Verkamaðurinn - 09.12.1944, Blaðsíða 2
2
VERKAMASU1UNN
Yfir hverju hafði minnihiutinn á Alþýðu-
sambandsþinginu að kiaga?
í hálfan mánuð hafa borgara-
blöðin: Vísir, Tíminn og Alþýðu-
blaðið, sem auðvitað er hin leið-
andi stjarna hinna, verið að munn-
höggvast við sjálfa sig út af stjórn-
arkosningunni í Alþýðusamband-
inu. Öll þau lazt- og fúkyrði, sem
tungan ræður yfir, hafa „puntað"
upp á síður þessara blaða og engin
mörk sett um svívirðingar og að-
dróttanir um hina ný kjörnu stjórn
og þá er að henni stóðu. Þar eru
daglega látnar klingja setningar
eins og þessar: „Lygi og svik og
aftur lygi og svik“. — „Lýðræðið
fótum troðið". — „Minni hlutinn
beittur miskunnarlausu gerræði".
„Svívirðileg framkoma kommún-
ista“ o. s. frv. o. s. frv.
En um hvað eru svo þessir vesl-
ingar að rífast og hver hefur beitt
hvern órétti? Þótt menn gerðu ekk-
ert annað en lesa og læra öll þessi
„félags“-blöð daginn út og daginn
inn, gætu þeir aldrei komizt að
neinni niðurstöðu þar að lútandi.
Það er þessvegna grátlegt að þeir,
sem að slíkri blaðamennsku standa,
skuli halda lesendur sína svo ger-
sneydda dómgreind og yfirvegun
allri, að þeir þykist finna vit út úr
slíkum fyrnum sem þessum. Þótt
allt þetta moldryk lendi auðvitað
einungis á höttum þeirra, sem byrj-
uðu að þyrla því upp, þykir mér
rétt að hugleiða það með lesendum
„Verkam.", hvað veldur slíkum
hamförum borgarablaðanna og
hvað ásakanir þeirra hafa við að
styðjast.
Því er jú réttilega haldið frarm
að vinstriöflin hafi náð algerum
sigri innan Alþýðusambandsins, en
hægrifylkingin, kratar og fáeinar
Framsóknarhræður, sem þeir höfðu
þar til baktjaldaverka, urðu í
minnihluta.
Nú átti öllum að vera vel ljóst, að
í landi, þar sem lýðræðið á að vera
kjörorðið, ræður einfaldur meiri-
hluti úrslitum. Eftir þessum meg-
inreglum lýðræðisins var farið við
stjórnarkosninguna á Alþýðusam-
bandsþinginu og hefur slíkt ekki
kallast „tröðkun á lýðræðinu “, fyrr
en þá nú!l
Fyrir stjórnarkosningarnar var
skipuð nefnd frá báðum aðilum
(hægri og vinstri), er gera skyldi
tillögur eða reyna að ná samkomu-
lagi um tilnefningu manna í stjórn.
Á fundum nefndar þeirrar kom
margt til álita, m. a. buðu vinstri
menn, sem þá þegar vissu, að þeir
voru í vissum meirihluta á þinginu,
krötum samkomulag um að endur-
kjósa fráfarandi stjórn, að undan-
skildum einum manni (Sæm. Ól.),
sem þráfaldlega hafði sýnt, að hann
var alls óhæfur í því trúnaðarstarfi,
en þeim jafnframt gefinn kostur á
að tilnefna mann frá sér í hans stað.
Getur þetta kallast „gerræði við
minnihlutann?" — Hvað finnst
mönnum? En þessu höfnuðu hinir
trylltu hægri-kratar. Og þeim var
þá einnig boðið að tilnefna fjóra
menn frá sér í stjórnina, en auð-
vitað var þess þó krafist, að þeir
gæfu það þá þegar uppi, hvaða
menn þeir hefðu í sigti. Þessu neit-
uðu þeir líka.
Þegar sýnt var, að ekkert sam-
komulag náðist um tilnefningu á
stjórnarmönnum, sakir sauð-
þrjózku hægri-kratanna, var gengið
til kosninga án allrar samvinnu. —
Forsetaefni kratanna var Helgi
Hannesson erindreki Alþýðuflokks-
ins og um hann hópuðust hægri-
kratarnir og Framsóknarmennirnir.
Gegn þessum lýð stilltu vinstri-
menn — verkalýðssinnarnir — Her-
manni Guðmundsssyni — og hann
sigraði. — En ekki er öll nótt úti
enn, sagði draugurinn fyrrum. Þeg-
ar erindreki Alþýðuflokksins var
fallinn, ærðust hægri-kratarnir og
auðvitað Framsóknarmennirnir —
fáir og smáir þó — sem á þessari
stundu áttu enga ósk heitari en að
kasta atkvæði sínu á erindreka Al-
þýðufl. Þeir neituðu þá að tilnefna
fleiri í stjórn og þar með að kjósa í
stjórn.
En meirihlutinn — þeir sem stóðu
með Herm. Guðm. — hundsaði
samt ekki þennan brjálaða minni-
hluta, heldur stilltu þeir jafn-
mörgum frá minnihlutanum (kröt-
um) á stjórnarlistan. En þá brá svo
við, að þeir, “sem tilnefndir voru,
neituðu að taka þátt í stjórninni, og
undir forustu Hannibals ísfirzka
(sem eins og menn muna barðist
lengst og harðast gegn stofnun lýð-
veldisins í vor) gengu þeir af þingi
og létu ekki sjá sína rotnu persónu
eftir það.
Eg þykist nú hafa skýrt þessi mál
svo, þó í fáum dráttum sé, að eng-
um geti lengur blandast hugur um,
að í gegnum öll þessi mál kemur
greinilega í ljós drenglyndi meiri-
hlutans gagnvart minnihlutanum,
sem þó var þrásinnis búinn að
koma þannig fram, að ósæmilegt
gat talist og sérstaklega þegar þess
er gætt, að þarna var um að ræða
menn, sem töldu sig fulltrúa verka-,
lýðsins. Er vonandi að þessir aum-
ingja legátar atvinnurekenda og
afturhalds, sem þarna hafa orðið
öðrum til leiðinda og sjálfum sér
til skammar, fái fyrir það áminn-
ingu frá kjósendum sínum, sem
þeir muni til næstu ára.
Einhver merkur maður lét svo
ummælt einhvern tíma, að meiri
vandi væri að kunna að tapa, en
sigra, og það er víst, að mjög má
marka manngildi manna eftir því,
hvernig þeir bregðast við ósigri.
Hitt er líka augljóst, að allir þeir,
sem létu Hannibal Valdimarsson
teyma sig út af Alþýðusambands-
þinginu „kunna ekki að tapa“ og
þar af leiðandi eiga þeir aldrei að
sigra og geta aldrei sigrað.
Ef ásaka skyldi meirihlutann á
Alþýðusambandsþinginu fyrir eitt-
hvað, yrði það eflaust fyrir það eitt,
að hann hefði gengið fulllangt í
drengskap við hina óviðmælandi
öskurapa, sem hamingjan úthlut-
aði ósigri og engu öðru.
Að síðustu: Mætti þetta síðasta
víti ósamkomulags innan fylkinga
Fréttir frá íþróttasambandi
Islands
Staðfest met:
300 m. hlaup. Hlauptími 37,1
sek. Methafi Kjartan Jóhannsson,
íþróttafélagi Reykjavíkur.
4x50 m. boðsund kvenna. Sund-
tími 3 mín. 0.4,8 sek. Methafi boð-
sundssveit Sundfélagsins Ægis. í
sveitinni voru: Kristín Eiríksdóttir,
Ingibjörg Pálsdóttir, Halldóra Ein-
arsdóttir og Auður Einarsdóttir.
Hástökk innanhúss. Stökkhæð
1,84 m. Methafi Skúli Guðmunds-
son, Knattspyrnufélagi Reykjavík-
ur. í sambandi við þetta met skal
þess getið, að stjórn íþróttasam-
bandsins hefir tekið upp þá ný-
breytni að staðfesta innanhússmet.
Ný sambandsfélög:
Ungmenna- og íþróttasamband
Vestur-Barðstrendinga hefir gengið
í í. S. í. í sambandinu eru 4 félög.
Formaður þess er Albert Guð-
mundsson, Sveinseyri. Ungmenna-
samband Dalamanna hefir einnig
gengið í íþróttasambandið. í því
eru fi félög með 250 félagsmönnum.
Form. sambandsins er Halldór E.
Sigurðsson frá staðarfelli og eru nú
sambandsfélög í. S. í. 180 að tölu,
með yfir tuttugu þúsund félags-
menn.
Staðfestir íþróttabúningar:
Fyrir Umf. Skallagrím í Borgar-
nesi: Gulur bolur, grænar buxur
og rauðir sokkar.
Fyrir íþróttafélagið Þór á Akur-
eyri: Hvít skyrta, rauðar buxur og
rauðir sokkar.
Bókaútgáfa:
Að tilhlutun íþróttasambandsinS
hefir verið gefin út stigatafla fyrir
frjálsar íþróttir, útgefendur eru
Magnús Baldvinsson og Ingólfur
Steinsson.
—
Bestu Jólabækurnar
Ritsatn Einars H. Kvaran
Ritsafn Jóns Trausta
Heimskringla
Bertel Thorvaldsen
Alþingishátíðin
Þúsund og ein nótt I—II
Friheten Nordahl Grieg
Hallgrímsljóð
Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar
Ljóðmæli Davíðs Stefánssonar
Ljóðmæli Páls Ólafssonar
Þymar
Ástaljóð
Lögreglustjóri Napóleons
Jörundur hundadagakóngur
Niels Finsen
Minningar Sig. Briem
Laxdæla
Stórviði
Katrín ,
Móðirin
Don Quixote
Óður Bcrnadettu
Jón Sigurðsson í ræðu og riti
Nýjar sögur, Þórir Bergsson
Dáðir vom drýgðar
EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF
BARNA- og UNGLINGABÓKUM
Bókabúð Akureyrar
Sími 495
v- , .....................
verkalýðsins verða til varanlegs
varnaðar.
Rósberg G. Snædal.
Nær og fjær
„Verkalýðsblöðin", Vísir og Tíminn,
keppast við að auglýsa hryggð sína með
sem átakanlegustum orðum, út af úrslit-
unum á Alþýðusambandsþinginu. Vísir
segir, að allur almenningur „harmi“
hvernig þar sé komið málum! Og Tíminn
segir með glátklökkva í rómnum, að nú
sé lokið hinu „farsæla“ starfi Alþýðu-
sambandsins undir stjórn Alþýðuflokks-
ins.
Hvað veldur svo þessara djúptæku
sorg þessara „kollega?"
Það eitt, að þeir sjá nú í fyrsta sinn,
að samtök alþýðunnar eru frjáls og hafa
losið sig við flugumenn atvinnurekend-
anna úr Alþýðuflokknum. Skyldi það
ekki verða fámennur „almenningur" sem
grætur þau tíðindi með Vísi og Tíman-
um?
★
Á sambandsþingi Æskulýðsfylkingar-
innar — ungra Sósíalista, —- sem nýlega
var háð í Reykjavík, var samþykkt til-
laga þess efnis, að skora á Alþingi að
taka til greina við endurskoðun stjórnar-
skrárinnar, að færa kosningaaldurinn
niður í 18 ár í stað 21 árs.
Þar sem 15—20% starfandi verka-
manna og kvenna er á aldrinum 18—21
árs, sýnist réttmætt og eðlilegt, að þessi
hluti þjóðarinnar, sem ber að öllu leyti
sömu skyldur og aðrir þjóðfélagsþegnar,
hljóti sömu réttindi.
Er sennilegt að málið eigi sér marga
fylgjendur meðal yngri kynslóðarinnar
og þeirra, sem ekki eru haldnir sérstakri
andúð á áhugamálum og rétti æskunnar.
/
Arsrit Skógræktar-
félagsins
Blaðinu hefir nýlega borist Árs-
rit Skógræktarfélags íslands 1944.
Ritið er um 100 blaðsíður að stærð
og að öllu leyti hið vandaðasta.
Prýða það einnig margar ágætar
myndir af fögrum stöðum.
Meðal efni þessa blaðs má nefna
nokkrar greinar eftir ritstj., Hákon
Bjarnason, skógræktarstj., grein eft-
ir Berg Jónsson, Ingvar Gunnars-
son o. fl. Þá er og í heftinu skýrsla
félagsins fyrir árið 1943.
Margt er þarna athyglisvert og
læsilegt, og skógræktarmálin eru
þau mál, sem allnr almenningur
ætti að láta sér annt um og fylgjast
vel með.
Bezta jólagjöfin er
góð bók
Allar fáanlegar gódar
bcekur eru til i
Bókaverzlun
Þorst. Thorlacius
' • ''i' T ' ..n , ,,y