Verkamaðurinn - 12.06.1943, Blaðsíða 1
r
Urskurður Hæstaréttar:
Þjóðstjórnarflokkarnirbrutu stjórnarskrána
r
Utgefendur Hrafnkötlu sýknir saka
<
S. 1. miðvikudag kvað Hæstiréttur upp dóm í liinu svokallaða „Hrafn-
kötlumáli“.
Sýknaði Hæstiréttur algjörlega útgefendur Hrafnkötlu, þá Halldór
Kiljan Laxness, Ragnar Jónsson og Stefán Ögmundsson.
Einnig er því slegið föstu með þessum dómi, að lögin um útgáfu
fornrita — hin svokölluðu „næturlög",' sem Hriflu-Jónas narraði meiri-
hluta Alþingis til að samþykkja, séu brot á stjóarnarskránni.
ísleifur Árnason, prófessor tók sæti í dóminum í stað Einars Arnórs-
sonar. Gissur Bergsteinsson hafði sérstöðu í málinu.
Dómur Hæstaréttar verður birtur í næsta blaði.
Pantellaria á valdi Bandamanna
Hersveitir Bandamanna tóku
ítölsku eyjuna Pantellaria herskildi
í gær.
Flugher Bandamanna hefir liald-
ið nppi látlausum árásum á
Pantellaria síðan Afríkustyjiildinni
lauk. Snemma í gærmorgun dró
setulið eyjarinnar upp hvítan fána
til merkis um, að það gæfist upp.
Um hádegi í gær stigu svo hersveit-
Hátíðahöld sjómanna
á Akureyri
Sjómannadagurinn, 6. júní, var
að þessu sinni hátíðlega haldinn í
fleiri bæjum og kauptúnum en
nokkru sinni áður.
Hér á Akureyri liófust hátíða- !
höldin með hópgöngu sjómanna kl.
10.30 f. h. Tóku þátt í göngunni
meðlimir stéttarfélaga sjómanna
ltér í bænum og gengu undir fán-
um félaga sinna og íslenska fánan-
um, en auk þess var borinn fáni í
göngunni, sem ekki liafði sést hér
áður við slík tækifæri. Var það fáni
Færeyinga og fylktu sér undir
merki hans um 20 færeyskir sjó-
menn. Að lokinni hópgöngunni
hlýddu sjómenn á messu.
Eftir hádegið fór fram kappróð-
ur á ,,Pollinum“. Tóku 6 róðrar-
sveitir þátt í honum. Bar A-sveit
Sjómannafélags Akureyrar sigur úr
býtum. Reri hún vegalengdina,
sem var 1000 metrar, á 4 mín 58,8
sek. Næst var sveit Vélstjórafél. Ak.
4 mín 59,3 sek. Að loknum kapp-
róðrinum var keppt í stakkasundi
í sundlaug bæjarins. Hlutskarpast-
ur var Hilmir Ásgrímsson. Synt var
50 m. vegalengd og synti hann hana
á 1 mín. 10,1 sek.
Loks fór fram knattspyrna og
reiptog á íþróttavellinum. Kepptu
aðeins tvö félaög í knattspyrnunni,
Sjómannafél. Ak. og Vélstjórafélag-
(Frartihald á 4. sfðu).
ir Bandamanna á land. Urðu lítils-
háttar vopnaviðskifti á allmörgum
stöðum, og er talið, að það hafi
stafað af því, að yfirforingi setu-
liðsins liafi ekki verið búinn að
koma skilaboðum til allra eininga
setuliðsins. Öll mótspyrna var brot-
in á bak aftur eftir 20 mínútur. —
Má segja, að þetta eyvirki hafi ein-
göngu verið unnið úr lofti og er
það einstæður viðburður í hernað-
arsögunni.
Pantellaria er aðeins um 110 fer-
kílómetrar að stærð. En eyjan er
engu að síður talin mjög mikilvæg
frá hernaðarlegu sjónarmiði. Það
er ein höfn og flugvöllur og neðan-
jarðarflugskýli.
Mun þetta koma Bandamönnum
að góðum notum, ef þeir hefja inn-
rás á Sikiley, en Pantellaria liggur
á milli Bon-höfða í Afríku og Sikil-
eyjar, um 70—80 km. frá ströndum
Afríku.
í fyrradag voru 3 ár liðin frá því
að Ítalía sagði Bretlandi stríð á
hendur. Hélt Mussolini enga ræðu
í tilefni af þessu afmæli.
Sáttrtiála Rússa og Banda-
ríkjamanna minst
í gær var liðið eitt ár frá því, að
Sovétríkin og Bandaríkin gerðu
með sér sáttmála um gagnkvæma
aðstoð í baráttunni gegn nazisman-
um. í tilefni af þessu skiftust þeir
á skeytum Kalinin og Roosevelt og
Molotoff og Cordell Hull. Molo-
toff hafði boð inni og voru sendi-
herrar Bandaríkjanna og Bretlands
meðal gestanna. í grein í ,,Pravda“
var skýrt frá hinni miklu hjálp, sem
Bandaríkin hafa látið Sovétríkjun-
um í té og segir þar, að íbúar Sovét-
ríkjanna viti gjörla um þessa að-
stoð, sem sé táknræn fyrir góða
samvinnu í baráttunni gegn fas-
ismanum.
HRIFLU-JÓNAS HÆTTIR AÐ
SKRIFA í TÍMANN!
HANN SKRIFAR HÉÐAN AF í DAG, SEM VERÐUR
MÁLGAGN AFTURHALDSINS í FRAMSÓKN.
Jónas frá Hriflu sendi nýlega hirðisbréf til fylgismanna sinna.
í hirðisbréfi sínu segir Jónas m. a. eftirfarandi um fyrirhugaðar
skriftir sínar: •
„Eina ráðabreytni ætla eg þó að gera a. m. k. í bili. Eg hef, eins
og áður er sagt, skrifað allmikið í Tímann undangengin 26 ár. En
við öll verk verður maður að taka við af manni, kynslóð eftir kyn-
slóð, sá dagur hlýtur að korna, að eg verð ekki sjálfboðaliði við
Tímann. Eg hef þessvegna nú með sumarkomunni hætt að senda
Tímanum greinar. Mér finnst sennilegt að sumum semherjum
mínum hafi þótt undanfarin 26 ár vera farin að. nálgast heila
mannsæfi og þyki betur farið að nýir menn komi þar til skjalanna.
Nú vill svo vel til að flokkurinn á völ á mörgum vel ritfærum v
mönnum í höfuðstaðnum, sem hafa gott af að reyna krafta sína. Eg
var líka riðinn við stofnun Dags á Akureyri eins og Trmans í
Reykjavík. Nú eru útgefendur Dags að færa út kvíarnar og hafa
fengið marga menn til að vinna við blaðið og gert það mjög fjöl-
breytt, eftir því sem stærð leyfir. Aðstandendur blaðsins hafa óskað
eftir, að eg yrði um stund sjálfboðaliði þar og ætla eg að taka því
boði. Með þeim hætti vil eg, þótt í litlu sé, jafna metin, að því er
vinnu mína snertir, milli þessara blaða“.
Menn skilja fyr en skellur í tönnum. Jónas ætlar að gera Dag að
málgagni afturhaldsklíkunnar f Framsókn og vonast til þess að
beygja „vinstri mennina“ með því móti. Það reynir nú á þá
„vinstri“ menn, hvort þeir ætla að halda áfram því einkennilega
formi fyrir „vinstri stefnu“ og „baráttu gegn afturhaldi" að beygja
sig fyrir Jónasi og skrifa í hans anda, í stað þess að þora að standa
fast á róttæku starfi verkalýðs og sveitaalþýðu og gera þá upp sak-
irnar við Þá afturhaldsklíku, sem vill kljúfa sveitaalþýðuna frá
verkalýðnum, svo auðmenn og afturhald geti deilt og drottnað.
Hversvegna vildi Framsókn
ekki róttæka umbótastjórn?
Bæklingur Brynjólfs Bjarnason-
ar: „Samningarnir um vinstri
stjórn. Hversvegna vildi Framsókn
ekki róttæka umbótastjórn?“ er nú
kominn og verður seldur á götun-
um. Einnig fæst hann í Fornsöl-
unni, hjá Jóhanni Jónssyni, skó-
smið, á afgreiðslu „Verkamanns-
ins“, Verklýðshúsinu, hjá Stein-
grími Aðalsteinssyni, Þingvalla-
stræti 14 og Jóhannesi Jósefssyni,
Aðalstræti 54.
Hjórtaband: Ungfrú Fanney Guð-
mundsdóttir, símamær og Friðrik Magn-
ússon, lögfræðingur.
Andlát. 3. þ ,m. létst að heiimli sínu
hér í bænum, Strandg. 39, Guðný
Bjarnadóttir, ráðskona.
Þá er nýlátinn hér í bænum, Gunnar
Benediktsson, Hafnarstræti 86.
Sumardvalamefnd hefir merkjasölu á
2. hvítasunnudag, til ágóða fyrir sumar-
starfið.
Jón ívarsson tekur ekki sæti
í Viðskiptaráði
Jón ívarsson, kaupfélagsstjóri,
skrifaði nýlega Viðskiftamálaráðu-
neytinu og tjáði því að hann
mundi ekki taka sæti í Viðskifta-
ráði. Hefði hann tekið þessa
ákvörðun án tillits til þess, hver
úrslit mál hans fengi í Hæstarétti.
Ráðuneytið hefir tekið úrsögn
hans til greina.
4%
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði
reglugerðar um orlof, eiga verka-
menn og • aðrir launþegar að fá
greidd hjá kaupgreiðendum 4% á
vinnuláun sín frá -þeim tíma, er
lögin gengu í gildi — 24. maí s.l. —
uns orlofsmerkin og orlofsbækurn-
ar verða til sölu í póstafgreiðslum.
Sýni atvinnurekendur tregðu á
að greiða þetta fé, ættu launþegar
tafarlaust að snúa sér til stjórnar
stéttarfélags síns og fá þar aðstoð
til að ná rétti sínum.