Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.06.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 02.06.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN. Út&efandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Áriason, Ólafur Aðalsteinsson. BlaðiS kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Leyfisleysi Sprengiefnisleysi Peningaleysi Fyrir tveimur árum var uppi fót- ur og fit hér í bænum vegna þess, að meira að segja forráðamenn bæj- arins höfðu uppgötvað þann sann- leika, að hafnarmannvirki bæjarins væru með öllu ófullnægjandi. Og það var brugðið við. Auk bæjarstjórans, sem er verkfræðing- ur, var fenginn úr höfuðstaðnum einn æfðasti verkfræðingur lands- ins, á þessu sviði. Þeir leituðu og fundu stað fyrir hin nýju hafnar- mannvirki norðanvert á Oddeyr- inni. Gerður var uppdráttur að mannvirkjunum, og bæjarstjórn samþykkti þegar að láta gera þama hafnargarð og innan hans smábáta- lægi og bryggjur fyrir kolauppskip- un o. fl. — en kolaafgreiðslan skyldi þá flutt niður á Tangann, úr mið- bænum, þar sem hún veldur hinum mesta óþrifnaði, eins og kunnugt er. Ennfremur skyldi gera þarna allstóra dráttarbraut skipa, en drájfarbrautin á Torfunefi, sem er of lítil, lögð niður, og lóð hennar tekin til annara nota. Og í fyrravor var verkið hafið. Nokkrir menn voru látnrr vinna við það ca. hálfan mánuð að flytja og leggja grjót í fyrirhugaðan hafn- argarð. En þá kom babb í bátinn. — Kaup verkamannanna þótti of hátt, og þeir voru látnir hætta vinn- unnil Litlu síðar gerði bærinn vinnu- launasamning við verkamannafé- lagið, sem m. a. náði yfir vinnu sem þessa, svo ekki stóð það lengur í vegi fyrir framkvæmdunum. Samt hefir þeim ekki verið haldið áfram, og það þótt bæjarstjórnin hafi oft- lega verið á hafnarmannvirkin minnt og krafist framkvæmda við þau — ekki hvað síst meðan at- vinnuleysið var hér í vetur. Þegar kröfur um áframhald verksins hafa verið uppi í bæjar- stjórninni, hefir bæjarstjóri jafnan haft á hraðbergi ýmiskonar viðbár- ur. Seinnipartinn í vetur bar hann því ávalt við, að það stæði á sam- þykki samgöngumálaráðherra fyrir gerð hafnargarðsins — og auðvitað mátti ekki láta vinna að garðinum í LEYFISLEYSI, þó svo' hefði að vísu verið á honum byrjað. Sann- leikurinn er sá, að leyfi ráðherra að vísu munnlegt, lá fyrir miklu fyrr, en bæjarstjóri kannaðist við að svo væri. En hann dró þá viður- kenningu þangað til hann hafði fengið aðra viðbáru, sem sé þá, að ekkert SPRENGIEFNI væri fáan- legtf til grjótnámsins, vegna þess að það hefði farið forgörðum með skipum, sem sökt var á leið hingað. Síðan hefir sprengiefni komið. — En á síðasta bæjarstjórnarfundi hafði bæjarstjóri enn eina viðbáru — og nú heitir hún PENINGA- LEYSI. Að sjálfsögðu hefir enginn gert ráð fyrir því, að ný hafnarmann- virki yrðu byggð, eða meiriháttar endurbætur gerðar á gömlu hafnar- mannvirkjunum, án lántöku af hálfu bæjarins. En auk þess greiðir ríkissjóður einn þriðja byggingar- kostnaðar slíkra mannvirkja hér, og er á fjárlögum þessa árs framlag til hafnargerðar á Akureyri — að vísu lítið — en þó nógu stórt, með þeim fjárhagsmöguleikum öðrum, sem fyrir hendi eru, til þess að nokkuð mætti aðhafast. En það mun vera allt önnur teg- und af „leysi“, sem veldur því, að engar framkvæmdir eru um hafnar- gerðina, né endurbætur hafnar- mannvirkjanna á Torfunefi — og það er fyrst og fremst VILJALEYSI meirihluta bæjarstjórnarinnar til athafna í málinu og þar næst FRAMTAKSLEYSI og ÚR- RÆÐALEYSI, þó eitthvað ætti að gera. Þeir bæjarbúar, sem ætlast til, að ekki verði látið sitja við samþykt- ina eina um hafnarmannvirkin, ættu því að athuga, hvort ekki væri rétt að nota tækifærið í vetur til að leysa þennan bæjarstjórnarmeiri- hluta frá vandanum.. „Með sól og sumri“. (Framhald af 2. síðu). ist hann stefna í aðra átt en ,,bræðraflokkarnir“ á Norðurlönd- um, þar sem t. d. í Noregi er hafinn undirbúningur að sameiningu Verkamannaflokksins og Kommún- istaflokksins, og í Danmörku við- ræður um „samfylkingu“ flokk- anna, en verkalýðsfélagasambandið finska óskar nánara samstarfs við verklýðsfélagasamband Sovétríkj- anna og Alþýðusamband íslands — þar sem „Björn Bretlandsfari" og „Hermann fyrverandi nazisti" sitja í stjórn. ásamt öðrum grýlum „Al- þýðumannsins“. Má vera, að ritari Alþýðuflokks- félagsins láti ekki þetta 'frávik ,,bræðraflokkanna“ trufla sig í for- ystuhlutverki hans fyrir norrænni samvinnu. Að minsta kosti óskar „Verkam.“ þess, að Alþýðuflokksfé- lagið njóti, að verðleikum, gleðilegs sumars — undir sól sósíalistaníðs „Alþýðumannsins". Leiðrétting. í greininni um Jónas Hallgríms- son í síðasta tölubl. „Verkamanns- ins“ eru tvær prentvillur í síðara er- indinu eftir Grím Thomsen í nið- urlagi greinarinnar: „Langt frá þinni feðra fold, fóstru þinni ljóða,---“ En átti að vera: „Langt frá þinna feðra fold, fóstru þdnna ljóða,----“ ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦»♦»»♦♦♦♦♦♦ Tilkyiining til síldarsaltenda og útgerðarmanna <► < > < > < > Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld, svo og þeir út- gerðarmenn, sem hafa í hyggju að salta síld af skipum sínum j > á sumri komanda, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Síldarsaltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafi til umráða. 2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar. 3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. 4. Hve margt síldarverkunarfólk vinnur á stöðinni. 5. Eigi umsækjandi tunnur eða salt, þá hve mikið. Síldarútgerðarmenn þurfa í umsóknum sínum að taka fram eftirfarandi: Tölu skipa, stærð, einkennistölur. Áætlað V> magn til söltunar og hjá hvaða saltanda síldin verður söltuð Þeir síldarsaltendur, sem óska að fá tómar tunnur og sal frá Síldarútvegsnefnd, sendi umsóknir til Síldarútvegsnefndar á Siglufirði. í Allar þessar umsóknir skulu serrdar til skrifstofunnar Siglufirði og þurfa að vera komnar þangað fyrir 30. júni n. A Síldarútvegsnefnd ►♦♦♦♦♦<»»»♦♦♦»»♦<»»♦♦♦♦♦♦»♦♦♦»<»»♦♦♦»»»♦♦♦♦»»»»»»»»♦» SKRÁ um útsvör í Akureyrarkaupstað árið 1945 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjargjald- kera frá 31. mal til 13. júní n. k„ að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af skránni sé skilað á skrifstofu bæjar- stjóra innan loka framlagningarfrestsins. Bæjarstjórinn á Akureyri, 28. maí 1945. Steinn Steinsen ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< >»»»»♦»♦»♦»»♦»»< Síldarstúlkur. VILJUM RÁÐA nokkrar stúlkur til síldarsöltunar á !! Siglufirði, i sumar, hjá Gunnlaugi Guðjónssyni. Nánari 11 upplýsingar hjá Jóni Baldvinssyni, Munkaþverárstr. 17, < > og Kristni Árnasyni, Hafnarstræti 86 A. ►»♦»♦♦♦»»»♦♦»»♦♦»♦♦♦»»♦♦»»♦♦♦♦♦♦♦♦4 1 ATVINNA Stúlka með gagnfræðaprófi, eða hliðstæðri menntun, getur fengið atvinnu við landssímastöðina hér í byrj- un næsta mánaðar. Eiginhandarumsóknir sendist undirrituðum fyTÍr 4. júni næstkomandi. Akureyri, 28. maí 1945. SÍMASTJÓRINN >##i#»##»»#i###l >#»»»»»»»##, i /

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.