Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.06.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 30.06.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN. Útfetemdi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Arnason, Skipaýötu 3. — Sími 466. \ Blaöneind: Rósberg G. Snaedal, Eyjólfur Arnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðifi kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prentverk Odds Björnssonar. Því fara þeir þá ekki bara til Indlands? Það er engum alls varnað. Jafn- vel ekki „Degi". Hann á það til að vera fyndinn, já, svo af ber. „Dag- ur“ birti í fyrradag nýjustu „Skotasögu" sína. Hún er þannig: ,,Einn stjórnmálaflokkur hér á landi hefir stöðugt haldið því fram á undanförnum stríðsárum, að sí- vaxandi dýrtíðarástand leiddi þjóð- ina að lokum fram á barm f járhags- legrar glötunar, ef ekki væri stung- ið við fótum á þeirri leið. Það er Framsóknarflokkurinn“, Frá því 1927, uns núverandi stjórn tók við völdum á síðastliðnu hausti hefir Framsóknarflokkurinn setið að völdum eða átt sterk ítök í rríkisstjórnunum. Og síðastur trón- aði Vilhjálmur Þór, átrúnaðargoð og eftirlæti allra afturhaldssömustu og einræðissinnuðustti Framsóknar- manna. F.inmitt á síðustu stjórnar- árum Framsóknar óx dýrtíðin af því að Framsókn sveikst um að stinga við fótum. Undir stjórn Framsóknar fékk vöruverðið óhindrað að hækka og í kjölfar þess hækkaði eðlilega kaupgjald (þó Framsókn vildi koma fram al- rnennri og stórfeldri launalækkun með því að hindra að vinnulaun' hækkuðu í hlutfalli við hækkað vöruverð). Einstaka torgreindir Framsóknarmenn eða vísvitandi hlekkingapostular þeirra hafa að vísu stagast á því, og gera enn, að kaupgjaldið hafi hækkað á undan vöruverðinu. Staðreyndirnar eru hinsvegar öfugar, allir hbgsandi menn vita eins og 2 og 2 eru f jórir að hækkun kaupgjalds er afleiðing af hækkun vöruverðsins og að kaup- gjaldið hækkaði auk þess ekki fyrri en löngu eftir að vöruverðið hækk- aði. Framsóknarflokkurinn vildi ekki halda vöruverðinu niðri, hann, ætlaði sér að nota síaukna dýrtíð til að hræða þjóðina með, til þess að geta þannig fengið nægilegan styrk til að koma fram því eina áhuga- máli, sem þessi svikaflokkur á nu eftir, það er að koma fram stórkost- legri, allsherjar kauplækkun. Þetta brást. Þjóðin gleypti ekki tálbeituna. Hún sneri bakinu við þeim flokki, sem gerði alt til þess að lofa vöruverðinu að margfaldast. Hún lét hann ekki nota sig fyrir svipu á sjálfa sig. Hún trúði ekki þeirri falskenningu, að framtíð hennar bygðist eingöngu á því, að kaup verkafólks yrði lækkað. Hún trúði ekki á falskenningar Fram- sóknar um, að alt mundi fara :! hundana, ef kaupið yrði ekki lækk- að, Framsókn hröklaðist frá völd- Nýlega stofnuðu þeir Árni Bjarnason bóksali, Steindór Hjalta- lín útgerðarmaður og Gísli Olafs, son, lögregluþjónn, félag í þeint til- gangi, að koma á fót flpgskóla hér í Eyjafirði, heitir félagið, enn sem komið er að minsta kosti, Flugskól- inn á Akureyri og er Árni fram- kvæmdastjóri þess. Félagið hefur þegar keypt tvær flugvélar af gerð- inni Tiger'Moth, og er von á þeim hingað um miðjan næsta mánuð. Eru það tveggja rrfanna ílugvélar, geta flogið 150 km. á klst. og eru 750 kg. að þyngd, fullhlaðnar. Eru þetta taldar algengustu kensluflug- vélar, sem notaðar eru á byrjunar- stigi í Vesturálfu og víðar. Gert er ráð fyrir, að flugskólinn geti tekið til starfa seint í júlí n.k. Mun kenslan fara fram fyrst unt sinn á Melgerðismelum. og mun námstíminn verða milli 40—50 tímar, að öllum líkindum. Er búist við að eftir 8 tíma flug með kenn- ara geti nemendurnir verið orðnir færir um að fljúga sjálfir. Flugskólanum hafa þegar borist fjöldamargar umsóknir um nám, og mun verða reynt, að veita eins mörgum tilsögn í flugi eins og frek- ast verður unt. Hefur félagið í hyggju, að kaupa bíl, og munu þá • verða fastar ferðir fram á Mela, alla þá daga sem flugfært verður. Búist er við, að kensla fari einnig frarn á vetrum en þó aðallega til að byrja um og hún neitaði að taka þátt í samsteypustjórn, nema gengið yrði að því skilyrði hennar, að rýra kjör þeirra fátækustu. Siðan hefir Frarn- sókn þindarlaust þulið bölbænir sínar og hrakspár. Hún hefir gert alt sem hún hefir orkað til að spyrna gegn nýsköpunaráformum ríkisstjórnarinnar. En heimurinn hefir ekki farist þó Frantsókn félli úr sæti. Ríkisstjórnin hefir gert margskonar ráðstafanir til að efla atvinnulífið. Og jafnvel hér á Ak- ureyri, í ríki Framsóknar, eru líkur til að atvinna verði rneiri á þessu stimri og í haust, en í fjöldamörg ár að undanskildum stríðsárunum, þrátt fyrir allar tilraunir Framsókn- ar til að hindra stórfeldar, verkleg- ar framkvæmdir, svo sem byggingu hafnarmannvirkjanna á Tanganum og spítalans. Fólkið trúir almennt ekki hrak- spám Framsóknar. Það er þeirrar skoðnnar, að velmegun |)jé)ðarinnar og afkoma byggist á því, að öllum er geta unnið sé fengið verk að vinna, en hjálpræðið sé ekki í því fólgið, að rýra kjör launþeganna er strita á landi og sjó. Ef Framsóknarmenn trúa sinni eigin kenningu og vilja lifa eftir henni, þá væri þeirn best að fara til Indlands, þar sem kaupið er nú lægst í heimi — og hungurdauðinn daglegt brauð. En íslendingar vilja ekki að Framsókn skapi slíka parad,ís hér. með á sumrum. Kensla sú, er skól- inn getur veitt, er undir svokallað A-próf. Hefur nemandinn þá að loknu prófi aðeins rétt til að fljúga sjálfur og með 1 farþega, endur- gjaldslaust. Óráðið er enn, hver verður kennari hjá félaginu. Flugmálastjóri hefur leyft félag- inu að nota flugvöllinn á Melgerð- ismelum og hefur á ýmsan annan hátt veitt félaginu aðstoð. o Ferðafélaq Akureyrar fer í öræfaferð Laugardaginn 7. júlí n.k. Farið verður á bílum austur í Dyngju- fjalladal, og gengið þaðan að Öskjuvatni og víðar um fjöllin þar í kring. Reynt verður að aka austur að Jökulsá og norður með henni á- leiðis til Herðubreiðarlinda. Svo til baka suður með Jökulsá, áleiðis til Vatnajökuls, — eftir því sem fært reynist — og gengið ‘á jökul- inn ef tími verður til þess. Farmiðar verða seldir miðviku- daginn 4. júlí n.k. Óbyggðir landsins eru flestum lítt kunnar. Ferðafélag Akureyrar sýnir dugnað með því að opna ár- lega nýjar leiðir um óbyggðirnar og greiða mjög fyrir ferðum um þær. Það mun flestum holl tilbreytni frá vélískrölti, ys og annríki, að dvelja nokkra stund í kyrð öræf- anna. Flutningatæki framtíðarinnar Hinn nýi flugbátur Flugfélags íslands, Catalina (karlkynsorð en ekki kvenkyns eins og sumir halda), hóf fyrir nokkru síðan fastar flug- ferðir, og var blaðamönnum bæjar- ins boðið að skoða hann og fljúga með honum til Reykjavíkur. Flug- báturinn getur flutt 22—23 farþega en auk þess er 4 manna áhöfn á bátnum. Hann hefir 2 aflmikla hreyfla og er útbúinn með flestum nýjustu tækjum flugtækninnar. Báturinn getur sest bæði á sjó og landi. Enginn þarf að vera í vafa um það, eftir að hann hefir flogið í slíkum flugbát ásamt öðrum 22 far- þegum yfir hæstu fjalltinda ná- grennisins næstum því andartaki eftir að hann hefir lyft sér til flugs af Pollinum, að innan tiltölulega fárra ára munu nær allir flutning- ar fara fram eftir loftsins brautum. Valdemar Pálsson. VINAKVEÐJA. Hljótt varð í hugans leynum, er heyrðum vér um það, að bani brandi sínum þér brá í hjartastað. Hann lengi sat í leyni og lamaði andans þrótt með duldu dofa rneini, svo dagur virtist nótt. Þitt viljaþrek þó varðist hans vopni langa stund. Sem hetja hraust þú barðist, uns hinsta festir blund. ★ Við munurn margar stundir — — sú minning er oss kær — er sóley gylti grundir, og glitraði fold og sær. Þá raddir runnu saman við rómþýtt bergmáls hljóð, sem endurkvað frá álfi, er upp við kletta stóð. Oss hvarf öll kvöl og tregi, en kát var lund og ör. Svo brosti um víða vegi, það vakti oft bros á vör. t ★ En skuggar kvöldsins skyggðu, og ský fyrir sólu dró, þeir myrkva að brjósti byggðu, hann bannaði hvíld og ró. , Þá huldist ljós og ljóminn, en litlaus ríkti nótt. Það bliknaði allur blóminn, en bölið hvíldi hljótt. ★ Þín minnig, vel hún varir í vorum huga enn og fram í fjarskann starir. — Við finnumst aftur senn. • Með hrærðum hug og gljúpum því hér við stöndum nú og hljóðir höfði drúpum, er héðan flytur þú. Halldór Stefánsson. Dr. Björn Jóhannsson fer til Norðurlanda á vegum nýbyggingaráðs. Nýbyggingarráð hefir í samráði við ríkisstjórnina ráðið dr. Björn Jóhannesson, efnafræðing, til þess að fara til Norðurlanda og Eng- lands til frekari athugunar á mögu- leikum til að reisa hér verksmiðju til framleiðslu köfnunarefnisáburð- ar og mun hann nú á förum. Hjartans þakkir öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hjálp við andlát og jarðairför dóttur okliir og systur, VALGERÐAR SIGURJÓNU BJARNADÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Svanfríður Hrólfsdóttir. Bjamii Jónsson. Laufey Bjamadóttir. Inga Bjamadóttlir. Gyða Bjamadótt'ir. i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.