svo ekki ynnist
tími til af afnema skattahlunnindi
þeirra, áður en lagt yrði á tekjur
síðastliðins ár.
Það er því ekki aðeins, að
„Framsóknarfl." hafi á sínum tíma
leitt í lög skattaundanþágu stór-
gróðafyrirtækjanna, heldur er það
hann, og enginn annar, sem nú stóð
í vegi fyrir því, að stríðsgróðamenn-
irnir væru sviftir þessum hlunnind-
um.
Steingr. Aðalsteinsson.
Góð tíðindi
Jón Eyþórsson hefir tilkynt, að hann
muni ekki starfa í útvarpsráði, a. m. k.
fyrst um sinn, hefir Jón tekið upp á
þessu í tilefni af því, að hann var ekki
endurskipaður formaður útvarpsráðs.
Jón hefir skrifað langt mál í Tímann út
af þessu máli og kemst m. a. svo að orði:
„Eg hefi átt sæti í útvarpsráði í 10 ár,
nær óslitið, þar af verið formaður í 4 ár.
Þekking mín á þróun og högum stofn-
unarinnar er því töluverð“. — Ekki vant-
ar aumingja veðurfræðinginn vindinn!
Hátíðahöld
verklýðsfélaganna
1. maí
Tilhögun þeirra verður sem
hér segir:
ÚTISAMKOMA
við Verklýðshúsið kl. 1.15 e. h.
Ræður:
Jón Rafnsson, erindreki Alþýðu-
sambands íslands.
Marteinn Sigurðsson, formaður
Verkamannafélags Akureyrar-
kaupstaðar.
Tryggvi Helgason, formaður Sjó-
mannafélags Akureyrar.
KRÖFUGANGA, að loknum ræð-
um. Gengið verður Skipagötu, upp
Kaupvangsstræti, norður Hafnar-
stræti og Brekkugötu, niður
Gránufélagsgötu, suður Glerárgötu
að Nýja-Bíó.
SAMKOMA í Nýja-Bíó, kl. 3 e. h.
1. Samkoman sett (Hafsteinn Hall-
dórsson, fulltrúi Alþýðusam-
bands íslands).
2. Ræða (Steingrímur Aðalsteins-
son, alþm.).
3. Kórsöngur.
4. Ræða (Guðm. Snorrason, vara-
form. Bílstjórafél. Akureyrar).
5. Upplestur (Jón Ingimarsson, rit-
ari ,,Iðju“).
6. Ræða (Elísabet Eiríksdóttir, for-
maður „Einingar").
7. Söngur (Smárakvartettinn).
Aðgöngumiðar seldir í Nýja-Bíó frá
kl. 2.30 og kosta kr. 3.00 og kr. 1.00.
Hljómsveit leikur áður en sam-
komumar hefjast.
Lúdrasveitin
Hin nýstofnaða lúðrasveit lék
nokkur sálmalög hjá kirkjunni á
páskadaginn. Veður var eigi hag-
stætt, fremur kaít. Þrátt fyrir það
var auðheyrt, áð byrjuni'n er mjög
efnileg og gefur vonir um mikinn
og góðan árangur síðar, ef bæjar-
búar og forráðamenn bæjarins
veita lúðrasveitinni þann stuðn-
ing, fjárhagslega og á annan hátt,
sem er nauðsynlegur allri slíkri
menningarviðleitni. Ef sveitinni
er gert fært að fá ný og góð hljóð-
færi, launa kennara o. s. frv., er
mikið fengið, en þó er hitt engu
síður mikilvægt, að þeir áhuga-
menn, sem leggja fram mikinn
tíma og erfiði til að setja svolíuð
meira menningarsnið á bæinn,
finni það, að þeir eigi að baki sér
skilning og samúð allra bæjarbúa.
Á. S.
Kaupið 1. maí-merki
Alþýðusambandsfélaganna!
DAN SSKEMTANIR
verða í Skjaldborg og Verklýðshús-
inu kl. 10 e. h. — Blastakkahljóm-
sveitin spilar í Skjaldborg, en
Stefán og Ottó í Verklýðshúsinu.
Aðgöngumiðar seldir við inngahg-
inn og kosta kr. 5.Ó0 að Skjaldborg,
en kr. 3.00 að Verklýðshúsinu.
MERKI Alþýðusambands íslands
verða seld á götunum.
TILKYNNING
Samkvæmt fyrirskipun Sauðfjársjúkdómanefndar ríkisins
ber öllum fjáreigendum í Öngulstaða- og Hrafnagilshreppum,
norðan varnargirðingar hjá Grund og Rútsstöðum svo og fjáreig-
endum á Akureyri og í Glæsibæjarhreppi sunnan varnargirðingar
hjá Lónsbrú, að mála fé sitt greinilega á hægra liorn, með rauðum
lit eða í hægri vanga ef kollótt er, á.ður en jwí er sleppt í vor. Þar
sem mæðiveiki hefir fundizt á heimili, bey að mála féð með rauð-
um lit á bæði horn. Málning fæst hjá K, E>;Á..
Hreppstjórum ber að sjá um að fyrirmælum þessum verði
framfylgt. Brot gegn þessu varða •þungurn sektum. : ^
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu 28. apríl 1942.
Sig. Eggerz.
AÐALFUNDUR
Flugfélags Islands h.f., verður haldinn í Oddfellow-
/
húsinu í Reykjavilí, miðvikud. 5. maí nk., kl. 2 e. h.
D a g s k r á:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
3 2. Lagabreytingar.
Stjórnin.