Verkamaðurinn - 16.10.1943, Qupperneq 2
2
VERKAMAÐURINN
Skipulagt undanhald
eða ósigur og flótti?
Eftir J. Wassilier ofursta.
0
Flugeldum er skotið í Moskva —
þeir falla til jarðar eins og lauf á
haustin. — Höfuðborg Sovétlýðveld-
anna fagnar nýjum sigrum.
Tveir mánuðir eru síðan, að
rauði herinn hóf sókn norður af
Orel. Þessa tvo mánuði hefir hann
ávalt átt frumkvæðið og neytt þýska
herinn til undanhalds.
Er það ef til vill rétt, sem áróð-
ursvél nasistanna heldur fram, að
þýski herinn hörfi á allri víglín-
unni samkv. áætlun, til þess að geta
sent meira lið til vígstöðvanna á
Ítalíu og Balkan og byggja stór-
felldar varnarlínur lengra að baki
hernum?
Þessi áróður hefir fallið í góðan
jarðveg hjá ýmsum mönnum, bæði
í Þýskalandi og utan. En staðreynd-
irnar tala öðru máli.
Á Sovétvígstöðvunum eru 212
þýsk herfylki (divisions). Þessi her
allur á ýmist í orustu í fremstu víg-
línu, hefir stundarviðdvöl í næstu
birgðastöðvum að baki víglínunnar
eða á í bardögum við skæruliða á
næstu grösum. Þjóðverjar hafa ekk-
ert herfylki flutt burtu frá vígstöðv-
unum.
Sókn Rauða hersins er á 600
mílna víglínu. Sóknin er athyglis-
verðust fyrir kraft og jafnan hraða og
það er augljóst, að aðstæður þýsku
herstjórnarinnar eru þannig, að
hún getur ekki séð af hinni smæstu
hereiningu. Þvert á móti. Hverja
þá hereind, sem Hitler getur ann-
ars staðar án verið, sendir hann til
austurvígstöðvanna og á víð og
dreif um allar vígstöðvarnar eru ó-
vinasveitir, sem hóað hefir verið
saman í flýti úr ýmiskonar varaliði.
Sextíu og eitt herfylki frá lepp-
ríkjum Hitlers áttu í orustuny við
rauða herinn í byrjun s. 1. vetrar.
Síðan hefir jæim fækkað í 25—30,
ekki þó vegna þess að þau hafi ver-
ið kölluð til annarra staða. Af tiu
ítölskum herfylkjum, sem oft voru
endurnýjuð um haustið og vetur-
inn, var ekkert eftir núna í haust.
Þegar áttundi ítalski herinn fór
heim til Rómaborgar, var ekki
annað eftir r f honum en Garibaldi
hershöfðingi, foringjaráð hans og
2—3 þúsund ærðir hermenn. Eftir
vietrarbardag nna var rúmenski her-
inn búinn. 1. janúag s. 1. hafði 16
heríylkjum I.ans verið gereytt við
Stalingrad og mörg voru umkringd
síðar. I sókn’ mi suður af Voronesh
í janúar s. 1. umkringdi rauði her-
inn allan 2. ;ngverska herinn. Eft-
ir ósigrana s. 1. vetur, sendu sum af
leppríkjunui.i — þar á meðal Finn-
ar — nýtt íið í il vígstöðvanna. Þetta
er vitað með.J annars af því, að 3.
rúmenska alpaskyttuherfylkið var
meðal óvinr. veitanna, sém biðu ó-
sigur við Novorossisk.
Athugum nú lítilsháttar hið
„skipulagða“ undanhald þýska hers-
ins að stóránum Desna og Dnjeper.
Þegar framkvæmt er skipulagt
undanhald til nýrrar varnarlínu, er
það fyrst og fremst gert til að spara
mannafla. Þeta er grundvallarregla
í hernaði. En orusturnar á Sovét-
vígstöðvunum eru alt annars eðlis.
Hversu stórkostlegar þær eru og
hið mikla mannfall Þjóðverja sann-
ar það best.
Á tveim mánuðum — frá 5. júlí
til 5. sepfcember — féllu 420000
þýskir hermenn og 38000 voru
teknir til fanga. Ef þeim særðu er
bætt við er manntjónið alls ekki
minna en hálf önnur miljón. Yfir
sama tíma missa þeir 5729 flugvél-
ar, 9541 skriðdreka og 7210 fa.ll-
byssur.
Þrátt fyrir innrásina á Sikiley og
Ítalíu — „þriðju vígstöðvarnar" eins
og Churchill kallar þær— og hinarj
stórkostlegu loftárásir á Þýskaland,
hafa Þjóðverjar ekki minkað her
sinn á austurvígstöðvunum, heldur
aukið hann.
í ágúst 1941 voru 137 þýsk her-
fylki (divisians) á þessum vígstöðv-
um. Laufin féllu árið 1942 og eng-
in innrás var gerð á meginland Ev-
rópu og Þjóðverjar fjölguðu her-
fylkjum sínum í austri upp í 179.
Síðastliðið sumar voru enn engar
vígstöðvar myndaðar í Vestur-Ev-
rópu og Þjóðverjar kölluðu ekki
eitt einasta herfylki frá Rússlandi,
heldur fluttu þangað mörg ný úr
vestri. í maí s. 1. sendu þeir þangað
328. fótgcingu 1 iðsfylkið frá Mar-
seille, í ágúst s. 1. 113. fótgönguliðs-
fylkið frá Brest og 455. fótgöngu-
liðsfylkið frá Nancy. í september
Hitt og þetta
„Þér óskapist yfir því að vér vilj-
um afnema eignarréttinil. En í yð-
ar þjóðfélagi geta níu tíundu hlut-
ar mannanna ekkert eignast. Og
hinir hafa eignarrétt aðeins þess
vegna, að fjöldinn hefir hann ekki.
Þér ásakið oss þannig fyrir að vilja^
afnema eignarrétt, sem er því óhjá-
kvæmilega skilyrði bundinn, að yf-
irgnæfandi meirihluti þjóðfélagsins
eigi ekki neitt.
í raun og veru ásakið þér oss að-
eins fyrir það, að vér viljum afnema
yðar eignarrétt. En það ætlum .vér
nú satnt að gera“.
„Kommúnisminn sviptir engan
réttinum til að eignast þjóðfélagsaf-
urðir, en hann tekur af honum
valdið, til að nota það til undirok
unar verkalýðsins“.
„Hver er grundvöllur borgara-
legu fjölskyldunnar? Auðmagnið,
atvinnurekstur einstaklingsins. I
sinni fullkomnu mynd er borgara-
lega fjöiskyldulífið aðeins til fyrir
borgarastéttina. Öreiginn verður að
afsala sér ánægju fjölskyldulífsins,
og vívaxandi hluti kvenþjóðarinn-
ar verður að selja sig hverjum, sem
hafa vill, til þess að geta lifað".
Leyfar fjögurra þýskra herfylkja
voru umkringdar og upprættar suð-
ur af Bakhmats. 2500 þýskir her-
menn féllu og voru teknir til fanga
við Volnovakha og 300 við Neshin.
Við Novorossisk var gereytt þrem-
ur þýskum herfylkjum og einu
rúmensku og sex þýskum við Bri-
ansk. Við Barenkovo skildu Þjóð-
verjar eftir 600 'járnbrautarvagna
hlaðna vistum og skotfærum og
rauði herinn hefir tekið mikið her-
fang á öðrum stöðum.
Rauði herinn á ekki í orustum
við baksveitir hörfandi hers, heldur
við aðalherinn og þýski herinn
hörfar ekki skipulega — hann er
rekinn á flótta af rauða hernum.
(Sowiet War News).
s.l. voru mörg herfylki á leiðinni til
austurvígstöðvanna og þar á meðal
a. m. k. tvö skriðdrekafylki. Um
miðjan september voru 212 þýsk
herfylki á austurvígstöðvunum eða
meir en tveir þriðju hlutar alls
þýska hersins.
(Samkv. Soviet War News).
„Alt glamur borgarastéttarinnar
um fjölskyldu, uppeldi og trygða-
bönd milli foreldra og barna verð-
ur því andstyggilegra, sem stórat-
vinnureksturinn nálgast það meir
að slíta fjölskyldubönd verka-
mannsins og gera börn hans að
verslunarvöru og einföldum verk-
færum fyrir auðvaldið.
En þér kommúnistar viljið koma
á sameign á kvenfólkinu æpir öll
borgarastéttin einum rómi.
Því er nú svo farið, að í augum
borgarans er konan hans ekkert
annað en framleiðslutæki. Þegar
hann heyrir, að framleiðslugögnin
eigi að verða sameign, getur hann
auðvitað ekki skilið annað en að
konurnar eigi að verða það líka.
Hitt sér hann ekki, að það er ein-
mitt kommúnisminn, sein gerir
enda á þeirri óhæfu, að farið sé
með konuna, eins og framleiðslu-
tæki.
Annars er það hlægilegt, að heyra
borgarann tala um það með hel^ri
vandlætingu, að kommúnistar vilji
gera konuna að sameign. Það geta
kommúnistar ekki gert, því að slík
sameign hefir lengst af verið til.
Því að auðmanninum nægir ekki
að hafa konur og dætur verka-
mannanna á valdi sínu — svo að
ekki sé minnst á opinberu kvenna-
söluna — heldur er það aðalánægja
hans að tæla konur stéttarbræðra
sinna.
Hjónaband auðmannanna er í
raun og veru sameign þeirra á kon-
unum. Það mesta, sem þeir gætu
borið kommúnistum á brýn í þessu
efni, væri, að þeir ætluðu sér að
fletta hræsnisblæjunni ofan af
þessu líferni og gera það opinbert
og viðurkent. Annars er það auð-
skilið, að sameign sú á konum, sem
nú viðgengst bæði leynt og Ijóst,
(Framhald á 3. síðu).
Nær og fjær.
I síðasta „Alþýðum.“, sem er allur
helgaður Quislingum Alþýðuflokksins,
tilkynnir Halldór Friðjónsson, að fram-
vegis verði hlutverk blaðsins, að fletta
ofan af spillingu þeirri, er riki nú innan
flokksins. Þar með hefir „klíka“ . þeirra
bræðra hér, sagt sínum eigin flokki stríð
á hendur. Ástæðurnar eru þær, að best
verður séð, að Jón Sigurðsson, starfs-
maður Alþýðusambandsins, vann að því,
ásamt Jóni Rafnssyni, að stofnað yrði
hér verkamannafélag, sem gæti heitið
því nafni — en aflögð væri „klika“
Friðjónssona, sem alltof lengi var bú-
in að vera dragbýtur á samtökum verka-
manna hér í bænum. Hin ástæðan er sú,
að E. F. telur sig ekki hafa nægilega
greiðan gang að Alþýðublaðinu, til að
þjóna rógsiðju sinni gagnvart flokks-
bræðrum sínum og verkamönnum hér al-
ment. Er nú vonandi að Alþýðuflokks-
leiðtogunum fyrir sunnan fari að verða
fullljóst, hvers þeir mega vænta af
„bræðrunum" hér nyrðra — og skilji
betur ástæðuna fyrir því, að verkafólkið
á Akureyri ber mjög takmarkaða ást til
Erlings Friðjónssonar.
Æskulýðsuppfræðarirtnar, skóla-
stjórinn og ritstjórinn, sem rakar saman
fokdreifum „Dags“ þreytist ekki á, að
vanda um við „Verkamanninn“ yfir
klúru orðbragði og „níði um pólitíska
andstæðinga". — Það er ekki nema
eðlilegt og sjálfsagt, að maður, sem gegn-
ir ofangreindum störfum, telji sér skylt
að láta ljós sitt skína og berjast á móti
hverskonar spillingu og sóðaskap. En
hitt er jafn víst, að árangurinn af slíku
starfi verður minni og vafasamari þegar
lærimeistarinn sér sér ekki fært að
berjast betri vopnum í þeim bardaga, en
að nota rithátt, sem yfirstígur flest það
versta, sem á prent hefir komið, í rudda-
skap og illyrðum. Það er ekki' hægt að
gera minni kröfur en þær, til þeirra
manna, sem telja sig þess umkómna að
siða aðra og leita eftir veikum blettum
á þelm, að þeir hafi það mikla stjórn á
sínu stóra skapi, að orðbragð þeirra sé
ekki fyrir neðan þær lágmarkskrofur,
sem gerðar eru til óvandaðra götuungl-
inga. Ef þeir hinsvegar fullnægja hvergi
nærri þeim samanburði — verða þeir að
láta sér vel líka þótt ekki sé hlustað með
djúpri lotningu á vaðal þeirra, hvort sem
er í kennarastóli eða opinberum blöð-
um.
í síðasta „Degi“ ræðst ristjórinn á
„Verkam.“ og Helga Hjörvar í senn —
það hafa þó verið talin óskyld fyrirtæki
hingað til. — Og hvorttveggja er: sak-
irnar litlar og óhönduglega haldið á mál-
unum, svo að eftir lestur greinarinnar,
er lesandinn jafnnær um málefnið, en
hefir aðeins hnotið um mörg og mergj-
uð fúkyrði, sem setja sitt „andlit“ yfir
alt hitt. Orð eins og „lygarar“, „geltitík-
ur“, „rógberar“ og „heimskingjar“, hafa
ekki hingað til þótt skarta vel á vörum
neinna, þótt Iðnskólastjóranum verði
ekki flökurt af slíkum munnsöfnuði,
jafnvel þegar hann lætst vera að berjast
fyrir fegrun máls og stíls og talar inn-
fjálgum orðum um ósmekklegan rithátt
annara. •
Sagan hefi raldrei heiðrað þá menn,
sem rifu hár sitt og klæði, þegar þeim
mislíkaði mikið. Það hefir þótt bera vott
(Framhald á 3. síðu).
Laufin falla á haustin
Ennþá engar Vestur—Evrópu vígstöðvar.