Verkamaðurinn - 04.12.1943, Page 2
2 VERKAMAÐURINN
Lcikfélag Akureyrar:
FRANSKA ÆFINTÝRIÐ
„ÞAR STÓÐ HANN ÞORGEIR Á ÞINGI
rr
í hugum flestra íslendinga er
Þorgeir Ljósvetningagoði einn
þeirra raanna, er hæst ber í sögu
þjóðarinnar sakir vitsmuna og
mannkosta. Hann gnæfir þar, ásamt
Síðu-Halli, langt yfir samtíð sína,
lfkt og þeir Eggert Ólafsson, Skúli
Magnússon og Jón Sigurðsson yfir
sína samtíð. Þeir sem hafa ritað og
ként sögu þjóðar vorrar, allt frá
fyrstu tíð, hafa litið svo á, að eng-
inn viðburður í sögu þjóðarinnar
hafi orðið giftudrýgri en einmitt
úrskurður Þorgeirs á Alþingi árið
1000. Þá var svo komið, að til inn-
anlandstyrjaldar horfði, þar sem
valdagráðúgur herkonungur í ná-
lægu landi sat um færi til að blanda
sér í deiluna. Ekkert er líklegra, en
að þjóðin hefði þá orðið ánauðug
undirlægja Noregskonungs, ef hún
hefði eigi sýnt þann þroska að fall-
ast á úrskurð Þorgeirs. Það er meira
að segja ekki ólíklegt, að örlög
hennar hefðu orðið hin sömu og
Grænlendinga: að líða undir lok,
ef hér hefði orðið grimm trúar-
bragðastyrjöld.
Þetta er hverju íslensku skóla-
bami kent, og hafa allir ritstjórar
„Dags“ unnið ótrauðlega að því
ásamt öðrum uppfræðurum þjóð-
arinnár, ekki síst „yfirritstjórinn"
með kenslubók þeirri í íslandssögu,
er lengi hefir verið notuð í öllum
barnaskólum landsins, og er notuð
þar enn.
Það virðist því alldjarft af „yfir-
ritstjóra“ „Dags“, sjálfum höfundi
ofannefndrar íslandssögu, er hann
ritaði grein í „Dag“ fyrir nokkru,
þar sem hann hélt því fram, að Þor-
geir Ljósvetningagoði hefði verið
flugumaður og föðurlandssvikari,
og að nafn hans skuli nefnt þjóð-
inni til viðvörunar.
Ritstjóri „Tímans" mun hafa
fundið, að ekki væri vænlegt til
árangurs að styðja þessa nýstárlegu
kenningu, er formaður flokks hans
boðaði í „Degi", þvf að enda þótt
„bændalyddurnar" hans J. J. væru
ekki vanar að gagnrýna kenningar
hans mikið, þá væri þó til takmörk
fyrir því, hvað bjóða mætti vits-
munum þeirra mikiðaf mótsögnum.
Ritstjóri,, Tímans" birti því
langa grein, þar sem hann tók upp
skarpa andstöðu gegn for-
manni flokksins. — Vildi
hann, sem vonlegt var, forða sér
undan dómi sögunnar og þjóðar-
innar yfir þeim, er reyna að kasta
sauri á þann mann, sem í meir en
níu aldir hefir verið þjóðhetja ís-
lendinga.
Öðru máli er að gegna með rit-
stjóra „Dags“. Þeir eru reyndar
báðir kennarar og hafa að líkind-
um átt dsjúgan þátt í því að inn-
ræta þjóðinili þá skoðun, sem hald-
ið er fram í fslandssögu J. J., þ. e.
að Þorgeir hafi verið spækingur og
göfugmenni og verk hans þjóðinni
til heilla og blessunar.
En í þessu sögustrfði J. J. „yfir-
ritstjóra" gegn J. J. Islandssögu-
höfundi ganga þeir hiklaust undir
merki „yfirritstjórans" gegn sagn-
fræðingnum J. J. Er þá annað-
hvort, að þeir eru eigi smeykir við
að leggja til atlögu við almenn-
ingsálitið til að boða nýjan sann-
leika, eða þá skortir djörfung
„Tímaritstjórans" til að vera á
öðru máli en „yfirritstjórinn". En
hvort heldur er, þá hafa þeir nú
tekið ótvíræða afstöðu í þessu mik-
ilvæga atriði íslandssögunnar.
í 47. tölublaði „Dags“ þann 18.
nóv. 1943 er ritstjórnargrein, sem
hefst á þessum orðum:
„1 sögulegri grein um Þorgeir
Ljósvetningagoða, sem birtist ný-
lega í Degi, var m. a. skýrt nokkuð
frá flugumennskustarfi Þorgeirs".
Það er jafnan virðingarvert, þeg-
ar mönnum er svo annt um sann-
leikann, að þeir hika eigi við að
ganga á móti almenningsálitinu og
jafnvel að stofna áliti sínu f nokkra
tvísýnu. Hitt var öllu minni hetju-
skapur, ef svo væri, að þeir hefðu
tekið þessa afstöðu vegna „hlýðnis-
afstöðu" við „yfirritstjórann".
Þorgeirssinni.
í greinum, sem birst hafa í
„Verkamanninum" fyrir eigi all-
löngu, hafa verið tilfærð orðrétt
ummæli hans um fyrirætlanir
„kommúnista“ hér á landi. En eins
og kunnugt er, hefir „Dagur“ marg-
sinnis tekið það fram, að „komm-
únistar" starfi eftir línu frá
Moskva, að þeir fari eftir fyrirmæl-
um Stalins, o. s. frv. í þeim ummæl-
um „Dags“, sem tilfærð voru í
„Verkamanninum", er það tekið
mjög skýrt fram, að kommúnistar
ætli að gera ísland að rússneskri
hjálendu, og að þeir ætli að gera
alla bændur landsins að ánauðug-
um þrælum. Þá var á það bent, að
jafn grandvarir og sannleikselsk-
andi menn og ritstjórar „Dags“ eru,
myndu eigi leyfa sér að bera fram
svona óttalega ákæru á hendur er-
lendu ^tórveldi og landráðaákæru
á hendur fjölmargra landa sinna,
nema þeir hefðu mjög ábyggilegar
heimildir. Var og á það bent, að
„Dagur“ væri alment talinn stuðn-
ingsblað þess af íslensku ráðherrun-
um, sem fer með utanríkismál, og
þar eð utanríkisráðherrann hefir
allra manna besta, aðstöðu til að
kynna sér afstöðu Sovétríkjanna til
íslands, væri eðlilegt að líta svo á,
að „Dagur“ hefði fengið upplýsing-
ar sínar frá honum, því að auðvit-
að hlytu ritstjórarnir að leita þeirra
bestu heimilda, sem kostur væri á.
Að minsta kosti væri óhugsandi að
stuðningsblað ráðherrans færi að
bera fram slíkar aðdróttanir í garð
erlends ríkis, án þess að bera það
fyrst undir hann, því að ólíklega
væri blaðið að reyna að koma hon-
um í nein vandræði.
„Dagur" hefir hvorki játað því
né neitað, hvort upplýsingar þær,
er hann hefir fengið, eru frá utan-
rfkisráðherranum, fyrr en í 47. tbl.
hans, hinn 18 .nóv. sl. Þar er grein
frá ritstjórunum um þetta sama
efni (Rússa og „kommúnista").
Þar segir meðal annars svo (orð-
rétt):
„„Verkamaðurinn" heldur þvf
Sl. laugardagskvöld hafði Leik-
félag Akureyrar frumsýningu á
Franska ævintýrinu, eftir Robert
de Flers og Gaston de Caillavet. —
Var þetta leikrit sýnt hér fyrir 14
árum og hlaut þá bestu viðtökur og
virðist aðsóknin að sýningunum nú
benda til þess að sama verði upp á
teningnum.
4
Leikritið er mjög skemtilegt,
góðlátleg kímni og hnittin tilsvör
eru rauði þráðurinn í því. Annars
er efni þess ósköp hversdagslegt og
hvergi hátt flogið né djúpt rist.
Meðferð leikendanna er yfirleitt
mjög sómasamleg og sumir þeirra
hafa hitt naglann á höfuðið, svo
sem leikstjórinn Jón Norðfjörð,
frú Svava Jónsdóttir, Freyja Ant-
onsdóttir og Þórir Guðjónsson.
Leikur Jón Norðfjörð mjög
skemtilega reglumanninn Valen-
fram, að Vilhjálmur Þór utanríkis-
ráðlierra sé að gæða Degi á ýmsum
ósannindum um Stalin og komm-
únista hér“.
Við þetta er nú ýinislegt að at-
huga.
1. í áðurnefndum greinum í
,„Verkamanninum“ var það hvergi
fullyrt, að „Dagur" hefði upplýs-
ingar sínar um fyrirætlanir Sovét-
stjórnarinnar gagnvart íslandi og
íslenskum bændum frá V. Þór,
heldur aðeins bent á, að eðlilegt
væri að álíta það, þar sem blaðið
væri talið stuðningsblað hans, og
jafnframt á það bent, að slíkar að-
dróttanir væru enn alvarlegra eðlis,
þegar þær kæmu fram í blaði hans,
því að eigi væri <>sennilegt, að leið-
togar hinna sameinuðu þjóða
tækju eftir þessum áróðri, og hann
hefði áhrif á sjálfstæðismál íslend-
inga. y
2. í áðurnefndum greinum
í „Verkamanninum" var það hvergi
sagt, að ásakanir „Dags“ væru
ósannindi. Það er „Dagur“ sjálfur,
sem gefur þeim það nafn, og má
honum vera það kunnugast. Er
þetta óvenjulega hreinskilnisleg
játning hjá blaðinu, og er það
altaf góðs viti, þegar syndarar játa
sekt sína.
En því miður verður að játa, að
ekki verður vart neinnar iðrunar
hjá blaðinu, því að í sömti and-
ránni byrjar blaðið á ný að ásaka
Rússa fyrir grimmd í garð saklausra
þjóða og undirokun smáríkja, Jafn-
framt tekur blaðið það fram, að
það sé ekkert upp á V. Þór komið
í þessum efnum. Má það vera hverj-
um góðum fslendingi gleðiefni, og
þó enn meira ef íslenski utanríkis-
ráðherrann vildi gefa gagnkvæma
yfirlýsingu, þ. e. að hann sé ekkert
upp á stuðning „Dags“ kominn.
Kommúnisti.
Stækkum
„Verka-
manninn(tT
tin, sem skrifar jafnvel öll smáat
(riði hjá sér til þess að gæta þess að
alt sé eins og það á að vera.
Frú Svava leikur gamla konu og
er leikur hennar svo lifandi, að
manni getur „orðið það á“ að
gleyma því að maður er í leikhúsi.
Freyja Antonsdóttir hefir eins og
oft áður aðeins fengið lítið hlut-
verk, en In'in gerir því eins góð
skil og maður frekast getur kosið.
Mætti hún gjarna þreyta fangbrögð
við stærri hlutverk.
Guðm. Gunnarsson er ekki í ess
inu sínu að þessu sinni. Sama er að
segja um Hólmgeir Pálmason, sem
ennþá síður hefir „lifað sig inn í
rulluna".
Aftur á móti, kemur þarna fram
nýliði, Björg Baldvinsdóttir, sem
gerir hlutverki sínu furðu góð skil
að mörgu leyti.
Þórir Guðjónsson leikur af prýði
— én hlutVerkið mjög veigalítið.
Fyrir 25 árum
SíSasti bœjarstjórnarfundur ákvað, að
byrja skyldi á undirbúningi flóðgarðsins
við Glerá, strax og verkamenn æsktu
dýrtíðarvinnu. Þeir, sem atvinnulausir
eru, ættu að gefa sig sem allra fyrst fram
við dýrtíðamefndina.
Áætlun yfir tekjur og gjöld Akureyr-
arkaupstaðar fyrir árið 1919 er nýsamin
og samþykt. Samkvæmt henni á nú í
haust að jafna niður á bæjarbúa í auka-
útsvörum kr. 53.915.00. Til aðgerða,
snjómoksturs og þrifnaðar á vegum bæj-
arins eru áætlaðar kl. 11.000.00, til dýr-
tíðarráðstafana kr. 15.000.00 og til við-
halds og nýrra lagninga vatnsveitunnar
kr. 5000.00. Ekki eru áætlaðar nema
1500 kr. til verkfræðislegrar aðstoðar,
fevo ekki býst bærinn við að hafa mikið
með verkfræðing að gjöra á næsta ári.
Ekki er neitt áætlað til undirbúnings
rafveitu fyrir bæinn. Öll hleypur áætl-
unin upp á kr. 90.015.00.
(„Verkamaðurinn“ 14. nóv. 1918).
Skonortan ^Valkyrierf' sökk á Gríms-
eyjarsundi fyrir skömmu. Var skipið
fermt með síld frá Siglufirði og átti að
fara til Svíþjóðar. Hrepti það ósjó og
storm á Grímseyjarsundi, varð lekt, svo
skipverjar sáu þann einn kost, að yfir-
gefa skipið. Skutu þeir út stórbátnum og
báru í hann vistir og eitthvað af far-
angri. En báturinn brotnaði við skips-
hliðina, og komust skipverjar við harð-
an leik í léttbátinn og yfirgáfu skipið. —
Hröktust þeir um stund fyrir vindi og
sjó og komust í nánd við Grímsey. Af
hendingu komu Grímseyingar auga á
bátinn, brugðu mannlega við, mönnuðu
út sexæring og héldu til móts við skip-
brotsmenn. Var þetta hin mesta hættu-
för, en tókst ágætlega fyrir ötula stjórn
formannsins, Frímanns hreppstjóra
Benediktssonar í Sandvik. Komust allir
heilu og höldnu til eyjarinnar, og flutti
hreppstjórinn skipshöfnina hingað til
Akureyrar rétt fyrir síðustu helgi. Von-
andi fá Grímseyingar vel borgað hand-
arvikið.
(„Verkamaðurinn" 21. nóv. 1918).
Byrjað er á undirbúningi fyrirhleðsl-
unnar við Glerá. Vinna þar um 40 menn
á degi hverjum.
(„Verlcamaðurinn" 5. dee.1918).
r