Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.05.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 05.05.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Opnaði í gær rakarastofu mína, í Skipagötu 5, og býð mína mörgu, ágætu viðskiptavini aftur velkomna þangað. JÓN EÐVARÐ, rakari. Tilkynning Búizt er við, að Húsmæðraskóli Akureyrar taki til starfa á næsta hausti. Umsóknum um skólavist sé skilað til formanns skólanefndar, frk. fóninnu Sigurðardóttur, Akureyri, fyrir 1. ágúst n.k. 30. apríl 1945. SKÓLANEFNDIN OOO OO 0<HKHWO<HJ<HKHS<HJOO OO<HKH>íKH3O<HKH>OO<HKHXH>0O<HKH>0O0HKH>C Þátttakan í I. maí hátíðahöldunum á Akureyri meiri en nokkru sinni fyr. Framsóknarfasistamir. (Framhald af 1. síðuj. ráðalýðs Framsóknar er aðeins get- ið hér, af því hún erltáknandi fyrir þá móðursjúku Rússahræðslu og sovéthatur, sem ræður gerðum og skrifum þessara manna. Og svo að síðustu nökkur orð út af flugumönnunum við Alþýðu- blaðið og hrópum þeirra. Þeir segja, þegar þeir eru staðnir óþyrmilega að verki, um að reyna að spilla milli íslendinga og hinna sameinuðu þjóða, að það sé hauga lygi að þeir hafi nokkru sinni reynt slíkt og það sé hámark ódrengskap- ar af Þjóðviljanum að viðurkenna að Alþýðublaðið hafi gert slíkt. Hinn rússneski blaðamaður er auðsjáanlega mjög ókunnur skrif- um íslenskra blaða á borð við Al- þýðublaðið og kippir sér mjög upp við stðusítu skemdartilraunir þess blaðs í alþjóðamálum. Hann er auðsjáanlega jafn lítt fróður um feril þess sem um íslensku stjórnar- skrána og um tilkynningar Banda- ríkjastjórnar til íslendinga um hvað þurfi til þess að komast inn á San Fransisco-ráðstefnuna. En við hér heima þekkjum Fram- sóknarfasistana við Alþýðublaðið og þeirra vonir. Við viitum að þeir eru ekki að- éins nú að reyna að spilla með flugumensku sinni milli íslands og hinna sameinuðu þjóða, — og mundu einnig spilla á milli hinna sameinuðu þjóða, ef þeir bara megnuðu það. Við vitum að þessir herrar hafa beinlínis í blaði sínu óskað þess að, ef Hitler ekki tækist það „menning- arhlutverk“ sitt að uppræta Sovét- ríkin, þá færu Bretland og Banda- ríkin í sitríð við Sovétríkin til þess að vinna þetta afrek. Dagblað Framsóknarmanna í Reykjavík, Alþýðublaðið, hefir þegar gert íslandi nægan skaða og skömm með framkomu sinni, þó það verði ekki lengur látið viðgang- ast að þetta Framsóknarmálgagn geti dulbúið sig sem stjórnarblað og vilt á sér heimildir gagnvant út- lendingum. Það verður að koma skýrt og greinilega fram að Alþýðublaðið tglar að engu leyti í nafni stjórnar- innar, þegar það rekur flugu- mensku sína fyrir Framsóknarfas- istana. Islenska þjóðin hefir þegar beðið nóg tjón fyrir áhrif og aðgerðir þessara ósvífnu einangrunarsinna, þó endi verði nú brátt á það bund- inn. Þjóðin er í innanlandsmálun- um að fella pólitíska dauðadóminn yfir Framsókn og agenltum hennar. Hún má heldur ekki láta bíða að fella hann hvað utanríkismálin sneútir, því einmitt nú er verið að ráða örlög þjóðar vorrar, Sem ann-* ara þjóða um næstu framtíð — og óheillaáhrif Framsóknar geta þar bakað oss óbætanlegt Itjón, ef þjóð- in stendur ekki betur á verði. (Þjóðviljinn). Landráðaskrif. Framhald af 1. síðu skemdar- og rógsiðju sína Krímráð- sitefnuna og hina væntanlegu ráð- stefnu í San Fransisco. Göbbels er hinn viðurkendi mejstari í því að koma á stað orðrómi um ímyndað- an ágreining milli Bandamanna, en hann virðist eiga lærisveina einnig á íslandi. Þessir lærisveinar eru að finna upp ágreining meðal Banda- manna varðandi ísland, og þyrla upp ryki í sambandi við það. Það eru vandræðainenn til á Is- landi, sem reyna að sanna, að Bret- land og Bandartkin hafi viljað láta ísland njóta undantekninga, en Sovétríkin Iíafi áitt að hindra það. Hve heimskuleg slík staðhæfing er, sést af þeirri staðreynd, að ákvörð- un Krímráðstefminnar varðandi skilyrðisbundið boð til íslands um þátttöku í San - Fransisco ráðstefn- unni var alveg einróma. Island hafnaði uppásitungu Krím- ráðstefnunnar og getur því ekki kent öðrum en sjálfu sér um að því skyldi ekki boðið til San Fransisco.“ Frá í. S. í. Nýtt sambandsfélag. Nýlega hefir Héraðssamband ungmennafélaga Vestfjarða gengið í Í.S.Í. Form. héraðssambandsinser Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli. Landsmót í íþróttum. Ákveðið er, að sundmeistaramót íslands fari fram í Reykjavík dag- ana 27. og 30. apríl. — Meistaramót í handknattleik kvenna, úti, er ákveðið að fari fram í júlímánuði á ísafirði. íþróttabandalag ísafjarð- ar sér um mótið. Sérráð hætt störfum. Knattleikjaráð Reykjavíkur hef- ir nýlega verið leyst frá störfum. Ævifélagar í. S. í. Tv.eir ævifélagar hafa nýlega bætst við: Guðfinna Matthíesen og Soffía Matthíesen, báðar í Hafnar- firði. Ævifélagar í. S. I. eru nú 292 að tölu. Ungling eða ELDRI MANN vantar til að bera út „Verkamanniinn". Afgreiðslan. Verkakvenna - félagið Eining heldur fund í Verkllýðshúsinu fimtudaginn 10. maí kl. 4 e. h. Mjög áríðandi mál á dagskrá. Fjödmennið! STJÓRNIN. Ný rakarastofa. Jón Eðvarð rakari hefir flutt sig í nýja rakarastofu í Skipa- götu 5, neðstu hæð. Er þessi nýja vinnu- stofa hin vistlegasta að öllu leyti. Veéna rúmleysús bíða greinar um kaupgjaldssamning Bílstjórafélags Akur- eyrar og samsöngva Karlakórs Akur- eyrar. 1. maí hátíðahöldin hér á Akur- eyri hófust með útisamkomu við Verklýðshúsið kl. rúmlega 2. Hafði þá safnast þar saman geysimikill mannfjöldi. Jón Ingimarsson setti úitisamkomuna fyrir« hönd fulltrúa- ráðs verklýðsfélaganna. Síðan fluttu ræður: Steingrímur Aðalsteinsson, fyrir Verkamannarfélag Ak- ureyrarkaupstaðar, Sigvaldi Þor- steinsson, fyrir Sjómannafélag Ak- ureyrar, Sveinn Þorsteinsson, fyrir Iðju, félag verksmiðjufólks, Elísa- bet Eiríksdóötir, fyrir verkakvenna- félagið ,,Einingu“ og Guðmundur Snorrason, fyrir Bílstjórafélag Ak- ureyrar. Lúðrasveit Akureyrar lék Internationalinn, íslenska þjóð- sönginn og fleiri lög. Að loknum útifundinum var far- in kröfuganga og gengið suður Skipagötu, upp Kaupvangstorg, norður Hafnarstraöti og Brekku- götu, niður Gránufélagsgötu, suð- ur Norðurgötu, upp Strandgötu að Nýja-Bíó. Þár var síðan haldin innisamkoma, er hófst með því að Lúðrasveitin lék Internationalinn og síðan fleiri lög. Tryggvi F.mils- son sötti samkomuna, en Bragi Sig- urjónsson og Rósberg Snædal fluttu ræður og Heiðrekur Guðmundsson las upp frumort kvæði. Auk þess söng Karlakór Akureyrar nokkur lög og að lokum voru sýndar kvik- myndir. Húsið var fullskipað. Um kvöldið voru dansskemtanir í Verklýðshúsinu og Hótel Norður- land og samkoma í Glerárþorpi, en þar fluttu ræður Ingólfur Guð- mundsson og Hafsteinn Halldórs- son, en Rósberg G. Snædal las upp kvæði. Aðsókn var alstaðar ágæt og þáitttakan í kröfugöngunni mjög mikil, eða hátt upp undir 1000 manns. Gangan vaj einnig mun skipulegri en áður og var nú í fyrsta sinn gengið undir fánum þriggja verklýðsfélaganna. 1. maí merki voru seld á götun- um, Vinnan, Verkamaðurinn og Melkorka. Veður var stilt og bjart og óvenjulega hlýtt. j 1. maí hátíðahöldjn annarssitaðar á landinu voru einnjg mikið þrótt- meiri og þátttakan mun almennari en nokkru sinni fyr. I Reykjavík staðnæmdist kröfu- ganga verklýðssamtakanna við bú- stað sendiherra Sovétríkjanna, sendiherra Bandaríkjanna og sendi- herra Bretlands og voru þeim færð- ar árnaðaróskir íslenska verkalýðs- ins og þakkir fyrir framlag viðkom- andi þjóða í baráttunni gegn fas- ismanum. Á Húsavík kom út nýtt blað þennan dag. Er þatý fyrsta prentaða blaðið, sem gefið er þar út. Hei'tir það Þingey og er gefið út af Sósíal- istafélögunum í Þingeyjarsýslu. Riit- stjórar eru Páll Kristjánsson og Valdimar Hólm Hallstað. ROTTUEITRUN. Þessa dagana er verið að bera rottueitur úit um bæinn. Er það ný eiturtegund, sem talið er að komi að Hetri notkun en það eitur sem notað hefir verið áður í þessu skyni. HeilbrigðisfulHtrúi bæjarins hefir mælst til þess að blaðið komi þeiin tilmælum til húseigenda og annara bæjarbúa, að þeir greiði eft- ir föngum fyrir þeim, sem eru að dreifa eitrinu út um bæinn. NÝJUSTU FRÉTTIR. Kl. 10 í morgun flutti Kristján X útvarpsræðu, þar sem hann ávarpaði dönsku þjóðina í tilefni af því, að hún væri nú aftur frjáls. Hinn nýi forsætisráðherra, Buhl, ávarpaði þjóðina að lokinni ræðu konungs. Um 20 menn féllu og 00—70 særðusit í bardögunum í Danmörku í nótt. Vélahersveitir Montgomerys eru sagðgr á leiðinni norður Jótland. ÞJÓÐVILJINN kemur nú með hraðferðunum og er seldur á götunum eftir komu áætlunarbílanna. Gerist áskrifendur að Þjóðviljanum. Enginn, sem vill fylgjast með gangi mála og rás viðburðanna getur verið án Þjóðviljans. — i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.