Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1943, Side 3

Verkamaðurinn - 01.05.1943, Side 3
VERKAMAÐURINN 3 Stóraukning nýbyggingasjóðanna, skattfr jáls varasjóðstillög hlutafélaga verði felld niður, skattfrjálsar tekjur einstaklinga hækki, toll- ar á líf snauðsynjum lækki, efni til skipasmíða og útgerðarvörur, þetta eru tillögur sósíalista Framsókn kaus heldur að hlaupa heim, en að samþykkja þessar tillögur VERKAMAÐURINN Útgetandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Sverrir Askelsson, Loftur Meldal, Lárus Björnsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Fyrsti maí í dag, 1. maí, ríkir eining í röð- um verkalýðsins. Hátíðahöldin þennan dag fara því frarh með ó- líkum liætti en áður, ekki síst hér á Akureyri. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna og 1. maí-nefndir allra Alþýðusam- bandsfélaganna hér í bænum hafa að þessu sinni forgörigu með há- tíðahöldin 1. maí. Aldrei áður í sögu verklýðssamtaka þessa bæjar hafa jafnmargir og jafnsterkir að- ilar haft forgöngu með 1. maí-há- tíðahöldin hér. Að þessu sinni hafa unnið sameiginlega að undirbún- ingi hátíðahaldanna, 1. maí-nefnd- ir frá hinu nýlega stofnaða Verka- mannafélagi Akureyrarkaupstaðar, verkakvennafélaginu ,,Eining“, Bíl- stjórafélagi Akureyrar, Sjómanna- félagi Akureyrar, „Iðju“, félagi verksmiðjufólks, Fulltrúaráði verk- lýðsfélaganna og fulltrúi Vélstjóra- fél. Akureyrar í Fulltrúaráðinu. Alþýðusambandið og félög þess hafa nú alstaðar forgöngu með há- tíðahýldin 1. maí. Eining ríkir nú um alt land meðal verkalýðsins, eftir að síðasta vígi sundrungarinn- ar, hér á Akureyri, var unnið. 1. maí er því, að þessu sinni, dagur einingarinnar. Þátttaka í hátíðahöldum verkalýðsins í dag verður því miklu meiri en nokkru sinni fyr í sögu íslensku verklýðs- hreifingarinnar. Það er barist víða um heim í dag. í fjölmörgum löndum, þar sem 1. maí-fylkingar verkalýðsins fóru áður um götur stórborganna, er nú ólíkt aðhafst. í fasistalöndun- um og herteknu ríkjunum er hið vinnandi fólk neytt til að vinna þennan dag í þágu fasismans, ann- aðhvort á vígstöðvunum eða að baki vígstöðvanna. I löndum Bandamanna heldur alþýðan 1. maí að þessu hátíðlegan með því að framleiða sem mest af hergögnum, til þess að stuðla á þann hátt sem fyrst að falli fasism- ans og losa hinar kúguðu þjóðir undan áþján hans og grimd. Hér á íslandi er verkalýðurinn hinsvegar frjáls í dag, og þarf ekki einu sinni að leggja á sig þær byrð- ar, sem verkalýðurinn í löndum Bandamanna þarf á sig að leggja í baráttunni gegn ófreskju fasism- ans. Hlutskifti íslenska verkalýðsins er því ærið betra en alþýðu flestra annara þjóða í dag. Þess ber að minnast í dag, á þann hátt, að treysta í dag bönd eining- ar og samstarfs. Aðeins fullkomin eining verklýðssamtakanna er þess Á hinu nýfrestaða Alþingi lögðu þingmenn Sósíalistaflokksins fram frumvarp um afnám skattfrelsi varasjóðanna, um eflingu nýbygg- ingasjóðs, hækkun persónufrá- dráttar og lækkun tolla á lífsnauð- synjum. Fara hér á eftir meginat- riði úr frumvarpinu: 1. Nýbyggingasjóðir útgerðarinn- ar eiga að stóraukast, alt hið skatt- frjálsa fé útgerðarinnar, eða einn þriðji af hreinum tekjum hennar, rennur til nýbyggingasjóða, en þeg- ar nýbyggingasjóður er orðinn jafn hár hæfilegu vátryggingarverði skipa hlutaðeigandi útgerðar- manna eða félaga, eða þegar sjóð- urinn er orðinn 2 miljónir kr., lækka framlög til hans í einn sjötta hluta hreinna tekna. 2. Trygt er, að nýbyggingasjóð- um verði varið til nýbygginga, en hingað til hefir engin trygging ver- ið fyrir því. 3. Skattfrjáls varasjóðstillög hlutafélaga eru með öllu feld nið- ur. 4. Það fé, sem kemur í ríkissjóð vegna þess að varasjóðstillög út- gerðarinnar falla niður, skal renna í hinn almenna nýbyggingasjóð. Hinn almenni nýbyggingasjóður er eign bæjar- og sveitarfélaga, og fær hvert sveitarfélag, í sinn hlut, það fé, sem innheimtist innan vé- banda þess. Fé sjóðsins skal ein- göngu varið til bygginga nýrra skipa. 5. Skattfrjáls persónufrádráttur eykst fyrir einhleypinga úr kr. 900 umkomin, að koma í veg fyrir að íslenskur verkalýður verði hnept- ur í fjötra innlendrar harðstjórn- ar. Öflug alþýðusamtök, þar sem fullkomin eining ríkir, er eina leiðin til að standast öll áhlaup afturhaldsins og tryggja að lokum sigurinn yfir því. Frelsið, sem við njótum í dag verðum við að nota út í ystu æsar til þess að efla samtök okkar enn betur, svo við verðum ekki svift því, sem okkur er kærast og dýr- mætast. Þáttakan í 1. maí-hátíðahöldun- um, er þýðingarmikið skref í þá átt að skapa voldug og sterk alþýðu- samtök. Enginn verkamaður, verkakona né verklýðssinni, má láta sig vanta í hóp samtakanna í dag. Hver sá, sem kann að skerast úr leik, velur sér í raun réttri samskonar hlutverk og sá, sem af frjálsum vilja skýtur sér undan þeirri skyldu, að styðja Bandamenn í baráttunni gegn verstu verklýðskúgurum, sem sag- an greinir. upp í kr. 1500, fyrir hjón úr kr. 1800 í kr. 3000 og fyrir barn úr kr. 700 í kr. 1200. Miðað við meðalvísitölu ársins 1942 verða skattfrjálsar tekjur einstaklinga því kr. 3090, en eru nú kr. 1854, hjóna kr. 6180, en eru nú kr. 3708, hjóna með 1 barn kr. 8652, en eru nú kr. 5150, hjóna með 2 börn kr. 11.124, en eru nú kr. 6592, hjóna með þrjú börn kr. 13596, en eru nú kr. 7934. 6. Fé það, sem í ríkissjóð rennur vegna afnáms varasjóðshlunninda hlutafélaga, sem ekki eru útgerðar- félög, skal varið til að lækka tolla á nauðsynjavörum og þá um leið dýrtíðina, og til þess að lækka tolla á nauðsynjum útgerðarinnar og á efni til skipabygginga. Það mætti ætla að Framsókn, eft- ir öll stóru orðin og vaðalinn um vilja hennar til að framkvæma eitt- hvað þjóðarheildinni til þrifa, hefði ekki látið á sér sitja að sam- þykkja þetta frumvarp. En það var öðru nær. í stað þess kusu Framsóknarþingmennirnir (og sumir Alþýðuflokksmennirnir) heldur að fara heim — til þess að hindra á þann hátt að stórgróðinn 1942 yrði skattlagður eins og hæfi- legt hefði verið og eins og Fram- sókn var meira að segja búin að lofa að gera. Fjölmennið á útifnnd Alþýðusambandsfélaganna! Fíöpugt snlalt og hiturk Fyrir nokkrum árum fórust ein- um kunnum ritdómara svo orð i grein er hann birti um þá ný-út- komna ljóðabók Steindórs Sigurðs- sonar og önnur ritstörf hans: „Alt, sem frá hans hendi kemur, er fjörugt, snjalt og biturt". Og þeir munu margir á meða þeirra, sem kynt hafa sér ritstörf Steindórs, bæði þau, sem birst hafa með nafni og nafnlaus, er mundu skrifa undir þessi ummæli. Frá bókaútgáfu Pálma H. Jóns- sonar er nú væntanleg, í næsta mánuði, ný bók frá hans hendi, er hann nefnir „Meðal manna og dýra“. Eru það sex frumsamdar sögur. Og mun það ekki ofmælt, að hennar mun beðið með eftir- væntingu víða um landið. Kvæðabækur Steindórs hafa og hlotið ágæta dóma og vinsældir margra Ijóðavina, svo að fróðlegt mun þykja að sjá, hvernig hann fer af stað sem söguskáld. MAURICE DOBB: Hlliýðutriiggingamar (sovetrlKjunum | (Niðurlag), 1. Ellitryggingar. Ellitryggingum var fyrst komið á 1927 fyrir verkamenn við vefnað- arverksmiðjur, en voru síðan aukn- ar og látnar ná til verkamanna í öðrum aðaliðngreinum, eftir 1929. Nú ná ellitryggingarnar til allra, hvort sem þeir hafa unnið erfiðis- vinnu eða andleg störf, sem hafa unnið sín lágmarkstímabil. Ellilaun nema milli 50 og 60% af meðallaunum þess, sem styrks- ins verður aðnjótandi og fer mis- munurínn eftir starfsgrein manns- ins. Námuverkamönnum t. d. og öðrum, er unnið hafa óholl störf, eru greidd 60% af fullu kaupi. Karlmenn þurfa venjulega að rafa unnííi í 25 ár og konur í 20 ár til þess að öðlast rétt til þessara trygginga. Menn hafa rétt til að fá greidd ellilaun, þegar þeir hafa náð ákveðnum aldri, hvort sem reir láta af störfum eða ekki, karl- menn þegar þeir eru 60 ára og kon- ur þegar þær eru 50 ára. Verkamenn í námum og öðrurn óhollum starfsgreinum, njóta for- réttinda, að þurfa styttri starfstíma og lægri aldur til þess að öðlast þennan rétt. Þeir hafa rétt til elli- launa þegar þeir eru 50 ára, ef þeir hafa unnið í 20 ár, þar af 10 ár niðri í námum eða við önnur óholl störf. 2. Örorkutryggingar. Örorkutrygginga njóta allir, sem mist hafa starfsorku sína, sökum slysa eða veikinda og eru að áliti lækna ekki færir um að vinna reglulega vinnu. Allir öryrkjar hafa rétt til ör- orkustyrks, hvort sem þeir hafa mist starfsorku sína vegna slysa eða af öðrum orsökum við starf sitt, eða hvort þeir hafa mist starfsorkuna af öðrum ástæðum. Þó er sá munur á, að hafi þeir mist starfsorku sína vegna starfs síns, fá þeir tafarlaust rétt til örorkustyrks, en í öðrum til- fellum er um nokkurn biðtíma að ræða, sem fer eftir starfstíma mannsins og jafnframt því, hve gamall hann er.. Hafi öryrkinn mist alla starfsorku sína og þarfnist stöðugrar umönn- unar, fær hann greidd 80—100% af þeim launum er hann úður hafði. Sé hann ófær til vinnu, en þarfnist ekki sérstakrar umönnun- ar, fær hann greidd 60—80% af fullum launum. Sé hann aftur á móti ekki fær til þess starfs, er hann hafði á hendi, en geti unnið léttara starf, eða tíma og tíma í einu, fær hann greidd 46—56% af fulfum launum. Hafi öryrkinn mist starfsorku Munið samkomu verkalýðs- félaganna í Nýja Bíó í dag og dansleikina í Skjaldborg og Verklýðshúsinu í kvöld!

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.