Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.04.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 14.04.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Sjálfstæðismái, aðalábagamál Fœreyinga Viðtal við færeyiska blaðamanninn Sámal Davidsen. sér fyrst og fremst, sjómenn og verkamenn.“ „Eru verklýðssamtökin öflug í Færeyjum?" „Já, miðað við fólksfjölda, mun meðlimatalan óvíða vera tiltölulega hærri.“ „Er sóaíalistaflokkur í Færeyj- um?“ „Ngi, en hinsvegar vex róttækum sósíálistum mjög mikið fylgi síð- ustu árin og gera má ráð fyrir að þeir stofni flokk áður en langt um líður. Þeir líta svo á, eins og aðrir, sem vilja fullan skilnað við Dani, að leggja verði mestu áherslu á að sameina færeysku þjóðina í sjálf- stæðisbaráttunni. Róttækir sósíal- istar eða kommúnistar, eru nú í meirihluta í mörgum verklýðsfélög- fólksfjölda. En skipatjón okkar hefir þó verið tiltölulega stórum meira, en þar sem sjávarútvegurinn er aðalatvinnuvegur okkar Færey- inga, eins og ykkar íslendinga, þá getið þið farið nærri um, að ærið verkefni bíður okkar á þessu sviði, því skipatjón okkar stríðsárin hefir verið tiltölulega mörgum sinnum meira en fslendinga.“ „Er iðnaður mikill í Færeyjum?" „Já, ekki verður anuað sagt, þeg- ar þess er gætt hvað við erum fá- menn þjóð. Skipasmíðaiðnaðurinn gnæfir þar þó yfir allan annan iðn- að. Við höfum smíðað flest okkar fiski'skip sjálfir og höfum í hyggju að gera það framvegis." „Verslunin?“ „Hún er að mestu leyti í höndum Joarmes Paturson. Austur í hafi, milli íslands og Skotlands býr þ jóð, sem er náskyld okkur fslendingum og talar tungu, sem.að undanskilinni íslenzku, er líkari hinu forna máli Norður- landaþjóðanna en nokkurt annað mál. Þó að íslendingar þekki nokkuð til Færeyinga, er það stórum minna en skyldi. Þessi tápmikla frænd- þjóð okkar, sem telur um 30 þús. manns, á sín áhugamál engu síður en við, og á við margs konar örðug- leika að etja sökum smæðar sinnar og fátæktar. £g átti nýskeð tal við færeyska blaðamanninn Sámal Davidsen, sem dvalið hefir um alllangt skeið í Reykjavík. Sáinal Davidsen hefir nokkrum sinnum áður komið til íslands, m. a. hingað til Akureyrar. „Þekking mín á íslandi og Ts- lendingum var sáralítil áður en -ég settist að í Reykjavík, nú á stríðs- árunum," segir Davidsen. Ég þekti ísland miklu minna en Danmörku Noreg og Svíþjóð, en þeiríTlöndum hafði ég kynnst töluvert áður, bæði sem sjómaður og blaðamaður.“ „Hvaða mál er Færeyingum hjartfólgnast um þessar mundir?" „Sjálfstæðismálið er og hefir verið um langt skeið aðaláhugamál okkar Færeyinga, en að sjálfsögðu eigum við mörg önnur áhugamál, sem bíða bráðrar úrlausnar. Algjör skilnaður við Dani fær æ meiri byr. Við síðustu kosniOgar til lög- þingsins, sem fóru fram 24. ágúst 19.43, greiddu rúmlega 70% kjós- endur atkvæði þeim frambjóðend- um, er lofuðu að berjast fyrir fullri ' sjálfstjórn. Á þinginu eiga sæti 25 lögþingsmenn, þar af 12 fullveldis- þingmenn, 5 jafnðarmenn, 8 sam- bandsflokksmenn. Frambjóðendur jafnaðarmanna lofuðu að berjast fyrir algjörri sjálfstjórn. F.n strax að kosningum loknum tóku þeir upp samstarf við sambandsflokkinn og hafa þessir tveir flokkar því eins atkvæðis meirihluta í lögþing- inu“. „Hvaða flokkur er í fylkingar- brjósti í sjálfstæðisbaráttunni?" „Fólkaflokkurinn, undir forustu hinnar kunnu sjálfstæðishetju Jo- annesar Paturssonar, sem nú er nær áttraeður. Ura Fólkaflokkinn fylkja Crindahvalir í um, og sem dæmi um vaxandi áhrif fieirra, má geta þess, að kommúnisti er nú formaður niðurjöfnunar- nefndarinnar í Thorshavn, höfuð- stað Færeyja, en nefndin var kosin í sl. desember samtímis bæjarstjórn- inni og fengu verklýðssamtökin og Fólkaflokkurinn yfirgnæfandi meirihluta í báðum þeim kosning- um.“ „Hver eru önnur helstu áhuga- mál ykkar?“ „Ctgerðarmálin. Við höfum goldið mikið afhröð af völdum styrjaldarinnar. Um síðastliðin ára- mót höfðu Færeyingar mist þrisvar sinnum fleiri menn en Bretar, af völdum styrjaldarinnar, miðað við í Miðvogssandi. okkar sjálfra, annað hvort kaup- manna eða kaupfélaga." „Bókmentir og listir?“ „Við stöndum þar því miður ekki eins framarlega og skyldi. Bókaútgáfa er að mínu áliti altof lítil og verður það mál tæplega leyst fyr en við höfum fengið fidt sjálf- stæði. Sambandið við Dani mun einnig vera hemill á þróun fagurra lista, en við eigum ýmsa efnilega menn á því sviði. Áhuginn fyrir verndun móðurmálsins hefir aldrei verið meiri, enda er það einn þátt- urinn í sjálfstæðisbaráttunni." „Óska Færeyingar eftir nánari samskiftum við íslendinga?“ (Framhald á 3. síðu. BÆKUR Á ég að segja þér sögu. Brynjólfur Sveinsson þýddi. Utg.: Norðri h/f. — Akureyri, Prentverk Odds Björnssonar 1945. Margir nútíma þýðendur hafa sent frá sér stórar og miklar bækur á síðustu árum, sem ætlað er að gefa þjóðinni sem víðtækast og best skygni út yfir bókmentaheim ým- issa þjóða. Margar af þessum þýddu bókum eru að vísu góðar og gagn- merkar á sína vísu, en fleiri eru þær, sem ekki ná verulegum hljóm- grunni með íslenzkum lesendum, til þess að áhrif þirra og gildi bæti okkar eigin framleiðslu á sviði bók mentanna, til þess er val þýðing- anna of sundurleitt, þó ekki sé tal- að um þann strauminn, sem þyngst- ur er, en það eru reyfaraþýðingar og annað þaðan af verra glundur, sem nú gengur út yfir þessa þjóð, líkt og ,,kóleru“faraldur. — Það má telja viðburð og stóra bót á böli, þegar út koma bækur, sem eru allt í senn, valdar að efni, þýddar af lipurð og geta jafnframt verið til fyrirmyndar öllum þeim, sem fást við skáldskap. Þessi nýútkomna bók, „Á ég að segja þér sögu“, hefir að geyma 18 smásögur eftir ýmsa frægustu, er- lenda smásagnahöfunda, enda má segja, að hver sagan sé annari betri í bókinni, ekki þó þannig, að þær séu allar jafn „spennandi", eins og það er kallað, eða efniviðurinn stórbrotinn, heldur hvað snertir byggingu, efnismeðferð og stíl. Eg held að, undantekningarlaust, megi segja, að sögurnar allar séu rétt samdar, ef svo mætti að orði komast, þannig, að frásögnin sé svo meitluð og bundin því sviði, sem tilheyrir sögunum, hverri um sig, að lesandinn glepjist ekki af neinu óviðkomandi, en fullvissist um, að svona hafi þetta verið og svona hafi það átt að fara, en enganveginn öðruvísi og ekkert of- eða vansagt. Stuttu sögurnar þeirra Rhys Davies og. Anton Tzchechow, finnast mér sérstaklega hera af í snilli, hvað snertir form og frásögn. Þar er ekk- ert óþarfa málskrúð, sem á að bæta efnið upp, en jx> er svo mikið sagt t. d. í sumum sögum Tzchechow, að einhverjum höfundi mundi hafa nægt í eina eða fleiri bækur, en þarna liggur meginefnið milli lín- anna, en þó svo glögt, að athugull lesandi finnur meininguna strax. Hitt er svo dálítið annað mál, hvort efni sumra sagnanna er aðkallandi eða merkilegt á almennan mæli- kvarða og svo tel eg ekki vera, en allt um það, mun enginn sjá eftir lestrinum, vegna listarinnar, sem felst í frásögninni. Það getur áreiðanlega jafnast á við góðan tíma í listháskóla fyrir byrjendur í smásagnagerð, að lesa allar sög- urnar í þeirri bók, sem hér um get- ur. „Á ég að segja þér sögu“, er bók sem er einnig rnjög skemtileg af- lestrar fyrir hvern sem er, auk þeirra höfuðkosta, sem eg hefi bent á, að hún er verulega gott úrval af smásögutn síðari tíma og á þess- vegna hrýnt erindi yfir á íslenska tungu. R. G. Sn. Kirkjubmr í Fmroyjum. ► h | /

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.