Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.04.1944, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 15.04.1944, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN SANNLEIKANUM VERDUR HVER SÁRREIDASTUR En er „Dagur“ með eða móti skipakaupum frá Svíþjóð? Ekki burtfarinn frá heimili sínu, ritar skólastjóri Iðnskólans leiðara í blað sitt, 5. þ. m., sem á að vera svar við grein minni í „Verkam.“ 1. apríl, um skipakaup frá Svíþjóð. Megin efni þessa svars Iðn- skólastjórans er að viðurkenna, að hann sé algerlega sammála mér UM ÖLL MEGINATRIÐI MÁLSINS. 1. Hann viðurkennir, að lýsing mín á ástandi íslenska fiskveiði- flotans sé rétt 2. Hann er sammála mér um hið „geysilega þýðingarmikla hlutverk, er honum (fiskveiðiflotanum) verði að ætla 'í framtíðinni, í þjóðarbúskap okkar íslendinga". 3. Hann viðurkennir, „að það sé, því miður, algerlega vonlaust,* * að skipasmíðastöðvar þær, sem nú eru til í landinu, geti orkað því að endurbyggja fiskiskipaflota okkar og auka hann svo fljótt, sem brýn nauðsyn krefur*1* Samkvæmt þessu ætti hinn vísi Iðnskólastjóri að vera sammála mér um það, að sú ráðstöfun. ríkis- valdsins að festa kaup á nokkrum fiskiskipum frá Svíþjóð, VÆRI RÉTT — en það er það, sem eg í nefndri grein minni leitaðist við að færa sönnur á. En svo undarlega bregður við, að þrátt fyrir þetta virðist Iðn- skólastjórinn alls ekki vera mér sammála, í þessu efni. Virðist sann- ast á honum málshátturinn, að „sannleikanum verður hver sár- reiðastur" — því hann hefir allt á hornum sér, gegn grein minni, og telur, að með henni hafi eg „veizt að Iðnaðarmannafélagi Akureyr- eyrar“ og talið það „ganga að óþörfu fram fyrir skjöldu vegna íslenskra skipasmiða“, og að mér „finnist fátt“ um þá iðnarmenn, sem með fyrgreindri ályktun Iðn- aðarmannafélagsins hafi snúist „til varnar sér, æfistarfi sínu og lífsaf- komu“ — og er hann hefir þetta mælt, bregður fyrir augu honum „ofurljómanum á hinni rússnesku festingu!“ — enda miklu auðveld- ara, og betur við hæfi skólastjór- ans, að slá út í þá sálma en hnekkja rökunum í grein minni. Eg hefi því undan engu að kvarta í þessu máli. En fyrir for- vitnis sakir væri gaman að fá úr því skorið, hvort heldur „Dagur“ er með eða móti skipakaupunum frá Svxþjóð. Hann bað mig að lesa aftur ályktun Iðnaðarmannafélagsins og ummæli sín um málið. Eg gerði nú þetta. Og hvað stendur þar? í ályktun Iðnaðarmannafélags- ins er því mótmælt, „að varið verði stórfé úr ríkissjóði til styrkt- ar slíkum skipakaupum“, vegna þess, að ráðstöfunin sé „einhliða“ * Leturbreyting „Verkam.“. og muni „leiða af sér mjög alvar- lega hnekki fyrir skipasmíðaiðnað landsmanna“. Ber að skilja þessi ummæli svo, að Iðnaðarmannafélagið sé sam- þykt skipakaupunum? Mér varð á að skilja þau á ann- an veg — og taldi þessvegna sjón- armið Iðnaðarmannafélagsins of þröngt. En hvað segir „Dagur“ frá eigin brjósti? Yfirskrift leiðara hans er: ,,/S- LENSK EÐA SÆNSK SKIP?“ — ekki íslensk og sænsk, heldur annaðhvort eða. Nú vill hann, eins og vonlegt er, íslensk skip, en ætti þá, samkv. yfirskrift sinni, alls ekki að vilja sænsku skipin. Eg vil hinsvegar hvorutveggja. Þá kvartar „Dagur“ um, að þessi ráðstöfun stjómarvaldanna, að kaupa fiskiskip frá Svíþjóð, valdi því „nær eingöngu" að eftir- spurn eftir byggingu skipa innan- lands „muni verða lítil eða engin á næsta ári“ — enda hafi aðstöðu- munur innlendu stöðvanna verið ærinn áður „þótt íslensk stjórnar- völd geri ekki sitt til að auka hann enn — og sem mest — með EIN- HLIÐA og VANHUGSUÐUM ráðstöfunum“ (leturbr. Verkam.), Og enn segir blaðið: „HÉR VIRÐIST skjóta skökku við: Með þessum ráðstöfunum er raunar verið að styrkja með rífleg- um fjárfúlgum erlendar skipa- smíðastöðvar til óeðlilegrar sam- keppni við íslenska skipasmiði. . “ Já, það skýtur áreiðanlega ein- hverju skökku við, ef öll þessi um- mæli „Dags“ á að skilja sem sam- þykki blaðsins við því, að bætt sé með skjótum hætti úr brýnni nauðsyn á endumýjun íslenska fiskiskipaflotans með því að kaupa fiskiskip frá Svíþjóð — þar sem við getum fengið þau. Hvað oft, sem eg les ummælin, fæ eg ekki skilið þau öðruvísi en sem mót- mæli gegn skipakaupum erlendis. En kannske hafa þau verið „vanhugsuð'* og „Daguri* sé nú kominn á aðra skoðun. En hvað meinar hann þá 5. apríl, þegar hann talar um, að iðn- aðarmenn hafi, með ályktun sinni, snúist „til varnar sér, æfistarfi sínu og lífsafkomu“? Álytkuninni er beint gegn ráð- stöfun ríkisvaldsins til skipakaupa erlendis. Er „Dagur“ áreiðanlega sam- þykkur þeirri ráðstöfun, um leið og hann telur hana kollvarpa æfi- starfi og lífsafkomu íslensku iðn- aðarmannanna? Enn skýtur einhverju skökku við. — Og nú er það sennilega það, að ákvörðunin um skipakaup er- lendis er ekki slík árás á innlendu skipasmiðina, sem „Dagur“, í öðru orðinu, reynir að gera hana — heldur er hún óhjákvæmileg nauðsyn, byggð á brýnni þörf ís- ‘lensks atvinnulífs. Það er þessvegna einnig rangt hjá „Degi“, að með grein minni hafi eg verið að veitast að iðnaðar- mönnum, þó eg vekti athygli á því, að sjónarmið þeirra, í þessu máli, væri of þröngt, þar sem þeir virtust stilla þörfinni á atvinnu fyrir skipasmiðina upp á móti at- vinnuþörf alls þess fólks, sem at- vinnu verður að hafa af sjávarút- vegi — enda þótt hvorutveggja geti farið saman. Þá virðist „Dagur“ telja lítils virði samþykt Alþingis um það, að athugað sé hverjar orsakir eru til, hversu skipasmíðar innanlands eru dýrar og hverjar ráðstafanir þurfi að gera til þess, að þær geti haldið áfram. Einkum virðist „Dagur“ óttast, að þeir, sem um þetta eiga að fjalla, muni ekki hafa vit á að snúa sér þangað, sem haldkvæmr- asta upplýsinga sé von. Mál þetta allt heyrir undir ráðu- neyti Vilhjálms Þór — og ekki var „Dagur“ vanur að fríja honum vits eða framkvæmdaþreks — svo það sýnist óþarfur aumingjaskap- ur af honum að örvænta strax um árangurinn — enda á hann sennilega eftir að skifta um skoð- un varðandi það atriði, eins og hann þegar hefir gert um ýms önn- ur atriði málsins. En ef „Dagur“ ætlar ekki að verða öllum að viðundri í þessu máli, verður hann að reyna að komast að einhverri sjálfri sér samkvæmri niðurstöðu — og segja frá henni með þeim hætti að skiljanlegt sé alþýðu manna, jafn- vel við fyrsta yfirlestur. Akureyri 12. apríl 1944. Steingr. Aðalsteinsson. Nokkrar stólkur vantar að Kristneshæli frá 14. maí næstkomandi. — Hátt kaup! Stuttur vinnu- tími. — Upplýsingar hjá y f irh j úkrunarkonunni. Speglarnir KOMNIR AFTUR f Pöntunarfélagið. KÁPUEFNI, ENSK FATAEFNI, DÖMUVESKI og PEYSUR, FINGRAVETTLINGAR Pöntunarfélagið. Kaupakonur Kaupamenn * Starfsstúlkur Línustúlkur vantar í sumar. VINNUMIÐLUNARSKRIF- STOFAN. Hætt við 15 milj. fyrirtækið (Framhald af í. síðu). Vegna þessa misskilnings á hugsanagangi „starfsbandalagsms" flutti Steingr. Aðalsteinsson tillögu þá, sem birt var í síðasta blaði, um að bæjarstjórn leitaði samninga við Verkamannafélagið um flokk- un bæjarvinnunnar. Sú tillaga fékk ekki einu sinni að koma til atkvæða. Enn reyndi Steingr. á aukafundi bæjarstjómar í fyrradag — að fá málið tekið fyrir á raunhæfum grundvelli. Hafði hann skrifað bæjarstjórninni eftirfarandi bréf’ Akureyri 13. apríl 1944. Leyfi mér hér með að fara þess á leit, að eftirfarandi tillaga verði tekin á dagskrá bæjarstjómar- fundar í dag: „Með því að stöðvuð hefir ver- ið vinna við fyrirhugaðan hafn- argarð bæjarins, á Oddeyri, vegna mismunandi skilnings meirihluta bæjarstjórnar annarsvegar og Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar hinsvegar, á því, hvaða kaup beri að greiða fyrir þessa vinnu, felur bæjarstjórn bæjar- stjóra að taka upp samningaum- leitun við Verkamannafélag Akur- eyrarkaupstaðar, um kaup og vinnukjör í allri bæjarvinnu, svo framkvæmdir tefjist ekki vegna mismunandi skilnings á kaup- taxta“. Þar sem fundur þessi hefir ver- ið boðaður með svo skömmum fyr- irvara, að ekki var kostur á að koma málum á framfæri áður en dagskrá var gefin út, en málið hinsvegar aðkallandi, vænti eg, að ósk mín verði tekin til greina. Virðingarfyllst. Steingr. Aðalsteinsson. Til Bæjarstjórnar Akureyrarkaup- staðar. En bæjarstjórn vildi ekki ræða svona hégóma, heldur neitaði að taka málið á dagskrá. Greiddu þeir atkvæði gegn því: Erlingur, Jón Sveinsson, Indriði og Jón Sólnes. Bæjarstjóri vildi, að málið yrði tekið fyrir — en Framsóknar-hetj- urnar drupu höfði og héldu að sér höndum. Virðist af þessu sýnt, að meiri- hluti bæjarstjórnarinnar vilji alls ekki neina samninga reyna við Verkamannafélagið — en ætli sér hinsvegar að nota þennan ágrein- ing sem átyllu til að hætta við byggingu hafnarmannvirkjanna, sem þessir broddborgarar aldrei hafa haft nokkurn áhuga fyrir að hrinda í framkvæmd—af því þeir sjálfir hafa nóg að bíta og brenna, hvort sem atvinna er á eyrinni, eða ekki. En einhverntíma þrýtur þolin- mæði Verkamannafélagsins. Og vera má, ef bæjarstjórnin heldur uppteknum hætti, að henni tak- ist að fá stöðvaða alla vinnu á vegum bæjarins — ef hún vill heldur tala við Verka- mannafélagið á því tungumáli. Bazar heldur kvenfélagið Hlíf á Sum- ardaginn fyrsta kl. 2 e. h. í Skjaldborg. Félagskonur eru ámintar um að koma I munum sínum til bazarnefndar í síðasta . lagi um hádegi á miðvikudag.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.