Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.05.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 26.05.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Hitler kvað vera dauður. . . . (Framhald af 1. síðu). vígbúnaði Hitlers — þar með að beina yfirráðastefnu hans til aust- urs — að ríki sósíalismans, Sovét- ríkjunum. En Sovétríkin. Horfðu þau að- gerðalaus á allt þetta? — Nei, þau höfðu fyrir löngu séð, að hverju stefndi. Og þau höfðu gert allt, sem þeim var unt til þess að koma á skipulögðu samstarfi lýðræðis- ríkjanna til verndar heimsfriðinum og til varnar „yfirráða- og kúgunar- stefnu“ fasismans. Þau heimtuðu refsiaðgerðir gegn Italíu, til vernd- ar Abessiníu. Þau gerðu, það sem þeim var unt, til verndar lýð- ræðinu á Spáni. — Þau buðust til að berjast fyrir sjálfstæði og frelsi Tékkóslóvakíu, ef ekki hefði staðið á Bretlandi og Frakklandi. Og^þegar komið var á elleftu stundu, og allir vissu, að styrjöld- in var í þann veginn að brjótast út, gerðu þau úrslitatilraun til að koma á bandalagi Sovétríkjanna og Vesturveldanna, gegn Hitler- Þýskalandi. En sú tilraun var enn eyðilögð af Chainberlain, sem hafði í Múnchen samið -við Hitler um „frið fyrir vora daga“, þ. e. a. s. lát- ið Hitler telja sér trú um, að bretska auðvaldinu væri óhætt, því árásinni yrði aðeins beint að ríki sósíalismans. Þegar stjórnmálamenn Sovétríkj- anna þannig höfðu séð deyja síð- ustu vonina um bandalag stóru lýðræðisríkjanna gegn fasismanum og til verndar heimsfriðinum, og vissu, að styrjöld var alveg á næstu grösum, urðu þeir að gera ráðstaf- anir til að bjarga þjóð sinni á eigin spýtur, svo sem verða mátti. Þá gerðu þeir liinn marg umtal- aða „ekkiárásarsamning“ við Þýska- land. Á þeim tíma voru ýmsir, sem ekki skildu þetta viðbragð Sovét- ríkjanna — og auðvitað ýmsir aðrir, sem skildu það, en rangfærðu vís- vitandi afstöðu þeirra. En sá, sem nú í dag, eftir það sem síðan hefir skeð. kallaf þennan samning „vin- áttusamning , er annað hvort póli- tískt fífl eða blygðunarlaus lygari. Nú vita allir, sem eitthvað hafa fylgst með alþjóðamálum, að þessi samningur var herbragð sov.ét- stjórnarinnar gegn hinum þrálátu tilraunum Chainberlain-stefnunnar til að beina árásarbroddi fasismans að Sovétríkjunum — tilraun til að fá frest*ð árás, sem sovétstjórnin vissi að orðin var ótjmflýjanleg — frestað til þess að Sovétríkin yrðu færari um að'mæta henni, þegar hún eftir sem áður kæmi. Hernám Hvíta-Rússlands og Vestur-Ukrainu — eftir að Þjóð- verjar hófu að leggja undir sig Pól- land — var liður í varnarráðstöfun- um Sovétríkjanna gegn þeirri árás fasismans ,sem þau vissu að mundi koma. Sömuleiðis stríð þeirra við Finna, sem þeir hófu ekki fyrr pn leiðtogar Chamberlain-stefnunnar höfðu stappað stálinu í Finna um að neita beiðni Sovétríkjanna um friðsamleg landaskifti milli ríkj- anna. Það er athyglisvert að heyra nú í dag þá, sem þykjast vera glaðir yfir falli fasismans og látast meta mik- ils þátt Sovétríkjanna í því, kalla þessar varnaraðgerðir þeirra „níð- ingsverk“ og „rýtingsstungu í bak- ið“. Slík orð geta ekki táknað ann- að, en að þeim herrum liafi þótt Leningrað of lítið aðþrengd — sem þýðir, að hún hefði mátt falla fas- istunum í skaut — að vörn Moskva og Stalingrað hefði mátt bila, og fasistarnir flæða aust^ur um Volgu og suður um Kákasus — sem gat þýtt sigur þeirra í styrjöldinni. Getur maður varist þeim grun, að liatur þessara manna til sósíal- ismans sé sterkara ,,andúð“ þeirra á fasismanum? En svo aftur sé vikið að „ekki- árásarsamningi“ Sovétríkjanna og Þýskalands 1939, þá munu greina- gleggri menn um alþjóðamál en ritstjóri ,,Dags“ viðurkenna, að hann hafi nokkru öðru einu við- bragði fremur beint þróuninni inn á þá braut, sem leiddi til samstarfs þjóðanna — þó seint væri — í bar- áttunnni gegn Hitlerismanum, og sigurs þeirra yfir honum. — Samn- ingurinn leiddi til þes$ m. a. að Bretland lenti í eldlínunni á undan Sovétríkjunum — ekki til að vernda smáþjóðirnár, heldur til að reyna að bjarga sínu eigin heimsveldi. — Chámberlain-pólitíkin beið gjald- þrot, og sú bitra reynsla af mætti þýska fasismans, sem styrjöldin þegar færði Bretum og ógnun hans um að kollvarpa heimsveldi þeirra, knúði þá loks til að mynda það bandalag við Sovétríkin — á víg- völlunum — sem ómögulegt hafði reynst að mynda fyrir styrjöldina, til verndar friðinum — og litlar lík- ur eru til að myndað hefði orðið, ef árásinni hefði verið beint að Sovét- ríkjunum fyrr en Vesturveldun- um. Þetta styrjaldarbandalag hinna sósíalistisku Sovétríkja'og auðvalds- ríkja Vesturveldanna hefir nú bjargað lýðræðinú og menning- unni. Áframhaldandi samstarf þessara ríkja og sameiginleg skipu- lagning þeirra á friðsamlegum við- skiftum þjóðanna er, eins og stend- ur, eina tryggingin sem fáanleg er fyrir því, að friður haldist í heim- inum — að „yfirxáða- og kúgunar- stefna“, eins og Hitler-Þýskalands, fái ekki aftur tóm til að eflást — ai? fasisminn fái aldrei aftur að vaxa úr grasi. Vonandi tekst slíkt samstarf þjóðanna. En þeir, sem — eins og „Dagur“ — gera að sínu mesta áhugamáli kjörorð hins fallna fasistaforingja: „Baráttuna gegn bolchevismanum“ brennimerkja sjálfa sig sem and- stæðinga hinnar friðsamlegu þróun- ar, en formælendur nýrrar styrjald- ar gegn ríkjum sósíalismans. Orðabók Sigfúsar Blöndals mjög vönduðú skinnbandi Bókabúð Akureyrar Prentverk Odds Björnssonar. Javðarför sonar míns, NJÁLS JOHANNES- SONÁR, Urautarholti, Glerárþorpi, fer fram miðvikudaginn 30. maí næstk. og hefst með hús- kveðju frá heimili hans kl. 1 e. h. Sigríður Erlendsdóttir. Kappreiðar Hestamannafélagið Léttir á Akureyri efnir til kapp- reiða á skeiðvelli félagsins við Eyjafjarðará (á morgun), sunnudaginn 27. þ. m., kl. 4 síðdegis. — Fjöldi nýrra gæðinga. — Veðbanki verður starfræktur í fyrsta sinn. , STJÓRNIN. líanska sýningin „Barátta Dana44 er opin daglega frá kl. 15—22 e. h. í Gagnfræða- skóla Akureyrar. — Allir, sem hafa áhuga fyrir að kynnast baráttu | smáþjóðar í þeim hildarleik, sem nú vonandi er I til lykta leiddur, ættu að nota þetta sérstaka tæki7"| færi. Öllum ágóða af sýningunni verður varið til fatakaupa fyrir klæðlítil börn í Danmörku. $>3>^^<$>3>3x$>^<$>^X$X$X§>^$x$X$X§X£<$>3xg>^X§><$>3X$X$X$X$x$X§X$><3X$X$X§*§X§X$>^X$X$><$X$X$X$X$K§X§X$><$ Stofnfunclur fyrir Utgerðarfélag í Akureyrarbæ \ / » verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins laugar- I daginn 26. þ. m. kl. 8.30 e. h. Skofað er á alla, | sem skrifað hafa sig fyrir hlutafé og aðra, sem gerast vilja hluthafar, að mæta á fundinum. Dagskrá: 1. Lagður fram stofnsamningur til samþykktar. I 2. Lagt fram frumvarp að lögum fyrir félagið I til samþykktar. 3. Kosin bráðabirgðastjórn. F. h. framkvæmdaráðsins, Helgi Pálsson. Smjörskömmfun Mjólkursamlags K.E.A. verður aukin um helming frá 1. júní n. k. og þar til öðruvísi verður ákveðið. Smjör- skömmtuninni verður hagað á sama hátt og verið hefir, að öðru leyti en því, að út á hvern 250 gramma skömmtunarseðil fást 500 gr. Akureyri, 16. maí 1945. Mjólkursanragið. i iJ : / Þ<§>4><$*$>$>$><&$><^<$>4>&&$><$><$><$><&&$><$>&$><$^ 55$55$55$$$$5$$$$$$$$$5$$$$$$$5$$$$$5$$$$5fy

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.