Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.11.1944, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 18.11.1944, Blaðsíða 2
2 VUtXAMAOURXNM Stjórnarfrumvarp um skipun ráðs til að gera fimm ára á- ætlun um nýsköpun íslenzks þjóðsrbúskapar Ríkisstjórnin hefir lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um nýbygging- arráð, og er það birt hér í heild, ásamt greinargerð. »1- gr- Af inneignum Landsbanka íslands erlendis skal jafngildi að minnsta kosti 300 miljóna £sl. króna lagt á sérstakan reikning og skal eingöngu verja fjárhæð þeirri til kaupa á íramleiðslutækjum og til annarar ný- sköpunar þjóðarinnar, samkvæmt nánari ákvörðun nýbyggingarráðs. 2. gr. Ríkisstjórnin skipar fjögurra manna nefnd, er nefnist nýbyggingarráð. Hlutverk jress er að búa til heildaráætlun, fyrst um sinn miðaða við næstu fimm ár, um nýsköpun íslensks þjóðarbúskapar. Skal j>ar áætlað, hver atvinnutæki, samgöngutæki, byggingar og annað þurfi til sjávar og sveita, til j>ess að allir fslendingar geti haft vinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur svo og hvernig best verði fyrir komið innflutningi fáan- legra tækja og efnis á næstu árum með J>að fyrir augum að hagnýta sem best vinnuafl þjóðarinnar og auðlindir landsins. Þá skal nýbyggingarráð gera áætlanir um, hvar tækin skuli staðsett og tillögur um byggingar og aðrar framkvæmdir í því sambandi. Nýbyggingarráð hlutast til um að slík tæki verði keypt utanlands eða gerð innanland svo fljótt sem auðið er og hefir milligöngu fyrir þá aðila, sem þau vilja kaupa og J>ess óska. Innflutningsleyfi og gjaldeyrisleyfi til framangreindra ráðstafana á fé samkvæmt 1. gr. ,skulu veitt samkvæmt tillögum nýbyggingarráðs. Kostnaður við störf nýbyggingarráðs greiðist úr ríkissjóði. ATHUGASEMDIR við lagafrumvarp |>etta. Frumvarp þetta er flutt af ríkis- stjórninni til þess að lögfesta einn hluta af stefnuskrá hennar. Birtist hér á eftir sá hluti stefnuskrárinn- ar, er varðar efni frumvarpsins. Það er meginstefna stjórnarinnar að tryggja það, að allir landsmenn geti haft atvinnu við sem arðhær- astan atvinnurekstur. Þessu markmiði leitast stjórnin við að ná m. a. með þessu: 1. Af erlendum gjaldeyri hank- anna í Bretlandi og Bandaríkjun um sé jafnvirði eigi minna en 300 millj. ísl. kr. sett á sérstakan reikn- ing. Má eigi ráðstafa þeim gjald- eyri ná samþykkis ríkisstjórnarinn- ar og eingöngu til kaupa á eftir- töldum framleiðslutækjum: a. Skip, vélar og efni til skipa- bygginga o. fl., samtals a. m. k. 200 milj. kr. b. Vélar og þess háttar til aukn- ingar og endurbóta á síldarverk- smiðjum, hraðfrystihúsum, niður- suðu, svo og til tunnugerðar, skipa- smíða o. fl. — um 50 milj. kr. c. Vélar og þess háttar til áburð- arverksmiðju, vinslu og hagnýting- ar landbúnaðarafurða og jarð- yrkjuvélar og efni til rafvirkja o. fl. — um 50 miljónir kr. Fært skal milli flokka, ef ríkis- stjómin telur ráðlegt, að fengnum tillögum nefndar þeirrar, sem um getur í 4. lið hér á eftir. Nefnd sú geri sem fyrst tillögur um frekari hagnýtingu erlendra innstæðna, svo sem um efniskaup til bygginga. Alment byggingarefni, svo sem cement og þess háttar, telst með venjulegum innflutningi. Efni til skipa, véla og þess háttar, sem smíðað er innanlands telst með innflutningi framleiðslutækja. 2. Ríkisvaldið hlutast til um, að slík tæki verði keypt utanlands eða gerð innanlands, svo fljótt sem auðið er. 3. Taeki þessi skulu seld einstakl- ingum eða félögum og slík félög m. a. stofnuð að opinberri tilhlutun, ef þörf gerist. Framleiðslutæki, sem keypt kunna að verða fyrir framlag hins opinbera að nokkru eða Öllu leyti, skulu ekki seld með tapi, nema öll ríkisstjórnin samþykki eða Alþingi ákveði. 4. Ríkisstjórnin skipar nefnd, er geri áætlanir um, hver atvinnutæki þurfi að útvega landsmönnum til sjávar og sveita, til að forðast að atvinnuleysi skapist í landinu. 5. Ríkisstjórnin setur nánari reglur um starfsvið nefndarinnar og vald hennar. Skal það m. a. ákveðið, að nefndin skuli leita fyr- ir sér um kaup framangreindra framleiðslutækja erlendis og smíði þeirra innanlands og hafa milli- göngtr fyrir þá aðila, sem þau vilja kaupa og þess óska. Komi í ljós, að vegna viðskipta- reglna annara þjóða verði talið hag- kvæmt eða nauðsynlegt, að einung- is einn aðili fjalli um kaup ofan- greindra tækja, svipað og nú er um sölu á flestri útflutningsvöru lands- manna, skal ríkisvaldið hafa alla milligöngu í þessum efnum. 6. Við nýsköpun þá á atvinnulífi þjóðarinnar, er hér hefir verið get- ið, skal hafa sérstaka hliðsjón af þeim sölumöguleikum, sem tekst að tryggja íslandi í heimsviðskiptun- um. Framkvæmdum innanlands í sambandi við öflun þessara fram- leiðslutækja skal haga með hlið- sjón af atvinnuástandi í landinu, í því skyni, að komið verði í veg fyr- ir atvinnuleysi meðan verið er að útvega hin nýju framleiðslutæki. Ríkisstjórnin- mun taka til at- hugunar, hverjum öðrum fram- kvæmdum ríkisvaldið skuli beita sér fyrir í því skyni að forðast at- vinnuleysi. Fjár til þessara þarfa skal, að svo miklu leyti sem það fæst eigi með sköttum, aflað með lántökum, e. t. v. skyldulánum. Athugað skal, hvort til greina komi skylduhlut- taka í atvinnutækjum eftir fjár- eign’.“ Þeir er björguðusf í árásinni á Goðafoss: Farj>egar. Áslaug Sigurðardóttir, Ásvalla- götu 28, Reykjavík. Agnar Kristjánsson, Hringbraut 132, Reykjávík. Skipverjar: 1 Sigurður Gíslason, skipstjóri, Vesturgötu 16, Reykjavík. Eymundur Magnússon, 1. stýri- maður, Bárugötu 5, Reykjavík. Stefán Dagfinnsson, 2. stýrimað- ur, Hringbraut 132, Reykjavík. Hermann Bæringsson, 2. vél- stjóri, Hringbraut 32, Reykjavík. Aðalsteinn Guðnason, 2. loft- skeytamaður, DagverðarCyri. Sigurður Guðmundsson, háseti, Vesturgötu 16. Gunnar Jóhannsson, háseti, Rán argötu 10, Reykjavík. Baldur Jónsson, háseti, Báru götu‘31, Reykjavík. Ingólfur Ingvarsson, háseti. Öldugötu 4, Reykjavík. Árni Jóhannsson, kyndari, Tjarn- argötu 10B, Reykjavík. Stefán Olsen, kyndari, Sólvalla- götu 27, Reykjavík. Gúðmundur í'innbogason, 2. matsveirin, Aðalstræti 8, Reykja- vík. Arnar Jónsson, búrmaður, Laugavegi 44, Reykjavík. Guðmundur Árnason, þjónn, Laugavegi 11, Reykjavík. Frímann Guðjónsson, bryti, Kaplaskjólsvegi 1, Reykjavík. Jóhann Guðbjörnsson, háseti, Skeggjagötu 14, Reykjavík. Stefán Skúlason, þjónn yfir- manna, Fálkagötu 27, Reykjavík. Skyldi ,.Dagur“ þora að segja bændum frá því? Nefnd frá miðstjórn hretsku samvinnufélaganna (British Co- operative Union) er á förum til Moskvu. Meðlimir nefndarinnar eru R. A. Palmer, aðalritari sambandsins og forseti alþjóðasambands samvinnu- félaga, P. J. Agnew, séra G. S. Woods, þingmaður, T. H. Gill og H. M. Davidson. Hr. Palmer hefir í viðtali við hlaðamenn sagt, að sendinefndin hafi sérstaklega mikinn áhuga á því að kynnast af eigin sjón ástandi frjálsra samvinnufélaga í Sovétríkj- unum og einnig að kynnast við- skiftamálum þar. ÞEIR, SEM FÓRUST MEÐ GOÐAFOSS. (Frámh. af 1. síðu). Jón K. G. Kristjánsson, kyndari, Þórsgötu 12, 51 árs. Kvæntur, átti 3 uppkomin börn. Pétur Már Hafliðason, kyndari, — sonur Hafliða 1. vélstjóra, Hring- braut 148, 17 ára. Sigurður Jóhann Otldsson, nrat- sveinn, Vífilsgötu 6, 41 árs. Ó- kvæntur. Átti aldraða móður og I barn 15 ára. Jakob Sigurjón Einarsson, þjónn, Stað við Laugarásveg, 36 ára. Kvæntur, átti 2 börn, 8 og 4 ára. Lára Elín Ingjaldsdóttir, þerna, Skólavörðustfg 26A, 42 ára. Ógift. Loftur Jóhannsson, kyndari, fórst ekki með Goðafossi. Hann varð eftir á sjúkrahúsi erlendis. Nær og fjær Eins og vænta mátti treystu Bakka- bræðumir, sem skrifa „Dag“, sér ekki til þess að svara þeim spurningum, sem lagðar voru fyrir þá í síðasta „Vm.“. En í stað þess er gerð hjákátleg tilraun til að telja lesendum „Dags“ trú um, að með stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisfl., Sósíal- istafl. og Alþýðufl. sé í rauninni að ger- ast það sama og þegar nazistaklíkan í Þýskalandi var að festa rætur. Ekki þarf að eyða mörgum orðum að því hvílíkur sleggjudómur er þarna á ferðinni og mé með sanni segja að oft hafi Ingimar Eydal tekist betur að hag- ræða sannleikanum á sína alkunnu vísu. Vér viljum aðeins benda á eftirfar- andi staðreyndir: 1. Fyrir nokkrum árum, eða þegar Hitler var að nálgast hástig „frægðar" sinnar og valda, var stofnað hér í bæn- um félag sem hlaut nafnið Skjaldborg. 2. Fyrir síðustu bæjarstjómarkosning- ar hér á Akureyri var því m. á. haldið fram í „Degi“ og „fsl.“ — og það rétti- lega — að þessi félagsskapur þeirra Brynleifs, Svavars og Jóns Sveinssonar væri gegnsýrður af nazisma og birti „ísl.“ m. a. lög félagsins þessu til stað- festingar og „Dagur“ ummæli eins kunn- asta dómara landsins. 3. Það er nú á allra vitorði, að leið- togar „Skjaldborgarinnar" og flestir eða allir meðl imirnir (sem eftir kunna að vera) eru í algjörri andstöðu við núverandi ríkisstjórn OG HAFA TEKIÐ SÉR ÞAR SÆTI VIÐ HLIÐ FRAMSÓKNAR. 4. Aðalblað íslenskra Hitlersvina og Gyðingahatara, „Vísir“ í Reykjavík, hefir einnig tekið höndum saman við Framsókn gegn hinni nýju ríksstjóm. Er Framsókn vel sæmd af bandamönn- um sínum. Skjaldborgarbíó s Laugardag kl. 6, '! ;; Sunnudag kl. 9: ) : Sá hlær bezt, sem síðast ;j hlær. j; ;j Sunnudag kl. 5: Lífið er leikur. AMERÍSIR ULSTER-FRAKKAR. JÓN EGILS.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.