Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.05.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 26.05.1945, Blaðsíða 1
vEinnjMRinn XXVIII. árg. Laugardaginn 26. maí 1945. 20. tbl. Hitler kvað vera dauður - en „barátlan gegn bolsévismanum" er í fullum gangi Hér heima hef ir „Framsókn" f orystuna Hinni ægilegu Evrópustyrjöld er lokið með ,,skilyrðislausri uppgjöf" og ósigri fasismans. „Foringinn", sem af sinni hálfu háði styrjöldina úndir kjörorðinu: „Baráttan gegn bolchevismanum", kvað vera dauð- ur, með miður hetjulegum hætti, og ekki harmaður opinberlega, svo blaðinu sé kunnugt, af öðrum en Knut Hamsun. Menn skyldu því halda, að merki foringjans hefði með honum fallið, og að sigurvegarar hans, og sigur- glaðir áhangendur þeirra, hefðu önnur meiri áhugamál en að halda lífinu í „hugsjónum" hins fallna „foringja". En svo undarlega bregð- ur við, að baráttan gegn bolche- vismanum er enn í fullum gangi. Meðan Evrópuþjóðirnar, úthungr- aðar og þjakaðar eftir ánauð fas- ismans, bíða eftir skipulagðri sam- hjálp sigurvegaranna til að bæta fyrir eyðingu styrjaldarinnar, til að græða upp löndin, reisa hrundar borgir og byggðir, grundvalla að nýju nytsama framleiðslu og frið- söm viðskifti, skapa fólkinu lífsör- yggi í betri og bjartari framtíð — virðist aðal áhugamál ýmsra for- ystumanna Vesturveldanna vera það að finna ráð til þess að hefta útbreiðski sósíalismans og vaxandi áhrif Sovétríkjanna. Nægir í því sambandi að minna á aðfarir Breta gegn grísku skæruliöunum — mál Póllands, sem þessir herrar neita að ræða, nema hafðir séu í ráðum menn, sem unnið hafa í styrjöld- inni skemdarverk í þjónustu nasist- anna — bríxlyrði Alexanders hers- höfðingja um Tito marskálk, fyrir það, að hann skuli vilja tala með um lönd og borgir, sem hann með eigin her hefir hrakið fasistana úr o. s. frv. Og hér heima skortir ekki á, að tekið sé undir þennan tón — fyrst og fremst af blöðum. „Framsóknar- flokksins" og taglhnýtinga hans. Tölublað eftir tölublað er megin uppistaðan í skrifum „Dags" — blaðs „Framsónarfl." hér á Akur- eyri — svívirðingar um Sovétríkin, forysturíki sósíalismans í heimin- um, og hatramur blekkinga-áróður gegn íslenskum sósíalistum. Þannig tekur „Dagur" upp merki hins fallna „foringja" í „baráttunni gegn bolchevismanum". Skulu af því tilefni tekin hér til meðferðar nokkur atriði. Afstaða Sovétríkjanna til alþjóðlegs samstarfs og styrjaldarlinnar. I síðasta tölubl. ,,Dags" eru mikl- ar bollaleggingar um það, að ..þeg- Jónas Hallgrímsson 100 ára dánarminning ar Hitler-Þýskaland hóf yfirráða- og kúgunarstefnu sína í verki sum- arið 1939" hafi „tvö stórveldi í Norðurálfunni, Bretland og Fvakk- land, ekki getað horft á það að- gerðalaus, að villidýrið, sem skap- ast hafði í Þýskalandi, træði hverja smáþjóðina af annari undir járn- hai sínum. Þau skárust því þegar í leikinn og sögðu Þýskalandi stríð á hendur. . . .". En „Stalin hinn rússneski fór öðruvísi að en Bretar. Hann hafði skap til þess að horfa rólega á villidýrsaðferðir nazista ....", enda hafði hann látið sér „sæma að gera vináttusáttmála við böðla smáþjóðanna og óvini menn- ingarinnar og lýðræðisins gegn því, að hann fengi óáreittur af nazistum að hernema hálft Pólland og ráðast á Finnlendinga.....". Á hinum frægu Finnagaldurs- tímum var ekki ótítt að heyra svona tón. En að opinbert málgagn stjórn- málaflokks, sem Vill láta taka mark á sér, skuli árið 1945, þegar'öllum, sem eitthyað fylgjast með heimsvið- burðum, eru ljós og skiljanleg þau stjórnmálaviðbrögð, sem réðu að- draganda og gangi styrjaldarinnar — það hlýtur mönnum að blöskra. í fyrsta lagi er það fullmikil skammsýni, af ritstjóra stjórnmála- blaðs, að sjá ekki yfirráða- og kúg- unarstefnu þýska nazismans birtast í verki fyrr en „sumarið 1939". — Stjórnmálamenn Sovétríkjanha, og margir fleiri, höfðu séð hana, allt frá valdatöku Hitlers, birtast í of- beldisverkum og ofsóknum hans heima fyrir. Enn fleiri sáu hana birtast í Spánarstyrjöldinni, í víg- vélum og liðsveitum þýsku og ítölsku fasistanna, sem hjálpuðu Franco til að bana löglegu lýðræðis- skipulagi þar í landi. Og loks gátu engir gengið duldir þessarar yfir- ráða- og kúgunarstefnu, þegar Hitl- er hernam Austurríki og lagði und- ir síg og limaði sundur Tékkóslóva- kíu. En upp á allt þetta gátu Bretland og Frakkland „horft aðgerðalaus". „Hlutleysis"-pólitíkin, þ. e. afskifta- leysið af stuðningi Þýskalands og ítalíu við Franco, sem Bretland beitti sér fyrir og neyddi Frakkland til að fylgja, réð beinlínis úrslitum í Spánarstyrjöldinni, Franco í hag. - Chamberlain-pólitíkin, sú, að látast ætla a« friða villidýrið með því að fleygja kjötbitunum í kjaft þess, leiddi til hernáms Austurríkis og sölu Tékkóslóvakíu í Múnchen. Af ráðnum hug var bretska auð- valdið — sem átti verulegan hlut að (Framhald á. 2. síðu). 1 dag minnist íslenzka þjóðin þess, að liðin eru 100 ár frá andláti eins hins ágætasta sonar, sem hún hefir nokkru sinni eignast, lista skáldsins góða, Jónasar Hallgríms- sonar. Það er vafasamt, að nokkurt skáld í nokkru landi hafi haii meiri áhrif á þjóð sína og örlög liennar en hann, og þó varð hann að deyja einmana og snauður í öðru landi, og gröf hans týndist. Jónas Hallgrímsson var af gáfuðu fólki kominn. Faðir hans var ætt- ingi séra Hallgríms Péturssonar, en móðir hans var af hinni alkunnu Hvassafellsætt. Af þeirri ætt voru skáldin Hannes Hafstein og Jóhann Sigurjónsson og ýmsir fleiri miklir gáfumenn. Snemma bar á skáldgáfu Jónasar og ást hans á öllu fögru, hvort sem það birtist í náttúrunni eða í listum eða máli. Vafalaust hefir það giætt íegurðartilfinningu hans, að hann ólst upp í æsku í einhverri fegurstu sveit landsins, „Þar sem háir,hólar hálfan dalinn fylla, þar sem hamra-hilla hlær við skini sólar árla, fyrir óttu, enn á meðan nóttu grundin góða ber græn í faðmi sér." Mæðradagiirinn er á morgun. Mæðrastyrksnefnd bæjarins hefir fjársöfnun, eins og að undanförnu. Verða seld merki á götunum. Kvikmyndasýning verður í Skjaldborg kl. 5 til ágóða fyrir söfnunina og kl. 9 verður kvöldskemtun að Hótel Norður- land. Síðasti dagur dönsku sýningarinnar í Gagn- fræðaskólanum er á morgun. Þeir, sem ekki hafa þegar séð sýninguna, mega því ekki draga það lengur. Ágóðanum verður varið til að kaupa föt handa dönskum börnum. Öxnadalur sameinar á dásamleg- an hátt hrikafegurð og yndisleika íslenzkrar náttúru, og ljóð Jónasar sameina á sama hátt tign og krait og mýkt og hljómfegurð íslenzkrar tungu. Ast hans á náttúrunni beindi honum inn á brautir náttúruvís- indanna, en vísindastarf hans opn- aði augu hans enn betur en áður fyrir fegurðinni í náttúru íslands. Ástin á allri fegurð og ættjarðar- istin munu hafa verið sterkastir bættir í sálarlífi hans, en litlu þýð- ingarminni voru réttlætiskennd hans, sannleiksást og frelsisást, og samúð með öllum olnbogabörnum, hvort sem það var grátittlingur „frosinn niður við mosa", eða „úti- barin rjúpa", sem „gæðakonan ^óða" snýr úr háhliðnum, eða föð- urleysingjarnir, sem andvarpa, er ..klækin kaupmannslund" reynir að auðgast af fátækt þeirra. Jónas Hallgrímsson hefir haft ótrúlega mikil áhrif á tungu lands- manna, svo að segja má að hann valdi þar aldahvörfum. Málið er ekki lengur hið sama og fyrir hans daga. En áhrif hans á ýmsum öðr- um sviðum eru líka mjög mikil, og hvergi meiri en í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Með eldmóði sínum vekur hann þjóðinatilmeðvitundar um rétt sinn, og er það tæplega vafamál, að vakning sú, er hann og þeir Fjölnismenn ollu meðal þjóð- arinnar, hefir mjög flýtt fyrir því að þjóðin skipaði sér undir merki Jóns Sigðurðssonar. Hér er eigi hægt að lýsa skáld- skap Jónasar Hallgrímssonar, enda eigi tilgangurinn með þessari gfein. Vonandi verður hans minnzt á viðeigandi hátt á þeim vettvangi, þar sem rúm og tími og aðrar ástæður leyfa. Aðeins vildi ég benda á það, að þjóðin stendur í þakklætisskuld við þennan ágafta son sinn, sem gaf henni allt það, sem hann vann á hinni stuttu ævi sinni, en gaf sér eigi tíma til að sinna persónulegum hagsmunum og dó litlu ríkari að fjármunum en hann fæddist í þenn- an heim. Samkoma við sundlaug bæjarins íþróttabandalag Akureyrar held- ur samkomu við sundlaug bæjarins á morgun í tilefni af 100 ára dánar- afmæli Jónasar Hallgrímssonar. — Til skemtunar verður: Ræða, Snorri Sigfússon, sundsýning (barnaskólabörn) og boðsund. Keppa þar íþróttafélög bæjarins. — Samkoman hefst kl. 1.30 e. h. Grímur Thomsen kvaðsvo um Jónas: „Islands varstu óskabarn irr þess faðmi tekinn og út á lífsins eyðihjarn brlagasvipum rekinn. Langt frá þinni feðra fold, fóstru þinni ljóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða." Á.S.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.