Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.09.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 08.09.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN JOHAN BOJER: Ásýnd heimsins 8 Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall ÞORGERÐAR HELGADÓTTUR. Aðstandendur. V (Framhald). hæð í húsi þeirra stakk hann lyklinum í skráargatið, og hún þaut á und- an honum inn. „Hvað segir þú?“ spurðu augu hennar, þegar hann kom inn. Og loksins kom hann auga á stóru kertastjakana úr messing á skrif- borðinu, sem voru í sama stíl og doriskar súlur. Hann handlék þá. Þeir voru þungir og urðu eins og ævintýri hér á þessa fátæklega borði. „Heyrðu nú, Þóra — þú ert auðvitað alveg vitskert. Hvar hefir þú náð í þá þessa?“ Hjá forngripasala þarna í götunni.Hvernig lýst þér á þá? Hugsaðu þér, þeir kosta sama sem ekkert." En hann faðmaði hana nú samt sem áður ekki að sér og kastaði henni upp í loftið. Hann lét stjakana aftur á sinn stað og varð síðan að láta sig falla ofan á legubekþinn. Hann þurkaði ennið í sífellu og þurfti enn að blása vel mæðinni. Eftirvæntingin — eftirvæntingin hafði verið svo langæ. „Óska þér til hamingju! sagði hún og kysti hann á ennið. Síðan flýtti hún sér út, setti upp stóru ermasvuntuna og fór að búa til matinn. Kyn- legur hiksti var farinn að gera vart við sig niðri í hálsinum. En bíddu bara uns hátíðamiðdegisverðurinn kemur — þá kæmi sjálfsagt alt það sem hún hafði vonast eftir. III. Haraldur Mark sat áfram og einblíndi út í bláinn. Síðan leit hann af einu á annað í litla herberginu eins og hann ætti erfitt með að fá botn í einhverju. Hann stóð upp og fór að ganga um gólf, hann varð smámsam- an gripinn af furðulegri æsingu. Hvað er að? Það sem hann hafði upp á síðkastið talið að mundi bjarga sér um alla framtíð, það hafði hann nú öðlast. Hin mikla, hátíðlega stund, þegar féð til að standa straum af enn- þá eins árs dvöl í París, hafði eins og dottið niður í hendur hans, hún var tkki á morgun, hún var í dag, hún var nú. Honum bar skyldi til að vera himinglaður, ekki aðeins í framtíðinni, heldur nú. Og þetta gerði hann svo ráðalausan. Ef hann hefði getað sagt: I næstu viku. Ef það hefði ver- ið eitthvert ranglæti einhverstaðar í heiminum, sem hann hefði getað reiðst yfir, en það var hamingja. Og það var núna. Og það var eins og öfl í honum væru leyst úr læðingi, sem voru alveg komin úr þjálfun. Hann svipaðist um eins og áður eftir leið til að komast burt. Einu sinni hafði hann líka'litið á þessa konu sem mestu sælu á jörð- unni. En þegar hann loksins öðlaðist hana, þá var það alt í lagi. Og ef það var einhver, sem sagði við hann: „En hvað það er yndisleg kona sem þér eigið," þá lét það næstum því í eyrum sem ásökun. Var hann máske skyldugur að rölta um frá morgni til kvölds og bara vera himinlifandi glaður yfir Þóru, en karlmaður hefir líka um aðra hluti að hugsa hér í heiminum. „Jæja,“ hugsaði hann — „þeir þorðu ekki annað en að láta mig fá námsstyrk líka þetta ár, þrátt fyrir alltl" Það var ofurlítill saltkeimur að því að léggja það út á þennan veg, og honum leið strax skár. En skömmu síðar settist hann á stól, strauk höndunum eftirhnjánumogsvipaðistumí stofunni óánægjulegur í framan. „Hvað á þetta að þýða? Hvað gengur að þér? Ertu orðinn vita óhæfur til að gleðjast? Og hver er orsökin til þess?“ Hann laut höfði og það var eins og þung stuna liði frá brjósti hans. Móðir hans hafði vissulega verið hinn ósýnilegi máttur, sem á ljúfan og elskulegan hátt, jafnvel úr fjarskanum, fóstraði tilfinningar hans. (Framhald). Raflagnir- \ fi5gerðir - Raftækjasala Allskonar nýlagnir, á Ljósaskálar, uppsetningar á suðuplötum, borðlampar, vindstöðvun ofnum, vegglampar, o. fl. straujárnum veggkerti, og öðrum perur rafáhöldum. o. fl. Væntanl.: Ljósakrónur, ofnar, suðuplötur, straujórn. Raftækjavinnustofan, Túngötu, (áður Billiardstofa Jóns Kristjánssonar). Gústav Berg Jónasson rafvirki. IMiMiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiitiniiimiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimiit » Z j Tilkynning frá Fiskimálanefncf j Fiskimálanefnd hefir lokið við að reikna út verðjöfnunar- | i gjald fyrir marz-mánuð, og er verðuppbótin sem hér segir: \ 1. svæði: Faxaflói. i i Verðjöfnunarsjóður kr. 450.634.03. Verðuppbót 6,08%. 2. svæði: Breiðafjörður, að Bíldudal. [ Verðjöfnunarsjóður kr. 39.469.03. Verðuppbót 4,13%. i 3. svæði: Vestfirðir. j Verðjöfnunarsjóður kr. 139.614.02. Verðuppbót 8,5%. i 4. svæði: Norðurland. I Enginn útflutningur. j 5. svæði: Austfirðir. 1 Verðjöfnunarsjóður kr. 33.481.44. Verðuppbót 12,3%. 6. svæði: Vestmannaeyjar, Stokkseyri og Eyrarbakki. | Verðjöfnunarsjóður kr. 300.074.15. Verðuppbót 10,08%. Fiskimálanefnd. r jj r i *I|IIIIMMIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIMIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMMIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIMMMMi Fjðrðnngsþing Fiskideildar Norðlendingafjörðungs verður sett á Akureyri þriðjudaginn 23. október næstkomandi. Dagskrá skv. lögum Fiskifélags íslands. Akureyri, 20. ágúst 1945. F j órðungsst j órnin. Frotté- handklæði væntanleg næstu daga. BR AUNS-VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON NÆR OG FJÆR Framhald af 3. síðu. þannig virðast kommúnistar yfirleitt hugsa.“ 5. „Hér á íslandi reká kommún- istar bersýnilega samskonar pólitík." — Það mun almannarómur að aðstoðarrit- stjóri (?) „ísl.“ muni ekki eins laginn á að fara í gegnum sjálfan sig og sá lög- lærði (minsta kosti ekki í sömu grein), enda mun nú Bárður hafa sett Islands- met á því sviði með ofangreindum álykt- unum sínum. Starfsstúlkur vantar nú í haust, að Kristnes- hæli, að Laugarvatni, á gisti- hús í bænum. Allstaðar hátt kaup. Talið sem fyrst við Vinnumiðlunarsskrifstofuna. Ráðskonur vantar að Laugaskóla, að Varmahlíð í Skagafirði, og á fáment sveitaheimilí í Skaga- firði . — Talið sem fyrst við Vinnumiðlunarskrifstofuna. Verkamarmafélaé AkureyrarkaupstaS- ar heldur fund á morgun í Verklýðshús- inu kl. 3.30 e. h. Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhús- torgi á morgun kl. 6 e. h., ef veður leyfir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.