Verkamaðurinn - 02.12.1944, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
Hræðslan við grautinn
„Grautargerðin mikla“ nefnist
nýjasta ritverk stjórnmálaritstjór-
ans við „Dag“. Er þar í löngu máli
leitast við að skýra almenningi frá
þeim opinberunum, sem ýmsir
Framsóknarmenn hafa fengið eftir
stjórnarmyndunina nýju og varað
eindregið við þeirri bölvun og böli,
sem hún leiddi yfir vort nýstofnaða
lýðveldi. Orðbragð ritstjórans nær
frekast einkennum spádómsbókar
Esekiles, en efnismunurinn aftur á
móti sá, að Esekiel helti úr skálum
reiði sinnar og orðkynngi yfir
vændiskonur í ísrael, en ritstjórinn
talar til stjórnarflokkanna þriggja
og skýrir frá lauslæti þeirra á sviði
hins pólití^ta lífs.
Mörguni mundi finnast, að rit-
stjórinn hefði betur dregið örlítið
lengur að skrifa æfisögu andstöðu-
flokkanna, ef hann vill halda ein-
hverju af þeim horreytum, sem
kunna enn að hanga á kroppi hans
eigin flokks. En á meðan menn
muna „Framsóknar-rolluna", bæði
í ull og úrskriðna, þá er hæpið að
samanburðurinn verði eigendum í
vil.
Ritstjórin telur að Sósíalista-
flokkurinn hafi með þátttöku sinni
í ríkisstjórninni orðið að ganga frá
öllum sínum stefnumálum, og þar
á meðal draumum um „Sovét-para-
dís“. Margur hefði nú ef til vill
haldið, af því sem þessi ágæti rit-
stjóri hefir áður sagt, að honum
myndi fátt ljúfara en fráhvarf Sósíal-
ista frá stefnu sinni. En á þessu sést
bezt að: enginn veit hvað átt hefir,
fyrr en misst hefir. Aumingja mað-
urinn er augsýnilega grátklökkur
þessa stundina vegna hræðslu við
það, að hér verði aldrei nein
„Sovét-paradís", fyrst Sósíalistar
hafi gengið til samvinnu við Ólaf
Thors! (Þaðsýnist full þörf á, að
Jónas gamli frá Hriflu færi að
leggja nýjar prófspurningíir fyrir
þennan ritstjóra Dags).
Þá segir ritstjórinn að málefna-
samningur stjórnarflokkanna sé
óljós og loðinn í veigamestu mál-
unum, eða þá að ómögulegt sé að
framkvæma hann svo að gagni
komi. í því sambandi gerir hann
sig að athlægi, þegar hann þykist
ætla að færa sönnur á sitt mál.
Kemur bamaskapur hans berast í
ljós, þegar hann ræðir um nýsköp-
un landbúnaðarins á grundvelli
málefnasamningsins. Hann telur að
gagnslaust sé með öllu að kaupa
inn nýtísku vélar fyrir þann at-
vinnuveg, þar sem sýnt sé, að fram-
leiðslukostnaðurinn sé svo mikill,
að afurðirnar seljist ekki á erlend-
um markaði nema með tapi.
Er þessi reyndasti og færasti
stjórnmálaskörungur Framsóknar
hér á Akureyri, virkilega svo skyni
skroppinn, að hann' haldi að vél-
tæknin auki við framleiðslukostn-
aðinn? Heldur hann að bóndínn,
sem með orf og spík hjakkar eitt
kindafóður á 12—14 klst. vinnu-
degi, geti selt kjötið af dilkum sín-
um fyrir lægra verð en hinn, sem
með hjálp sláttuvélar slær á sama
tíma 10—12 kindafóður? Og hvað
gerir K. E. A. og S. í. S. í sínum
iðnaði? Kappkosta ekki bæði þessi
félög að fá nýtísku vélar til að
vinna fyrir sig? Jú. Og er það svo
gert til þess að auka framleiðslu-
kostnaðinn og dýrtíðina? Ætli rit-
stjórinn svari því játandi?
Það gegnir furðu, að nokkur skuli
gera sig svo barnalegan, að skrifa
þvílíkt botnlaust kjaftæði og rök-
villur í prentað blað, eins og gert er
í þessari „grautargrein“ Dags.
Eitt af því fáa, sem hægt hefir
verið að vinna nokkurnveginn heil-
legt upp úr hinni grautarlegu
stefnuskrá Framsóknarflokksins, er
einmitt það, að flokkurinn teldi
það markmið sitt að vinna að tækni-
legri þróun landbúnaðarins, og á
þessu atriði hefir fylgi hans í sveit-
um landsins byggst. Hitt er annað
mál, að í þessu, sem öllu öðru, hafa
vanefndirnar verið meiri efndun-
um og þrátt fyrir nær 20 ára valda-
tíð flokksins hefir, seint miðað í ný-
sköpun landbúnaðarins íslenska og
sakir þess verður það skiljanlegt, að
forsprökkunum er meinilla við ef
öðrum tekst að hefja þetta stefnu-
mál þeirra á hærra svið.
Eins og marg oft hefir verið tek-
ið fram, gekk Sósíalistaflokkurinn
til stjórnarsamvinnu, ekki vegna
þess, að hann teldi sig geta breytt
þjóðskipulaginu í það horf, sem
hann telur æskilegast og mun
vinna að eftir getu, heldur til að
bæta það, sem bætt yrði, og bjarga
því sem bjargað yrði úr hrammi
þeirra tækifærissinnuðu sérgæð-
inga, sem mestu hafa ráðið um
stjórn landsmálanna undanfarið.
Loks segir stjórnmálaritstjórinn,
og hefir eftir Alþýðublaðinu, að
Sósíalistar hafi ekki sett nein skil-
yrði fyrir þátttöku sinni í stjórn-
inni, en á sama tíma veina flokks-
bræður hans sýknt og heilagt yfir
því, að Sósíalistar hafi alltaf verið
með þessi voðalegu og óaðgengi-
legu skilyrði, þegar Framsókn
ræddi um stjórnarsamvinnu og
vegna þessara skilyrða komst Fram-
sóknarfl. ekki í þessa stjórn og Ey-
steinn Jónsson hefir rítað heila bók
um þessi skilyrði, en þó veit þessí
ritstjóri ekki um nein skilyrði, sem
Sósíalistar hafi sett og þó eru þau
öll að finna í málefnasamningnum
og það eru þau sömu skilyrði og
Eysteinn skrifaði bókina um.
Sósíalistar hafa ekki í neinu svik-
ið stefnuskrá sína og þeir munu
halda áfram að vinna að fram-
gangi hennar — hinu sósíalistiska
skipjilagi — með jafnri einurð og
hingað til, þótt þeir hafi gengið til
samvinnu víð borgaraflokkana um
stund, um það geta ritstjórar Dags
veríð vissir. En hitt er ekki nema
eðlilegt, að Framsóknarbrodda-rnir
hugsi öðrum svípuð prlög og þeir
sjálfír íiafa orðið fyrír og séu
hræddír víð alla grautargerð, því
þeir hafa sjálfír annaðhvort
sprungið af grautum, stm þeír í fé-
lagi við óvanar eldabuskur möll-
uðu handa þjóðinni eða þá drukn-
að í honum sjálfir.
Og þessvegna skrifa þeir nú í op-
inberunarbækur $ímy alltaf um
graut og aftur graut,
Herbergi
til leígu strax. Upplýsingar
í Aðalstræti 16 (efri hæð)
eftir kl. 6 síðdegis.
í
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmm
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem á einn og annan
hátt veittu hjálp og auðsýndu samúð viið andlát og jarðarför okkar
hjartkæru móður, HELGU SIGFÚSDÓTTUR.
Börn hinnar látnu.
LÖGTAK
Manntalsbókagjöld, svo sem fasteignaskattur, tekju- og
eignaskattur og stríðsgróðaskattur, lestagjöld og lífeyrissjóðs-
gjöld, hundaskattur og námsbókagjöld á Akureyri fyrir árið
1944, skulu tekin lögtaki á kostnað gjaldenda viku eftir aug-
lýsingu úrskurðar þessa.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar,
27. nóvember 1944.
Sig. Eggerz.
'«KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHS<HKKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH
Tilkynning frá S. A.
;; um greiðslur til nætur- og helgidagalækna: Frá og með 1. I;
!; desember næstk. og þar til öðruvísi verður ákveðið, er gjald ;!
! til samlagslæknanna á Akureyri kr. 20.00 fyrir hverja nætur- ;!
;; og helgidagsvitjun. Helming þeirrar upphæðar ber þeim, er ;;
!; læknis vitjar, að greiða lækninum sjálfum.
SJÚKRASAMLAG AKUREYRAR. i;
Mjólkin hækkar.
Smjörið skammtað.
Mjólkursamlag KEA hefur ný-
lega hengt upp í búðum sínum
auglýsingu eina allmikla og í tveim
liðum. Viðskiptavinirnir hafa get-
að haft hana til þess að stitta sér
stundir meðan þeir bíða eftir af-
greiðslu. Önnur tilkynningin er
sú, að frá s, 1, mánaðarmótum np
að segja, hækkar hver mjólkurlfrii
sem samlagið réttír víðskíptamönn-
um um 5 aura og er því pr. líter
mjólkur nú kr. 1.45. Dagur segir
að bændur í Eyjafirði hafi alltaf
leitast við að halda mjólkurverð-
inu niðri með það fyrir augum að
minka dýrtíðina, (og kaupgjaldið)
en þeir hafi aldrei mætt neinum
skilningi annara aðila í þessu máli.
Þessa hækkun á mjólkinni á þá
vonandi að skilja sem lokatilraun
bændanna (og Samlagsins) til lækk-
unar á dýrtíðinni. Mjólkurverðið
hér er nú pr,ðið sama og í Reykja-
vík, en þó er vjtað að kanpgjald
aUt er mun lægra hér en þar og
þar á meðal bifreiðaakstur allur.
Vegna þessa virðíst Samlagið hér
hafa alla möguleika á að úthluta
bændum hærra verð fyrír mjólk
sína en t. d. í Reykjavík. En það
kemur seinna í ljós hver reyndin
verður.
Þá hefur sama Samlagið einnig
náðarsamlega tilkynnt að hver
borgari þessa bæjar sjtpli fá allt að
i/4 kg. smjördömlu yfir þann tíma
sem eftir er af þessu ári, en sjálf-
sagt stafar þessi rausn að einhverju
leyti af því, að að óvenju margir há-
Lýðveldisblað Spegilsins
17. júní 1944 fæst til kaups hjá
LÁRUSI THORARENSEN,
Strandgötu 39. " •!
amerísku ’•
SKRAUTKERTIN
eru komin
PÖNTUNARFÉLAGIÐ
(Framhald af 1. siðú),
lofaði þá Tryggíngarstofnun rikís
ins að taka þetta til athugunafe
þegar ákvörð’un yrði tekin um &|
mark ellilauna og örorkubóta fyru
árið 1945. En í stað þess að draga
úr ójöfnuðinum og misréttinu, þá
hefir nú Tryggingarstofnunin frek-
ar aukið misréttið.
Samkvæmt bréfi frá Tryggingar-
stofnuninni, dags. 18. okt. 1944
jtelur stofnunin að „EÐLILEO-
UR (!!) (leturbr. hér) meðalfram-
færslueyrir ársins 1945“ hafi verið
ákveðinn:
í Reykjayík .......... kr. 3250.00
í öðrpm kaitpstöðiitrj kr. 298().Q()
í kauptúnum með yfir
300 íbúa . ,, .. kr. 2570.00
í sveitum ....... kr. 2170.00
Það er líka augljós fjar-
stæða, að hægt sé að telja kr,
3250.00, hvað þá mínna, eðíilegan
meðalframfærslueyrir, Gaman væri
t. d. að sjá þá, sem skipa Tryggínga,
ráðið, draga fram lífið á fyrnefndri
upphæð.
tíðisdagar eru á þessu tímabili ng
vill Samlagið þessvegna gera möriu-.
um vel til í mat þann tíma,