Verkamaðurinn - 24.07.1943, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
Dagurá
austurvígstöðvunurrT
Nýja Bíó hefir nú fengið kvikmyndina „Dagur á austurvígstöðvunum" og verður
hún sýnd í fyrsta sinn n. k. mánudag. „Verkamaðurinrí' birtir hér á eftir kafla úr
érein í NORSK TIDEND eftir Olav Rytter, um þessa stórmerkilegu mynd. Gefst
bæjarbúum nú tækifæri til þess að sjá með eigin auéum nokkra þætti hins æé'ileéa
hildarleiks, og éeta menn, eftir að hafa séð þessa mynd, öðlast dýpri skilniné á
því, hvað þjóðir Sovétríkjanna hafa orðið að leééia á sié til að varðveita frelsi sitt
oé annarra þjóða, sem fasisminn hefir laét undir sié eða óénað.
Rússneska kvikmyndin Dagur á
austurvígstöðvunum, hefir vakið
mikla eftirtekt og aðdáun hér í
London.
Rússnesku kvikmyndasmiðirnir
sem myndina gerðu, eru meðlimir
fréttadeildanna í sovéthernum, og
vinna á sjálfum vígstöðvunum, við
hlið hermannanna, um borð í her-
skipunum og á flugvélum í orust-
um. Þeir hafa því getað tekið bar-
dagamyndir, sem fara fram úr
flestu, sem maður hefir séð, svo
raunverulegar eru þær.
Hundrað og sextíu myndatöku-
menn voru sendir til vígstöðvanna
og vinnustöðva um öll Sovétríkin,
til að taka kvikmyndina. Tuttugu
og sex þeirra fórust, þennan eina
dag sem myndirnar voru teknar,
en efnið sem þeir söfnuðu þannig,
með því að setja lífið að veði, hefir
rússnesk kvikmyndastjórn og list-
ræn meðferð gert að áhrifamikilli
heimild.
Dagurinn sem kvikmyndin lýsir,
er 13. júní í fyrra. Sumarsókn Þjóð-
verja stóð sem hæst, óvinirnir rudd-
ist langt inn í landið, en hin veh
heppnaða gagnsókn um veturinn
hafði vakið nýja bjartsýni og sjálfs-
traust. Myndin lýsir hörðum
reynslutíma, erfiður kafli stríðsins
reynir á baráttuþrekið og skerpir
vitundina um, hve mikið er í húfi.
Kvikmyndin byrjar í Moskva kl.
4 að morgni. Loftvarnabelgirnir,
sem hafðir eru uppi um nætur, síga
hægt gegnum þokuslæðinginn yf-
ir borginni. Nú eru það orustuflug-
vélarnar, sem taka við verðinum.
Ur einni orustuflugvélinni, sem
flýgur yfir borgina, sér maður
Moskvafljótið bugðast gegnum
grátt og móðugt klettalandslag húsa
og gatna, sem teygir sig svo langt
sem maður eygir. En brátt er mað-
ur kominn niður í borgina. Kreml
rís sem þung og dökk skuggamynd
við gráan morgunhimininn. Tveir
lögregluAienn ríða hægt fram hjá
leghöll Lenins, annars sést engin
lífshræring. En þarna, yfir á einni
brúnni yfir fljótið, gránar af
mannfjölda í þungri, háttbundinni
hreyfingu. Hóparnir greinast frá
þokuslæðingnum og taka á sig lög-
un. Þéttar raðir hermanna á
göngu. Þeir nálgast upp með fljót-
inu. Það heyiist músik og söngur.
Þeir ganga með þungu, stálhörðu
hljóðfalli, sem þó deyfist og mild-
ast af hinum einkennilega molltón,
sem heyrist jafnvel í hermanna-
söngvum Rússa. Einn gengur
fremst, þar næst hópur liðsforingja
og þá sveit eftir sveit í fcgeiðum
göngufylkingum. Söngur þeirra
deyr út í morgunsárinu. Herdeild
Petroffs majórs á leið til vígstöðv-
anna. Dagur rennur á austurvíð-
stöðvunum.
*
Það kemur landslagsmynd. Við
erum stödd á austurvígstöðvunum.
Næturhrímið liggur enn á dverg-
birkinu og kjarrinu í þessu eyði-
lega, ásótta landi. Hvítklædd skíða-
mannasveit kemur fram af brekku-
brún. Þeim er mætt með skothríð
úr vélbyssu handan yfir lægðina.
Nokkrir steypast, hinir bruna
áfram. . Fallbyssukúlur skella nið-
ur, svo grjót og mold gýs upp. En
næsta mynd sýnir þýskan hermann,
sem liggur yfir vélbyssuna sína fall-
inn. Nokkrir fangar eru teknir.
Einni óvinavarðstöð færra.
Snögglega erum við komnir til
suðurvígstöðvanna. Ur loftvarna-
stöð sjáufn við yfir Sevastopol.
Þungar sprengjur falla á höfnina
og sundra bryggjum og húsum. fc’rá
tundurspilli einum sjáum við
þýska sprengjuflugvél skotna nið-
ur og lirapa í sjóinn, með svartan
reykjarhala á eftir sér. Sjóliðar
verða að Iiverfa úr varnarstöð,
vegna regns af fallbyssukúlum, en
brátt safnast þeir saman á ný og
hefja gagnárás. Við sjáum marga
þeirra falia á leið til hæðarbrúnar-
innar, en varnarstöðin er tekin með
handsprengju- og byssustingjaárás,
við áköf húrrahróp, sem eru eins og
daufur undirtónn í bardagahávað-
anum. Orustan um Sevastopol
heldur áfram.
*
Skógarsvæði vestur af Moskva.
Könnunarflokkur átti í skærum
um morguninn. Nú er allt kyrt.
Vörður gengur einsamall varð-
göngu sína meðfram lygnu fljóti.
Hermennirnir hvílast. Einn skrifar
bréf heim. Hermaður úr frétta-
deildinni situr við ritvélina sína.
Vígstöðvablaðið fer að koma út.
Fyrirvaralaust breytist ritvélar-
hljóðið í píanótóna. Við erum
stödd á flughöfn skamt frá. Við
flygil á palli út á miðju svæðinu,
situr rússneskur píanóleikari, sig-
urvegari af samkeppni píanóleik-
ara af ótal þjóðum í Brussel. Nú
hefir hann helgað hermönnunum
list sína. Tónarnir drynja út til
flugmannanna, sem standa og sitja
í kringum hann í flugvélum sínum
eða á jörðinni. Þá blandast flug-
vélaniður í píanótónana og orustu-
flugvél þýtur ofsahratt yfir völ 1 inn.
Píanóleikarinn lítur upp, en held-
ur áfram að spila. Rétt á eftir er
flugvélin lent .flugmaðurinn kem-
ur út og gengur til yfirmanns flug-
sveitarinnar. Kúroff liðsforingi til-
kynnir komu sína. Hann hefir lok-
ið erindi sínu. Hann fer til félaga
sinna og virðist gleyma öllu nema
tónunum, sem dynja frá píanóinu
á pallinum. Þeir Hitler og Kvisling
hafa miklar áhyggjur vegna rúss-
nesku þjóðarsálarinnar, sem sagt er
að hafi farist fyrir 25 árum, eða þar
um kring. Hitler hefir fengið að
kynnast þeim furðulegu sálarhæfi-
leikum, sem einkenna Rússa nú á
tímum í orustum. En alvaran og
hrifningin í hinum karlmannlegu,
sólbrendu andlitum minnir mann
á að rússneski maðurinn er hinn
sami og áður, einnig bak við sovét-
einkennisbúninginn.
Hvað eftir annað er maður mint-
ur á þessi einföldu sannindi, við að
sjá myndina.
Síðustu tónarnir ldjóðna. Það er
bjartur sumarmorgun. Flugmenn-
irrnir fara hver til síns starfs. Þung-
ar flutninagvélar leggja af stað með
matvæli til Leningrad. Brátt erum
við komnir til hinnar umkringdu
borgar. Lífið er grátt og ömurlegt
við erfiði og baráttu. Þýskri fall-
byssukúlu slær niður, hús hrynur.
Gömul kona stendur upp af göt-
unni, skjálfandi eftir áfallið.
Nokkrar konur standa grátandi
kringum barnslík. En strandvarna-
fallbyssur og loftvarnabyssur þruma
ögrandi gegn óvinunum og í vopna-
verksmiðjunum er unnið eins og
hægt er.
í kálgörðum utan við borgina
sjáum við Sasja, leyniskyttuna,
skjóta niður 106. Þjóðverjann sinn.
*
Það líður að hádegi. Við förum
um Barentshaf með kafbát, sem
sprengir þýskt fhyiningaskip í loft
upp með tundurskeyti, merktu:
„Fyrir Stalin, 13 .júní 1942“.
Við flugvöll einn situr flugmað-
ur og er að raka sig. Rétt á eftir
sjáum við hann fara í flugvél sinni
og skjóta niður þrettándu þýsku
sprengjuflugvélina. En þar kemur
flugvélin fhigrandi inn yfir völlinn
eins og vængbrotinn fugl. Hún
steypist og brennur. Stundu síðar
standa flugmennirnir alvarlegir
kringum tætlur af líki félaga síns.
Flugsveitarstjórinn mælir nokkur
látlaus minningarorð. ,,Við höfum
mist góðan félaga. Hann neytti síð-
ustu krafta til að bjarga sundur-
skotinni flugvél sinni heim. Við
geymum í huga minningu hans og
fordæmi“.
*
Einn myndatökumaðurinn er látt
inn síga í fallhlíf bak við víglínu
óvinanna. Honum tekst að ná
nokkrum merkilegustu atriðum
kvikmyndarinnar. Skæruliðar ráð-
ast á rússneskt þórp, við sjáum
þýska og ungverska hermenn falla.
Skæruliðarnir taka vopn þeirra og
æða áfram. Þeir ná þorpinu á vald
sitt, — leiðtogi skæruflokksins talar
til bændanna: Þraukið áfram, á
eftir okkur kemur Rauði herinn.
Kvislingur þorpsins er leiddur burt,
konurnar elta og berja hann með
sópsköftum. Við sjáum hann
snöggvast hvar hann stendur ör-
væntingarfullur, frávita af hræðslu.
Svo lyfta tveir skæruliðar byssum
og skjóta hann á 20 metra færi. Það
er ekki nóg að segja að þetta sé
raunverulegt. í slíkum inyndum er
tjáður tillistlaus sannleiksvilji
særðrar þjóðar, sem berst fyrir lífi
sínu og sýnir óvinunum enga misk-
unn. Þannig erum við, seinnipart
dagsins 13. júní 1942.
Nú er haldið til nýrra staða víðs-
vegar um Sovétríkin. Langt í burtu
frá þýsku sprengjuflugvélunum
hafa risið upp iðnaðarborgir, sem
framleiða óaflátanlega vopn og
skotfæri. Borvélar leita að kolum
og olíu í Bralhéruðunum, bræðslu-
ofnar glóa í Magnitostroj, stálhamr-
ar dynja á rauðu járninu í Kús-
netsk, Kiroffverksmiðjurnar í Len-
ingrad sénda frá sér röð eftir röð
af risaskriðdrekum. Stormovikflug-
vélar eru framleiddar hundruðum
saman og reynsluflug farin. Við
Vladivostok er togari að draga inn
vörpuna; við sjáum andlit nániu-
manns, ljómandi af vinnuáhuga og
gleði. Hann hefir fundið upp bor-
vél, sem margfaldar afköstin. Hann
leggur sitt lram til að vinna aftur
Donetshéruðin — á vinnustaðnuni.
Við komum aftur til Moskva,
sjáum Molotoff koma heim úr för-
inni til London og Washington og
Kalinin forseta undirrita heilla-
óskaskeyti til Georgs Bretakon-
ungs, í tilefni af samningnum um
20 ára vináttu og samvinnu milli
Bretlands og Sovétríkjanna.
* r
Dagurinn líður. Við komum til
suðurvígstöðvanna. í Tbilisi, höf-
uðborg Grúsíu, er sveit ungra
skriðdrekamanna að kveðja, með
brosi og hlátrum og söng. Við kofa
uppi í fjöllum kveður ungur kós-
akki, hann er að leggja af stað til
að berjast fyrir sovétskipulagið, í
samskonar svartri bardagaskikkju
og forfeður hans klæddust, er þeir
börðust fyrir keisarann áður fyr:
Hann sveiflar sér á bak, og móðir
hans réttir honum sverðið og byss-
una, að gömlum sið. Svo ríður
hann á burt, til félagá sinna, í vest-
urátt.
*
Síðasti hluti kvikmyndarinnar er
tekinn í árás gegn bæ á váldi óvin-
anna, á miðvígstöðvunum, og þar
eru nokkrar þær sönnustu orustu-
myndir, sem nokkru sinni hafa
verið teknar. Fyrst ryðja Stormovik-
og, sprengjuflugvélar leiðina, við
sjáum hvernig þýsku varnarstöðv-
arnar eru molaðar, aðalstöðvarnar
eyðilagðar með eldsprengjum,
brennandi skriðdreka. Stórskotalið-
ið hefur skothríð, og við sjáum
hvernig fallbyssuskotin hitta mörk-
in, með óhugnanlegri nákvæmni
verða stöðvar og herflokkar fyrir
þeim. Þá kemur að skriðdrekunum,
sem valtra fram úr felustöðvum
sínum; hermenn sitja á þeim eða
hlaupa á eftir, þar sem þeir geys-
ast fram móti hinum hálfeyðiliigðu
þýsku varnarstöðvum. Innan úr
skriðdreka sjáum við heila sveit
þýskra hermanna stráfelda, sjáum
þýskan hermann sitja við dreka-
varnarfallbyssu og skjóta í áttina
til okkar, þar til hann fellur, tæpa
50 m. framundan.
Varnarlínan er rofin, brautin
rudd til bæjarins, loftið fyllist af
húrrahrópum fótgönguliðs, sem
gerir áhlaup með handsprengjum,
tommy-byssum og byssustingjum.
Þýskir fangar koma upp úr kjöllur-
um og skotgröfum, íbúarnir koma
(Framhald á 4. síðu).