Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.07.1943, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 24.07.1943, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN Útéetandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjórí: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Sverrir Áskelsson, Loftur Meldal, Lárus Björnsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. STEFNUSKRÁ FYRIR BANDALAG HINNA VINNANDI STÉTTA Alþýðusamhand íslands býður íslenskri alþýðu og öllum samtök- um hennar bandalag um að vinna sameiginlega að eftirtöldum mál- um: Það verður að endur- skoða grundvöll vísi- tölunnar Alþýðu manna hefir lengi kornið undarlega fyrir sjónir útreikningur vísitölunnar, og fundist að hún ekki vera í samræmi við þá reynslu, sem peningapyngjan hefir haft af dýrtíðinni, þegar gengið er í húð- irnar til þess að kaupa lífsþarfirnar. Krafan um endurskoðun þess grundvallar, sem.útreikningur vísi- tölunnar er byggður á, hefir líka lengi verið mjög hávær, og það svo, að stjórnarvöldin hafa fyrir löngu orðið að lofa því að vísitölugrund- völlurinn skyldi endurskoðaður — en það hefir hara verið svikið, alt til þessa. ■ Nú, þegar vísitalan er lækkuð rnánuð frá mánuði, án þess alþýða manna verði vör nokkurrar veru- legrar lækktinar á þeim nauðþurft- um, sem hún kaupir aðallega, og enda verðhækkun á sumum þeirra, rís með nýjum krafti krafan um það, að grundvöllur vísitölunnar verði endurskoðaður og leiðréttur til samræmis við raunveruleikann. Almenningur hefir næsta lítið fengið að vita um það, hvernig vísi talan, sem hann nú að meginhluta á afkomu sína undir, er fundin. En nýlega birti ,,Þjóðviljinn“ sund- urliðaðan grundvöll þann, sem vísi- talan er reiknuð eftir. Er þar hyggt á búreikningum 40 fjölskyldna Reykjavík yfir mánuðina janúar til mars 1939. Eins og géfur að skilja, eru litlar líkur til þess, að sú meðaltals neytsla, sem frarn kemur hjá svo fá um fjölskyldum yfir svo skamman tíma, sé rétt meðaltal af neytslu þjóðarinnar. enda mun ýmsum sem þessa sundurliðun sjá, þykja hún nokkuð ólík eigin reynslu, 1. Að verna þau réttindi og kjör, sem ' launþegasamtökin hafa aflað sér, svo sem 8 stunda vinnudaginn o. fl. Að vinna að hættum kjörum launastéttanna, bættri aðhúð, vinnuvernd og öryggi á sjó og landi. Að fá viðureknningu fyrir almenn- um 8 stunda vinnudegi og nauð- synlega takmörkun á vinnutíma á sjó, í verstöðvum og annarsstaðar, þar sem sérstaklega hagar til. 2. Að alhliða eflingu landbúnað- arins og umbótum á kjörum sveita- fóíksins. Landbúnaðarlöggjöf, sem hjálpar bændum til fullkominnar samfeldrar ræktunar og samfærslu hygðarinnar, þar sem skilyrði eru Lest, og skapa möguleika til að hægt verði að leiða rafmagn um sem fleStar sveitir landsins, skapa fullkomið samgöngukerfi milli reirra og kaupstaðanna á sem skemstum tírna, og taka vélar og alla nútímatækni í þjónustu land rúnaðarins. Landbúnaðarlöggjöfin sé fyrst og fremst sniðin eftir þörf um efnaminni hænda og miði að í að útrýma kotbúskapnum og rányrkju með öllu og skapa hverj um húanda þau afnot af jörðinni, sem tryggi honum og fjölskyldu hans fyllilega sambærileg kjör við aðrar atvinnustéttir. IJmráðaréttur- inn yfir jörðinni sé trygður í hönd um þess fólks, sem yrkir hana. 3. Að bættum kjörum fiski- manna, eflingu sjávarútvegsins og náinni samvinnu verkafólks og fiskimanna í hagsmunabaráttunni. Ráðstafanir verði gerðar til að út- vega fiskimönnum útgerðarvörur, svo sem heitu, veiðarfæri, salt, olíu o. s. frv. með sem hestum kjörum og skipulögð samtök Jieirra í þessu skyni, til þess að losna við okur- hvinga og verðsamtaka með tilstyrk verklýðssamtakanna. Að veitt verði hagkvæm lán til fiskimanna og gerðar alhliða ráðstafanir til að bæta starfsskilyrði útgerðarinnar og koma tækni hennar og skipu- lagi á nýtísku grundvöll, er sé fylli- lega samkeppnisfær við jrær þjóðir, sem lengst eru kornnar í Jveim efn- enda hefir líka reynsla þessara fáu fjölskyldna verið mjög misjÖfn inn byrðis. En jafnvel þó sá grundvöll ur, sem byggt var á í ársbyrjun 1939, hefði verið réttur, er augljóst mál, að hann væri nú orðinn rang ur, vegna þess hversu ástæður manna hafa breytst síðan. hað t. d. gefið, að rýmkaðar heimilisástæður verkafólks hafa aukið að mun neytslu heimilanna, frá því sem var á atvinnuleysistímabilinu fyrir styrjöldina, og þessvegna gersam lega rangt að hyggja nú á þeim grundvelli, sem fundinn var, þeg ar almenningtir hafði alls ekki ráð á að fullnægja brýnustu íífsþörfum sníum. JÞá er eitt mjög athyglisvert, sem opinberum ráðstöfunum til að draga úr verslunargróðanum, með því að efla samvinnusamtökin og gera J>nu að raunverulegum bar- áttutækjum gegn dýrtíðinni, með því að taka stríðsgróðann til al- menningsþarfa og eflingar atvinnu- veganna og koma í veg fyrir að hann verði notaður til að auka verðbólguna, með ráðstöfunum gegn braski með fasteignir og önn ur verðmæti, með því að koma á fastri skipun á verð landbúnaðar afurða og með margháttuðum ráð stöfunum til stuðnings bændum til að lækka framleiðslukostnað þeirra. 5. Að fjölþættum umbótum til almenningsheilla, svo sem gagn gerðum umbótum á alþýðutrygg- ingunum og framfærslulöggjöfinni, bættu húsnæði og öðrum ráðstöf- unum gegn húsnæðisleysi, bættri aðbúð gamalmenna, iiryrkja og sjúklinga, byggingu sjúkrahúsa og heilsuhæla, umbótum á réttarfari og opinberri starfrækslu, endurbót um á vinnulöggjöfinni, fyrir breyttri stefnu í mentamálum, ti Jjess að efla vísindi, bókmentir og listir og auka íslenska J)jóðmenn ingu og alþýðid’ræðslu, byggingu skólahúsa og sköpun skilyrða ti þess að allur almenningur eigi kost á að njóta framhaldsnáms í skól um. 6. Að tryggja sjálfstæði landsins með því að sameina alþjóð í sjálf- stæðisbaráttunni, taka upp ákveðna stefnu gegn fasismanum og allri yfirdrottnunarstefnu og tilraunum erlends valds til þess að hafa hér hernaðarbækistöðvar eftir stríðið, svo og hverskonar erlendum yfir- gangi á sviði viðskifta og stjórn- rnála. Vinna að því að koma á, efla og auka vinsamlegt samstarf, stjónv málalegt og viðskiftalegt, við hinar sameinuðu frjálsu þjóðir, og að því að fá sem fullkomnastar tryggingar sameiginlega, frá stjórnum helstu forysturíkja þeirra, fyrir friðhelgi, fullveldi og sjálfstæði íslands að styrjöld lokinni. Endurnýja eins Pljótt og auðið er, sögulegt, við- skiftalegt og menningarlegt sam- band við Norðurlönd. 7. Að gera alt sem auðið er til að korna í veg fyrir atvinnuleysi og aðrar afleiðingar hins sundurvirka auðvaldsskipulags, sem bitna á al- þýðunni með öllum sínum þunga þegar núverandi styrjaldarástandi lýkur, með því að berjast fyrir al- hliða eflingu og nýskipun atvinnu- veganna, fyrir stórvirkum, verkleg- um framkvæmdum, fyrir gagn- kvæmri samvinnu og samningum við okkar eðlilegu maj kaðslönd, til þess að tryggja örugga sölu á öllum útflutningsvörum landsins m. a. með þátttöku í allsherjarfram- leiðsluáætlun þeirra landa, sem hafa slíka aljrjóðlega samvinnu í baráttunni fyrir þeim þjóðskipu- lagsháttum og þeirri stjórn.alþýð- unnar, sem getur hrint þessum stefnumálum í framkvæmd. DRÁTTARVEXTIR falla á fyrri helming útsvara í Akureyrarkaupstað, sem eigi greið- ast fyrir 1. ágúst 1943. Vextirnir eru 1% á mánuði og reiknast frá 1. júní s. 1. Þá er athygli vakin á ákvæðum laga nr. 23, 12. febr. 1940, en samkvæmt þeim ber vinnuveitendum að halda eftir af kaupi þeirra útsvarsgjaldenda, er þeir hafa í þjónmtu sinni og eigi sýna skilríki fyrir að hafa gert skil á útsvörum sínum. Hinum inn- heimtu upphæðum ber vinnuveitendum síðan að skila jafnóðum til bæjarsjóðsins. Dráttarvaxtaákvæðin ná eigi til útsvara, sem greiðast á J^ennan bátt. Akureyri, 20. júlí 1943. Bæjargjaldkerinn. um. 4. Að sporna gegn dýrtíðinni með afnámi tolia á nauðsynjavör- um, með ströngu verðeftirliti, með í ljós kemur við athugun þessarar jsundurliðlunar, en það >er, íað neytsíuvöruflokkarnir eru yfirleitt fyrir ofan vísitöluna, sumir mikið, en síðan er það ýmislegt annað, sem almenningur notar minna, eða alls ekki, þar á meðal áfengi og tóbak, sem látið er draga vísiföluna niður. Ber því allt að sama brunni, að grundvöll vísitölunnar verður að endurskoða, án frekari tafar, og breyta honum þannig, að alþýða manna geti sætt sig við. Aðvörun. Að gefnu tilefni viljum vér hér með aðvara bæði verzlanir og einstaklinga um, að kaup á hvers konar tóbaksvörum sem eru, eru óheimil, nema þær séu fluttar inn af Tóbakseinkasölu ríkisins. Brot varða þungum sektum eða annarri refsingu og gildir einu hvort um smærri eða stæryi kaup er að ræða. Tóbakseinkasala ríkisins.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.