Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.11.1944, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 18.11.1944, Blaðsíða 3
VUULAMA&UKXVM 3 VERKAMAÐURINN Útgefmndi: SóaUliatafélag Akureyrar. Ritttjóri: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Sími 466. BlaOaaind: Sverrir Askalaaoa, Loftur Meldal. Lárua Björnston. BlaðiQ kemur út hvern laugardag. LauaesöluverS 30 aura eintakiS. AfgreiSsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar VerklýSshúsinu. Prantvark Odda Björnaaonar. NÍÐINGSVERKIÐ í rauninni vfirðist það máske tæplega rétt, að hafa þetta orð í eintölu nú á tímum. Því það má með sanni segja að gerðir Þjóðverja síðastliðin ár hafi verið óslitin röð af níðingsverkum. Sem betur fer höfum við íslendingar þó ekk'i kynst persónulegu grimdaræði Þjóðverja nema að litlu leyti sam- anborið við margar aðrar þjóðir. Og þrátt fyrir fjöldamorð Þjóð- verja á íslenskum sjómönnum hefir minsta kosti alf fram að árásinni á Goðafoss fyrirfundist blöð hér á landi, sem hafa reynt að telja al- menningi trú um, að frásagnirnar af hryðjuverkum Þjóðverja í Sovét- ríkjunum, Póllandi, Grikklandi og öðrum löndum, væru ýktar og jafn- vel með öllu tilhæfulausar. Má segja, að það er aumkunarverð manntegund, sem þrátt fyrir ótelj- andi staðreyndir kappkostar að breiða yfir hin hryllilegu glæpa- verk Þjóðverja. Vér íslendingar höfum nú fengið enn eina sönnunina fyrir því, að grimdaræði og kvalaþorsti Þjóð- verja á sér engin takmörk. Þýskur kafbátur skýtur tundurskeyti í Goðafoss innan íslenskrar land- helgi. Árásin hefir enga minstu hemaðarlega þýðingu. Hún er ein- göngu gerð til þess að eyðileggja og myrða. Skipið var á heimleið, hlað- ið nauðsynjavörum til hlutlausrar og friðsamrar þjóðar. Á því var ís- lensk áhöfn og íslenskir farþegar, sem áttu aðeins eftir rúmlega tveggja klukkustunda siglingu til þess að komast í langþráðan faðm fósturjarðarinnar eftir erfiða sigl- ingu yfir óravíddir Atlantshafsins og langa dvöl hjá framandi þjóð. Árásin var gerð um hábjartan dag og skipið greinilega auðkent. Oll þjóðin drýpur höfði og syrg- ir þá sonu sína og dætur, sem létu lífið í morðárásinni á Goðafoss. En hún gerir meira. Hún áskilur sér rétt til réttlátrar refsingar og frek- ustu skaðabóta. Hún mun krefjast bóta fyrir níðingsverkið og krefjast þess að þeim, sem sök áttu á þess- um óheyrilega glæp, verði þung- lega refsað. Hver stjórnar Framsókn? Alþjóð veit að Jónas Jónsson frá Hriflu var látinn hverfa af sviðinu sem opinber formaður Framsókn- arflokksins og rekinn frá Tímanum og síðar „Degi“ og Hermanni Jón- assyni falin formenska flokksins. Ýmsum kann því að virðast kyn- lega spurt. Þegar „Framsóknar“þingið tók þá ákvörðun, að svifta Jónas for- Verkalýðsráðstefna í Olafsfirði Ráðstefnan samþykkti tillögur um samræmingu kaup- gjalds við Eyjafjörð og lýsti vfir stuðningi sínum við stefnu núverandi ríkisstjórnar Dagana frá 3.-6. nóv. síðastl. var í Ólafsfirði háð ráðstefna af stjórn- um Verklýðsfélags Hríseyjar, Verkalýðsfélags Dalvíkur og Verka- lýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarð- ar. Aðaltilgangur ráðstefnunnar var að gera tillögur um samræm ingu kaups og kjara rneðal félag- anna, og vinna að auknu samsfarfi þeirra um önnur félagsmál. Gengið var frá tillögum um sam- eiginlegan kjarasamning fyrir fé lögin. Samþykt var að leggja til við fé- lögin, að ef til nýrra samninga komi, kjósi hvert félag 1-2 menn í sameiginlega nefnd er hafi með höndum samninga fyrir félögin og óskað verði eftir að Alþýðusam- band íslands hafi fulltrúa við samningagerðina. Samþykt var að beina því til verkalýðsfélaganna við Eyjafjörð að félagsstjórnir þeirra eða þar til kjörnir fulltrúar frá félögunum komi saman á ráðstefnu, sem hald- in yrði í Dalvík í októbermánuði 1945, þar sem afstaða verði tekin til ýmissa sameiginlegra félags- mála o. fl. Samþykt var að leggja til við fé- lögin, að samræmd verði árgjöld og inntökugjöld í félögunum og verði árgjöldin í öllum félögunum á næsta ári kr. 30.00 fyrir karla en kr. 15.00 fyrir konur og inntökugjöld fyrir karla kr. 5.00, en fyrir konur kr. 3.00. menskunni og gera hann útlægan úr flokksblöðunum, ætluðu margir að stefnubreyting myndi sigla í kjölfar þessarar ráðstöfunar. Jónas hafði haldið uppi hatrömum árás- um á kommúnismann og sá alstað- ar kommúnista og gat ekki um annað hugsað né talað. Skrif hans og hjal var orðið svo keimlíkt áróðri Goebbels í Berlín, að jafn- vel „Framsóknar“mönnum var orð- ið það alment ljóst. Herráð flokks- ins var farið að reka sig óþyrmilega á það að Berlínarplatan hans Jón- asar gekk ekki í fólkið. Áróður Jónasar verkaði í öfuga átt við það sem til var ætlast. \:ar því tekið það ráð að breiða yfir nafn og númer. ,,Framsókn“ setti upp nýjan hatt. Fn flokknrinn ekur eftir sömu línu og áður. Sama platan er spil- uð áfram, það er bara sá munurinn að aðrir hafa talað inn á hana en jónas. Hermann og Eysteinn þora ekki annað fyrir gamla manninum og ef til vill vilja þeir heldur alls ekki annað. Þeir dansa annaðhvort nauðugir eða viljugir eftir púka- blístru Jónasar „made in Ger- many“. En þann dag í dag stjórnar Jónas raunverulega ,,Framsóknar“- flokknum — og verði honum og tindátum hans að góðu. Samþyktar voru eftirfarandi ályktanir til 18. þings Alþýðusam- bands íslands: Að þingið taki til endurskoðun- ar lög um stéttarfélög og vinnu- deilur og leggi tillögur sínar fyrir Alþingi, á þessum vetri. Ráðstefnan benti sérstaklega á þessi atriði, sem hún taldi nauðsyn bera til að fá breytt: 1. Stéttarfélög verði lögformlegur samningsaðili fyrir kaup og kjör á félagssvæðinu. 2. Félagasambönd fái viðurkendan rétt til vinnustöðvunar. 3. Trúnaðarráð fái lteimild til að hefja skyndivinnustöðvun út af broti á vinnusamningi, enda sé slík vinnustöðvun samþykt af minst 94 greiddra atkvæða á lögmætum trúnaðarmannaráðs- fundi. Að sambandið beiti sér fyrir stofnun fjórðungssambands verka- lýðsfélaga í Norðlendingafjórðungi í byrjun næsta árs. Að sambandið leggi aukna áherslu á fræðslu- og útbreiðslu- starfsemi, sérstaklega meðal hinna smærri félaga. Að skora á Alþýðusamband Is- lands að vera vel á verði um að starfsmenn sambandsins noti ekki aðstöðu sína til ílokkspólitísks áróðurs innan sambandsfélaganna á kostnað sambandsins. Svofeld ályktun um atvinnumál, ásamt greinargerð var samþykt: Sameiginleg ráðstefna með stjórn- um Verkalýðsfélags Hríseyjar, Verkalýðsfélags Dalvíkur og Verka- lýðs- og sjóinánnafélags Ólafsfjarð- ar, haldin í Ólafsfirði laugardaginn 4. nóv., samþykkir að beina þeim tilmælum til Alþýðusambands ís- lands, að það beiti áhrifum sínum til þess að það opinbera rannsaki möguleika á og undirbúi fram- kvæmdir á arðbærum atvinnu- rekstri, er orðið geti til atvinnu- aukningar í kauptúnum landsins á þeim árstíðum, er aðalatvinnuvegir þeirra stöðvast. Greinargerð: Um undanfarin ár hefir venju- lega verið algert atvinnuleysi yfir vetrarmánuðina í sjávarþorpum norðanlancls, en með svo stuttum atvinnutíma, sem þar er venjulega, hlýtur afkomu verkafólksins að verða mjög ábótavant. Það er nauð- synlegt að hið opinbera taki til at- hugunar, hvernig hægt er að byggja upp framtíðaratvinnu á þessum stöðum, sem annað tveggja skapi verkafólkinu stöðugri at- vinnu en sá atvinnuvegur, sem nú myndar undirstöðuatvinnu þessara staða, — eða að öðrum kosti at- vinnugreinir, |sem hægt væri að reka um vetrarmánuðina, þegar kyrstaða er í aðalatvinnuveginum. Verkalýðssamtökin á hverjum stað gætu að sjálfstögðu gert tillög- ur um, hvað þau telja á hyerjum stað líklegast til úrbóta, en við telj- um þó réttara að hið opinbera geri heildaráætlanir um framleiðslu kauptúnanna til þess að framleiðsl- an verði fyrst og fremst miðuð við þjóðarþarfirnar, en ekki ráði handalióf um hvað framleitt er á hverjum stað. Það vandamál veldur á félags- svæðum okkar vaxandi áhyggjum, að nú er verið að selja burtu af þeim rnarga mótorbáta og smá- báta, sem bygt hafa upp atvinnulíf kauptúnanna, að vísu er búist við að í stað sumra þeirra verði keypt stærri skip, en mjög óvíst er livort þau geta orðið að notum á næstu sumarvejrtíð. Þar að auki veldur það einnig nokkrum áhyggjum, að útlit er fyrir að bátaútvegurinn dragist saman, ef verðfall verður á sjávarafurðum, en útgerðarkostn- aður lækkar ekki. Á næsta vori má því búast við meira atvinnuleysi en áður hefir verið á þeirn tíma árs. Við teljum því nauðsyn bera til þess að gera ráðstafanir til atvinnuaukningar til bráðabirgða, þó jafnframt væri unnið að framtíðaráætlun atvinnu- veganna á þessum stöðum. Þá taldi fundurinn í framhaldi af fyrri ályktun um útbreiðslustarf- semi meðal hinna smærri félaga, mjög nauðsynlegt að stofnað yrði verkalýðsfélag í Árskógshreppi í Eyjafirði og þeim stöðum öðrum, sem styrkur til samtakanna virðist vera fyrir hendi. Þá var samþykt að lýsa yfir stuðningi við framkvæmd stefnu- skrár hinnar nýmynduðu ríkis- stjórnar. Um öll þau mál er fyrir voru tekin á ráðstefnunni, ríkti sameig- inlegur áhugi, svo og fyrir sókn verkalýðsins til aukinna samtaka, velmegunar og menningar. Fréttaritari. [JÓLABÆKURNAR eru konmar:" >Ferðabók Eggerts og Bjama >Bertel Thorvaldsen, ^Ritsafn Einars H. Kvaran, jpLjómadi Jónasar Hallgrímssonar,' J >Heimskringla Snorra Sturlus., j J >i\íinningar Sigurðar Briem, ° >Niels Finsen, pÞyrnar, >Ljóðmæli Páls Ólafssonar, JKvæðasafn Davíðs Stefánssonar,;; ^Ritsafn Jóns Trausta, ’Þúsund og ein nótt, > Hallgrímsljóð, >Ritsafn Jóns Thoroddsen, <$, >Móðirin, e. Pearl Buck í.og ótal m. aðrar góðar bækur.' JTökum að oss að skrautrita >á bækur. Bókabúð Akureyrar BESTU KAUPIN á vinnufötum, vinnuskyrtum og ullarleistum gerir þú í VERSL. HRÍSEY, Gránufé- lagsgötu 18.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.