Verkamaðurinn - 15.04.1944, Side 1
%
XXVII. ÁRG. Laugardaginn 15. apríl 1944. 15. tbl.
Hætt við 15 miljóna fyrirtækið, af því að RÚSSAR EYÐA HER ÞJÓÐVERJA Á KRÍM
verkamenn vilja fá greiddan kauptaxta sinn!
Meiri hluti bæjarstjórnarinnar vill ekki einu sinni tala
við Verkamannafélagið
Frá því frá sagt í síðasta blaði, 1 ekki alveg sjálfsagður hlutur að
að bæjarstjórn hefði, samkv. til- hverfa með öllu frá hinum vold-
lögu Jakobs Frímannssonar, | ugu fyrirætlunum, þó vanþakk-
„heimilað“ hafnarnefnd að láta , læti verkakarlanna birtist einnig
hætta vinnu við hafnargarðinn á á þann veg, að þeir vildu fá kaup
Oddeyri, ef verkamenn féllu ekki fyrir vinnu sína, samkv. gildandi
frá því að heimta grjótvinnutaxta
fyrir þetta verk.
Því var þá spáð, að hafnarnefnd
mundi skilja bendinguna á þá leið,
sem tillögumaður ætlaðist til —
enda stóð ekki á því: Sama dag og
hún meðtók boðskapinn, lét hún
hæita allri vinnu við 15 miljóna
fyirrtækið — mannvirkið, ’sem
málgögn hins „óumsamda starfs-
bandalags kaupfélagsmanna og
kaupmannasinna“ áttu, fyrir
skemmstu, ekki nægilega sterk
orð til að lýsa, sem vitnisburði um
framtak og stórhug „starfsbanda-
lagsins".
Og síðan hefir enginn steinn
verið lagður í stórvirki þetta —
enda hafði vinnan þegar staðið í
hálfan mánuð, fyrir fáeina menn!
Nú höfðu menn haldið, að fé
hefði verið varið til undirbúnings
þessa mannvirkis, og síðan hafin
vinna við það, vegna þess, að
hafnarmannvirkjanna væri nokk-
ur þörf — ef eitthvert athafnalíf á
að þróast í þessum bæ — en ekki
aðeins i gustukaskyni við þessa
voluðu verkamenn, sem aldrei
geta þakksamlega þegið hvíld frá
striti dagsins — og þessvegna væri
Frá ferðalagi biskupsins
um Ameríku
Frá sendiráði íslands í Was-
hington hefir ráðuneytinu borist
svohljóðandi símskeyti, varðandi
biskupinn, herra Sigurgeir Sig-
urðsson:
„Sendiherrahjónin höfðu í gær
síðdegismóttöku á heimili sínu til
heiðurs biskupi íslands. Meðal
boðsgesta voru sendiherrar Can-
ada, Danmerkur og Noregs og
ýmsir fulltrúar frá sendiráðum
þeirra þjóða, auk fulltrúa frá utan-
ríkisráðuneytinu. Ennfremur leið-
togar lúthersku kirkjunnar í Was-
hington, auk íslendinga í Was-
hington og ræðismanns Stefáns
Einarssonar, frá Baltimore. Alls
um 80 manns“.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 3. apríl 1944.
samningi þar um.
(Framhald á 2. síðu).
Leikhúsið
Leikfélag Akureyrar hafði á
annan páskadag frumsýningu á
leikriti Davíðs Stefánssonar:
Gullna hliðinu. Höfundurinn las
sjálfur forspjall leiksins, og var
honum mjög fagnað af leikhúss-
gestum.
Leikritið Gullna hliðið er, eins
og menn vita, samið utanum þjóð-
söguna um hina fórnfúsu og kær-
leiksríku konu, sem allt vildi til
vinna — jafnvel að farga sinni
eigin sáluhjáip — til þess að forða
sál karlsins síns frá eilífum kvöl-
um. Davíð hefir áður ort um þetta
ágætt kvæði, þar sem sagan er
sögð með einföldum orðum og létt-
um og góðlátlegum hætti. í leik-
ritinu eru umbúðir sögunnar hins
vegar orðnar ærið viðamiklar —
og misjafnlega smekklegar.
Leikfélagið hefir lagt sig mjög
fram um að gera sýninguna sem
glæsilegasta og ekkert til sparað
— enda má segja, að hún hafi tek-
ist ágætlega og sé leikstjóranum
og Leikfélaginu til sóma. Allir þeir
leikendur, sem hafa tilefni til leik-
listarlegra viðbragða, leysa hlut-
verk sín vel af hendi. Ber þar fyrst
að nefna gestinn: Frk. Arndísi
Björnsdóttur, sem leikur Kerling-
una af afburða festu, og næmum
skilningi á hlutverkinu. Engu síðri
er leikur Björns Sigmundssonar, í
hlutverki Jóns gamla. Frú Sigur-
jóna Jakobsdóttir leikur vel
skottulækninn, Vilborgu grasa-
konu, sem allt veit um háttu og
eðli sjúkdómsins — en veit þó
ekkert, og huggar sig við það, að
Jón sé þá dauður hvort sem er!
Leikstjórinn, Jón Norðfjörð,
leikur Óvininn. Gervi hans er gott,
og framsögn Jóns, að vanda, ágæt.
Slírattalátum hans er stilt í hóf.
En deila má um, hvort það sé í
verkahring Óvinarins að stjórna
eldingum himinsins.
Þórir Guuðjónsson kemur fram
í litlu hlutverki (ríkisbubbinn) en
hinn ágæti leikur hans fer ekki
fram hjá manni. Sama má segja
Þegar Rauði herinn sótti vestur
eftir Suður-Rússlandi urðu fas-
istaherirnir á Krímskaga innilok-
aðir. Sömuleiðis náðu rússneskar
hersveitir frá Kákasus fótfestu á
Kerstanganum, austast á Krím. —
Langa hríð hefir ekki heyrst af
hernaðaraðgerðum þarna, fyr en
nú í vikunni, að Rússar létu til
skarar skríða gegn þessu innikró-
aða liði fasistanna, en það var tal-
ið að vera um 80—100 þús.
manns, þýskt og rúmenskt. Rufu
Rússar í einni svipan varnarlínu
fasistanna á Perekopeiðinu og
tóku samtímis borgina Kerts, aust-
ast á skaganum. Síðan hefir sókn
Rússa þarna verið sú hraðasta,
sem orðið hefir í styrjöldinni —
alt upp í 60 km. á dag — og hafa
þeir nú 4/5 hluta Krímskagans á
valdi sínu, og munu fyrirsjáanlega
ljúka hreinsun hans næstu daga.
Fréttaritarar segja, að herstjórn
fasistanna þarna hafi alveg mist
um leik frú Svövu Jónsdóttur.
Hinsvegar getur naumast talist
smekklegt af Leikfélaginu að fá
þessari öldruðu og virðulegu leik-
konu slíkt hlutverk (vændiskona)
auk þess, sem ætla mætti, að þann-
ig fyrirbrigði ætti ekki heima í
hinni rómuðu „sveitamenningu"
og mundi kallað illmælgi í munni
Laxness.
Rúmsins vegna verða ekki
taldir upp fleiri leikendur, sem eru
mjög margir. En eins og áður segir
hefir Leikfélagið leyst viðfangs-
efnið vel af hendi.
Leikritið hefir líka vissan boð-
skap að flytja, um fórnfýsi, vilja-
þrek og kærleika. En nokkur
broddur er það borgaralegri sið-
fræði, að málstaður kærleikans og
fórnfýsinnar skyldi ómögulega
geta náð fram að ganga, .nerna
beitt væri lævísi og prettum.
Vatutin hershöfðingi
látinn
í hádegisútvarpi í dag var frá
því sagt, að samkv. tilkynningu frá
Moskva hefði Vatutin hershöfð-
ingi látist, í borginni Kiev, eftir
6 vikna legu.
Vatutin var meðal hæfustu her-
foringja Sovétríkjanna. Það var t.
d. hann, sem stjórnaði vörn
Moskvu, þegar mesta hættan
steðjaði að henni. Sömuleiðis átti
hann mikinn þátt í hinni stór-
frægu vörn Stalingrad, og það
voru hersveitir hans, sem frelsuðu
Kiev, höfuðborg Ukrainu.
Tilkynt er, að hann verði greftr-
aður í þeirri borg.
stjórn á liði sínu, og sé flótti þess
skipulagslaus. Hafa Rússar tekið
fanga svo skiptir tugum þúsunda
— í fyrrakvöld nam tala þeirra
31 þús. — og hrannir hergagna óg
birgða.
Þegar lokið er hreinsun Krím-
skagans, losnar þar mikið rúss-
neskt lið, sem að sjálfsögðu verð-
ur flutt vestar á vígstöðvarnar, til
að herða á sókninni til Balkan-
landanna og Mið-Evrópu. Mun
það einnig þar reynast Þjóðverj-
um þungt í skauti.
Égspyr...?
Eru engin takmörk fyrir húsa-
leigu lengur? Er öllum leyfilegt að
setja svo mikið, sem þeim þóknast
í þann og þann svipinn, þegar lítil
herbergi fást nú ekki fyrir minna
en frá kr. 50 til alt að kr. 70—80.
Þetta er einhver þyngsti skattur,
sem fátækar fjölskyldur þurfa að
borga. Eg veit, að þeir, sem hafa
byggt á þessum dýra tíma, þurfa
að leigja fyrir hátt verð, en svo
sigla þeir, sem gömlu húsin eiga, í
kjölfarið. Hvar er nú húsaleigu-
nefndin? Er hún dauð, eða sefur
hún?
Eða eru þeir húseigendur, sem
eru í húsaleigunefndinni, og þykir
gott hvað gengur? En til hvers er
að setja lög, þegar ekkert er farið
eftir þeim.
Húsnæðislaus einstæðingur.
Lýdveldis-
stofnunin.
Bæjarstjómin kýs nefnd-
ir til að vinna að þátt-
töku í þjóðaratkvæða-
greiðslunni og hátíða-
höldunum 17. júní.
Bæjarstjórn Akureyrar hafði
aukafund s. 1. fimtudag til þess að
ganga frá kjörskrá og kjósa nefnd-
ir til að vinna að þátttöku í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni og hátíða-
höldum í bænum 17. júrú.
í iyrri nefndina voru kosnir:
Guðmundur Guðlaugsson.
Steingr. Aðalsteinsson.
Jens Eyjólfsson.
Jón Hinriksson.
Ákveðið var, að nefndin sjálf
bætti við sig fimmta manni.
í hátíðanefndina voru þessir
menn kosnir:
Þorsteinn M. Jónsson.
Áskell Snorrason.
Friðrik J. Rafnar.
Alþýðuflokkurinn neitaði að til-
nefna mann í þessa nefnd.